Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 31 UMRÆÐAN Á HEIMASÍÐU sinni lýsir Lands- virkjun hlutverki sínu þannig: „Hlut- verk Landsvirkjunar er að framleiða og afhenda raforku sem uppfyllir þarfir viðskiptavina sinna á sem hag- kvæmastan hátt.“ Þessi lýsing hlut- verks kemur upp í hug- ann við lestur ársreikn- ings fyrirtækisins fyrir árið 2005, en þar kem- ur fram að Lands- virkjun hafi gert samn- inga „…um álverð til þess að verja sölu- tekjur …“, síðan segir: „… er gangvirði þeirra neikvætt um 5,3 millj- arða króna (5.300.000.000 krónur) í árslok 2005 en und- irliggjandi fjárhæðir nema sem svar- ar til 23 milljarða króna.“ Ekki verð- ur ráðið annað af þessum upp- lýsingum en að Landsvirkjun hafi kastað sér út í kaupmennsku með vöru sem ekki er búið að framleiða og það framleiðir ekki. Selt óframleitt ál og lofað afhendingu á tilteknum stað og á tilteknum degi einhvern tíma í framtíðinni. Til að klára dæmið og standa við gerða samninga þarf Landsvirkjun þess vegna að kaupa ál á skyndimarkaði. Þetta geta verið ábatasöm viðskipti takist að selja dýrt og kaupa ódýrt. En mistök geta orðið ákaflega dýr. Í þessu tilfelli er greinilegt að Landsvirkjun hefur selt ódýrt og þarf að kaupa dýrt. Töl- urnar í ársskýrslunni benda til þess að söluverð á áli sé um 30% lægra í krónum reiknað en kaupverðið. Tap Landsvirkjunar af þessum samningi samsvarar nú þegar öllum þeim ávinningi sem fyrirtækið hugðist hafa af virkjunarframkvæmdum þeim sem kenndar eru við Norð- lingaöldu. Hér er um að ræða um 10% af eigin fé fyrirtækisins. Enn- fremur kemur fram í ársreikningn- um að Landsvirkjun stundi svokölluð markaðsviðskipti í ábataskyni. Ekki verður annað ráðið af athugasemd- inni en að um hreina spákaup- mennsku sé að ræða. Það er rétt að spyrja forstjóra fyr- irtækisins og stjórnarformann: Telj- ið þið svona kaup- mennsku með ál eða annan varning falla undir það hlutverk Landsvirkjunar að framleiða og afhenda raforku … á sem hag- kvæmastan hátt? Fellur spákaupmennska (markaðsviðskipti) und- ir hlutverk Landsvirkj- unar? Hversu umfangs- mikil teljið þið að þessi viðskipti eigi að vera (t.d. samanborið við eig- ið fé fyrirtækisins)? Hvaða markmiðum er þessum samn- ingum ætlað að ná? Var sú stefna fyrri stjórnar fyrirtækisins að tengja raforkuverð við álverð röng að ykkar mati? Ef svo er, hvaða stefnu er fylgt í þeim stóriðjusamningum sem nú eru nýyfirstaðnir eða standa fyrir dyrum? Er samið um fast verð á orkunni eða breytilegt? Ef samið er um álverðstengt verð á orkunni, er þá hugmyndin að halda áfram að selja ál framvirkt? Hvaða verklags- reglur gilda, innan fyrirtækisins, um samninga um álverð? Telur Landsvirkjun sig hafa þekk- ingu á álmarkaðnum umfram aðra þátttakendur á þeim markaði? Ef ekki, hvernig ætlar fyrirtækið sér að hafa hagnað af framvirkum samn- ingum? Ennfremur: Hversu langt fram í tímann er búið að festa álverð með framvirkum samningum? Hefur Landsvirkjun einhvern ávinning af óvenjuháu álverði nú eða var búið að „tryggja“ fyrirtækinu miklu lægra álverð í títtnefndum álverðssamn- ingum? Hvaða áhrif hefði segjum 10% hækkun álverðs á tekjur fyr- irtækisins nú og eftir 1 ár og eftir 5 ár? Í ljósi þess að Landsvirkjun hefur tapað 5,3 milljörðum á framvirkum samningum verður ekki hjá því kom- ist að beina þeirri spurningu til iðn- aðarráðherra, borgarstjóra Reykja- víkur og bæjarstjóra Akureyrar hvort forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins njóti enn trausts þeirra. Ennfremur: Telur iðnaðar- ráðherra rétt að fyrirtæki sem nýtur ríkisábyrgðar á lánum noti þann fjár- hagslega bakhjarl til að stunda af- leiðuviðskipti og jafnvel spákaup- mennsku? Liggur fyrir að eigendur Landsvirkjunar hafi heimilað fyr- irtækinu að stunda slík viðskipti? Ef svo er, eru heimildir fyrirtækisins til að stunda slík viðskipti takmörkuð að einhverju leyti? Nokkur hópur hagfræðinga, und- irritaður þar með talinn, hefur haft uppi efasemdir um áætlanagerð Landsvirkjunar. Ársreikningur fyr- irtækisins fyrir árið 2005 ber með sér að þessar áhyggjur eru ekki ástæðu- lausar, því miður. Ársreikningurinn ber einnig með sér að brýna nauðsyn ber til að afnema ábyrgð ríkis, borg- ar og Akureyrarbæjar af skuldbind- ingum félagsins áður en fleiri stór- slys hljótast af. Skattfé er ekki spilapeningur. Hvað eru 5,3 milljarðar milli vina? Þórólfur Matthíasson skrifar um Landsvirkjun ’Í ljósi þess að Lands-virkjun hefur tapað 5,3 milljörðum á framvirkum samningum er spurt hvort forstjóri og stjórn- arformaður fyrirtækisins njóti enn trausts eigenda fyrirtækisins.‘ Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.