Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 11

Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 11 FRÉTTIR Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565 Nýjar vörur Str. 38-60 FÉLAGSFUNDUR Blindrafélags- ins mótmælir eindregið þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð hafa verið við undirbúning og gerð frumvarps um sameiningu Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands og Sjónstöðvar Ís- lands í ályktun sem samþykkt var á fundinum í gær. Þrátt fyrir vilyrði um hið gagnstæða á fundum með ráð- herra og starfsmönnum heilbrigðis- ráðuneytisins hafi nær ekkert verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem stjórn Blindrafélagsins lagði fram. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra var gestur fundarins. Í ályktuninni segir að inntak frum- varpsins sé óbreytt frá þeim frum- drögum sem félaginu voru kynnt í október sl. og ummælum aðstoðar- manns ráðherra í fjölmiðlum um að frumvarpið hafi tekið breytingum til samræmis við athugasemdir félagsins er vísað til föðurhúsanna. „Ljóst er að mikil andstaða er við frumvarpið meðal notenda þjónust- unnar enda er ekki að finna í því nein- ar nýjungar sem bæta þjónustu við blinda og sjónskerta,“ segir í álykt- uninni, en fundurinn skoraði á heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis að afgreiða frumvarpið ekki úr nefnd- inni í andstöðu við félög notenda. Halldór Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, segir fundinn hafa verið fjölmennan og málefnalegan. Ánægjulegt hafi verið að fá heilbrigð- isráðherra á fundinn þótt hún hafi ekki komið með neinar afgerandi yf- irlýsingar um málið. „Við túlkum það þannig að hún muni skoða málið en hún lagði á það áherslu að það væri í raun komið úr hennar höndum og væri hjá heilbrigðisnefnd,“ segir Halldór. Mótmæla vinnubrögðum við undirbúning frumvarps Morgunblaðið/Árni Sæberg Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnir sig fyrir fund- armönnum á félagsfundi Blindrafélagsins, en hann var mjög vel sóttur. Fjölmenni á félagsfundi Blindrafélagsins í gær NÝJASTI stórmeistari Íslendinga, Henrik Danielsen, er á meðal níu efstu manna á Reykjavíkurskák- mótinu þegar tefldar hafa verið fjór- ar umferðir, hefur aðeins misst nið- ur eitt jafntefli og er með 3,5 vinning. Aðrir sem hafa 3,5 vinning eru Norðmaðurinn Magnus Carlsen, Armeninn Gabriel Sargissian, Rúss- inn Pavel Tregubov, Ísraelsmaður- inn Sergey Erenburg, Svíinn Tiger Hillarp Persson, Frakkinn Laurent Fressinet, Marokkómaðurinn Hic- hem Hamdouchi og Litháinn Aloy- zas Kveinys. Í fjórðu umferð lagði Henrik stór- meistarann Ivan Ivanisevic, frá Serbíu og Svartfjallalandi, að velli í skemmtilegri skák. Hvítt: Ivan Ivanisevic Svart: Henrik Danielsen Hollensk vörn 1.d4 f5 2.c4 Rf6 3.Rc3 d6 4.Rf3 g6 5.g3 Bg7 6.Bg2 0–0 7.0–0 c6 8.b3 Ra6 9.Ba3 Da5 10.Dc1 Bd7 11.Hb1 b5!? (Hraustlega leikið. Eftir 11...Rb4 12.Bxb4 Dxb4 13.a3 Db6 14.c5 Dc7 15.b4 fær hvítur betra tafl.) 12.b4 Dd8 13.d5Hc8 14.dxc6Bxc6 15.cxb5Bxf3! 16.exf3!?Re4 17.fxe4 Hxc3 18.Dd2 Hxa3 19.bxa6 f4!? 20.b5?— (Ivanisevic ruglast í ríminu. Eftir 20.gxf4 Hxa6 21.Dd3 Hb6 22.f5 á hann betra tafl.) 20...Kh8 21.Dd5 Be5 22.Hb3? --- (Leikur af sér peði. Betra er 22.Hbc1 Ha5 23.Hc6 o.s.frv.) 22...Hxa2 23.gxf4 Hxf4 24.Hd3 Dg8 25.Db7 Dc4 26.Hf3 Hxf3 27.Bxf3 Df7 28.Bg2 Df4 29.Dc8+ Kg7 30.Dh3 --sjá Sjá stöðumynd 30...Ha3! Hvítur má ekki drepa hrókinn, vegan mátsins á h2. 31.f3 Ha2 32.Kh1 Hb2 33.Dg3 Dxg3 34.hxg3 Bxg3 35.Hc1 Bf4! 36.Hd1 –(Auðvitað ekki 36.Hc7? Hb1+ og hvíti biskupinn fellur.) 36...Hxb5 37.Bf1 Hb2 38.Hd5 Hf2 39.Bg2 Ha2 40.Bf1 Kf6 41.Bb5 Be5 og hvítur gafst upp. Hann á vonlausa vörn fyrir hönd- um, því að svarti kóngurinn kemst inn í hvítu stöðuna á svörtu reitun- um, g5-f4 og síðan leikur svartur fram peðunum á kóngsvæng. Henrik á meðal efstu manna á Reykjavíkurskákmótinu Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com VERÐ á skuldabréfum íslensku bank- anna á eftirmarkaðinum í Evrópu hef- ur farið umtalsvert lækkandi frá því í febrúar. Línuritin sýna þróunina á völdum bréfum bankanna frá því síð- asta haust en sérstaklega ber að taka fram að þau ber að skoða sem al- menna mynd af því hvernig þróunin hefur verið en alls ekki til þess að bera bankana saman innbyrðis enda eru skuldabréfin afar mismunandi, þ.e. með mismunandi líftíma og mismun- andi vexti. Skuldabréf Landsbanka og Kaupþings banka bera hreyfanlega vexti og þau ættu því einna helst að endurspegla almenna virðisrýrnun ís- lensku skuldabréfanna á eftirmarkað- inum. Sjálfir hafa íslensku bankarnir ekki gefið út skuldabréf í Evrópu frá því síðasta haust og því hefur ekki reynt á það hvaða kjör þeir fengju þar. Ávöxt- unarkrafan ofan á vexti á millibanka- markaði (Libor-vexti) á skuldabréfum íslensku bankanna á eftirmarkaðinum í Evrópu hefur hækkað umtalsvert frá því í febrúar og er nú á bilinu 0,50% til 0,75% á fimm ára bréfum bankanna. Við lokun markaði í gær var ávöxt- unarkrafan á fimm ára skuldabréfum Íslandsbanka um 0,5%, á bilinu 0,70 til 0,75% á bréfum Kaupþings banka og um 0,75% á bréfum Landsbankans, en tekið skal fram að gengið er út frá svo- kallaðri tryggingarpremíu (CDS, cre- dit default swaps) sem endurspeglar vaxtaálagið að öllu jöfnu. Hækkun vaxtaálagsins þýðir með öðrum orðum að virði skuldabréfanna í huga þeirra sem kaupa og selja þau á eftirmarkaði hefur minnkað þar sem þeir meta það svo, með réttu eða röngu, að því fylgi meiri áhætta að eiga skuldabréfin.                   !  #$! %&! ! ! ' !  ( )$ * +  ,               "#  !  #$! %&! ! ! ' !  ( )$ * +                 $   % !  #$! %&! ! ! ' !  ( )$ * +   Skuldabréfin falla enn í verði á eftirmarkaði Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is DRENGUR á sextánda ári var flutt- ur á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri eftir harðan árekstur létts bifhjóls og pallbíls neðan við Naustagil á Húsavík síðdegis í gær. Að sögn sjónarvotta var drengurinn, sem ók bifhjólinu, á talsvert miklum hraða þegar óhappið varð en ökutæk- in mættust á gatnamótum. Engin hálka var á vegum en götur blautar og getur hugsast að það hafi átt sinn þátt í óhappinu. Tildrög slyssins eru þó að mestu ókunn en lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins. Drengurinn var í rannsóknum í gærkvöldi en ekki lagður inn á gjör- gæsludeild. Mikil mildi þykir að ekki hafi verr farið og trúlega hefur hjálmur drengsins komið honum til bjargar. Bifhjólið, sem var óskráð, skemmdist nokkuð og pallbíllinn varð sömuleiðis fyrir einhverjum skemmdum en ökumann hans sakaði þó ekki. Lenti í árekstri á óskráðu bifhjóli Morgunblaðið/Hafþór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.