Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
Mundu
eftir ostinum
AUKIN jarðakaup fjársterkra aðila víðs vegar
um landið hafa meðal annars þau áhrif að hefð-
bundinn búskapur leggst af í meira mæli en
ella, sveitarfélög og ríki verða af tekjum og verð
jarðanna er orðið það hátt að þeir sem vilja
kaupa þær til hefðbundins búskapar geta engan
veginn boðið í þær. Þetta gæti haft áhrif á
byggðaþróun sem og nýliðun í landbúnaði.
Þetta segir Jón Benediktsson, bóndi og for-
maður Veiðifélags Laxár og Krákár. Hann segir
gríðarlega ásókn vera í bújarðir á Íslandi, sér-
staklega hlunnindajarðir. Jarðirnar sem um
ræðir séu bæði eyðijarðir sem og jarðir í bú-
skap sem dæmi séu um að leggist þá af við
kaupin. Nýju eigendurnir, sem séu fjársterkir
aðilar, búi margir hverjir aðeins hluta úr ári á
jörðum sínum og því ekki með lögheimili sitt
skráð þar. Þannig verður sveitarfélagið af
tekjum.
Jón segir fjársterka aðila, jafnt einstaklinga
sem lögaðila, standa að baki jarðakaupunum og
dæmi séu um að þeir safni jörðum, hafi jafnvel
eignast um tug jarða og ásælist fleiri.
Auglýsti eftir jörð til rjúpnaveiða
Á Búnaðarþingi sem lauk í gær var samþykkt
tillaga þess efnis að Bændasamtök Íslands
kanni stöðuna og hvaða hagrænu áhrif uppkaup
jarða geti haft á íslenskan landbúnað.
Jón segir ásóknina fyrst og fremst vera í
jarðir sem eigi veiðihlunnindi en einnig ásælist
margir jarðir til hrossabúskapar eða skógrækt-
ar. „Þetta gengur svo langt að núna fyrir viku
síðan var auglýst eftir jörð til rjúpnaveiða,“ tek-
ur Jón sem dæmi. „Þannig er nú komið að það
er nánast gengið á eftir hverjum einasta manni
sem á jarðnæði eða hluta úr [hlunninda]jörð.“
Þá segir Jón að þeir sem séu með búrekstur á
jörðum sínum séu algjörlega ósamkeppnisfærir
við þá sem engan rekstur hafa á hlunnindajörð
sinni. Þeir fyrrnefndu verði að greiða tekju-
skatt af hlunnindatekjunum en þeir síðarnefndu
greiði aðeins 10% fjármagnstekjuskatt. „Þarna
er skattaleg mismunun sem gerir það að verk-
um að við höfum ekki minnstu samkeppnis-
möguleika um að kaupa þessar jarðir og bjóða á
móti þessum mönnum,“ segir Jón.
Ásókn auðmanna í bú-
jarðir hefur víðtæk áhrif
Fjársterkir aðilar safna
hlunnindajörðum
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Nánast | 4
MIKIÐ var um dýrðir í Iðnó við
Tjarnarbakkann í gærkvöldi þegar
útskriftarnemendur Menntaskólans
í Reykjavík héldu sitt árlega fiðlu-
ball. Stúlkur í síðkjólum og piltar í
kjólfötum dönsuðu um salinn við
undirleik strengjakvartetts og
skein gleðin úr hverju andliti. Upp-
haf ballsins er rakið til 19. aldar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stiginn
dans á fiðlu-
balli MR
FJÁRHAGSLEG staða íslenska rík-
isins er mjög sterk og erlendar
skuldir ríkisins ekki miklar. Þess
vegna heldur greiningardeild Mer-
rill Lynch því fram í skýrslu sinni um
íslenska bankakerfið að íslenska rík-
ið hafi nægar bjargir til að koma
hlutum í samt lag í bankakerfinu,
jafnvel þótt alvarleg kreppa skelli á í
bankakerfinu.
Í skýrslunni er bent á það mat
Standard & Poor’s að við verstu að-
stæður gæti fjármálakerfið lent í
vandræðum með 15–30% af innlend-
um eignum sínum. Það svari til 21–
51% af þjóðarframleiðslu ársins
2004. Þrátt fyrir að slík kreppa þýddi
líklega að lánveitendur bankanna
þyrftu að þola raunir, og jafnvel
þyrftu hluthafar að þola niðurskrift
hlutafjár, væri staða ríkissjóðs nægi-
lega sterk til að ríkið gæti komið
bönkunum til bjargar.
Íslandsbanki í bestri stöðu
Greiningardeild Merrill Lynch
ráðleggur fjárfestum í skýrslunni að
undirvigta skuldabréf viðskipta-
bankanna þriggja; KB banka,
Landsbanka og Íslandsbanka, en Ís-
landsbanki er talinn í bestu stöðunni.
„Við teljum að markaðurinn hafi í
stórum dráttum rétt fyrir sér með
því að gera kröfu um lægra áhættu-
álag til Íslandsbanka sem skuldara
heldur en Landsbanka og Kaup-
þings. Enda þótt þeir síðastnefndu
hafi skotið fleiri stoðum undir rekst-
ur sinn með þokkalegum árangri
mótast tekjumyndun þeirra enn
mikið af gengishagnaði af hlutabréf-
um. Tekjur Íslandsbanka virðast
eiga rót sína að rekja til þátta sem
eru varanlegri,“ segir m.a. í skýrslu
Merrill Lynch um samanburð á
bönkunum þremur.
Ríkið
talið geta
bjargað
málum
Skýrsla Merrill | Miðopna
BAUGUR Group hefur þegar fengið
85% af fjárfestingu sinni í Magasin
du Nord til baka, en Baugur keypti
fyrirtækið árið 2004. Kom þetta
fram á fundi fríðindaklúbbs danska
blaðsins Børsen, Børsen Executive
Club, sem haldinn var í gær. Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, segir að kaup fyrirtækisins á
Magasin du Nord í Kaupmannahöfn
hafi verið prýðistækifæri sem gefið
hafi vel af sér.
Á fundinum sögðu þeir Jón Ás-
geir, Hannes Smárason, forstjóri FL
Group, og Ágúst Guðmundsson,
stjórnarformaður Bakkavarar, að
engar töfraformúlur lægju að baki
velgengni fyrirtækjanna, heldur
mikil vinna og greining tækifæra.
Óviðeigandi
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, gagnrýndi í máli sínu
skýrslu Merril Lynch um íslenska
fjármálakerfið og sagði óviðeigandi
af skýrsluhöfundum að gera mikinn
vöxt íslenskra banka tortryggilegan
með því að benda á að umsvif þeirra
séu orðin meiri en íslenska ríkisins.
„Þetta þarf að setja í samhengi við
það hve stór hluti af starfsemi bank-
anna á sér stað utan Íslands í dag.“
Bjarni sagði orðið innrás kannski
ekki rétta orðið yfir aukin umsvif Ís-
lendinga í Danmörku. „En ef um inn-
rás er að ræða er það örugglega
vinalegasta innrás sögunnar.“ | 15
Hefur
fengið 85%
af fjárfest-
ingunni
„LOKSINS, loksins erum við hér
við undirskrift þessa stóra verk-
efnis sem mjög margir hafa beðið
lengi eftir, sumir jafnvel áratug-
um saman,“ sagði Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri þegar
samningur milli Portus-hópsins
og Austurhafnar-TR ehf. um
byggingu tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar í Reykjavík var
undirritaður við hátíðlega athöfn í
Ráðherrabústaðnum í gær.
„Þetta er merkilegur dagur,
sem er í raun einn af þessum
mósaíksteinum sem við þurfum á
að halda til þess að móta og
skapa mikilvægasta mósaíkverkið
fyrir lista- og menningarlíf lands-
ins, sem er að sjálfsögðu tónlist-
arhúsið sem við ætlum að sjá rísa
haustið 2009,“ sagði Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra.
„Það eru nýir tímar fram und-
an,“ sagði Björgólfur Guðmunds-
son, stjórnarformaður Portus hf.,
og tók fram að með samningnum
sem verið væri að undirrita væri
jafnframt verið að blása nýju lífi í
miðborgina. Gert er ráð fyrir að
bygging tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar taki þrjú ár.
Síðar í þessum mánuði verður
hafist handa við að rífa þau
mannvirki sem fyrir eru á lóðinni
við Austurhöfn og standa vonir
manna til þess að hægt verði að
taka fyrstu skóflustunguna innan
nokkurra vikna. Stefnt er að því
að starfsemi hefjist í húsinu
haustið 2009 og að hótelið verði
opnað á sama tíma.
Mikil kátína ríkti í Ráð-
herrabústaðnum í gær þegar
skrifað var undir samninginn.
Meðal þeirra sem undirrituðu
hann voru Björgólfur Guðmunds-
son, Steinunn Valdís Óskarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir. | 6
Morgunblaðið/ÞÖK
Tónlistarhúsið í höfn