Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÖGMUNDUR Helga-
son cand. mag., fyrr-
um forstöðumaður
Handritadeildar
Landsbókasafns, lést
á Landspítalanum
miðvikudaginn 8.
mars á 62. aldursári.
Hann var fæddur á
Sauðárkróki 28. júlí
1944. Ögmundur varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1965, stundaði nám í
íslensku og sagnfræði
og lauk cand.mag.
prófi í sagnfræði 1983. Ögmundur
var íslenskukennari í Menntaskól-
anum við Tjörnina (síðar við Sund)
1973–82, stundaði fræðastörf í
Kaupmannahöfn 1983–86, lengst af
sem starfsmaður Árnastofnunar
þar. Árið 1986 réðst hann sem
starfsmaður að Handritadeild
Landsbókasafns og varð síðar for-
stöðumaður hennar, einnig eftir að
Landsbókasafn og Háskólabóka-
safn sameinuðust 1994. Um síð-
ustu áramót réðst hann til starfa
við Stofnun Árna Magnússonar.
Ögmundur Helgason var mik-
ilvirkur fræðimaður.
Hann sá um ljósprent
og textaútgáfu Pass-
íusálma sem Lands-
bókasafn-Háskóla-
bókasafn gaf út 1996
og einnig útgáfu
galdrakvers sem kom
ljósprentað með út-
gefnum texta og
greinargerð á tíu ára
afmæli stofnunarinnar
2004. Þá var hann
meðhöfundur bindis af
Handritaskrá sem út
kom 1996 og ritstýrði
Ritmennt, árbók safnsins síðustu
ár. Ögmundur var fjölfróður sagn-
og þjóðfræðingur og birti fjölda
greina um rannsóknir sínar auk
þess sem hann kenndi við þjóð-
fræðaskor Félagsvísindadeildar.
Hann lagði mikla rækt við fræði
sem tengdust átthögum hans, ann-
aðist um skeið útgáfu á Skagfirð-
ingabók og fleiri ritum. Árið 1970
gaf hann út ljóðabókina Fardaga.
Eftirlifandi eiginkona Ögmund-
ar er Ragna Ólafsdóttir skóla-
stjóri. Þau eiga tvö uppkomin
börn.
ÖGMUNDUR
HELGASON
Andlát
„ÉG ÓSKA ykkur til hamingju með
þennan mikilvæga dag, þetta er mik-
ill gleðidagur,“ sagði Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra þegar samningur milli
Portus-hópsins, sem átti vænlegasta
tilboðið í hönnun, byggingu og rekst-
ur tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og hótels við Reykjavík-
urhöfn, og Austurhafnar-TR ehf.,
framkvæmdafélags í eigu ríkis og
borgar um byggingu tónlistarhúss og
ráðstefnumiðstöðvar, var undirrit-
aður við hátíðlega athöfn í Ráð-
herrabústaðnum í gær.
Menntamálaráðherra gerði gott
samstarf ríkis og borgar sérlega að
umtalsefni í ávarpi sínu. „Við erum öll
búin að átta okkur á mikilvægi þess
að vera í góðu samstarfi með það að
markmiði að hlúa að og efla tónlistar-
líf landsins. Vissulega er þetta glæsi-
legt hús, en það sem síðan skiptir
máli er það sem verður inni í þessu
húsi,“ sagði Þorgerður Katrín og
lagði í því samhengi áherslu á að ríki
og borg haldi áfram að hlúa vel að
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sjaldséð að fjármálaráðherra
eyði peningum glaður
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri tók undir með ráðherra
um gildi góðs samstarfs. „Í samvinnu
tekst okkur vonandi að gera þetta
hús að lifandi húsi, að húsi fólksins, að
því húsi sem við erum öll búin að bíða
svo lengi eftir.“
Gert er ráð fyrir að bygging tón-
listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar
taki þrjú ár. Síðar í þessum mánuði
verður hafist handa við að rífa þau
mannvirki sem fyrir eru á lóðinni við
Austurhöfn og standa vonir manna til
þess að hægt verði að taka fyrstu
skóflustunguna innan nokkurra
vikna. Stefnt er að því að starfsemi
hefjist í húsinu haustið 2009 og að
hótelið verði opnað á sama tíma.
Stofnkostnaður tónlistarhússins og
ráðstefnumiðstöðvarinnar er áætl-
aður 12,5 milljarðar króna. Verður
það fjármagnað með eigin framlagi
eigenda Portus ásamt lánsfé, auk
fasts árlegs framlags eigenda Aust-
urhafnar sem nemur um 608 millj-
ónum króna á ári á samningstím-
anum og leigugreiðsla frá
Sinfóníuhljómsveit Íslands sem nem-
ur 75 milljónum króna árlega á nú-
virði.
„Þið eigið ekki oft eftir að sjá fjár-
málaráðherra eins glaðan við að eyða
svona miklum peningum,“ sagði Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra og
útskýrði í framhaldinu að hann hefði
á sl. fimmtán árum setið í þremur
undirbúningsnefndum að byggingu
tónlistarhúss og því væri það sérlega
ánægjulegt að geta loks fylgt verk-
efninu formlega eftir með undirritun
samningsins sem færir verkefnið yfir
til einkaaðila.
Mun blása nýju lífi í miðborgina
„Það eru nýir tímar fram undan,“
sagði Björgólfur Guðmundsson,
stjórnarformaður Portus hf., og tók
fram að með samningnum sem verið
væri að undirrita væri jafnframt ver-
ið að blása nýju lífi í miðborgina. „Við
í Portus erum ánægðir og stoltir yfir
því að hafa fengið þetta stórkostlega
verkefni. Við leggjum allan okkur
metnað í þetta, enda er þetta stærsta
borgarþróunarverkefnið sem hefur
komið upp og við hefðum aldrei farið
út í þetta nema af því að áhuginn er
brennandi. En það er best að segja
sem minnst og láta verkin tala. Enda
er það hlutverk okkar framkvæmda-
mannanna,“ sagði Björgólfur.
Í máli Sturlu Böðvarssonar sam-
gönguráðherra kom fram að hann
bindur miklar vonir við það að nýja
tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin
verði góður fulltrúi landsins sem
muni laða til sín gesti erlendis frá. Í
ávarpi Stefáns P. Eggertssonar,
stjórnarformanns Austurhafnar-TR
ehf., kom fram að undirritun samn-
ingsins markaði þau tímamót að
frumkvæðið og forystan í verkefninu
færðist nú frá Austurhöfn yfir til
eignarhaldsfélagsins Portus. „Samn-
ingurinn er yfirgripsmikill, gerður til
langs tíma og varðar mikilvæga hags-
muni beggja aðila. Auk þessa samn-
ings hefur Portus þurft að semja við
samstarfsaðila sína um fjármögnun,
framkvæmdir og hönnun og það
leynir sér ekki að það er mikið ein-
valalið sem Portus hefur stillt upp til
að taka á þessu stóra verkefni,“ sagði
Eggert og þakkaði í framhaldinu
hversu hratt og örugglega Reykja-
víkurborg hefur unnið að því að
ganga frá deiliskipulagi og undirbúa
nauðsynlegar framkvæmdir til að
gera lóðina byggingarhæfa.
Skrifað undir samning við Portus um byggingu og rekstur tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn
„Það eru nýir tímar fram undan“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Portus hf., Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra, Stefán P. Eggertsson, stjórnarformaður Austurhafnar-TR ehf., og Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar. Við undirskriftina voru einnig viðstaddir þeir Úlfar Örn Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Landsafls hf., og Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf.
KARLMAÐUR á þrítugsaldri er
grunaður um ölvun við akstur
eftir bílveltu sem varð á Garðvegi
á miðvikudagskvöld. Hvorki sak-
aði ökumann né farþega, sem var
kona á svipuðum aldri. Þegar
lögreglan í Keflavík kom á stað-
inn var jeppabifreiðin á hvolfi ut-
an vegar og stóð annar aðilinn
fyrir utan bifreiðina en hinn
hafði gengið í burtu. Fann lög-
regla hann skammt frá slysstað
en bæði voru þau undir áfeng-
isáhrifum og fengu að gista
fangageymslur yfir nótt en var
sleppt að loknum yfirheyrslum í
gærdag. Bifreiðin er talin mikið
skemmd.
Drukkinn öku-
maður velti bíl
TOLLGÆSLAN og lögreglan í
Borgarnesi, með aðstoð tollgæsl-
unnar í Reykjavík, lögðu hald á
33.800 vindlinga í fraktskipinu
m/s Sunna í Grundartangahöfn í
hádeginu í gær. Skipafélagið Nes
hf., sem á skipið, greiddi rúmlega
642 þúsund krónur fyrir hönd sex
skipverja sem gengust við að eiga
varninginn. Skipið hélt áfram för
sinni frá Grundartanga í gær-
kvöldi.
Vindlingar
gerðir upptækir
FORDÆMI eru fyrir því að fjármála-
eftirlitsstofnanir í nágrannalöndun-
um geti knúið fram breytingar á
stjórnum og endurskoðun fjármála-
fyrirtækja, eins og nefnd þriggja
ráðuneyta, Seðlabankans og Fjár-
málaeftirlitsins (FME) leggur til að
FME geti gert. Þetta kemur fram í
skýrslu starfshóps þessara aðila, sem
skilað var til stjórnvalda, banka-
stjórnar Seðlabankans og stjórnar-
formanns FME 17. febrúar sl. og
greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
Starfshópurinn telur æskilegt að
FME geti knúið fram breytingar á
stjórnum og endurskoðun fjármála-
fyrirtækis. Í skýrslu hópsins segir að
heimildir fjármálaeftirlitsstofnana til
að knýja fram breytingar á stjórnum
og endurskoðun fjármálafyrirtækis
séu í samræmi við alþjóðlegar grunn-
reglur um árangursríkt bankaeftirlit.
„Í þessu sambandi má nefna að í út-
tekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fjár-
málastöðugleika hér á landi á árinu
2003 kom fram að þrátt fyrir að heim-
ildir og úrræði Fjármálaeftirlitsins
hefðu verið auknar á undanförnum
misserum, væri enn skortur á að eft-
irlitið hefði nauðsynlegar heimildir
m.t.t. kjarnareglna fyrir árangursríkt
bankaeftirlit, útgefnum af Basel-
nefnd um bankaeftirlit á árinu 1997.“
Í Noregi, Svíþjóð og víðar eru nú
þegar ákvæði í lögum sem gera fjár-
málaeftirlitsstofnunum í þessum
löndum kleift að setja fjármálastofn-
anir undir opinbert eftirlit, sem svip-
ar til ábendinga starfshópsins.
Í samræmi við alþjóðlegar reglur