Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2.422 ÍBÚAR í Mosfellsbæ skrifuðu undir í undirskriftasöfnun kven- félags Lágafellssóknar, sem hófst í febrúar, en með henni var skorað á heilbrigðisráðherra að heimila upp- byggingu hjúkrunarheimilis í Mos- fellsbæ. Þessi fjöldi jafngildir um helmingi kosningabærra manna í bæjarfélaginu og var undirskrifta- listinn afhentur Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Í tilkynningu vegna undirskrifta- söfnunarinnar segir að í dag búi tæp- lega 7.200 manns í Mosfellsbæ og sé gert ráð fyrir verulegri fjölgun á næstu árum. „Eldra fólki fjölgar ört í Mosfellsbæ og því er skýr þörf fyrir að hefja uppbyggingu hjúkrunar- heimilis í bæjarfélaginu sem er það sjöunda stærsta í landinu.“ For- svarsmenn bæjarfélagsins hafi í rúman áratug sótt árlega um leyfi til að hefjast handa við byggingu hjúkr- unarheimilis í Mosfellsbæ, en án ár- angurs. „Það er von íbúanna að hæstvirtur heilbrigðisráðherra bregðist vel við þessari áskorun og heimili strax á næstu dögum að haf- ist verði handa um byggingu hjúkr- unarheimilis í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðisráðherra afhentur undirskriftalisti vegna hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ Skýr þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimilis Morgunblaðið/Brynjar Gauti Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi þingforseti, afhenti Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra undirskriftalistana. FRAMLEIÐSLA og útgáfa nýrra vegabréfa með rafrænum líf- kennum hefst í maí nk., að sögn Hauks Guðmundssonar, formanns verkefnastjórnar um ný vegabréf. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um vegabréf var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er m.a. kveðið á um að vega- bréf skuli vera með örflögu sem ber upplýsingar um lífkenni, þ.e. andlitsmyndir í fyrstu, en seinna er stefnt að því að þar verði einn- ig fingraför. Haukur leggur áherslu á, í samtali við Morgunblaðið, að þetta þýði þó ekki að fólk þurfi að hlaupa til og fá ný vegabréf. Þeir sem hafi gild vegabréf út- gefin í júní 1999 þurfi ekki að hafa áhyggjur. Vegabréfin gildi í tíu ár frá útgáfudegi. Hann ráð- leggur þó þeim sem þurfi á ann- að borð að endurnýja vegabréfin sín í ár að hinkra með það, þar til nýju vegabréfin með rafrænu lífkennunum verða gefin út. Í frumvarpinu er lagt til að gild- istími þeirra vegabréfa verði fimm ár. Í athugasemdum frumvarpsins segir að innan Evrópusambands- ins hafi lengi verið unnið að því að setja örflögu í vegabréf sem beri lífkennaupplýsingar. Sam- komulag hafi síðan verið gert um samræmdar kröfur Schengen- ríkjanna um slík vegabréf. „Skulu ríkin hefja útgáfu nýrra vega- bréfa samkvæmt þessum kröfum eigi síðar en 28. ágúst 2006. Í ör- flögunni skulu þá vera lífkenni í formi andlitsmyndar og 36 mán- uðum eftir að tækniskilgrein- ingar eru tilbúnar skulu einnig vera þar lífkenni í formi fingra- fara.“ Í athugasemdunum segir einnig að Bandaríkjastjórn krefjist þess að þau ríki sem vilji halda stöðu sinni í Visa Waiwer Program (VWP) þurfi að gefa út vegabréf með örflögu með stöðluðum líf- rænum lífkennum eftir 26. októ- ber 2006. Það þýðir að Íslend- ingar sem eiga útgefin vegabréf eftir þann dag geta ekki ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfs- áritunar, nema þeir hafi bréf með tölvulesanlegum lífkennum. Í fylgiskjali frumvarpsins kem- ur fram að heildarrekstrarkostn- aður vegna umsókna, framleiðslu og útgáfu vegabréfa með rafræn- um lífkennum sé talinn nema um 77 milljónum króna á ári. Framleiðsla nýrra vegabréfa með rafrænum lífkennum hefst í maí ÖNNUR umræða um frumvarp iðnaðarráðherra til nýrra vatna- laga heldur áfram á Alþingi í dag. Ekkert samkomulag náðist í gær milli stjórnar og stjórn- arandstöðu um framhald umræð- unnar. Þingfundur hefst því kl. tíu í dag. Stjórnarandstaðan hef- ur mótmælt því harðlega enda hafi ekki verið gert ráð fyrir þingfundi hvorki á starfsáætlun þingsins ná á vikuáætlun, sem samþykkt er í upphafi hverrar þingviku. Umræða um frum- varpið hefur staðið yfir í tæpar 25 stundir og eru enn fjölmargir þingmenn á mælendaskrá. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi núgildandi vatnalög frá árinu 1923. Stjórnarandstæðingar hafa sagt, að með frumvarpinu sé verið að festa enn frekar í sessi einkaeignarrétti á vatni. Stjórn- arliðar hafa vísað því á bug. Þeir segja að frumvarpið feli ekki í sér neina efnisbreytingu að því leyti; dómaframkvæmdir staðfesti að einkaeignarrétturinn sé þegar til staðar. Umræða um vatnalög heldur áfram í dag SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlandanna, sagði á Al- þingi í gær að hún vissi ekki annað en að ríki þyrfti að vera í Evrópu- sambandinu til þess að geta orðið aðili að Efnahags- og myntbanda- laginu. „Hvað snertir myntbanda- lagið og evruna, þá hefur það ekkert breyst – ekki svo ég viti til – að til þess að geta orðið aðili að mynt- bandalaginu þarf að vera jafnframt aðili að Evrópusambandinu,“ sagði hún í svari sínu við fyrirspurn Öss- urar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Sigríður Anna sagði ennfremur að skoðanir væru skiptar innan stjórnmálaflokka um það hvort Ís- land ætti að sækja um aðild að ESB. „Ég tel að það sé miklu meiri eining um það í dag að okkur vegni ágæt- lega með samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og að það sé engin nauðsyn sem knýr okkur til þess að sækja um aðild.“ Hún sagði að þau tvö Norðurlönd, sem stæðu utan ESB, þ.e. Ísland og Noregur, trón- uðu á toppnum í öllum alþjóðlegum samanburði, ekki síst í efnahags- málum. Össur sagði eftir þetta svar Sig- ríðar Önnu að greinilega væru skiptar skoðanir innan ríkisstjórn- arinnar um þessi mál. Vitnaði hann þar til orða Valgerðar Sverrisdótt- ur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á vef sínum en þar segir hún m.a.: „Ég hef hins vegar mikinn áhuga á að skoða þann möguleika að Ísland gerist fullgildur aðili að Efnahags- og myntbandalaginu án aðildar að ESB [...]. Einnig er vert að skoða hvort Ísland geti samið sérstaklega um upptöku evrunnar án fullrar að- ildar að EMU eða ESB [...]. Þessar leiðir tel ég báðar vera færar séð frá sjónarhóli reglna ESB. Málið snýst fyrst og fremst um pólitískan vilja framkvæmdastjórnarinnar ef að áhugi væri fyrir slíku hjá íslenskum stjórnvöldum.“ Össur sagði að svo virtist sem við- skiptaráðherra hefði farið á taugum yfir þeim sviptingum sem orðið hefðu í fjármálalífinu. Um leið og einhver skjálfti birtist í efnahags- málum talaði viðskiptaráðherra á þá lund að krónan væri ómöguleg og að það þyrfti að grípa til þess örþrifa- ráðs að reyna að tengja myntina við Evrópumyntina án þess að ganga í ESB. Sigríður Anna Þórðardóttir er ósammála viðskiptaráðherra Engin evra án ESB Sigríður Anna Þórðardóttir Össur Skarphéðinsson ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega óvissu um framtíð Listdansskóla Ís- lands í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Þeir gerðu nýlega ályktun foreldra nemenda skólans að umtalsefni, en í ályktuninni er menntamála- ráðherra, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hvattur til þess að fresta fyrirhugaðri lokun skólans um eitt ár. Ráðherra var ekki við umræðuna á Al- þingi í gær. „Ég fullyrði úr þessum ræðustóli að með einkavæðingaráformum sínum er ráðherra að gjaldfella nám í listdansi sem hefur staðið styrk- um fótum hér á Íslandi,“ sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og máls- hefjandi umræðunnar. „Reynum að vitkast og hvetjum ráðherra í sameiningu til að taka aftur þessi áform sín en efla hins vegar listdansnámið innan Listdansskóla Íslands.“ Menntamálaráðuneytið, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Dansmennt ehf. undirrituðu á síð- asta ári viljayfirlýsingu um samstarf um list- dansnám á framhaldsskólastigi. Kolbrún sagði að námskrá vegna framhaldsskólastigsins hefði verið samin í flýti fyrir áramót og að hún væri talin mjög ófullkomin. Þá væri námskrá vegna grunnskólastigsins enn ekki tilbúin. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði að málefni Listdansskólans virtust vera í klúðri og að það ætti að tryggja nem- endum skólans þann rétt sem þeir ættu skilið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði að ríkisstjórnin ætti að endur- skoða áform ráðherra um einkavæðingu skólans og í sama streng tók Jón Bjarnason, samflokks- maður hans. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagðist ekki muna betur en að menntamálaráðherra hefði áður reynt að full- vissa þingið um að málefni skólans væru í góðum farvegi. Magnús sagðist hafa ákveðið að taka orð ráðherra trúanleg. „Núna kemur síðan yfirlýs- ing frá Foreldrafélagi Listdansskóla Íslands um að ekkert hafi gerst í þessum málum og það veld- ur mér vonbrigðum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði að ráðherra hefði lofað for- eldrasamtökunum ákveðna lausn í málinu, en nú blasti við að hún hefði ekki staðið við þau orð. Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, að mjög væri orðið erfitt að treysta orðum ráðherra. Ráðherra var ekki við umræðuna, eins og áður kom fram, og sagði Birgir Ármannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, að til umræðunnar hefði verið boðað með mjög stuttum fyrirvara. Þingmenn ættu því að spara stóru orðin þegar ráðherra gæti ekki verið til andsvara. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagðist treysta ráðherra fullkomlega til að ljúka málinu með sóma og Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að þingmenn ættu að bíða rólega eftir því að ráðherra gæfist færi á að skýra frá stöðu mála. Stjórnarandstæðingar gagnrýna óvissu um framtíð Listdansskólans SAMKVÆMT pakistönskum fréttavef er Ísland með lægsta fjárframlagið í matarhjálp Samein- uðu þjóðanna, en frá því í október síðastliðnum hefur SÞ séð milljón manns í fjallahéruðum Pakistan fyrir mat, en íbúar þeirra fóru mjög illa út úr jarðskjálftunum sem riðu yfir landið í október síð- astliðnum. Hafa yfir 42 milljónir Bandaríkjadala safnast og nú síð- ast gáfu Sádi-Arabar 2 milljónir dala í reiðufé en framlag Íslands er töluvert lægra eða 75 þúsund Bandaríkjadalir. Athygli vekur að ýmsar smáþjóðir hafa lagt fram talsvert meira fé en Ísland og meðal þeirra eru Færeyjar sem hafa lagt fram 252 þúsund Banda- ríkjadali og Lúxemborg með 584 þúsund dali. Ísland með lægsta framlagið í Pakistan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.