Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 50

Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar ✝ Herdís Björns-dóttir fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skaga- firði 23. desember 1925. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnu- daginn 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Sig- urðsson, bóndi á Stóru-Ökrum, f. 3. ágúst 1894, d. 21. október 1985, og Sigríður Gunnarsdóttir, f. 22. nóvember 1894, d. 10. október 1985. Systkini Herdísar eru Gunnfríður, f. 28. febrúar 1920, Ingunn, f. 18. júlí 1922, d. 29. nóvember 2004, Gunnar, f. 14. ágúst 1927, d. 28. október 1988, og Sigurður, f. 14. ágúst 1927. Herdís giftist hinn 6. júní 1951 Sveini Jóhannssyni frá Mælifellsá Pétur, f. 18. september 1959, d. 5. september 1994. Ekkja hans er Jóninna Harpa Ingólfsdóttir og eiga þau einn son, Jóhann Pétur. 4) Gísli, f. 27. desember 1960, kvæntur Ástu Berghildi Ólafs- dóttur og eiga þau tvær dætur, Kötlu, í sambúð með Sigursteini Sumarliðasyni, og Ingu Berg. 5) Sigríður, f. 27. desember 1960, gift Smára Borgarssyni og eiga þau fjögur börn, Elsu Rós, Svein, Borgar og Ólaf Jóhann. 6) Ólafur Stefán, f. 7. mars 1966. Þau Herdís og Sveinn hófu bú- skap á Stóru-Ökrum, en bjuggu lengst af á Varmalæk í Skaga- firði þar sem þau stunduðu hefð- bundinn búskap og hrossarækt og ráku verslun. Rekstur versl- unarinnar á Varmalæk var að- alstarf Herdísar um áratuga skeið auk þess að halda fjöl- mennt og ákaflega gestkvæmt heimili. Eftir að Sveinn lést bjó Herdís í félagi við Lovísu elstu dóttur sína á Varmalæk allt til dauða- dags. Útför Herdísar verður gerð frá Reykjakirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í Skagafirði, d. 17. september 1987. Börn þeirra eru: 1) Lovísa, f. 23. desem- ber 1950. Hún á fjögur börn, þau eru: a) Sveinn Brynjar, kvæntur Ingibjörgu Skarp- héðinsdóttur og eiga þau Skarphéðin Rúnar og Herdísi Eiri. b) Jóhanna Heiða, í sambúð með Guðmundi Þór Elí- assyni og eiga þau Kristin Örn. c) Eðvarð Ingi og d) Elvar Logi, í sambúð með Fann- eyju Dögg Indriðadóttur. 2) Björn, f. 10. október 1952, í sam- búð með Magneu K. Guðmunds- dóttur og á hann þrjá syni, Einar Bjarna, Höskuld Svein og Gunn- ar Sigfús. Þá á Magnea þrjá syni og dótturina Birnu Dröfn sem býr hjá þeim Birni. 3) Jóhann Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur og ert komin til afa og Jó- hanns Péturs. En við eigum eftir að sakna þín alveg óskaplega mikið. Ég hef búið á Varmalæk alla mína ævi og áttir þú, amma, afskaplega stóran þátt í uppeldinu á okkur systkinum. Þú varst alltaf til staðar og við þig gátum við rætt öll heims- ins vandamál og þú kunnir alltaf ráð við öllu. Allt frá því að við vorum börn með litlu málin sem á okkur brunnu og allar götur síðan gat maður talað við þig um allt, því þú hafðir svo mikinn skilning á öllu og svo mörg ráð sem maður reynir að hafa að leiðarljósi alla ævi. Þú varst ekki bara amma okkar heldur líka svo mikill vinur og félagi. Alltaf kát og hress og snillingur í að horfa á björtu hliðarnar. Þegar maður skrifar um þig amma mín er ekki hægt annað en að tala um allan sönginn, dansinn og alla gleðina sem fylgdi þér alla tíð. Frá því að ég man eftir mér laðaðist fólk að þér til að syngja með þér og þá helst við eldhúsborðið á Varma- læk. Þegar sungið var við eldhús- borðið á Varmalæk sast þú í þínu sæti við borðsendann og leiddir sönginn með hendur á lofti. Það skipti engu máli hvað klukkan var því það var alltaf hægt að syngja á öllum tímum sólarhringsins, að nóttu sem degi, bara ef fólk söng þannig að það hljómaði nokkuð fal- lega. Þú varst mjög músíkölsk og tón- viss og þér fannst jafn hræðilegt að hlusta á falskar nótur og illa flutt lög og þér fannst yndislegt og gaman að hlusta á fallega sungin lög. Það var ekki aldurstakmark við eldhúsborð- ið, því þegar við systkinin komumst á ballaldurinn fóru vinirnir að koma í partí og oftar en ekki um miðja nótt, en yfirleitt komst þú fram og sagðir kát: „Nei halló eruð þið kom- in, en gaman.“ Svo var sungið í marga klukkutíma og ef við kunnum ekki lögin var það nú ekki vandamál, því þú varst eins og söngbók sem maður gat flett upp í bæði af lögum og ljóðum. En ef þú komst ekki fram þá lástu inni í rúminu þínu og hlust- aðir á sönginn og pældir í fólkinu sem var að syngja. Og daginn eftir fengum við nákvæma útlistingu á hvernig við hefðum staðið okkur. Það var ýmislegt sem þú gerðir þér til dundurs annað en að syngja. Þér þótti ekkert varið í að sitja og gera ekki neitt. Þér þótti gaman að lesa, leggja kapal, hlusta á tónlist, þú prjónaðir mikið ásamt því að sjá um þvottinn og ýmis önnur heimilis- verk. Einnig fannst þér gaman að fara í göngutúra, já amma þú varst ansi létt á fæti. Það eru ekki mörg ár síðan þið Siggi brósi skokkuðuð upp á Mælifellshnjúk og upp í Drangey. Og þegar þú varst með búðina voru spretthlaup á milli Varmalækjar og búðarinnar oft á dag. Þegar þú dansaðir sveifstu um, enda þótti þér mjög gaman að dansa. Í haust þegar þú sagðir mér hvað læknarnir höfðu séð, þá sagðirðu mér líka að þú værir svo heppin því þú værir ekkert hrædd við svona lagað og það þýddi ekkert annað en að vera bjartsýnn, þessir læknar væru að verða svo sniðugir nú til dags að lækna allra handanna sjúk- dóma. Mér fannst þér þarna vera al- veg lifandi lýst, að horfa á björtu hliðarnar alveg sama hvað á dundi og þetta sýndi líka hvað þú varst sterk persóna. En við systkinin og mamma eigum eftir að sakna þín svo mikið, þú varst einhvern veginn þannig að þeim sem þekktu þig þótti alveg óskaplega vænt um þig. En eins og þú varst vön að segja við mig þegar einhver var veikur og dó: „Mikið var nú gott að hann fékk að fara, nú líður honum betur.“ Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér amma, ég held að þér líði betur núna. Kannski ertu búin að fá sjón- ina aftur og kannski ertu hjá afa og hann kyssir á þér augun eins og hann var vanur. En þú lifir allavega í minningunni hjá okkur öllum og þér mun ég aldrei gleyma. Saknaðarkveðja, þinn Logi. Öðlingskonan Herdís á Varmalæk lést 20. febrúar sl. eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Hebba var al- veg einstök kona og mikil vinkona okkar hjónanna í meira en 40 ár. Við álítum að hún hafi aldrei leitt hug- ann að því hvað orðið kynslóðabil þýddi því allir voru jafningjar á Varmalæk, ungir sem aldnir. Það sem var svo heillandi og eft- irtektarvert í fari þessarar góðu konu var hve hún var fróð og vel heima í öllu sem var að gerast, já- kvæð, glaðsinna, bjartsýn, hlátur- mild og gestrisin. Hún lét ekki smá- muni koma sér úr jafnvægi, en hafði mjög ákveðnar skoðanir og það var alveg sérstaklega gaman að sitja með henni í eldhúsinu og spjalla við hana um lífsins gagn og nauðsynjar. Við hjónin höfum látið hugann reika undanfarna daga og minnumst þess með gleði hvað það var tekið vel á móti okkur, þegar við fórum fyrst saman norður í Skagafjörð á æskuslóðir Hjartar, aðeins 18 ára. Foreldrar hans höfðu búið á Varma- læk þar til þau Hebba og Sveinn hófu þar búskap um miðja síðustu öld. Við fundum strax að við vorum aufúsugestir og þau Hebba og Sveinn, föðurbróðir Hjartar, um- vöfðu okkur með einstakri hlýju og gestrisni, sem á sér ekki hliðstæðu. Hebba stóð þá í eldhúsinu í gamla húsinu á Varmalæk, matbjó í stórum skömmtum og útbjó bakkelsi af mörgum sortum ofan í stóru fjöl- skylduna sína og gestina, sem voru oft ótrúlega margir. Hebba hló þá og gerði að gamni sínu yfir pott- unum og svo hringdi allt í einu bjalla og þá var hún snör í snúningum, tók til fótanna og hljóp niður í búð til að afgreiða og kom sér þá vel hvað hún var sérstaklega létt á fæti. Já, hún rak verslunina Varmalæk, þar sem voru seldar nýlenduvörur, græn- meti, vefnaðarvörur, leikföng, fatn- aður, gjafavörur, girðingarefni, fóð- urvörur, bensín og olía. Þessi búð var sannkallaður gamaldags ævin- týraheimur og líktist eiginlega litlu kaupfélagi. Búðin var alltaf opin þegar bjallan hringdi og skipti þá ekki máli þótt komið væri fram yfir miðnætti. Við vitum fyrir víst að hún settist sjaldan niður og svefntíminn hjá henni var oft ekki mjög langur á þessum árum. Við spurðum hana hvort þetta væri ekki erfitt og þreytandi starf með öllu öðru sem hún þurfti að sinna. „Nei, þetta er svo skemmtilegt, því í búðinni hitti ég fólkið í sveitinni, ég er svo ódug- leg við að fara á bæi,“ var svarið. Við getum alls ekki látið hjá líða að minnast á það hve samband þeirra hjóna var alltaf hlýlegt og innilegt. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau höfðu bæði mikið yndi af tónlist og voru gott söngfólk og þá gáfu erfðu börnin þeirra sex og barnabörnin líka. Það var mikið sungið á bænum og þá tók frúin ætíð milliröddina sem hún kunni við öll lög og stóð við borð- sendann og stjórnaði. Ræktun hrossa, sala, tamningar og hestamennska hefur alltaf verið stór þáttur í búskapnum á Varma- læk. Það var oft mikið talað um hross og augljóst að aðaláhugamál bóndans tengdist öllu sem að því laut. Hebba hafði ekki mikinn áhuga á hestum en fylgdist þó með því sem var að gerast á þeim vettvangi. Sveinn lést aðeins 57 ára gamall og var þá sár harmur kveðinn að Hebbu og allri fjölskyldunni. Björn sonur þeirra, sem býr á nýbýli á Varmalæk, tók þá við búskapnum og hefur haldið áfram ræktun og sölu Varmalækjarhrossa æ síðan. Eftir að Sveinn lést hafa Hebba og Lovísa dóttir hennar haldið saman heimili af miklum myndarskap. Fjögur börn Lísu hafa því alist upp með ömmu sinni og notið gæsku hennar og góðvildar, hún var þeim sannur vinur og félagi og fylgdist vel með því sem þau voru að fást við hverju sinni. Hebba vildi miklu fremur gefa en þiggja og það var ekki auðsótt að fá að gera henni greiða eða veita henni góðgjörðir, það var algjör óþarfi að hennar mati. Okkur tókst samt nokkrum sinnum að ná henni til okkar í mat og fara með henni í leik- hús, á tónleika eða í óperuna þegar hún kom suður og þá naut hún sín vel og við áttum saman margar ánægjustundir, því hún elskaði alla tíð að hlusta á fallega tónlist. Hebba var einnig mjög góður dansari og gaman var að sjá hana á liðnu sumri þar sem hún sveif um dansgólfið í Árgarði í rauðum jakka, eins og unglingsstúlka, með bros á vör og erfitt að ímynda sér að þar færi kona komin fast að áttræðu. Nú þegar komið er að leiðarlokum viljum við þakka Hebbu fyrir hve hún sýndi okkur, börnum okkar og fjölskyldum þeirra alltaf sanna vin- áttu, við fundum svo vel hvað við vorum innilega velkomin á Varma- læk. Missir fjölskyldunnar er mikill og það verður erfitt að fylla það skarð sem Hebba skilur eftir sig. Við send- um Bjössa, Lísu, Siggu, Gísla, Óla og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæra vinkona. Minn- ing þín mun lifa um ókomin ár. Hjörtur og Kristín (Didda). Nú hefur kvatt þetta jarðríki mik- il mannkostakona, Herdís Björns- dóttir á Varmalæk í Skagafirði, allt- af kölluð Hebba. Koma þá margar minningar upp í hugann. Undirritaður ólst upp á heimili hennar og Sveins föðurbróður míns frá barnæsku og fram á unglingsár. Ekki eru allir jafn heppnir og ég að hafa fengið að kynnast þessari perlu sem Hebba var. Reyndist hún mér sem móðir og síðar börnunum mín- um sem amma. Herdís var mjög sér- stök kona og algjör höfðingi heim að sækja. Hún var hreinskilin og sagði meiningu sína. Þeim sem þekktu hana lítið þótti stundum nóg um, því hún sagði við fólk það sem henni fannst. Það kom fyrir að hún stuðaði fólk sem þekkti hana lítið. Engan þekki ég þó sem kynntist Hebbu, sem persónu, sem hefði viljað fara á mis við þá viðkynningu. Hebba var ótrúleg á mörgum sviðum og nú eiga margir um sárt að binda, þá einkum börnin hennar og barnabörnin, sem hafa misst jafn- góðan vin og félaga og hún var þeim. Hebba var mikill gleðigjafi og tón- list, söngur og dans var það sem hún dáði mest, ásamt sinni stóru fjöl- skyldu. Söngurinn göfgar og glæðir – söngur er alheimsmál. Þessar hendingar eiga vel við þegar Hebbu er minnst, því hún var alveg einstaklega músíkölsk og lag- viss. Margir textar hverfa af þessu jarðríki með henni því hún kunni svo marga texta sem ekki voru til á prenti eða í textabókum. Oft þegar verið var að syngja kunni hún erindi sem enginn hafði áður heyrt og það var í raun hægt að fletta upp í henni eins og í bók. Ég held að það sé ekki ofsagt að það sé ekkert eldhús til á Íslandi þar sem hefur verið sungið jafnmikið, bæði raddað og óraddað. Þegar ver- ið var að skemmta sér í sveitinni var oft viðkvæðið: „Eigum við ekki að koma við á Varmalæk og syngja stund með Hebbu?“ Þá skipti engu máli hvort um unglinga eða full- orðna var að ræða og því síður hvort það var dagur eða nótt. Veit ég að margir sem upplifðu þetta minnast þessa og geyma þær góðu minning- ar nú með sér. Hebba þurfti ekki á áfengi að halda til að skemmta sér og öðrum og var ávallt hrókur alls fagnaðar þar sem hún var. Við sem eftir lifum eigum eftir að minnast þeirra gleðistunda sem þú veittir okkur í eldhúsinu á Varma- læk. Þótt þín sé sárt saknað, elsku Hebba mín, þá hafa áreiðanlega orð- ið fagnaðarfundir þegar þið hittust hinum megin þú og Sveinn eftir langan aðskilnað og örugglega tekið lagið saman. Samband ykkar var alltaf svo innilegt og umvafið ást, hlýleika, trausti og virðingu. Ég vil votta börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum mína dýpstu samúð. Kristján Ingi. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englarnir tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Okkur langar að minnast hennar Hebbu á Varmalæk sem alla okkar ævi hefur verið til staðar og skipað svo stóran sess. Í þorpinu okkar þar sem við ólumst upp voru allir eins og ein stór fjölskylda og engin landa- mæri. Við krakkarnir hlaupandi á milli bæja, takandi þátt í leikjum og störfum hvert annars. Í minning- unni var Varmilækur eins konar fé- lagsmiðstöð okkar krakkanna og þar var góður vettvangur til leikja bæði utan sem innan dyra. Alltaf sýndi Hebba áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og alltaf var hún tilbúin til skrafs og ráða- gerða. Þau mörk sem Hebba setti okkur voru óskráð lög í okkar huga og engum datt í hug að brjóta þau lög. Þegar liðið var á kvöld, Hebba kom út á tröppurnar og kallaði „krakkar, komið inn undireins“ þá datt engum til hugar að andmæla heldur fóru allir til síns heima. Þeg- ar á ballaldurinn var komið þótti sjálfsagt að koma við á Varmalæk bæði fyrir og eftir böll. Aldrei am- aðist Hebba við okkur, þessum há- væra krakkaskara, heldur tók þátt í gleði okkar og var eins og ein úr hópnum. Þegar heim var komið eftir gleðskap næturinnar beið okkar oft smurt brauð og aðrar kræsingar og oftar en ekki kom Hebba fram og tók þátt í söng og gleði okkar. Kyn- slóðabil hamlaði ekki samskiptum okkar í þorpinu. Þegar árin liðu og við stofnuðum fjölskyldur hélt Hebba áfram að fylgjast með högum okkar og sýna áhuga því sem við tókum okkur fyrir hendur. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið þegar rifjuð voru upp gömul bernskubrek eða sagðar nýjar skemmtisögur. Nú er komið að kveðjustund og viljum við þakka Hebbu allar góðu stundirnar. Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið dátt, hent að mörgu gaman. Úti um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. Bænum mínum heima hjá Hlíðarbrekku undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku Lísa, Bjössi, Gísli, Sigga og Óli. Við vottum ykkur og fjölskyld- um ykkar innilega samúð. Þormar, Svavar, Sigríður, Guðbjörg og Helga frá Laugarbökkum. „Nú er söngurinn hljóður og horf- inn.“ Þessar ljóðlínur komu upp í hugann er ég heyrði lát vinkonu minnar Herdísar Björnsdóttur á Varmalæk, sem ég leyfi mér að kalla Hebbu. Hugurinn leitar 50 ár aftur í tímann, þegar Hebba og Sveinn fluttu að Varmalæk, sem þau keyptu af Gunnari bróður Sveins, er hann flutti til Reykjavíkur. Sveinn var þá mjólkurbílstjóri í Akrahreppi og hafði einnig stofnað til búrekstrar á bæjum í nágrenni Varmalækjar. Það var ekki stórt Varmalækjar- húsið á þessum árum, aðeins suður- hluti þess sem nú er. En í huganum er litla eldhúsið á Varmalæk höll og félagsheimili vina og sveitunga, sem gestrisni nutu. Einlæg glaðværð HERDÍS BJÖRNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.