Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 35
Morgunblaðið/Golli
a eignavöxt íslenska bankakerfisins undraverðan. Skuldasöfnun er-
u í fjármálakerfinu.
tiltrú markaðarins á alþjóð-
amörkuðum, hlutur sem öll-
jós vera. Á undanförnum
ndar skuldir Íslands aukist
r þar langmestu miklar lán-
a á erlendum mörkuðum.
og málsbætur
blikki er engu að síður nokk-
mikilvægt er að hafa í huga
ga þegar vöngum er velt yfir
ska bankakerfið geti ratað í
heimila verður að skoða í
að þjóðartekjur á mann eru
ða íslenska lífeyrissjóðakerf-
Skylduaðild er að lífeyr-
issjóðum og aldurssamsetning þjóðarinnar
kann að réttlæta meiri skuldsetningu en
ella væri. Þjóðin er ung og aldurshópurinn
0–35 ára er yfir helmingur þjóðarinnar, en
ungt fólk hefur yfirleitt meiri þörf fyrir lán-
tökur, t.d. til að fjármagna húsnæðiskaup.
Að þessu sögðu höfum við samt nokkrar
áhyggjur af „eyðum í dag“-viðhorfi sem
mikil skuldsetning einstaklinga gefur til
kynna, og vaxtahækkanir Seðlabankans
virðast ekki hafa haft sérstök áhrif í þessum
efnum. Að auki skilst okkur að verið sé að
lækka skatta á einstaklinga sem er ekki til
þess fallið að minnka eftirspurn heimila og
einstaklinga.
Þegar horft er til eignaverðbólgu er bent
á að nýjustu tölur sýni að hækkanir á fast-
r vöxtur
akerfinu
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 35
Með reglubundnu millibilikoma einhverjir af for-kólfum álvæðingarinnarfram með
hinar stórbrotnu kenn-
ingar um hvernig Íslend-
ingar geti hjálpað til í
baráttunni við mengun
lofthjúpsins og nátt-
úrufarslegar hamfarir af
völdum gróðurhúsaáhrifa
með því að auka sjálfir
mengun. Fv. orku-
málastjóri, Jakob Björns-
son, er lúsiðinn við þenn-
an kola og látum það nú
vera. Verra er að fólk í
æðstu valdastöðum eins
og forsætisráðherra, iðn-
aðarráðherra og jafnvel
umhverfisráðherrar nú-
verandi og fyrrverandi slá
iðulega um sig með hinu
sama, án nokkurs hald-
bærs rökstuðnings.
Undirritaður hefur ekki
fram að þessu séð ástæðu
til að svara greinum Jak-
obs Björnssonar, einkum í
þeirri von og trú, að fjar-
stæðukenndar reiknings-
kúnstir hans afgreiði sig
sjálfar. Þegar betur er að
gáð má þó kalla það
ábyrgðarhlut að láta
ómótmælt fullyrðingum
um þvílíkar mótsetningar
og þær að stóraukin losun
gróðurhúsalofttegunda á
Íslandi sé framlag til sam-
eiginlegrar viðleitni
ábyrgra þjóða til að ein-
mitt draga úr slíkri losun. Lítum því að-
eins nánar á rök Jakobs Björnssonar og
skoðanasystkina og notum sem út-
gangspunkt grein hans (hér eftir J.B.) í
Morgunblaðinu laugardaginn 25. febr.
sl. undir fyrirsögninni: „Álvinnsla hér
dregur úr styrk koltvísýrings í and-
rúmslofti.“
Forsendur sem ekki standast
Í stuttu máli sagt gefur J.B. sér
nokkrar forsendur sem allar eiga það
sammerkt að fá í fæstum tilvikum stað-
ist þegar betur er að gáð. Á slíkum
grundvelli eru byggðar reiknikúnstir
sem eiga að sýna stórfelldan ávinning
af því fyrir lofthjúp jarðar að álfram-
leiðsla með tilheyrandi losun gróð-
urhúsalofttegunda sé aukin sem allra
mest hér á landi. Skoðum forsendurnar
sbr. áðurnefnda blaðagrein.
1. J.B. virðist ganga út frá því í sínum
samanburði og útreikningum að valið
standi milli orkuvinnslu á Íslandi úr
vatnsorku eða jarðvarma sem hafi
enga losun í för með sér (ekki alls
kostar rétt að sjálfsögðu sbr. gös sem
losna við vinnslu á háhitasvæðum og
mögulega rotnun gróðurs á botni
uppistöðulóna). Hins vegar fylgi
orkuþættinum erlendis losun á rúm-
lega 12 kg CO2 á kg af áli vegna raf-
orku úr eldsneyti. Hér horfir J.B. í
fyrsta lagi framhjá því, eða misskilur,
að ef starfsemin færi fram í iðnríki
sem er aðili að Kyoto yrði viðkom-
andi aðili að kaupa út losunarkvóta á
móti þannig að engin aukning yrði á
losun, aðeins tilfærsla. Ef starfsemin
færi fram í þróunarríki sem er und-
anþegið Kyoto er allt eins líklegt að
orkugjafinn væri einnig vatnsorka,
t.d. í S-Ameríku, Afríku eða jafnvel
Asíu. Þá gæti orkugjafinn verið raf-
magn frá kjarorkuveri (umhverf-
isvandamál af öðrum toga) eða af-
gangsgas frá olíuvinnslu sem væri
brennt ella, t.d. við Persaflóa. Aðeins
ef viðbótarnotkun kolefniseldsneytis
fer til orkuframleiðslunnar og stað-
setningin er utan svæðis Kyoto-
skuldbindinganna heldur dæmi J.B.
að einhverju leyti.
2. Losun við sjálfa álframleiðsluna legg-
ur J.B. að jöfnu fyrir lofthjúpinn
hvort sem hún fer fram hér eða er-
lendis. Þar yfirsést honum að ef borin
er saman staðsetning á Íslandi ann-
ars vegar og í iðnríki sem er aðili að
Kyoto hins vegar þá vex losunin í til-
viki Íslands sem nemur nálægt 1,8 kg
af gróðurhúsalofttegundum á kg
framleidds áls, vegna íslensku und-
anþágunnar, en helst óbreytt í er-
lenda tilvikinu vegna þess að kaupa
verður út kvóta á móti.
Framleiðsluþátturinn er
því óhagstæðari loft-
hjúpnum í tilviki Íslands
sem nemur allri los-
uninni. Ef staðsetningin
er utan Kyoto-svæðisins
(þróunarlönd eða
Bandaríkin/Ástralía) er
dæmið vissulega eins.
3. Það færist þó fyrst fjör í
leikinn í útreikningum
J.B. þegar hann kynnir
það til sögunnar að auk-
in álframleiðsla (á Ís-
landi) hafi í för með sér
notkun áls í farartæki í
stað þyngri efna og það
spari lofthjúpnum losun
sem nemur 6 kg CO2 á
kg framleidds áls. Hér
er að mörgu að hyggja.
a) Allt í einu er sam-
anburðardæmi J.B.
orðið á milli viðbót-
arálframleiðslu á Ís-
landi og þess að fram-
leiðslan færi alls ekki
fram ella. Álið er víst
jafn létt ef það er fram-
leitt á annað borð hvort
sem það er gert hér-
lendis eða erlendis.
b) Enginn rökstuðningur
fylgir fyrir staðhæfing-
unni um 6 kg á fram-
leitt álkíló.
c) Sú kenning að aðeins ál
komi til greina til að
leysa af hólmi þyngri byggingarefni í
samgöngutækjum og dragi þar með
úr orkunotkun er úrelt svo áratugum
nemur. Plastefni, keramík, aðrir létt-
málmar en ál og blöndur af þessu
öllu og fleiru gerast einmitt æ al-
gengari þar sem ál var áður allsráð-
andi, t.d. í bílum og flugvélum. Ný
plastefni, oft blönduð öðrum fjöllið-
um, leir eða málmum eru sífellt að
koma fram og verða sterkari og end-
ingarbetri (ofurefni). Til eru plast-
efni með málmkennda áferð sem
hljóma eins ef bankað er í þau
o.s.frv. Forláta göngustafir sem vinir
undirritaðs í Framsóknarflokknum
gáfu honum sl. sumar í þeirri trú að
um álstafi væri að ræða, sbr. kveð-
skap Jóns Kristjánssonar þar um,
reyndust úr títanblöndu.
d) Verulegur hluti vaxtar álframleiðslu
fer í framleiðslu ýmiskonar umbúða
sem því miður eru í allt of miklum
mæli einnota og ekki endurunnar.
Sagt er t.d. að spara mætti álfram-
leiðslu sem nemur tveimur full-
vöxnum álverum ef Ameríkanar
myndu endurvinna eins og siðaðir
menn allar þær bjór og gosdósir úr
áli sem þeir henda. Illa fer fyrir
reikningsdæmum J.B. ef framleiðsla
tveggja viðbótarálvera á Íslandi færi
nú beint í slíka sóun.
Höfuðgalli áls í umhverfislegu tilliti
er hversu orkufrek frumvinnsla þess er.
Það hefur vissulega sína kosti og þá
einkum að vera létt og auðvelt í endur-
vinnslu. Hækkandi orkuverð veikir
samkeppnisstöðu áls og í því m.a. liggur
áhætta Íslands að veðja á það í of rík-
um mæli. Framþróun í gerð plastefna
og skyldra efna úr öðrum grunni en
jarðolíu, t.d. sojaolíu eða annarri jurta-
olíu, og umhverfisvænni plastforverar
gætu gjörbreytt viðhorfum til slíkra
efna í umhverfislegu tilliti. Ræðurnar
um framlag áls til umhverfismála
heimsins eru þegar að verulegu leyti
úreltar og dapurlegur vitnisburður um
að menn eins og Jakob Björnsson og
Halldór Ásgrímsson fylgjast ekki með.
Mergurinn málsins er þó sá að ekki
verður dregið úr mengun með því að
auka hana, ekki frekar en að bjarga
sökkvandi skipi með því að bera á það
grjót.
Að draga úr
mengun með því
að auka hana
Eftir Steingrím J. Sigfússon
Steingrímur J.
Sigfússon
’Ræðurnar umframlag áls til
umhverfismála
heimsins eru
þegar að veru-
legu leyti úreltar
og dapurlegur
vitnisburður um
að menn eins og
Jakob Björnsson
og Halldór Ás-
grímsson fylgj-
ast ekki með. ‘
Höfundur er formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
svarar til 21–51% af þjóðarfram-
leiðslu ársins 2004, eða sex milljarða
dollara. Ef um ræðir fjárhæðir af
þessum toga er líklegt að lánveit-
endur bankakerfisins þyrftu að þola
raunir og hugsanlega lausnir í því
sambandi væru lenging lána, eft-
irgjöf vaxta og beinar afskriftir. Ef
horft er til efri bils þeirra hlutfalls-
talna sem að framan eru nefndar þá
væri um að ræða að allir bankar
væru ógjaldfærir vegna algerrar
kreppu í fjármálakerfinu. Við þessar
aðstæður er að okkar mati líklegt að
hluthafar þyrftu að þola niðurskrift
hlutafjár. Ofangreindar tölur, sem
afna. Ef stuðnings væri yf-
f í dag eru aðstæður allt
gar ríkissjóður veitti síð-
g.
ankakerfisins margföld-
abilinu frá 1993–2004 á
arframleiðslan tvöfald-
anlegur kostnaður við
an stuðning er undir
ttum kominn, ekki síst í
inn vanda bankar gætu
andi fjárhags- og greiðslu-
fyrirtækið S&P telur að
aðstæður gæti fjár-
lent í vandræðum með
nnlendum eignum. Þetta
eru settar fram við skilyrði verstu
aðstæðna eru háar en endurspegla
mikla skuldsetningu innlendra aðila.
Sterk staða ríkisins
Til samanburðar má nefna að S&P
telur að ef bankakreppa verði á Ítal-
íu geti sambærilegar tölur verið 18%
af þjóðarframleiðslu þar í landi.
Nefna má að þegar kreppti að í
bankakerfum í Finnlandi og Svíþjóð í
upphafi tíunda áratugarins hafi
kostnaður vegna þess fjárhagslegs
stuðnings sem nauðsynlegur var
numið á milli 4–8% af þjóðarfram-
leiðslu. Hvað sem þessu líður er aftur
á móti ljóst að fjárhagsleg staða ís-
lenska ríkisins er mjög sterk og er-
lendar skuldir ríkisins ekki miklar.
Við höldum því fram að íslenska rík-
ið hafi nægar bjargir til að koma
hlutum í samt lag í bankakerfinu,
jafnvel þó að um svo feiknamikla
kreppu væri að ræða.
ð hefur nægar bjargir
Lynch víkur að því í skýrslu sinni hvort ríkið
aupa undir bagga með bankakerfinu ef atburðir
st á allra versta veg. Að neðan er stiklað á stóru í
mfjöllun en millifyrirsagnir eru blaðsins.
EINS og fram kom í Morgunblaðinu í
gær telur greiningardeild Merrill
Lynch að þau lán sem bankarnir þrír
eru með á gjalddaga fram til ársins
2008 nemi 17,8 milljörðum dollara,
eða um 1.230 milljörðum íslenskra
króna.
Skýrsluhöfundar benda á að veru-
legur hluti lánanna sé á gjalddaga á
næsta ári, 2007. Telja þeir að á næsta
ári geti bankarnir staðið frammi fyrir
töluverðri endurfjármögnunaráhættu,
nema til komi kúvending í afstöðu
markaðarins á næstu sex mánuðum
eða sem næst því.
„Okkur er ekki kunnugt um að í
dag standi nokkur banki frammi fyrir
áhættu af þessum toga,“ segir í
skýrslunni. Kaupþing banki er sagður
standa frammi fyrir mestri endur-
fjármögnunaráhættu og þurfi að end-
urfjármagna að jafnvirði 8,6 milljarða
dollara á árunum 2006 og 2007, jafn-
virði um 585 milljarða króna á nú-
virði. Næstur komi Íslandsbanki með
endurfjármögnunarþörf að andvirði
5,1 milljarð dollara á sama tímabili,
um 347 milljarða króna. Þörf Lands-
bankans er sögð minnst, eða að jafn-
virði 4,1 milljarð dollara, um 278
milljarða íslenskra króna.
Mest endur-
fjármögn-
unarþörf hjá
KB banka
eignaverði séu í rénun á höfuðborgarsvæð-
inu og að markaðurinn hafi kólnað ef svo má
að orði komast. Enn á eftir að sjá hvaða
áhrif skattalækkanir hafi í þessu sambandi
og nefnd kólnun er í kjölfar 30% hækkunar
á fasteignaverði.
Með tilliti til hlutabréfaverðs er rétt að
minna á að hlutabréfavísitölur geta einfald-
lega verið að hækka vegna væntinga um
vöxt hagnaðar fyrirtækjanna í viðkomandi
vísitölum. Í ljósi mikils vægis hlutabréfa
bankanna í vísitölum, kaupa þeirra á öðrum
fjármálafyrirtækjum og stefnu um vöxt, má
eðlilega búast við að vísitölur geti hækkað
vegna væntinga um aukinn hagnað í fram-
tíðinni. V/H hlutfall sem mælikvarði á verð-
lagningu hlutabréfamarkaðarins virðist í
sjálfu sér ekki gefa tilefni til að ætla að verð
hlutabréfa sé fráleitt. Mat á því hvort verð
hlutabréfa sé almennt í lagi er háð því
hvernig menn meta nú horfur um vöxt
hagnaðar í framtíðinni. Þröngt eignarhald,
viss einangrun markaðarins, innbyrðis
eignatengsl og sú staðreynd að það virðist
ómögulegt að skortselja (e. sell short) ís-
lensk hlutabréf, leiðir til þess að við teljum
að ástæða sé til varkárni gagnvart hluta-
bréfamarkaðinum og þeirra áhrifa sem
lækkun gæti haft á bankana.
Að lokum er nefnt að vöxt erlendra
skulda þarf að skoða í samhengi við aukin
umsvif þeirra erlendis. Út frá því sjón-
arhorni endurspeglar vöxtur skulda að-
gerðir bankanna til að skjóta fleiri stoðum
undir rekstur sinn, gera hann óháðari ís-
lenska markaðinum og bæta með þeim
hætti stöðu sína sem lántakar.