Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 36
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. STÓRI BÓKAMARKAÐURINN Perlunni og Akureyri 23. feb. - 5. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Sími 568 6625 STARTARAR FYRIR BÁTA OG BÍLA ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra, og staðgengill utanríkisráðherra í op- inberri heimsókn til Indlands, opn- aði í gær nýtt íslenskt sendiráð í Nýju-Delhí, höfuðborg landsins, við formlega athöfn. „Það var áhrifamikið að sjá ís- lenska fánann dreginn að húni hér í Nýju-Delhí höfuðborg Indlands, næstfjölmennasta ríkis heims og fjölmennasta lýðræðisríkisins,“ sagði Þorgerður Katrín í gær í sam- tali við Morgunblaðið. Hún sagði að heimsóknin hefði verið ánægjuleg. Hún hófst í gær- morgun og stendur til föstudagsins 3. mars, en með Þorgerði Katrínu í för er fjölmenn íslensk viðskipta- sendinefnd skipuð fulltrúum 23 ís- lenskra fyrirtækja. Ráðherra mun eiga fundi með indverskum ráða- mönnum, m.a. forseta og forsætis- ráðherra Indlands. Þá hefur Út- flutningsráð Íslands í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt við- skiptaráðstefnur og tvíhliða fundi indverskra og íslenskra fyrirtækja í Nýju-Delhí, Mumbai og Bangalore. Þorgerður Katrín sagði að sendi- ráðið væri í sama húsi og danska sendiráðið og Danir hefðu verið okk- ur mjög vinsamlegir og hjálplegir hvað þetta snerti. Opnun sendiráðs væri mikilvæg og ætti eftir að stuðla að öflugum og skilvirkum sam- skiptum þjóðanna, en viðskiptahags- munir Íslendinga á Indlandi færu stöðugt vaxandi. Það væru allir sam- mála um að þessi samskipti myndu aukast á næstu árum, enda væru feikileg tækifæri framundan. Hag- vöxtur væri nú 8% á Indlandi og þeir stefndu að 10% árlegum hagvexti. Uppgangurinn væri því mjög mikill. Ráðherra átti einnig fund með An- and Sharma, ráðherra í utanrík- isráðuneytinu. Á fundinum ræddu þau m.a. tvíhliða samskipti ríkjanna en þau hafa verið að aukast. Íslenskt sendiráð opnað í Nýju-Delhí Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra dregur íslenska fánann að húni við opnun íslensks sendiráðs í Nýju-Delhí á Indlandi. Með henni á myndinni er Sturla Sigurjónsson, sendiherra á Indlandi. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is PALOMAR Pictures, fyrirtæki Sig- urjóns Sighvatssonar hefur náð mjög hagstæðum samningum við Sony um endurgerð dönsku mynd- arinnar Brødre. Einn vinsælasti handritshöf- undur Hollywood, David Benioff, mun skrifa handrit endurgerð- arinnar og hafa bæði Steven Spiel- berg og Ang Lee lýst áhuga sínum á að leikstýra myndinni. | 30 Spielberg og Ang Lee áhugasamir Morgunblaðið/Þorkell ÞYRLA Varnarliðsins sótti tvo menn í skálann við Hrafntinnusker í fyrri- nótt eftir að þeir höfðu velt bíl sínum þar í nágrenninu. Þeir komu sér sjálf- ir í skálann og kölluðu eftir aðstoð. Björgunarsveitin Ársæll, sem var að koma frá því að aðstoða þá sem lentu í slysinu á Hofsjökli, var skammt frá Hrafntinnuskeri þegar útkallið kom og fór á staðinn. Mennirnir voru flutt- ir á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi, talsvert slasaðir, og lenti þyrlan þar seint í fyrrinótt. Hafþór Freyr Víðisson, annar mannanna, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi vera afar þakk- látur öllum þeim sem komu að björg- un þeirra, áhöfn þyrlunnar og björgunarsveitinni sem kom á stað- inn. Björgunin hefði gengið vel, en það hefði verið erfitt að bíða eftir þyrlunni og tíminn lengi að líða. Hann sagði að þau hefðu farið sam- an á fimm bílum á laugardagsmorg- uninn. Einn bíll hefði farið til baka um kvöldið en fjórir orðið eftir. Um kvöldið hefði verið stjörnubjartur himinn og dansandi norðurljós og þau ákveðið að fara ofar til að sjá betur. Þeir hefðu verið tveir saman í bíl á leiðinni til baka þegar slóðin hefði allt í einu horfið og bíllinn endastungist fyrirvaralaust. Þeir hefðu komist út úr bílnum og verið studdir í skálann, sem hefði verið 2–300 metra í burtu, af samferðafólkinu, en hann hefði ekki getað gengið þangað hjálpar- laust. Hjálparbeiðnin barst um tvöleytið í fyrrinótt og var björgunarsveitin Ár- sæll á leiðinni heim úr Hofsjökuls- slysinu þegar beiðni barst. Gylfi Sæv- arsson hjá Ársæli sagði að þeir hefðu ákveðið að fara svolítið lengri leið heim og hefðu verið hjá stað sem heit- ir Hungurfit, þegar beiðnin barst, en þaðan væri um 40 mínútna ferð í Hrafntinnusker. Þeir hefðu búið um mennina og kallað út þyrluna og beðið eftir að hún kæmi. Klukkan hefði ver- ið orðin margt og þeir því ákveðið að leggja sig í skálanum að björguninni lokinni og þess vegna ekki komið í bæinn fyrr en seinnipartinn í gær. Slösuðust þegar bíll valt nærri Hrafntinnuskeri Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is $%                   &  !  !           '    & &  /        $   KONUR frá Ghana dönsuðu af lífi og sál á þjóðahátíð Alþjóða- hússins nú um helgina. Undir var leikið á trommur og götu- stemmning ríkti undir dans- inum. Hátíðin, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, var líkt og nafnið gefur til kynna mjög fjölbreytt og ýmislegt sem fyrir augu og eyru bar. Önnur skilningarvit voru ekki undanskilin og bragðlaukarnir blómstruðu hjá þeim sem smökkuðu á þeim fimmtíu mis- munandi þjóðaréttum sem voru á boðstólum. Þá voru fjölmörg önnur skemmtiatriði í boði. Það var sungið, það var dansað og töluð í það minnsta 30 til 40 tungu- mál. | 10 Morgunblaðið/Eggert Af lífs og sálar kröftum GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að Yoko Ono reisi friðarsúlu hér á landi og hefur hún óskað eftir því að súlan verði staðsett í Viðey. Hún segist stefna að því að haldin verði friðarhátíð vikuna í kringum afmælisdag Johns Lennons, 9. októ- ber, og að á tveggja ára fresti verði veittur friðarstyrkur á afmælisdegi Lennons, sem afhentur verði í Reykjavík. Friðarsúlan verður úr gleri og 10 til 15 metra há. Hún verður lýst upp að innan og utan og er ætlað, vegna staðsetningar sinnar á hnettinum, að varpa ljósi friðarins á allar þjóðir heims. Inn í súluna verða settar óskir um frið, sem hengdar voru á óskatré á listsýn- ingum Yoko Ono víða um heim. Áformin voru tilkynnt á blaða- mannafundi á Kjarvalsstöðum á laugardag. Jafnframt kom fram að Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur fjármögnuðu verk- efnið, en Listasafn Reykjavíkur hefði umsjón með listrænum og verklegum þáttum þess. Stefán Jón Hafstein, formaður borgarráðs, sagði stefnt að því að reisa friðarsúl- una eins og fljótt og hægt væri, e.t.v. á næsta ári. Þá kom fram á fund- inum að Yoko Ono hygðist hvetja fólk um allan heim til að senda óskir um frið til Íslands og einnig til að koma til landsins vikuna í kringum afmæli Lennons, skoða friðarsúluna, koma við hana og óska friðar. | 11 Friðarsúla Yoko Ono verði reist í Viðey Morgunblaðið/Árni Sæberg Yoko Ono áritar plötu úr fórum tónlistarmannsins KK og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, fylgist með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.