Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurHelgi Jónasson,
framkvæmdastjóri í
Reykjavík, fæddist í
Hafnarfirði hinn 15.
júlí 1933. Hann lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
hinn 2. mars 2006.
Guðmundur var
sonur hjónanna Jón-
asar Sveinssonar,
framkvæmdastjóra í
Hafnarfirði, oftast
kenndan við tré-
smiðjuna Dverg, f.
30. júní 1903, d. 8. október 1967, og
Guðrúnar Jónsdóttur frá Árnesi í
Valþjófsdal í Mosvallahreppi í V-
Ísafjarðarsýslu, f. 30. mars 1903, d.
12. nóvember 1985. Guðmundur
var fjórði í röð sex systkina. Hin
eru Sveinn f. 15. júní 1925, d. 28.
janúar 1974, Jón Aðalsteinn f. 18.
nóvember 1926, Kristín Sigurós
(Rósa) f. 3. maí 1930, Erling Garð-
ar f. 24. júní 1935 og Guðrún
Marsibil (Maja) f. 5. maí 1939.
Dóttir Guðmundar og Jóhönnu
Hálfdánardóttur frá Ísafirði er
Guðbjörg, f. 5. júní 1956, búsett í
Noregi. Guðmundur hóf sambúð
með Sigrúnu Hjaltested árið 1956
og kvæntist henni. Guðmundur og
Sigrún slitu samvistum árið 1975.
Saman eiga þau fimm börn. Þau
eru: 1) Pétur, f. 11. apríl 1957,
hjá Trípólíbíói. Það var árið 1954
en síðar tók Guðmundur við
rekstri bíósins af Erni Clausen.
Síðar varð hann framkvæmda-
stjóri Tónabíós eftir að hafa séð
um byggingu hússins í Skipholti
fyrir Tónlistarfélag Reykjavíkur.
Húsið var byggt fyrir tilstuðlan
Ólafs Þorgrímssonar lögfræðings,
Björns Jónssonar kaupmanns og
Ragnars í Smára, en þeir voru
stjórnarmenn í Tónlistarfélaginu á
þessum tíma. Frá árinu 1975 vann
hann bókhaldsstörf hjá bróður sín-
um, Jóni Aðalsteini í Sportvali á
Hlemmi, þekktustu sportvöru-
verslun landsins á þeim tíma. Þar
vann hann fram til 1983 eða til þess
tíma að hún var seld. Önnur störf
Guðmundar, eftir að hann hætti í
Sportvali, voru m.a. verslunar-
rekstur og bókhald hjá Skíðaskál-
anum í Hveradal. Guðmundur
starfaði sín síðustu starfsár hjá
Rafveitu Hafnarfjarðar, síðar
Hitaveitu Suðurnesja. Hann lét þar
af störfum fyrir rúmum tveim ár-
um.
Guðmundur var í sambúð með
Kolbrúnu Carlsen, f. 21. ágúst
1941, d. 3. maí 2003, frá árinu
1979. Þau bjuggu sín síðustu sam-
búðarár að Grænuhlíð 15 í Reykja-
vík. Kolbrún átti fjögur börn af
fyrra hjónabandi og tók Guðmund-
ur yngsta barn hennar, Jóhönnu, f.
5. apríl 1974, í fóstur. Eftir andlát
Kolbrúnar fluttist Guðmundur í
Suðurhóla 18, þar sem hann bjó til
dauðadags.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
kvæntur Guðrúnu
Bachmann, f. á Ísa-
firði 19. mars 1953.
Börn þeirra eru
Birna Rún f. 7. ágúst
1981 og Sigrún Helga
f. 29. mars 1983. 2)
Rúna, f. 6. ágúst
1958, gift Heimi
Karlssyni, f. 18. mars
1961. Dætur þeirra
eru Thelma Rún, f. 7.
júní 1992, og Alex-
andra, f. 25. nóvem-
ber 1994. Sonur Rúnu
af fyrra hjónabandi
er Guðmundur Magni Ágústsson, f.
3. september 1975. 3) Bragi, f. 26.
mars 1962, kvæntur Hjördísi Sæv-
arsdóttur, f. 6. júní 1964. Börn
þeirra eru Sævar Helgi, f. 17. apríl
1984, Arnar Ingi, f. 11. september
1986 og Karen Ýr, f. 29. nóvember
1992. 4) Snævarr, f. 28. október
1963, kvæntur Brynhildi Kristins-
dóttur, f. 14. apríl 1966. Börn
þeirra eru Fjóla Ösp, f. 12. ágúst
1993 og Birkir Fannar, f. 8. júlí
1995. 5) Snorri, f. 28. október 1963,
kvæntur Lindu Guðmundsson, f. 1.
október 1961. Dóttir hans og Ingi-
leifar Jóhannesdóttur, f. 3. janúar
1966, er Viktoría Mjöll f. 23. febr-
úar 1994.
Guðmundur ólst upp í Mjósundi
15 í Hafnarfirði. Eftir nám í Versl-
unarskóla Íslands hóf hann störf
Í dag kveð ég ástkæran föður
minn, manninn sem gaf mér lífið
sem ég hef fengið að lifa, hann var
maðurinn sem var mín fyrirmynd,
hann var maðurinn sem kenndi mér,
hann var maðurinn sem gaf mér
leiðarljósið og kenndi mér að greina
á milli þess sem er rétt og rangt,
hann var maðurinn sem sýndi mér
muninn á góðu og illu, hann var
maðurinn sem hvatti mig áfram,
hann var maðurinn sem gaf mér
trúna, hann var maðurinn sem
hjálpaði mér og hann var maðurinn
sem ég reyndi að líkjast.
Á þessari stundu þegar kveðju-
stundin er runnin upp, veltir maður
fyrir sér því lífshlaupi sem ástkær
faðir minn hefur gengið í gegnum,
ekki verður sagt að hann hafi gengið
þrautalaust sitt æviskeið. Hann var
á margan hátt stórbrotinn maður,
hann var mikið góðmenni og gjaf-
mildi hans var mikið. Hann var mað-
ur friðarins og alltaf var hann tilbú-
inn til að veita öðrum hjálp. Hann
var alltaf tilbúinn til að fyrirgefa.
Hann hafði sterkar skoðanir á hin-
um ýmsu málum, en hann var alltaf
mjög raunsær og átti sérlega auð-
velt með að greina aðalatriðin frá
aukaatriðunum. Hann var mikill
talsmaður fyrir bættum kjörum
þeirra sem minna máttu sín og oft
var honum misboðið þau aumu kjör
sem eldra fólki eru skömmtuð.
Í minningunni sem varðveitist í
huga mínum, mun ég alltaf hafa í
huga þau gildi sem hann hélt í
heiðri, það er að vera heiðarlegur,
sanngjarn og bera virðingu fyrir
skoðunum annarra, vera alltaf tilbú-
inn til að hjálpa þeim er þurfa á
hjálp að halda. Hann gerði aldrei
miklar kröfur sér til handa, ekkert
gladdi hann meir en þegar hann gat
hjálpað einhverjum eða fært gjafir.
Í hvert skipti sem einhver sem hon-
um þótti vænt um skipti um húsnæði
var hann alltaf fyrsti maður til að
hjálpa. Snyrtimennska hans var
með eindæmum, áhugi hans á bílum
var mikill og ekki var áhugi hans á
kvikmyndum minni. Skipulag og
regla var eitt af hans aðalsmerkjum,
hann frestaði aldrei að gera þá hluti
sem hann gat gert í dag til morguns.
Aldrei kvartaði hann, þó svo að
hart væri að honum gengið, bæði af
sjúkdómum og mönnum. Sjúkdóm-
arnir sem hann þurfti að bera, eins
og sykursýkin og krabbameinið í
ristlinum voru smámunir miðað við
þau djúpu sár sem honum voru veitt
með svikum þeirra sem honum þótti
vænt um, eða bar traust til. Eftir
fráfall sambýliskonu sinnar, voru
honum veitt sár sem aldrei náðu að
gróa, honum þótti skrýtið og gat
ekki auðveldlega skilið að þeir sem
hann hafði unnað, veitt hjálp og gef-
ið vinskap sneru við honum baki
þegar hann þurfti sjálfur á hjálp að
halda.
Ég velti því oft fyrir mér hvernig
á því standi að sumum er ætlað að
bera miklu þyngri byrðar en öðrum,
kannski er það vegna þess að styrk-
ur þeirra er meiri heldur en ann-
arra. Ástkær faðir minn kvartaði
aldrei heldur brosti hann oftast í
gegnum tárin.
Núna þegar ástkær faðir minn
hefur hafið gönguna miklu til hins
eilífa lífs, vil ég þakka honum þá
miklu gjöf sem hann gaf mér í gegn-
um þau ár sem við fengum að njóta
samvista saman, hann var alltaf
tilbúinn, alltaf gat hann fyrirgefið,
alltaf vildi hann hjálpa, hann var
alltaf tilbúinn til að gefa, en stærsta
gjöfin sem hann gaf var að lifa með
okkur og veita okkur, sem honum
þótti vænst um, frelsi og svigrúm til
að læra að bjarga okkur á eigin for-
sendum.
Elsku pabbi, söknuður minn er
mikill, fráfall þitt var mikið högg, ég
trúði ekki að svona gæti farið, það
var svo ótal margt sem var ógert og
mikið ósagt, ég er aumur, sár,
beygður og vonsvikinn yfir brottför
þinni, þú áttir skilið svo miklu meira
og betra, ég hefði gjarnan viljað vita
meira, en þú varst maður sem vildir
gefa og gafst ríkulega en þú varst
ekki eins viljugur að þiggja.
Góður Guð, varðveittu sálu hans
og blessaðu arfleifð hans, veittu af-
komendum hans styrk til að afbera
fráfall hans. Megi minningin um
góðan mann lifa.
Þinn sonur,
Pétur Guðmundsson.
Elsku pabbi, það er með þungu
hjarta sem ég skrifa þessi orð, sökn-
uðurinn er svo mikill. Dauði þinn var
óvæntur, því við vorum öll svo bjart-
sýn yfir að þér myndi takast að ná
þér, að maður er engan veginn undir
það búinn að setjast niður til að
skrifa hinstu kveðju.
Hvað getur maður sagt þegar
maður missir pabba sinn? Það eru
margar minningar sem skjóta upp
kollinum þegar maður verður fyrir
ástvinamissi og margar sem maður
hafði gleymt. Þú varst einstaklega
góður maður, greiðvikinn og gjaf-
mildur með eindæmum, alltaf tilbú-
inn að aðstoða alla þegar á þurfti að
halda. Heimili þitt var mjög fallegt
og svo sérstaklega snyrtilegt að við
stríddum þér stundum á því. Þú
hafðir mjög ríka réttlætiskennd og
sterkar skoðanir á ranglætinu í
þjóðfélaginu og hafðir þann einstaka
hæfileika að geta komist beint að
kjarna málsins. Urðu því oft heitar
og fjörlegar umræður, sem við eig-
um eftir að sakna.
Mér er það efst í huga núna
hversu erfið síðustu árin reyndust
þér og hvað ég vildi að ég hefði getað
gert meira til að gera þér lífið létt-
bærara. Þegar sambýliskona þín
lést fékkstu ekki tíma til að syrgja
og ná þér eftir þau áföll sem fylgdu
dauða hennar, því nú varðstu að auki
að kljást við aðstandendur hennar,
jafnvel þau sem þú hafðir tekið að
þér og alið upp, sem sýndu svo lít-
ilmannlega framkomu að maður er
enn agndofa. Þetta tók af þér mikinn
toll og ég er þess fullviss að þessir
erfiðleikar áttu sinn þátt í að heilsu
þinni hrakaði mjög. Sem betur fer
áttirðu sjálfur fimm börn sem elsk-
uðu þig og komu þér til aðstoðar
þegar þú þurftir þess með. En nú er
þessari baráttu lokið.
Draumanna höfgi dvín,
dagur í austri skín,
vekur mig, lífi vefur
mjúka mildingshöndin þín.
Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leiðir mig, langa vegu
mjúka mildingshöndin þín.
Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig,
svefni værum,
mjúka mildingshöndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir.)
Elsku pabbi, hvíldu í friði, kveðja
frá Magna og fjölskyldu, Thelmu
Rún og Alexöndru Aldísi.
Þín dóttir,
Rúna.
Mig langar með fátæklegum orð-
um að minnast pabba míns sem fall-
inn er frá eftir stutta en erfiða
sjúkrahúslegu. Við fráfall hans hef-
ur myndast tómarúm sem verður
auðvitað aldrei fyllt en minning um
góðan mann mun fylgja manni sem
eftir er. Þegar maður er vanur að
hafa foreldra sína til staðar metur
maður seint verðleika þeirra sem
einstaklinga og vina. Oftar heyrir
maður það í tali utanaðkomandi
hvaða kostum foreldrar manns eru
búnir. Þannig var það með pabba,
hann var rómuð gæðasál og mikils
metið góðmenni. Við Snorri áttum
eftirminnilegar gæðastundir með
honum þegar hann ók okkur í sum-
arbústað á Snæfellsnesi, þegar við
vorum innan við fermingu, og höfum
við oft minnst þeirrar ferðar.
Pabbi tilheyrði þeirri persónu-
gerð sem vill hafa hlutina í röð og
reglu. Það fór ekki á milli mála á
heimili hans eða bílum sem ætíð
voru stífbónaðir og fagurgljáðir.
Hér áður fyrr gat hann verið skraf-
hreifinn og skoðanafastur og ekki er
annað hægt en að dást að þraut-
seigjunni gagnvart sykursýkinni
sem hann þurfti að lifa með síðustu
áratugina. Hann ann barnabörnun-
um sínum mikils en óskandi hefði
verið að samverustundir þeirra
hefðu orðið fleiri en raun bar vitni
síðustu ár.
Pabbi gat komið manni á óvart og
séð kímnina við marga hluti. Fyrir
mörgum árum ákvað ég að taka að
mér dagsverkefni á Höfn í Horna-
firði en vegna tímaskorts ætlaði ég
að aka austur, vinna verkið og fara
samdægurs í bæinn að því loknu. Ég
hafði væntanlega för í tali við pabba
og til óvæntrar ánægju langaði hann
að koma með. Hann tók ekki annað í
mál en að keyra austur á fína gljá-
bónaða BMW-inum sínum en öku-
tækið mitt þótti honum vera frá-
hrindandi ryðdallur sem engan
veginn mætti treysta. Eldsnemma
daginn eftir ókum við austur á Höfn.
Þar vann ég mitt verk en hann skoð-
aði sig um og síðdegis héldum við
heimleiðis. Skömmu eftir að við vor-
um komnir út fyrir Höfn laumaði
hann að mér raddbandaolíu í pela og
bauð úr. Þetta var í fyrsta og eina
skiptið sem hann bauð mér slíkt.
Auðvitað bragðaði hann ekki sjálfur
á henni enda ökumaðurinn en þar
sem ég var farþegi þá staupaði ég
mig af og til á leiðinni heim og gerð-
ist sífellt málglaðari eftir því sem
raddböndin mýktust. Þetta varð
auðvitað ósköp ljúf heimför og svei
mér þá ef ég var ekki búinn að
bjarga heimsmálunum tvisvar eða
þrisvar sinnum áður en við komum á
Selfoss um miðnæturbil. Hins vegar
hafði hann á orði eftir á að ef hann
hefði vitað um málæðið sem fylgdi í
kjölfarið þá hefði hann að sönnu
aldrei gert það.
Pabbi minn var frekar dulur mað-
ur og raunar of fámáll um líðan sína
ekki síst hin síðari ár sem voru hon-
um þung og erfið af ýmsum ástæð-
um. Þess í stað hélt hann sér til hlið-
ar og vildi ekki berast á. Fas hans
bauð honum ekki að bera tilfinning-
ar sínar á torg né óska eftir aðstoð
að fyrra bragði nema þá að hann hafi
notað einhvers konar táknmál sem
reyndist manni of erfitt að skilja. Því
honum þótti vænt um fólk og að
hitta það. Hann hafði það á orði að
ekkert væri mikilvægara í lífinu en
börnin og heilsan.
Ég mun hafa það sem veganesti til
framtíðar.
Ég hefði viljað hafa samveru-
stundirnar margfalt fleiri en raunin
varð. Hans mun ég minnast af mik-
illi virðingu og hlýju.
Hver sinnir því, sem út með fjörum fer,
þó flæði yfir gamalt flæðisker?
Og oft er myrkrið mest í kringum þann,
sem mælir fæst, en dýpst og heitast ann.
Hans þögn er ljóð um það sem eitt sinn
var,
um þráðan gest, sem hæst af öllum bar,
og margoft kom í morgunroða inn
og mælti blítt við einkavininn sinn.
Það minnast fáir manns, sem hvergi fer
og myrkrið einn á herðum sínum ber.
(Davíð Stefánsson.)
Snævarr Guðmundsson.
Elsku pabbi, nú er komið að því að
kveðja þig. Það nístir hjarta mitt að
kveðja þig, ég vildi hafa þig hjá mér
svo miklu lengur. Ég var búin að
hafa þig í næstum 30 ár og ég hafði
þig lengur en mömmu. Ég er svo
þakklát fyrir að þú hugsaðir svona
vel um mig og þú kenndir mér svo
margt. Þú kenndir mér að reyna að
fara skammlaust í gegnum lífið og
að það er betra að hafa þolinmæði og
kærleik heldur en reiði og biturð. Að
lífið er ekki auðvelt en það er hægt
að sjá birtu og gleði í svo mörgu. Þú
horfðir á mig með þínum fallegu
brúnu augum og mér fannst ég vera
mikilvæg og líka partur af þér. Þú
varst ekki sá sem bjóst líkama minn
til en þú bjóst minn persónuleika til,
þú og mamma. Þið kennduð mér að
tala, hjóla, læra og takast á við erf-
iðleika. Þið kennduð mér að ala upp
barn og voruð svo stór hluti í lífi
okkar. Við Edward komum til ykkar
á hverjum degi í mörg ár og þið
leyfðuð honum að gista svo mikið hjá
ykkur. Þið töluðuð um Edward sem
strákinn okkar, við áttum hann sam-
an. Hann er svo heppinn að hafa
kynnst þér svona vel, hann elskaði
þig svo mikið. Thomas Fróði er ekki
alveg sáttur við að sjá þig ekki meir,
Sebastian Aaron skilur þetta ekki,
en þeir vita að nú ert þú orðinn eng-
ill með ömmu Kollu. Við sögðum þér
oft hvað við elskuðum þig mikið og í
dag er ég svo ánægð með að þú hafir
vitað það. Ég man eftir því þegar við
tvö fórum með Sebastian í sjúkra-
þjálfun og þú hélst á litla afa strákn-
um og sjúkraþjálfarinn sagði að
hann væri með augun þín. Við litum
hvort á annað og hlógum og sögðum
já þetta hoppar oft yfir kynslóð. Það
tók svo á þig að sjá Sebastian inná
vökudeild. Mikill fyrirburi og mikið
af tækjum og tólum fast við hann.
Og þú varst svo ánægður þegar
hann komst loksins heim eftir rúm-
lega 4. mánaða dvöl þar inni. Þá gat
hann fengið almennilegt afa knús.
Þér þótti svo vænt um afa börnin
þín. Þér fannst þetta svo falleg og
góð börn.
Í dag er í fyrsta skipti sem ég fer í
jarðarför hjá fjölskyldumeðlimi og
hef ekki öxlina þína til að halla mér
að, ég veit ekki hvernig ég á að geta
staðið upprétt og fúnkerað án þín,
þú varst mér allt elsku pabbi minn.
Þegar ég verð sorgmædd og sakna
þín reyni ég að hugsa að nú sértu bú-
inn að hitta ástina þína sem þú
misstir svo skyndilega í maí 2002.
Þú saknaðir hennar svo mikið og tal-
aðir mikið um hana. Stundum hjálp-
ar það en stundum verð ég sjálfselsk
og vil frekar hafa þig hjá mér.
En ég er svo þakklát að hafa geta
kvatt þig og talað við þig áður en þú
fórst í aðgerðina, þú sagðir að það
væri möguleiki að þú hefðir þetta
ekki af og að ég yrði að passa Edda
þinn vel og vera roslega góð við
hann. Hann á svo erfitt núna litla
skinnið. En hann á svo mikið af góð-
um og fallegum minningum um þig
sem hann varðveitir í hjarta sínu.
Svo kemur hann til með að minna
bræður sína á hvað þeir áttu ynd-
islegan og góðan afa sem passar
uppá þá.
Elsku pabbi ég þakka þér fyrir að
leyfa mér að kalla þig pabba og fyrir
að elska mig og börnin mín. Ég kem
svo og hitti ykkur mömmu þegar
minn tími kemur, en þangað til segi
ég: Hvíl í friði pabbi minn, ég elska
þig.
Þín dóttir
Jóhanna Iðunn.
Það eru núna næstum 30 ár síðan
leiðir okkar lágu saman, það var
GUÐMUNDUR
HELGI JÓNASSON
Kæri afi, nú er komið að
kveðjustund. Ég þakka þér
fyrir allar þær stundir og
minningar sem við deildum í
gegnum súrt og sætt við
gengum. Og við bíltúr okkur
stundum fengum. Ég vildi
að þú gætir hjá mér lengur
dvalið, því þú varst happa-
fengur. En nú er ég dreginn
niður en ég veit að þú biður
um eilíft líf hjá ömmu, þú
studdir mig og mömmu, og
strax við fundum ást er við
líf okkar saman bundum.
Ég elska þig, þinn
Edward Ingi.
Elsku afi Guðmundur.
Þú varst alltaf svo góður
við okkur og við vildum allt-
af hitta þig og vera með
þér. Stundum komstu með
ís eða McDonalds handa
okkur og oft komstu að
sækja okkur á leikskólann.
Við eigum eftir að sakna þín
rosalega mikið.
Þínir afastrákar,
Thomas Fróði og
Sebastian Aaron.
HINSTA KVEÐJA