Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 20

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 20
Mýrdalur | „Það er gaman að þessu, krakkarnir sýna svo mikinn áhuga,“ segir Guðmundur Hall- grímsson, ráðsmaður við Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. Hann fer ásamt fólki úr Ull- arselinu á Hvanneyri í nokkra grunnskóla á hverju ári til að sýna rúning og kynna ull og ullar- menningu. Guðmundur og samstarfsfólk hans fékk aðstöðu í fjárhúsunum í Þórisholti í Mýrdal til að bjóða börnun úr grunnskóla Mýrdalshrepps til kynn- ingar. Guðmundur klippti kind og afhenti hverju barni lagð úr reyfinu. Síðan tók Ullarselsfólkið við og kembdi ullarlagðana og spann úr þeim þráð. Krakkarnir fengu að taka þátt í því og taka sinn spotta með sér heim. Guðmundur segir að börnin fylgist alltaf vel með á þessum kynningum og finnist gaman að sjá hvernig efnið í fötin komi af kindinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sýna rúning og ullarvinnslu Ullarmenning Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Hætta að flagga í hálfa | Fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi hafa komið sér sam- an um að hætta að flagga í hálfa stöng við andlát og útfarir. Staðan var orðin sú að þetta tákn þótti ofnotað enda hefur verið venja í Borgarnesi að flagga í hálfa stöng bæði við andlát og jarðarfarir og það hefur orðið til þess að fáni er í hálfa stöng flesta daga ársins. Fram kemur á vef Skessuhorns að fulltrúar nokkurra fyrirtækja og stofnana komu saman til fundar ásamt séra Þorbirni Hlyni Árnasyni sóknarpresti til að ræða málið. Fyrirtækin ákváðu að hætta almennt að flagga í hálfa stöng. Dvalarheimilið í Borgarnesi er þar undanskilið sem og kirkjurnar í Borgarnesi og á Borg. Sjómælingasamstarf ræktað | For- stjóri Bresku sjómælingastofnunarinnar (UKHO), dr. Wyn Williams, heimsótti Landhelgisgæsluna nýverið og átti fundi með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Land- helgisgæslunnar, Hilmari Helgasyni, fram- kvæmdastjóra sjómælingasviðs/Sjómæl- inga Íslands, og Sólmundi Má Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, þar sem meðal annars voru ræddir möguleikar á auknu samstarfi stofnananna. Samkvæmt upplýsingum Hilmars Helga- sonar komu upp athyglisverðar hugmyndir sem nú er verið að koma í framkvæmd. Fundurinn var ákveðinn í framhaldi af því að forstjórarnir hittust sl. sumar og end- urnýjuðu samstarfssamning stofnananna. Dr. Williams og aðstoðarmaður hans kynntu sér starfsemi Landhelgisgæsl- unnar, einkum sjómælingasviðs, og lauk heimsókninni með því að gestirnir fengu ásamt fylgdarliði far með Syn til Eyja. Margir Norðfirðingar hafa notaðgóða veðrið að undanförnu tilútivistar. Meðal þeirra eru starfsfólk og börnin á leikskólanum Sól- völlum. Börnin á deildinni Ólátagarði brugðu sér í vettvangsferð í bæinn og var ekki annað að sjá en að þau skemmtu sér vel og vönduðu sig við að halda takti á göngunni. Starfsfólk deildarinnar sá um að hópurinn færi að settum reglum í umferðinni. Einn fór fyrir gönguhópnum og tveir starfsmenn ráku lestina. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Einn tveir áfram gakk Valgeir Sigurðssonyrkir um málefnilíðandi stundar: Árna tel ég mann að meiri mettur kvaddi þennan dans eitt er víst að ýmsir fleiri ættu að fylgja dæmi hans. Pétur Stefánsson hefur drepið í sinni síðustu síg- arettu og segist einnig hættur öðrum gleðilifn- aði: Eins og draumur er mitt líf, opnast greiðfær vegur. laus við tóbak, vín og víf, verð ég ódauðlegur. Davíð Hjálmar Har- aldsson rifjar upp að Metúsalem varð upp und- ir 1000 ára: Enn þú hefur amlað skammt, oft því hrasað getur ef meinlætið er mæðusamt, Metúsalem Pétur. Af málefnum líðandi stundar pebl@mbl.is TVENNAR sameiningarkosningar verða á morgun, laugardag. Atkvæði verða greidd um sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps á Ströndum og um sameiningu Húnavatnshrepps og Ás- hrepps í Austur-Húnavatnssýslu. Í málefnaskrá sem dreift var til allra íbúa Hólmavíkurhrepps og Broddanes- hrepps koma fram helstu áherslur sam- einingarnefndar sem Haraldur V.A. Jóns- son, Eysteinn Gunnarsson, Ásdís Leifsdóttir, Sigurður Jónsson og Sigrún Magnúsdóttir skipuðu. Á vefnum strand- ir.is kemur fram að ef af sameiningu verður er ætlunin að leita eftir tillögum að nafni á sameinaða sveitarfélagið og kjósa á milli tillagna við sveitarstjórn- arkosningar í vor. Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ás- hrepps við hinn nýstofnaða Húnavatns- hrepps fer fram í samræmi við tillögu samstarfsnefndar hreppanna um samein- ingu. Verði sameining samþykkt verða íbúar í hinu nýja sveitarfélagi rúmlega 470 tals- ins. Peningaleg staða verður góð eða um 175 milljónir króna. Kosið um sameiningu á tveimur svæðum Reykjavík | Jarðvélar ehf. í Kópa- vogi og Eykt ehf. í Reykjavík áttu lægsta tilboð í gerð mislægra gatna- móta Hringvegar við Nesbraut og tilheyrandi framkvæmdir á gatna- mótum Suðurlandsvegar og Vestur- landsvegar ofan Reykjavíkur. Fyr- irtækin buðu 340 milljónir í verkið sem er 9 milljónum kr. undir verk- áætlun Vegagerðarinnar. Í verkinu felst að byggja brú með einni akgrein í hvora átt, yfir Nes- braut þar sem hún tengist Hring- vegi á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, nýjan Suður- landsveg að brúnni á 300 metra kafla og tilheyrandi rampa, aðreinar og fráreinar til að fullmóta þessi mislægu gatnamót. Einnig skal gera nýja skeringu í gjánni við Suður- landsveg. Vegagerðin áætlaði að kostnaður vegna verktaka yrði 349 milljónir kr. Fjórir verktakar buðu og voru allir yfir áætlun, nema lægstbjóðandi. Lægsta tilboð 340 milljónir HÉÐAN OG ÞAÐAN Stolt af krökkunum | Grunnskóli Vest- urbyggðar tekur þátt í verkefninu Ung- lingalýðræði ásamt Víkurskóla í Reykjavík, Varmalandsskóla, Grenivíkurskóla og Hveragerðisskóla. Verkefnið hófst með rit- gerðarsamkeppni um heimabyggðina. Er skemmst frá því að segja að nemendur í Grunnskóla Vesturbyggðar unnu sam- keppnina. Frá þessu er sagt á vefnum pat- reksfjordur.is. Una Áslaug Sverrisdóttir varð í 1. sæti. Maggý Hjördís Keransdóttir varð í 2. sæti og Pálmi Snær Skjaldarson varð í 3. sæti. Í umsögn dómnefndar segir að mikil ein- lægni og góð úrræði varðandi úrbætur fyr- ir heimabyggðina komi fram hjá þessu unga fólki. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar, sagði í samtali við vefinn: ,,Við í skólanum erum stolt af okkar nemendum og óskum þeim og okkur öllum til hamingju með þennan góða árangur“. Sauðárkrókur | Ný um- boðsskrifstofa Trygg- ingamiðstöðvarinnar hefur verið opnuð á Kaupangstorgi 1 á Sauðárkróki. Í tilefni opnunarinnar tóku starfsmenn TM á móti gestum með léttum veitingum en auk þess var í gangi af þessu til- efni veglegt opn- unartilboð á öllum tryggingum. Nýr umboðsmaður, Þórhallur Rúnar Rún- arsson, sagði ánægju- legt hvað margir hefðu komið til að skoða nýja tryggingamöguleika og að í Skagafirði væri markaðurinn stór. Einnig að TM ætlaði sér aukna hlutdeild í honum og með opnun nýs útibús vænti TM þess að geta veitt Skagfirðingum enn aukna og betri þjón- ustu. Morgunblaðið/ Björn Björnsson Umboðsmaður Þórhallur Rúnar Rúnarsson umboðsmaður á skrifstofu TM á Sauðárkróki. TM opnar nýja umboðsskrifstofu      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.