Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
eiginmanni sínum Brett Harris, Ólaf-
ur Freyr er tölvunarverkfræðingur
hjá Nýherja og Ásdís, sú yngsta,
nemur lyfjafræði við Háskóla Íslands,
auk þess að vera afburða íþróttakona.
Þar hefur hún notið stuðnings og upp-
örvunar frá föður sínum, en hann var
mikill glímumaður, var m.a. glímu-
kóngur Íslands og hlaut fjölda ann-
arra verðlauna í þeirri íþrótt. Eftir að
hann hætti að glíma sjálfur þjálfaði
hann glímumenn hjá Víkverja, var við
dómarastörf í glímukeppnum og sat
lengi í stjórn Glímusambands Íslands.
Hjálmur var mikill útivistarmaður,
góður veiðimaður, og byrjaði snemma
að draga björg í bú með þeirri kunn-
áttu. Ekki lét hann þar við sitja held-
ur var hann snillingur í að matreiða
björgina. Honum fannst líka ótrúlega
gaman að fara vestur í Flatey á
Breiðafirði, þar var háfaður lundi,
sem Hjálmur reytti og sveið eða ham-
fletti. Þar dró hann líka fisk úr sjó,
gerði að honum og verkaði fyrir mat-
reiðslu eða geymslu.
Hjálmur hafði líka mikinn áhuga á
ættfræði og fannst gaman að rekja
okkur saman við hina ýmsu einstak-
linga sem bar á góma.
Í gegnum tíðina var alltaf hægt að
reiða sig á að Hjálmur væri boðinn og
búinn að hjálpa til við hinar ýmsu fjöl-
skyldusamkundur okkar. Hann hafði
ríkt skopskyn, var réttsýnn og ró-
lyndur að eðlisfari.
Síðan Hjálmur flutti norður urðu
samverustundirnar færri, en hann
átti samt alltaf sinn stað í huga okkar
og hjörtum.
Kæri vinur, við þökkum þér sam-
fylgdina og vonum að góður Guð gefi
þér frið.
Elsku Sigga, Guðbjörg, Anneli,
Harpa, Brett, Óli og Ásdís, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum
Guð að gefa ykkur hugarró á þessum
erfiðu tímum. Bogga, Siggi og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur einnig
innilegar samúðarkveðjur og Guð
veri með ykkur öllum.
Jónína Bárðardóttir, Bára og
Ragnar, Þorbjörg, Bjarni,
Anna María og Fríða.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Hjálmur Sigurðsson, félagi okkar
og íþróttaforystumaður til margra
ára, er látinn. Hjálmur starfaði mikið
fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi,
sem forystumaður í félagi sínu Vík-
verja, stjórnarmaður í Glímusam-
bandi Íslands, m.a. gjaldkeri sam-
bandsins í 18 ár og nú síðast sem
íþróttafulltrúi á Skagaströnd. Þekkt-
astur var þó Hjálmur sem afreksmað-
ur í glímu en hann var einn af fremstu
glímumönnum þjóðarinnar og vann til
mikilla afreka á þeim vettvangi, m.a.
varð hann Glímukóngur Íslands 1974
og tvöfaldur skjaldarhafi Ármanns.
Hjálmur var ljúfur maður í allri við-
kynningu en hann var skoðanafastur
og fylgdi sínum málum eftir eins og
sönnum keppnismanni sæmir. Það
kom ekki á óvart að manni með slíkan
bakgrunn væri umhugað um að fylgja
eftir framförum dóttur sinnar, Ásdís-
ar Hjálmsdóttur, sem er einn besti
frjálsíþróttamaður Íslands í dag, þeg-
ar hæfileikar hennar sem íþrótta-
manns fóru að segja til sín. Hjálmur
fylgdist vel með undirbúningi og æf-
ingum dóttur sinnar og átti oft við
okkur samræður um hvernig best
væri að hlúa að aðbúnaði og aðstöðu
afreksfólks á Íslandi. Það gladdi hann
mikið þegar glæsileg aðstaða var tek-
in í notkun fyrir frjálsíþróttafólk í
Laugardal nú nýverið.
ÍSÍ og íþróttahreyfingin á Íslandi
hefur misst traustan liðsmann en
mestur er missirinn fyrir fjölskyldu
Hjálms. Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands sendir Ásdísi og fjölskyldu
dýpstu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Ellert B. Schram forseti og
Stefán Konráðsson fram-
kvæmdastjóri.
Margar minningar streyma um hug-
ann þegar ég hugsa til Hjálms Sig-
urjóns Sigurðssonar. Fyrstu kynnin
voru árið 1966 á glímuvelli í Háloga-
landi en síðar með tilkomu sjónvarps-
ins fluttust mörg glímumótin í sjón-
varpssal og það var einmitt eftir eitt
slíkt mót sem við vorum valdir til að
fara í sýningarferðalag til Japans. Við
Hjálmur þurftum að æfa okkur mikið
saman og tengdumst snemma
tryggðarböndum. Því miður komst
Hjálmur ekki til Japans vegna
meiðsla sem hann hlaut á glímumóti.
Á sjöunda og áttunda áratuginum
var til langs tíma ævinlega keppt um
fegurðarverðlaun samhliða hefð-
bundnum keppnismótum í glímu.
Hjálmur sópaði til sín þessum verð-
launum enda þótti bragðfimi hans og
snerpa með yfirburðum.Hjálmur var
mjög drengilegur í sínum viðureign-
um og það var honum ekki endilega
keppikefli að sigra hvað sem það kost-
aði. Aldrei nokkurn tímann tók hann
bolabrögð eða fékk áminningu um níð
eins og við köllum það þegar brotið er
alvarlega á viðfangsmanni. Hjálmur
losnaði alveg við slíka dóma en var
samt ævinlega meðal þeirra efstu á
mótum. Á hátindi ferils síns var
Hjálmur árið 1974 en þá vann hann
sæmdarheitið „Glímukappi Íslands“.
Eftir að Hjálmur hætti að keppa í
mótum, tók hann að sér þjálfun og
kennslu í glímu í Breiðagerðisskóla á
vegum Víkverja.
Þótt ég væri KR-ingur og Hjálmur í
Víkverja og þessi félög deildu hat-
rammlega um hvað væri „rétt“ glíma,
sótti ég ævinlega um margra ára
skeið æfingar hjá Víkverjum undir
leiðsögn Hjálms. Fyrir það varð ég
fyrir ýmsum óþægindum af hálfu fé-
laga minna í glímudeild KR, sem
fannst ég hefði svikið þá með því að
sækja æfingar undir stjórn Hjálms.
Fyrir mér var þessi ákvörðun engin
spurning því Hjálmur var sannur í því
sem hann tók sér fyrir hendur og í
raun rak hann háskóla í glímutækni.
Þetta vissu allir sem vildu vita. Ingi-
bergur Sigurðsson, glímukappi til 7
ára, og Pétur Eyþórsson, sem nú hef-
ur verið glímukappi í 2 ár, eru þeir
kappar sem Hjálmur átti stærstan
þátt í að skapa. Þeir þykja bera af í
nákvæmni, bragðfimi og hreinum
brögðum. Þeir ásamt mörgum öðrum
lærisveinum syrgja nú meistara sinn.
Ég votta foreldrum, systkinum og
fjölskyldu innilega samúð mína og
sérstaklega votta ég Ásdísi Hjálms-
dóttur samúð mína því hún var auga-
steinn föður síns. Blessuð sé minning
Hjálms Sigurðssonar.
Jón Egill Unndórsson.
Það er með sorg í hjarta sem við
kveðjum vinnufélagann og vininn
Hjálm Sigurðsson. Hjálmur var með
okkur í þeim hópi manna sem kallaðir
eru gamlir Miðfellingar, skrifstofu-
stjórinn og sá sem maður leitaði til
þegar þurfti að ræða vandamál and-
ans eða erfiða eiginfjárstöðu. Allir
vinnufélagarnir áttu góðan að þar
sem Hjálmur var og gott að leita til
hans þegar erfiðleikar steðjuðu að.
Dæmi um náungakærleik Hjálms var
þegar fyrrum forstjóri átti stórafmæli
og heyrst hafði að hann ætlaði ekki að
halda sérstaklega upp á það, fyrir-
tækið að baki og hann orðinn sjúk-
lingur. Hjálmur tók sig til ásamt
nokkrum öflugum einstaklingum og
setti af stað söfnun á meðal þeirra
sem áður höfðu starfað hjá Miðfelli og
safnaði saman í veislu sem síðan var
haldin fyrrum forstjóra til heiðurs.
Þetta lukkaðist vel og eru eftirminni-
leg svipbrigði Hjálms og heiðurs-
gestsins er þeir tókust í hendur í
veislunni góðu. Síðan eru liðin árin
nokkur og farið að fækka í hópnum,
ýmist hafa böndin slitnað, eða menn
verið kallaðir í burtu.
Minningin um Hjálm mun lifa í
hjarta okkar og verður hans sárt
saknað úr okkar hópi. Við vinnufélag-
ar hans og vinir í gegnum árin vottum
fjölskyldu Hjálms, vinum og ættingj-
um, okkar innilegustu samúð og
hugsum sterkt til þeirra á þessum
erfiðu tímum.
Fyrir hönd gamalla vinnufélaga.
Guðmundur Ottósson, Matthías
Ottósson og Gissur Pálsson.
Fleiri minningargreinar
um Hjálm Sigurjón Sigurðsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Þórdís
Leifsdóttir; Halldór G. Ólafsson;
Pétur Eyþórsson; Ingibergur Sig-
urðsson; Sigurður S. Nikulásson;
Sigurður Guðjónsson; Jón M. Ív-
arsson; Rögnvaldur Ólafsson,
Magnús Jónasson; Arnþór Sigurðs-
son.
✝ Jón Jónassontannlæknir
fæddist í Reykjavík
24. desember 1947.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 27. febr-
úar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Aðalheið-
ar Pétursdóttur
húsmóður, f. á
Reyðarfirði 10. nóv.
1910, d. 24. júlí
1979, og Jónasar
Jónssonar leigubif-
reiðarstjóra, frá Bessastöðum í
Fljótsdal, f. 20. apríl 1907, d. 24.
desember 1981. Systir Jóns er
Erla Kristín safnstjóri, f. 3. júní
1951. Maður hennar er Birgir Þór
Sveinbergsson leiktjaldasmiður, f.
14. febrúar 1941.
Jón kvæntist 1968 Gunillu Hed-
vig Skaptason tannlækni, f. 29.
janúar 1947. Foreldrar hennar
voru Gunnar Skaptason tann-
læknir, f. 15. apríl 1915, d. 9. des-
ember 1999, og Ulla-Lill Skapta-
kvæmdastjóri RÚV, f. 29. sept-
ember 1943. Þau giftust 29. sept-
ember 2001. Foreldrar
Elfu-Bjarkar voru Gunnar Þórir
Halldórsson húsasmíðameistari, f.
10. júní 1919, d. 27. apríl 1987, og
Sigríður Halldórsdóttir sauma-
kona, f. 15. ágúst 1915, d. 8. jan-
úar 1995. Jón lauk stúdentsprófi
frá MR 1967 og tannlæknaprófi
frá Freie Universität í Berlín
1972. Hann var aðstoðartann-
læknir í Berlín frá 1973 til 1974
og hjá Gunnari Skaptasyni
tengdaföður sínum í Snekkjuvogi
í Reykjavík frá 1974 til 1975.
Hann rak tannlæknastofu í
Snekkjuvogi frá 1975 til 1978 og í
Mosfellsbæ frá 1979 til 1984 er
hann hætti störfum vegna afleið-
inga flugslyss.
Jón stundaði körfubolta með ÍR
á menntaskólaárum sínum og var
m.a. í landsliðinu á þeim tíma.
Hann var félagi í Rótaryklúbbi
Mosfellsbæjar frá stofnun hans
1981 og var hann forseti klúbbs-
ins frá 1982 til 1983. Jón var einn
af stofnendum Flugklúbbs Mos-
fellsbæjar sem var stofnaður
1981. Jón var formaður Dauf-
blindrafélags Íslands 1996–1998.
Útför Jóns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
son, f. Ohlén,
húsmóðir, f. 12. des-
ember 1924, d. 15.
mars 1989. Börn
Jóns og Gunillu eru
1) Helena, f. 11. maí
1969, d. 12. maí
1969. 2) Helena, BA í
sálfræði, f. 20. maí
1972, 3) Tómas verk-
fræðingur, f. 14. jan-
úar 1974, kvæntur
Ýri Mørch verkfræð-
ingi, f. 14. nóvember
1975, og eiga þau
synina Sindra, f. 10.
október 2001, og Bjarka, f. 3.
október 2004, 4) Sara, nemi í HR,
f. 26. október 1981. Gunilla og
Jón skildu 1985.
Jón bjó frá 1988 með Sigrúnu
Stefánsdóttur húsmóður, f. 20.
maí 1942, d. 31.10. 1998. Foreldr-
ar hennar eru Stefán Bjarg-
mundsson, f. 11. janúar 1920, d. 1.
október 1957, og Stefanía Sigur-
jónsdóttir, f. 19. júní 1920.
Eiginkona Jóns er Elfa-Björk
Gunnarsdóttir, fyrrverandi fram-
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Þetta fagra erindi Ólafar frá
Hlöðum hefur sótt á hugann síð-
ustu vikur í sambandi við veikindi
og andlát frænda okkar, Jóns Jón-
assonar tannlæknis. Hann ólst upp
við ástúð, umhyggju og hvatningu
góðra foreldra ásamt systur sinni,
Erlu Kristínu. Tápmikill og áræð-
inn tókst hann á við nám og störf
ásamt íþróttaiðkun og tónlistar-
námi. Því var það, þegar aðstæður
breyttust í lífinu, að píanóið og
harmonikkan styttu honum stundir
og léttu lífið. Slysið hörmulega,
sem svipti hann sjóninni og mögu-
leikum til að vera virkur í daglega
lífinu, var þyngra en tárum taki og
átökin mikil að ná áttum og sættast
við lífið eftir því sem kostur var. Þá
var gott að eiga systur og mág,
sem fyrr og síðar veittu honum lið
og styrk eins og þau framast gátu.
Eiginkonu hans, Elfu-Björk
Gunnarsdóttur, sem hefur stutt
hann og annast af kærleika, börn-
um hans, Helenu, Söru, Tómasi og
fjölskyldu, Erlu, Birgi og þeirra
fjölskyldu vottum við okkar dýpstu
samúð. Minningarnar lifa.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd systkina minna og
fjölskyldna okkar.
Anna A. Frímannsdóttir.
Jón hefur nú kvatt þennan heim.
Við sem eftir sitjum söknum en vit-
um að Jón er nú á meðal ástvina og
fær leikið við hvern sinn fingur.
Okkur systrum eru síðustu árin of-
arlega í huga og hversu dásamlegt
var að koma til ykkar Elfu-Bjarkar
og finna hlýjuna sem streymdi ykk-
ar á milli. Ávallt fékk maður þá
einn góðan brandara í nesti og
heimabakað brauð með. Brúð-
kaupsdagurinn er líka í fersku
minni. Það virðist nú svo stutt síð-
an að fjölskyldan var saman komin
til að halda upp á að kærustuparið í
Suðurhlíðinni væri gengið í það
heilaga.
Á meðan að ég lít yfir nýju nót-
urnar mínar get ég ekki varist því
að hugsa til þín, ég er byrjuð að
læra aftur á píanó hérna á Seyð-
isfirði, veit að þú ert ánægður með
mig. Sko Truntu! myndirðu segja.
Við Aðalheiður þökkum fyrir
samfylgdina, elsku Jón.
Hildigunnur.
Jóni kynntist ég fyrst á Snekkju-
voginum þar sem hann varð fljótt
einn af okkur fjölskyldunni. Hann
var í MR en ég í Versló og það var
allt annar skóli og mikill metingur
hjá okkur á þessum árum. Eftir
stúdentsprófin 1967 fóru þau Gun-
illa til Berlínar og bjuggu þar í tæp
7 ár. Þar fæddust Helena og Tóm-
as. Ég kom í eina heimsókn til
Berlínar og ferðuðumst við niður til
Bodensee, gist var í tjaldvagni og
höfðum við það skemmtilegt fjöl-
skyldan saman. Það var ekki
ferðast mikið á þessum árum, ekki
komið heim jól og páska heldur
bara þegar þörf var. Oft skildi ég
ekki hvað þau gátu verið lengi í
einu en þau lifðu þetta vel af og
eignuðust marga góða Berlínarvini.
Jón var myndarlegur, staðfastur,
ákveðinn og einstaklega nákvæm-
ur, hann var sérlega músíkalskur
spilaði ýmist á píanóið, gítar eða
harmóníku. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og fór með fjölskyld-
una á skíði og í ferðalög,. Hann var
með allt í röð og reglu og má segja
að fáir hafi átt eins flottan og vel
skipulagðan bílskúr. Hann var allt-
af að. Annað hvort var hann að
vinna, en ef ekki var hann að dytta
að einhverju á heimilinu. Eftir
Berlínarárin vann Jón á tann-
læknastofu pabba. Hann laðaði að
sér viðskiptavini og hafði pabbi á
orði að þarna yrði góður tannlækn-
ir, sem raunin varð. Þau stofnuðu
síðan tannlæknastofu í Mosfells-
sveit. 3. júlí 1984 lenti Jón í flug-
slysi sem gjörbreytti lífi hans á
einu andartaki og var ekkert gefið
eftir af almættinu handa honum.
Við blasti eftir miklar þrautir og
læknismeðferðir að hann yrði
blindur og biði andlegan skaða.
Miklar raunir voru lagðar á unga
fjölskyldu, 3 ung börn og eigin-
kona, fallegt heimili og menntun
hans varð að engu. Þetta setti
mark á alla. Alltaf var samt stutt í
glettni Jóns og var hann vanur að
segja þegar við hittumst síðustu ár:
„er þetta skellibjallan“.
Elsku Helena, Sara, Tommi,
Erla, Elva og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð og
þakka þér Jón fyrir gömlu góðu
skemmtilegu árin sem við áttum
saman. Guð varðveiti minningu
þína.
Hallgunnur.
Við Jón kynntumst þegar ég kom
til hans í Hamrahlíðinni, húsi
Blindrafélagsins. Þá bjó hann þar.
Ég ætlaði að færa hann inn í ný-
fundinn heim tölvutækninnar.
Tækni sem hefur opnað nýja mögu-
leika fyrir marga fatlaða. Jón hafði
takmarkaðan áhuga á þessu tækni-
brölti en við unnum alltaf mjög vel
saman.
Sérhverri kennslustund lauk með
því að hann spilaði fyrir mig ýmist
á harmonikkuna eða píanóið. Þar
var hann algjör snillingur. Þó
margt væri frá honum tekið eftir
hið hræðilega slys, átti hann alltaf
svo mikið að gefa af sjálfum sér og
bætti um betur með tónlistinni.
Þessum kennslustundum lauk með
því að hann spilaði alltaf óskalag
fyrir mig. Þær lifa í minningunni.
Mér fannst ég alltaf sjá í Jóni
manninn sem hann var fyrir slysið.
Við vorum í símasambandi eftir að
ég hætti að kenna honum. Hann
hafði alltaf áhuga á að heyra hvað
ég væri að gera og hvað mér fynd-
ist um ýmislegt sem hæst bar í
stjórnmálunum. Ótrúlegt hvað
hann náði, þrátt fyrir blindu og
skerta heyrn, að fylgjast með. Ég
hef engum kynnst á ævinni sem
upplifði meiri andstæður í lífinu en
Jón gerði.
Ég votta eiginkonu og fjölskyldu
hans mína innilegustu samúð. Ég
þakka fyrir ánægjulegar og lær-
dómsríkar samverustundir og
blessa minningu Jóns Jónassonar.
Dóra Pálsdóttir, tölvukennari.
Í dag kveðjum við mætan mann,
Jón Jónasson. Ég kynntist Jóni
1979. Hann bjó ásamt fjölskyldu
sinni í húsinu á horninu á móti mér.
Fljótlega tókust með okkur góð
kynni sem hafa vaxið og aukist með
árunum. Já, þær voru margar
stundirnar sem við áttum saman og
það er margt sem Jón gaf af sér og
gerði. Hann var algjör orkubolti,
ákveðinn, skemmtilegur, með góð-
an húmor og svo var hann vinur
vina sinna.
Það eru mörg minningarbrot
sem koma upp í hugann, nú þegar
ég kveð þennan góða vin. Ég minn-
ist t.d. þegar einn vordag þegar ég
kom á fætur um kl. 9 á laugardags-
morgni. Jóni hafði blöskrað sein-
læti bæjarins við að hreinsa sand-
inn af götunni eftir snjóa og hálku
vetrarins. Hann var að ljúka við
þrifin á götunni með slöngu og
kústi, sennilega búinn að púla við
þetta í 2 tíma.
Ég minnist þess eftir að Jón
missti sjónina og var á „Blindra-
institúttinu“ í Kaupmannahöfn. Ég
heimsótti hann nokkrum sinnum og
við áttum saman góðar stundir, oft-
ast endaði dagurinn með því að við
fórum á Spinderokken og borðuð-
um þar graflax og nautasteik. Eftir
matinn settist Jón svo oft við pí-
anóið og tók 1–2 lög fyrir mig og
aðra gesti á veitingahúsinu. Ég
minnist þess þegar Jón sat með
mér eitt sinn í leigubíl á leiðinni
upp í Mosfellssveit. Á leiðinni upp-
eftir segir Jón skyndilega við bíl-
stjórann um leið og hann benti á
Lágafellskirkjuna sem var flóðlýst:
„Bílstjóri, finnst þér Lágafells-
kirkjan ekki falleg, svona glæsilega
upplýst?“ Bílstjórinn næstum
keyrði út af, svo hissa var hann, en
ég lá í hláturskasti yfir uppátæk-
inu. Jón þekkti nefnilega veginn
eins og hann væri alsjáandi. Ég
minnist þess þegar Jón var dyra-
vörður í Háskólabíói á sérstakri
styrktarsýningu fyrir Blindrafélag-
ið. Hann bauð alla bíógesti vel-
komna með kossi. Svo skemmti
JÓN
JÓNASSON