Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 53 FRÉTTIR KB banki hefur gefið Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 200 eintök af kennslu- forritinu Stærðfræðisnillingarnir – Tívolítölur. Um er að ræða nýjan tölvuleik á geisladiski þar sem Lúlli ljón og fleiri teiknimynda- persónur leiða börn frá 5 ára aldri í gegnum grundvallarþætti stærð- fræðinnar. Umhyggja mun dreifa diskunum til barna sem tengjast félaginu og geta nýtt sér þessa leið til náms og dægrastyttingar í senn. Á myndinni má sjá Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs KB banka, af- henda Rögnu K. Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, gjöfina. Með á myndinni eru Valdís Guð- laugsdóttir frá markaðsdeild KB banka og Ágúst Hrafnkelsson, for- maður Umhyggju. Gaf Umhyggju kennsluforrit fyrir börn FORMENN og starfandi formenn allra þingflokka á Alþingi hafa sam- eiginlega sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af fréttaumfjöllun um utan- ferðir alþingismanna. „Alþjóðlegt samstarf er hluti af starfi alþingismanna. Gert er ráð fyrir slíku samstarfi í þingsköpum Alþingis og til þess er veitt fé á fjár- lögum. Fari þingmaður á fundi er- lendis ber honum að tilkynna um fjarvist sína til skrifstofu Alþingis og liggur fjarvistaskrá frammi á hverj- um þingfundi. Fjarvistaskráning hefur ekki áhrif á launagreiðslur til þingmanna. Ef fjarvist vegna funda erlendis er á vegum Alþingis og nær yfir fimm þingfundadaga eða lengur get- ur alþingismaður tekið inn vara- mann en haldið óskertum launum á meðan. Varamaður situr skemmst tvær vikur á Alþingi. Þegar þing- menn taka þátt skemmri fundum, eða fundum sem eru ekki á vegum þingsins, skrá þeir sig hins vegar með fjarvist eins og gildir um fjar- vistir þingmanna vegna fundahalda í kjördæmi eða annars staðar hér á landi.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guð- laugur Þór Þórðarson, starf. for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar- innar, Magnús Stefánsson, starf. formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, Magnús Þór Hafsteinsson, formaður þing- flokks Frjálslynda flokksins. Yfirlýsing frá formönnum þingflokka Fjarvist hefur ekki áhrif á launagreiðslur Í DAG kl. 14–17.30 verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica á vegum Fuglaverndarfélags Íslands, Hætta- hópsins, Náttúruvaktarinnar og Náttúruverndarsamtaka Íslands, um atvinnu og umhverfi, undir heit- inu Orkulindin Ísland: Náttúra, mannauður og hugvit. Í frétta- tilkynningu segir að náttúruvernd- arsamtökum sé gjarnan legið á hálsi fyrir að berjast á móti stóriðjustefnu en benda ekki á aðrar leiðir í at- vinnumálum – þessi ráðstefna sé lið- ur í að gera einmitt það. „Við teljum að hægt sé að byggja hagvöxt og velsæld á Íslandi án þess að valda óafturkræfum spjöllum á náttúru Íslands, og teljum jafnframt að Íslendingar eigi mikla möguleika á sviði vísinda og tækni í þekkingar-, afþreyingar- og hátækniiðnaði, auk ferðaþjónustu og menntunar, með áherslu á nýsköpun á öllum sviðum. Ekki má heldur gleyma úrvinnslu gæðahráefnis í sjávarútvegi og land- búnaði. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt hversu miklir möguleikar eru á þessum sviðum en því miður virðast stjórnvöld ætla að setja þeim óyfirstíganlegar skorður með ein- stefnu sinni og áherslum á þunga- iðnað,“ segir í fréttatilkynningu. Guðmundur Páll Ólafsson, rithöf- undur og líffræðingur, flytur setn- ingarávarp, en fyrirlesarar eru úr ýmsum áttum. Í lok ráðstefnunnar verða umræður í pallborði þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða þessi mál. Ráðstefna náttúruverndarsamtaka Orkulindirnar eru náttúra, mannauður og hugvit AÐALFUNDUR AFS verður hald- inn á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 13 í húsnæði Félags bókagerðarmanna á Hverfisgötu 21. Eftir aðalfundinn, kl. 14.30, munu samtökin efla til málþings sem ber yfirskriftina „Forskot til framtíðar“, þar sem ætlunin er að fjalla um gildi AFS- dvalar fyrir ungt fólk og hvernig það nýtist bæði í námi og starfi að hafa fengið þá reynslu að hafa stundað nám og búið hjá erlendri fjölskyldu í heilt ár. Forseti alþjóðasamtaka AFS, Tachi Casal, verður gestur mál- þingsins og mun hann m.a. kynna niðurstöður rannsóknar sem al- þjóðasamtök AFS létu gera til að kanna áhrif skiptinemadvalar á ungt fólk. Aðrir framsögumenn á málþinginu eru: Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. Ræða gildi AFS á aðalfundi Rangt föðurnafn Í FRÉTT í blaðinu í gær um fund framhaldsskólanema um styttingu náms til stúdentsprófs var farið rangt með föðurnafn Odds Þorra Viðarssonar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tripp Trapp Í FRÉTT um dóm Héraðsdóms Reykjaness um sölu á eftirlíkingu á vinsælli tegund barnastóla í Morg- unblaðinu í gær var sagt að stóllinn héti Trip Trap. Rétt heiti stólsins er Tripp Trapp. LEIÐRÉTT FJALLGÖNGUKEPPNI skáta verð- ur um helgina, 10.–12. mars. Ung- menni víða að taka þátt í Dróttskáta (Ds.) göngunni, þrjátíu klukku- stunda fjallgöngukeppnik, sem fer fram á Hellisheiði og nærliggjandi svæðum. „Hreysti, dáð og lúnir fæt- ur“ eru kjörorð Ds. göngunnar. Keppendur leysa ýmsar þrautir samhliða fjallgöngunni. Áætlað er að 40–50 skátar taki þátt í keppn- inni í ár. Auk þess koma eldri skátar og björgunarsveitarfólk að skipu- lagningu keppninnar. Mæting er í skíðaskála Víkings kl. 19.00 í dag, föstudag. Keppnin hefst á á morgun, laugardag, kl. 7.00 og stendur til kl. 14.00 á sunnu- dag. Fjallgöngukeppni skáta SKÁKMÓT fer fram í Egilshöll, Fossaleyni 1, í Grafarvogi, í dag, föstudaginn 10. mars. Þetta er fyrsta grunnskólamót Miðgarðs í skák og er ætlunin að gera skóla- skákmótið að árvissum atburði. Þátttakendur eru frá 7 skólum úr Grafarvogi og Kjalarnesi. Hver sveit er skipuð 8 einstaklingum auk 1–2 varamanna. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, set- ur mótið kl. 10. Farandbikar verður í verðlaun auk eignabikars fyrir þann skóla sem vinnur hvert ár og verðlaunapeningar fyrir liðsmenn þriggja efstu sveitanna (gull, silfur og brons). Grunnskólamót Miðgarðs í skák MENNTASKÓLINN í Kópavogi verður með kynningu á öllum námsbrautum skólans á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 12–16. Skólinn er móðurskóli í hótel- og veitinganámi, ferðagreinum og leiðsögunámi, ásamt því að vera einn stærsti menntaskóli á landinu. Margt verður gert til að lífga upp á daginn. Smurbrauðsjómfrúin Marentza mun sýna smurbrauðs- listir, væntanlegir leiðsögumenn bjóða upp á stutta skoðunarferð um Kópavog, framreiðslu- og mat- reiðslunemar sýna húsakynni og námsleiðir og bóknámsdeildir bjóða upp á kynningar á náms- greinum. Nemendafélag skólans mun taka þátt í kynningu á leik og starfi í skólanum, segir í frétta- tilkynningu. Kynning á námsbrautum MK WALDORFSKÓLINN Sólstafir verður öllum opinn á morgun, laug- ardaginn 11. mars, kl. 13–15. Kennarar og starfsfólk skólans verða til staðar til þess að sýna skólann og svara spurningum um starf hans og framtíðarsýn. Skólinn er til húsa í Hraunbergi 12 í Breið- holti. Opinn dagur í Waldorfskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.