Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍSLANDSBANKI hafði umsjón
með og sölutryggði, ásamt HBOS,
tvöfalda fjárfestingu Duke Street
Capital (DSC) og Food Investment
Group á tveimur fyrirtækjum, þeim
Buckingham Foods og Thomas Food
Group (TGF). Við kaupin eignaðist
Íslandsbanki minnihlutaeign í sam-
stæðunni sem myndaðist við fjárfest-
inguna.
Það var Skuldsett fjármögnun
innan Fjárfestinga- og alþjóðasviðs
Íslandsbanka sem sá um verkefnið af
hálfu Íslandsbanka, en kaupin voru í
ört vaxandi hluta matvælamarkaðar-
ins sem kalla mætti „keypt og snætt“
(„Food to Go“). Í fréttatilkynningu
segir að fyrirtækin sem keypt voru
framleiði bæði hágæðamatvöru, en
reyndar fyrir mismunandi hópa við-
skiptavina. Buckingham Foods er
einn stærsti framleiðandi samloka í
neytendapakkningum í Bretlandi og
framleiðir um 1,1 milljón samloka í
hverri viku.
TGF framleiðir bökur af ýmsu tagi
og segir í tilkynningunni að fyrir-
tækið sé þekkt á markaðnum fyrir þá
tækni sem það beitir við að baka bök-
ur sínar ófylltar og að með öflugri
vöruþróun hafi fyrirtækinu tekist að
njóta góðs afraksturs af mikilli eft-
irspurn og vaxandi framleiðslu.
Bill Hazeldean, forstjóri DSC,
verður stjórnarformaður í báðum fé-
lögum. Nigel Hunter mun starfa
áfram sem framkvæmdastjóri Buck-
ingham Foods, en TFG verður áfram
undir stjórn Cameron Brown.
Stjórnarteymið hefur einnig fjárfest
persónulega í hinu sameiginlega fyr-
irtæki og munu stjórnendur þess
þannig eiga talsverða minnihluta-
hagsmuni af framgangi félagsins.
Íslandsbanki fjár-
magnar í Bretlandi
TÍMARITIÐ Forbes hefur birt nýj-
an lista yfir ríkustu menn heims
og þar lendir Björgólfur Thor
Björgólfsson í 350. sæti ásamt sex
öðrum. Að mati Forbes eru eignir
Björgólfs Thors metnar á 2,2 millj-
arða dala, jafnvirði um 152 millj-
arða íslenskra króna. Greint var
frá þessu á fréttavef Morgunblaðs-
ins í gærkvöldi.
Á síðasta ári var Björgólfur í
488. sæti á lista Forbes og eignir
hans voru metnar á 1,4 millarða
dala, um 83 milljarða króna. Í
kynningu Forbes er hann sagði
eini milljarðamæringu Íslands.
Alls bættust 102 milljarðamær-
ingar, metnir í Bandaríkjadölum,
við á lista blaðsins og eru þeir nú
793 talsins. Samanlagðar eignir
þeirra námu 2,6 billjónum dala,
jafnvirði 180 billjónum króna og
jukust um 18% milli ára.
Bill Gates, stofnandi Microsoft,
er ríkasti maður heims 12. árið í
röð. Auðæfi hans hafa aukist milli
ára og eru metin á 50 milljarða
dala. Bandaríski kaupsýslumað-
urinn Warren Buffett, stjórn-
arformaður Berkshire Hathaway
Inc., er áfram í 2. sæti en eignir
hans minnkuðu um 2 milljónir
dala og eru metnar á 42 millarða
dala.
Þrír duttu af listanum yfir 10
ríkustu menn heims. Það eru Þjóð-
verjinn Karl Albrecht, Lawrence
Ellison, stjórnarformaður Oracle,
og S. Robson Walton, stjórn-
arformaður Wal-Mart.
Björgólfur Thor talinn
350. ríkasti maður í heimi
Björgólfur Thor Björgólfsson
Fjárfestingar íslenskra fyr-irtækja í Danmörku hafaverið mikið umtalaðar ídönskum fjölmiðlum
undanfarnar vikur og mánuði. Svo
mikið að Danir eru farnir að tala um
„íslensku innrásina“. Til að varpa
ljósi á íslenskar fjárfestingar, þá Ís-
lendinga sem fjárfesta og á hvaða
grunni velgengni íslenska hagkerf-
isins er byggð, stóð „Børsen Ex-
ecutive Club“ fyrir ráðstefnu í Tív-
olí í gær undir yfirskriftinni
„Íslenska innrásin“. Íslendingar
viðskiptalífsins eru þar með komnir
í hóp heimsfrægra manna eins og
Bono, Colin Powell og Steve Forbes
sem tala fyrir klúbbinn á þessu
misseri.
Töluverður áhugi ríkti fyrir ráð-
stefnunni, sérstaklega vegna þeirr-
ar gengislækkunar sem átti sér stað
á miðvikudag í kjölfar skýrslu verð-
bréfafyrirtækisins Merrill Lynch.
Skýrslan hefur í dönskum fjöl-
miðlum verið túlkuð sem hörð gagn-
rýni á íslenskt hagkerfi og enn eitt
merki þess að útrás íslenskra banka
og fyrirtækja sé byggð á mjög veik-
um grunni. Af umfjöllun í dönskum
fjölmiðlum um íslenskar fjárfest-
ingar undanfarið má draga þá
ályktun að Dönum virðist ekki
standa á sama um svo umfangs-
miklar fjárfestingar frá litla eyrík-
inu Íslandi.
Íslenskir bankar stuðlað
að aukinni samkeppni
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, tók undir með dönskum
fjölmiðlum og sagði að nú væru
spennandi tímar í viðskiptalífinu á
Íslandi. Það væri hins vegar hvorki
rétt að Íslendingar ætluðu að sigra
Evrópu, né að hagkerfið væri í þann
mund að brotlenda. Íslendingar
vildu einfaldlega stunda viðskipti í
Evrópu. Bjarni kvaðst ekki vera
viss um að „innrás“ væri rétta orðið
yfir aukin umsvif Íslendinga: „En ef
um innrás er að ræða er það örugg-
lega vinalegasta innrás sögunnar,
sem þar að auki gagnast flestum.
Innkoma íslenskra banka í Dan-
mörku hefur til dæmis aukið sam-
keppni á dönskum bankamarkaði,“
sagði Bjarni. Hann útskýrði jafn-
framt hvað hefði gert það að verk-
um í sínum huga að íslensk fyr-
irtæki væru nú að sækja í auknum
mæli á erlenda markaði. Í fyrsta
lagi hefðu fjármagnsmarkaðir verið
gefnir frjálsir sem hefði virkjað
frumkvæði í íslensku viðskiptalífi.
Annar mikilvægur vendipunktur
hafi átt sér stað þegar ríkisbank-
arnir hafi verið einkavæddir. Þá
hafi vextir verið lágir og það hafi
skapað mörg tækifæri í hagkerfinu.
Ekkert nýtt í skýrslu Merrill
Bjarni gagnrýndi skýrslu Merrill
Lynch fyrir að meta áhættu ís-
lenskra banka með samanburði á
umfangi þeirra og umfangi íslenska
ríkisins. „Íslenskir bankar vaxa
hraðast allra í heiminum í dag. Það
er óviðeigandi að gera áhættumat
þeirra tortryggilegt með því að
benda á að umsvif þeirra séu orðin
meiri en umsvif íslenska ríkisins.
Þetta þarf að setja í samhengi við
það hve stór hluti af starfsemi
bankanna á sér stað utan Íslands í
dag,“ sagði Bjarni.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, tók undir gagn-
rýni á skýrslu Merrill Lynch. Hann
sagði að engar nýjar upplýsingar
kæmu fram í skýrslunni, eingöngu
ný túlkun á gömlum gögnum. Það
hafi verið vitað í marga mánuði að
íslenska hagkerfið glímdi helst við
tvö lúxusvandamál: verðbólgu og
viðskiptahalla, auk þess sem búist
hafi verið við lækkun krónunnar um
nokkurt skeið. Þrátt fyrir þessi
vandamál væri íslenska hagkerfið
byggt á sterkum grunni og vöxtur
þess væri hvorki kraftaverk né
sjónarspil. Það væri byggt á mikilli
vinnu, frumkvæði, einkavæðingu og
auknu frelsi í viðskiptum.
Kaupin á Magasin
gott tækifæri
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, Hannes Smárason,
forstjóri FL Group, og Ágúst Guð-
mundsson, stjórnarformaður
Bakkavarar Group, fóru yfir fjár-
festingar sinna fyrirtækja. Allir
bentu þeir á að engar töfraformúlur
lægju að baki velgengni fyrirtækj-
anna, heldur mikil vinna og það að
greina tækifæri.
Jón Ásgeir sagði að kaupin á
Magasin du Nord hafi til að mynda
verið prýðistækifæri. Stjórnun fyr-
irtækisins hafi verið í molum, þar
hafi verið fjórir forstjórar á fimm
árum. Þeir hafi komið inn í nóv-
ember 2004, einfaldað reksturinn og
nú þegar fengið 85% til baka af fjár-
festingunni. Að öllu jöfnu geri þeir
kröfu um 20% arðsemi eiginfjár.
FL Group breytti tapi í hagnað
Hannes Smárason tók í svipaðan
streng og benti á að FL Group hafi
keypt tvö dönsk lággjaldaflugfélög
sem bæði voru að tapa, Sterling og
Maersk. Með sameiningu fyrirtækj-
anna hafi FL Group náð að snúa
tapi í hagnað, með samlegð-
aráhrifum, lækkun kostnaðar, nýj-
um samningum og endurbættu flug-
leiðakerfi. Hann sagði að í
viðskiptum sem þessum væri mik-
ilvægt að vera óhræddur við að taka
ákvarðanir sem varða breytingar og
endurskipulagningu fyrirtækja.
Lykilatriði væri að útiloka allar til-
finningar gagnvart fyrirtækjum
sem slíkum, með því móti væri hægt
að taka hagkvæmar ákvarðanir, og
tók sem dæmi um þetta fyrirhugaða
sölu FL Group á Icelandair.
Hannes kom lítið eitt inn á veik-
ingu krónunnar og skýrslu Merrill
Lynch. Hann sagði að þótt veiking
krónunnar kæmi sér ekki vel fyrir
marga, væri FL Group líklega einn
fárra aðila sem hefði hagnast á ný-
afstaðinni veikingu krónunnar.
Ágúst Guðmundsson sannfærði
áhorfendur um að engir töfrar
lægju að baki íslensku velgengninni
og að vöxtur Bakkavarar Group
byggðist á góðum stuðningi frá
bönkum og hluthöfum en félagið
hefur leiðandi markaðshlutdeild á
mörgum sviðum ferskrar matvöru í
Bretlandi.
Það má velta því fyrir sér hvort
íslensku ræðumönnunum í Børsen
Executive Club hafi í gær tekist að
sannfæra dönsku þátttakendurna
um að íslenskar fjárfestingar væru
ekki byggðar á sandi. Hins vegar
þarf ekki að velta því fyrir sér hvort
Íslendingar muni áfram fjárfesta í
Danmörku:
„Við erum að skoða þrjú verkefni
í Danmörku núna,“ lýsti Jón Ásgeir
yfir og Hannes Smárason tók allan
vafa af um næstu skref FL Group:
„Við munum halda áfram að fjár-
festa hér hvort sem ykkur líkar bet-
ur eða verr.“
Halda áfram að fjárfesta í Danmörku
„Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs,
lærir dönsku en þurfum
við að fara að læra ís-
lensku?“ spyrja Danir og
vísa þar með í aukin um-
svif Íslendinga í Dan-
mörku. Þessi spurning
kom meðal annars upp á
ráðstefnu Børsen Ex-
ecutive Club um „ís-
lensku innrásina“ í
Kaupmannahöfn í gær.
Ragna Sara Jónsdóttir
fylgdist með.
Ljósmynd/Magnus Möller
Svöruðu Dönum Að loknum erindum sínum svöruðu þeir Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason, Ágúst Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þórð-
ur Friðjónsson fjölmörgum spurningum frá gestum ráðstefnunnar í Glersalnum í Tívolíinu í Kaupmannahöfn.
rsj@mbl.is