Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 61
Ágúst Einarsson, prófessorvið viðskipta- og hag-fræðideild Háskóla Ís- lands, var í viðtali í Speglinum á Rás eitt á þriðjudaginn og tók þar undir orð þeirra sem segja að íslenska skattkerfið sé ekki hlið- hollt þeim einstaklingum eða fyr- irtækjum sem vilji leggja fé í rannsóknarsjóði eða til lista- og menningarmála. Ágúst sagði að í fjölmörgum löndum væri skatt- kerfið þannig úr garði gert að það örvaði framlög til rannsókna og þróunarstarfs og til lista og menningarmála, og nefndi hann máli sínu til stuðnings að breyt- ingar í þá átt hefðu verið gerðar á skattalögum á Írlandi, í Frakk- landi, Þýskalandi, Chile, Ástralíu og í fjölmörgum ríkjum Banda- ríkjanna. Hann sagði þetta fyr- irkomulag hafa reynst mjög vel í þessum löndum og því væri það ákveðið sinnuleysi af hálfu ís- lenskra stjórnvalda að hafa ekki tekið þetta kerfi upp hér á landi.    Ágúst sagði að mögulegamætti draga slík framlög frá sköttum viðkomandi fyrirtækja eða einstaklinga eða veita þeim skattaafslátt af einhverju tagi. Hann bætti því við að ríkisvaldið þyrfti ekki að óttast tekjutap vegna þessa því sýnt hefði verið fram á að framlög á þessu sviði skiluðu sér mjög fljótt aftur í rík- iskassann, einfaldlega vegna auk- innar veltu í hagkerfinu. Ágúst benti á að menningarstarfsemi væri orðinn stór atvinnuvegur víða um heim, ekki hvað síst á Ís- landi. Hann sagði að á sviði menningar og lista hér á landi væru fjölmörg tækifæri til verð- mætasköpunar, til dæmis í tón- listar- og kvikmyndaiðnaði, sem efldist með hverju árinu.    Taka verður undir þessi orðprófessorsins því með aukn- um fjárframlögum til lista og menningar mun verkefnum á því sviði fjölga og störfum þeim tengdum sömuleiðis. Þetta fyr- irkomulag gæti haft meiri jákvæð áhrif því öflugra menningarlíf á Íslandi ætti að skila sér í auknum fjölda ferðamanna hingað til lands. Á undanförnum árum hef- ur mikill fjöldi ferðamanna komið til landsins í tengslum við hina ýmsu menningarviðburði og svo dæmi sé tekið komu fjölmargir erlendir tónlistaráhugamenn og blaðamenn á Iceland Airwaves- hátíðina í október. Með auknu fjármagni ætti slíkum viðburðum að fjölga og menningarlífið ætti almennt að eflast til mikilla muna. Afleiðingin yrði væntanlega sú að fleiri ferðamenn kæmu hingað til lands í menningartengdum er- indagjörðum.    Ágúst sagði að þegar hann varsjálfur á þingi hefði hann lagt fram tillögur um breytingar á skattalögum í þá átt sem fjallað var um hér að framan. Vel var tekið í þessar hugmyndir hans úti í þjóðfélaginu, en svo illa vildi hins vegar til að hann sat í stjórnarandstöðu og þess vegna náði málið ekki fram að ganga. Ríkisstjórnin ætti hins vegar að taka sig til og leggja fram frum- varp til breytinga á skattalögum í þá veru sem Ágúst leggur til. Slíkt fyrirkomulag mundi efla ís- lenskt menningarlíf til mikilla muna og verða öllum til góða. Skattar og menning ’Taka verður undir þessiorð prófessorsins því með auknum fjárframlögum til lista og menningar mun verkefnum á því sviði fjölga og störfum þeim tengdum sömuleiðis.‘ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hugmyndir Ágústs náðu ekki fram að ganga þegar hann sat sjálfur á Alþingi. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Morgunblaðið/Árni Torfason Fjölmargir ferðamenn komu á Iceland Airwaves-hátíðina í október. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 61 „Það er unun að fylgjast með Hopkins, sem er hér í einu sínu besta og eftirminnilegasta hlutverki. Það stafar meiri gleði frá honum en nokkrum öðrum leikara. Leikurinn kemur djúpt úr iðrum hans, fram hjá geislandi brosinu og hneggjandi hlátrinum og brýst út í gríðarlega áþreifanlegum persónuleika. Það hefur sjaldan verið skemmtilegra að horfa á eina kvikmynd til enda.“ - Jack Matthews, NY Daily News OLC/RIGHTS ENTERTAINMENT TANLAY AG THE NEW ZEALAND FILM PRODUCTION FUND AND THE NEW ZEALAND FILM COMMISSION IN ASSOCIATION WITH 3 DOGS & A PONY PRESENT A ROGER DONALDSON/GARY HANNAM PRODUCTION OF A ROGER DONALDSON FILM ANTHONY HOPKINS “THE WORLD’S FASTEST INDIAN” DIANE LADD PAUL RODRIGUEZ AARON MURPHY CASTING BY DIANNE CRITTENDEN DIANA ROWAN PRODUCTION DESIGN J DENNIS WASHINGTON ROB GILLIES EDITED BY JOHN GILBERT MUSIC J PETER ROBINSON DIRECTOR OF PHOTOGRAPHY DAVID GRIBBLE LINE PRODUCERS DONALD SHAIN MURRAY FRANCIS CO-PRODUCED BY JOHN J KELLY EXECUTIVE PRODUCERS MASAHARU INABA CHARLES HANNAH MEGUMI FUKASAWA SATORU ISEKI BARRIE M OSBORNE PRODUCERS ROGER DONALDSON GARY HANNAM WRITTEN AND DIRECTED BY ROGER DONALDSON www.worldsfastestindian.com www.graenaljosid.is – Skráðu þíg á póstlistann og þú gætir farið frítt á allar myndir Græna ljóssins! „Yndisleg kvikmynd sem fær mann til að standa á fætur og fagna íþróttahetju sem kemur skemmtilega á óvart. Anthony Hopkins sýnir besta leikinn á ferlinum og á skilið að fá Óskarinn fyrir.“ - Pete Hammond, Maxim S Ý N I N G A R E R U H A F N A R „Stórkostleg mynd! Persónulegt og hvetjandi ferðalag sem sannar hversu smitandi draumur eins manns getur orðið. Anthony Hopkins sýnir á sér nýjar hliða sem feiminn, ófram- færinn maður sem treystir á góðvild annarra en breytist í hálfgerða ofurhetju þegar hann sest á mótorhjólið.“ - David Germain, AP „Anthony Hopkins sýnir hér sannkallaðan stórleik. Hann heldur manni hugföngnum í tvo klukkutíma.“ - Lou Lumenick, NY Post „Ein sætasta mynd ársins. Anthony Hopkins hittir alltaf á réttu nóturnar og leikur skemmtilegasta furðufugl ársins.“ - Roger Ebert, Ebert & Roeper „Það er hrein unun að fylgjast með Anthony Hopkins í þessari hlýlegu mynd.“ - Leonard Maltin, Entertainment Tonight STJÖRNUSPÁ mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.