Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steinunn Aðal-heiður Hannes-
dóttir fæddist á
Melbreið í Fljótum
8. apríl 1924. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi fimmtu-
daginn 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
á Melbreið í Fljót-
um, Hannes Hann-
esson kennari og
skólastjóri, f. 25.
mars 1888, d. 20.
júlí 1963 og Sigríður Jónsdóttir, f.
30. júlí 1900, d. 11. ágúst 1995.
Systkini Aðalheiðar eru: Valberg,
f. 1922, d. 1993, Pálina, f. 1927;
Guðfinna, f. 1930; Sigurlína, f.
1933; Erla, f. 1935; Snorri, f.
1937; og Haukur, f. 1938.
Aðalheiður giftist 29. júní 1945
Stefáni Jónassyni frá Vogum í
Mývatnssveit, f. 11. júní 1919, d.
22. ágúst 2000. Foreldrar hans
voru hjónin í Vogum, Jónas Hall-
grímsson, f. 3. desember 1877, d.
5. desember 1945
og Guðfinna Stef-
ánsdóttir, f. 5. nóv-
ember 1896, d. 8.
janúar 1977.
Dætur Aðalheið-
ar og Stefáns eru: 1)
Guðfinna Sjöfn, f. 2
september 1946,
maki Guðgeir Ein-
arsson. Dóttir
þeirra er Aðalheið-
ur, maki Erlendur
Birgir Blandon.
Börn þeirra eru
Bjarndís Sjöfn, Guð-
geir Ingi og Einar Dagur. 2) Sig-
ríður, f. 5. mars 1955, maki Reyn-
ir Ólafsson. Synir þeirra eru
Stefán og Gylfi.
Stefán og Aðalheiður bjuggu
lengst af í Eskihlíð 22 í Reykja-
vík, en fluttu 1995 í Gullsmára 9 í
Kópavogi. Síðustu árin dvaldi Að-
alheiður á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Frábær kona hefur kvatt þessa
jarðvist, kona sem skilur eftir sig
hlýjar og fallegar minningar. Heiða
tengdamóðir mín var einstakt ljúf-
menni, sem aldrei sá annað en það
góða í hverjum og einum. Því var það
mér mikil gæfa er ég gekk að eiga
Sjöfn dóttur hennar að eignast hlut-
deild í henni og vera í nánum
tengslum upp frá því.
Tengdamóðir mín var glæsileg
kona og glöð í bragði, hún var
smekkleg og ávallt vel til fara. Hún
vildi hafa reglu á hlutunum og fallegt
í kringum sig. Hún naut þess að vera
með fjölskyldunni og lét velferð
hennar sig miklu varða. Barnabörn-
in og langömmubörnin áttu hug
hennar allan og veittu henni mikla
lífsfyllingu.
Fljótlega eftir að hún missti
manninn sinn, hann Stefán, árið
2000, fór að bera á hræðilegum sjúk-
dómi (alzheimer) sem smám saman
ágerðist og tók að lokum frá henni
hæfnina til að sjá um sig sjálf. Hún
naut ríkulegrar umönnunar dætra
sinna sem endurguldu henni þá ást
og umhyggju sem hún veitti þeim,
ásamt því góða starfsfólki Sunnu-
hlíðar í Kópavogi sem svo frábær-
lega ræktuðu starf sitt gagnvart
henni. Hafið miklar þakkir fyrir.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
er mér ómetanlegt þakklæti efst í
huga, þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast svo mætri konu sem
Heiða var sem alla tíð sýndi mér
kærleika, ást og hlýju.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðgeir.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Elsku amma, nú skilja leiðir. Tíma
erfiðra veikinda er lokið. Þú hafðir
átt við veikindi að stríða í mörg ár,
en kvartaðir aldrei.
Okkar fyrstu minningar tengjast
afa og ömmu í Eskihlíð. Allar þær
góðu og skemmtilegu samveru-
stundir, sem við áttum saman. Hjá
ykkur leið okkur best og með ykkur
eigum við flestar af okkar bestu
minningum.
Við kveðjum þig með sorg og
söknuði, en minningin um ástkæra
ömmu lifir í hjarta okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Stefán og Gylfi.
Nú er Heiða mín sofnuð og hvíldin
er kærkomin. Kærleiksríkur Faðir
okkar á himnum hefur lofað því að
við höfum engar áhyggjur né þrautir
í þessum síðasta svefni. Eins og seg-
ir í fyrra bréfi Páls til Korintumanna
15:21.
Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann,
kemur og upprisa dauðra fyrir mann.
Því ekki skal gleyma því á þeirri
stund er við sjáum á bak ástvinum að
Kristur kom og gaf okkur lykilinn að
eilífu lífi fyrir sína eigin fórn og kær-
leiksgjöf til okkar allra sem viljum
þiggja.
Hann sagði við okkur öll:
,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
(Jóhannesarguðspjall 14:16.)
Mér finnst svo gott að vita þetta.
Ég er svo örugg um að einn góðan
dag hitti ég Heiðu aftur og þá verða
fagnaðarfundir. Þá verður hún ung
og heilbrigð og allar sorgir horfnar.
Engar styrjaldir munu þá þjaka
hugann, engar áhyggjur um ástvini
sem kunni að lenda í slysum, engir
sjúkdómar framar. Allt það sem ekki
kom upp í huga nokkurs manns.
Guð sem skapaði þennan heim
mun gefa líf sem er betra en nokk-
urn
mann getur órað fyrir. Það er gott
að geta sofið í friði þangað til og
vakna svo þegar Frelsarinn kemur í
mætti og mikilli dýrð, eins og hann
lofaði. Ekki væri gott að þurfa að
vera áhorfandi að þessum heimi og
sjá ástvini, sem eftir lifa lenda í
hremmingum og sorgum.
Nei, Guð leggur slíkt ekki á nokk-
urn mann heldur leyfir svefninum
langa að hvíla þreytta sál þar til tím-
inn kemur til að vakna til nýs lífs.
Kristur sagði um Lasarus að hann
væri sofnaður, en líka að hann væri
dáinn. Sá sami Kristur og kallaði
þennan vin sinn til lífs og sýndi þar
með hver hann er í raun og veru,
þessi Kristur stendur við orð sín og
er máttugur og voldugur Guð.
Minnumst þess hvað sagt er um
hann í bréfi Páls til Rómverja 6:9.
Vér vitum að Kristur, upp vakinn frá dauð-
um, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar
ekki lengur yfir honum.
Ég minnist Heiðu fyrst er ég var
um 5 ára aldur. Þá bjuggu þau, Stef-
án maður hennar og hún á Leifsgöt-
unni. Síðar er ég átti heima norður í
Fljótum á æskuheimili Heiðu, sá ég
hana líklega á hverju sumri. Fátt
vakti eins mikla tilhlökkun og það að
vita að þau Heiða og Stebbi voru að
koma í árlega heimsókn. Ég man
Heiðu ekki öðruvísi en hlýlega og
brosandi. Ég hændist að henni og
fannst hún einfaldlega svo góð að
ekki væri hægt að biðja um meira í
einni manneskju.
Sem táningur bjó ég svo stutt frá
þeim í hlíðunum. Og það var sama
sagan, ég sótti í að líta inn og heim-
sækja Heiðu og Stebba. Hún tók
alltaf á móti fólki með hlöðnu borði.
Gestrisni var aðalsmerki á því heim-
ili. Ég kveð Heiðu með söknuði og
djúpu þakklæti fyrir allt.
Ég hlakka til að hitta hana og þau
bæði aftur við nýjar aðstæður.
Ég les í helgri bók enn eitt loforð
frá Guði og treysti því.
Og hann mun þerra hvert tár af augum
þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur né vein né kvöl er
framar til. Hið fyrra er farið.
(Opinberun Jóhannesar 21:4.)
Megi Guð blessa minningu ynd-
islegrar konu og hugga fjölskyldu
hennar og ástvini alla
Þórdís Malmquist
(Dísa á Melbreið).
AÐALHEIÐUR
HANNESDÓTTIR
BÁRA SIGNÝ SIGURVINSDÓTTIR,
Fjarðarstræti 55,
Ísafirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 3. mars.
Jarðsungið verður frá Suðureyrarkirkju laugardag-
inn 11. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrkt-
arfélag fatlaðra á Vestfjörðum.
Sigurvin Magnússon, Guðný Guðmundsdóttir,
Kristbjörg U. Sigurvinsdóttir, Paul A. Fawcett,
Margrét A. Sigurvinsdóttir, Ragnar H. Sigurðsson,
Þórður E. Sigurvinsson, Þórey M. Ólafsdóttir,
Þorleifur K. Sigurvinsson, Arnheiður I. Svanbergsdóttir
og frændsystkin.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
MARÍA KRISTJANA ANGANTÝSDÓTTIR,
Öldustíg 3,
Sauðárkróki,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 7. mars.
Útförin auglýst síðar.
Benedikt Agnarsson,
Agnes Benediktsdóttir, Helgi Einarsson,
Ásta Benediktsdóttir, Rúnar Grétarsson,
Björgvin Benediktsson, Guðrún Astrid,
Sigrún Benediktsdóttir,
Sigfús Benediktsson,
Aron Hugi Helgason,
Arney Lind Helgadóttir,
Benedikt Rúnarsson,
Dagmar Björg Rúnarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
BÖÐVAR G. BALDURSSON,
Smárarima 74,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. mars.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 17. mars kl. 13.00.
Gerður Jensdóttir,
Grétar Böðvarsson,
Signý Marta Böðvarsdóttir,
Haukur Böðvarsson.
Elskaður og dáður sonur okkar, bróðir, frændi og
barnabarn,
SESAR ÞÓR VIÐARSSON,
Brakanda II,
Hörgárbyggð,
lést af slysförum laugardaginn 4. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir,
Sigurður Elvar Viðarsson,
Sigrún Alda Viðarsdóttir,
Sara Hrönn Viðarsdóttir,
Viðar Guðbjörn Jóhannsson,
Steingerður Jósavinsdóttir,
Erla Stefánsdóttir, Jón Guðmundsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir, afi og
langafi,
VILHJÁLMUR ÁRNASON
hæstaréttarlögmaður,
lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi miðviku-
dagsins 8. mars.
Sigríður Ingimarsdóttir,
Guðrún Vilhjálmsdóttir, Pétur Björnsson,
Árni Vilhjálmsson, Vigdís Einarsdóttir,
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Torfi H. Tulinius,
Arinbjörn Vilhjálmsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Þórhallur Vilhjálmsson, Glenn Barkan,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖGMUNDUR HELGASON,
Tómasarhaga 12,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn
8. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragna Ólafsdóttir,
Helga Ögmundardóttir, Reynir Sigurbjörnsson,
Ólafur Ögmundarson, Hallrún Ásgrímsdóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI PÁLSSON
fyrrv. leigubílstjóri,
Hólmgarði 56,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 8. mars.
Jarðað verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
14. mars kl. 13.00.
Sjöfn Helgadóttir,
Valur Helgason, Harpa Bjarnadóttir,
Sævar Helgason
og fjölskylda.