Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Tómas ÝmirÓskarsson fæddist á Akureyri 1. maí 1984. Hann lést af slysförum 25. febrúar síðast- liðinn. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum, Lene Zach- aríassen og Óskari Snæberg Gunnars- syni, í Dæli í Skíða- dal og stundaði nám í Verkmennta- skólanum á Akur- eyri að loknum grunnskóla. Lene er fædd í Nor- egi og býr móðir hennar Björg Zacharíassen þar en faðir hennar Einar Zacharíassen er látinn. Foreldrar Óskars eru Gunnar Rögnvaldsson og Kristín Óskars- dóttir, búsett í Dæli. Óskar og Lene slitu samvistir. Lene býr nú á Hjalteyri, ásamt systkinum Tómasar, sem eru Íris Björk, f. 19. nóvember 1989, og Eyþór Freyr, f. 23. maí 1994. Óskar býr í Dæli, ásamt sambýliskonu sinni Jóhönnu Kristínu Arnþórsdóttur. Börn Jóhönnu eru Arnþór, Andrés, Anna Sigrún og Agnes. Sambýliskona Tómasar er Ásdís Hanna Berg- vinsdóttir frá Ás- hóli í Grýtubakka- hreppi, f. 7. júlí 1987, og bjuggu þau í Keilusíðu 6 á Akureyri. Foreldrar Ásdísar eru Bergvin Jóhannsson og Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, búsett á Áshóli. Ásdís á þrjár systur, Sigríði Val- dísi, Önnu Báru og Berglindi. Tómas verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guð gefi okkur æðruleysi til þess að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Það hefði okkur aldrei grunað elsku Tómas að lífið gæti endað svona snögglega. Að yngsta dóttir okkar og systir, sem á 15. aldursári kom skælbrosandi heim og sagði frá því að hún hefði aldrei séð jafn myndarlegan strák og að hann hefði meira að segja tekið eftir henni, myndi þurfa að sjá á eftir unnusta sínum svona ung að árum. En svona er lífið, þú, þessi mynd- arlegi og ljúfi strákur, komst í Ás- hólsfjölskylduna sem yngsti tengda- sonurinn, og sómdir þér þar vel. Oft var kátt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman, mikið hlegið og skemmt sér. Það er óhætt að segja að á laug- ardagskvöldið síðastliðið hafi mikið vantað við kvöldverðarborðið á Ás- hóli þegar fjölskyldan kom saman og húsbóndinn hafði, eins og vanalega, lagt á borð fyrir dæturnar fjórar, tengdasynina fjóra og barnabörnin. Það er eins og þið Ásdís hafið vit- að að þið fengjuð stuttan tíma sam- an, því allt frá þið byrjuðuð saman gátuð þið ekki hvort af öðru séð – þið gerðuð allt saman. Og alltaf var tal- að um Ásdísi og Tómas sem eitt. Þér treystum við alveg fyrir Ásdísi sem er þremur árum yngri og oftar en ekki heyrðist sagt: „Það verður í lagi með hana, Tómas er með henni.“ Ef við báðum Ásdísi að passa þá komuð þið bæði að passa, ef við báð- um Ásdísi að skreppa út í búð fyrir okkur þá gerðuð þið það saman. Þið voruð rétt byrjuð saman þá hélduð þið jólin í Áshóli og fóruð svo saman til Noregs til að hitta ættingja þína. Þið voruð ótrúlega samrýnd og búin að stofna ykkar eigið heimili sem þið nostruðuð mikið við, og jólin hefur maður aldrei séð jólalegri en hjá ykkur. Elsku Tómas, einkar barngóður varst þú, því börnin okkar systra voru mjög hænd að þér og litu mjög upp til þín. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Elsku Ásdís, við munum hugga þig, binda um sárin, svala sálu þinni og þerra tárin. Tómas okkar, þín verður sárt saknað. Bergvin og Sigurlaug, Ás- hóli, Sigríður Valdís, Anna Bára, Berglind og fjöl- skyldur þeirra. Af hverju var hann Tómas Ýmir kallaður burt úr þessum jarðneska heimi svo fljótt? Eigum við einhver svör? Líklega ekki. Aðeins tómarúm. Framtíðin brosti við ungum manni, ótal viðfangsefni og tækifæri til þess að taka þátt í því sem lífið getur veitt okkur dauðlegum mönnum. Til er spakmæli sem segir að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það er fátækleg huggun fyrir ættingja og vini sem syrgja. Sársaukinn og söknuðurinn er meiri en svo að því verði breytt með fáeinum orðum. Góðar minningar, samheldni og trú á endurfundi er það sem best huggar, eykur bjartsýni og vekur von um betri daga og líðan. Skyldleiki og náin vinátta hafa tengt fjölskyldurnar frá Þverá og Dæli í Skíðadal í marga ættliði. Við í fjölskyldunni að Tungusíðu 29 á Ak- ureyri höfum átt því láni að fagna að eiga samleið með Tómasi og fjöl- skyldu hans. Við áttum þess kost að fylgjast með honum þroskast frá því að vera barn og unglingur til þess að verða fulltíða maður sem átti eigið heimili og hjartkæra unnustu. Ótal samverustundir á liðnum ár- um ylja okkur í kulda raunveruleik- ans nú þegar hann er horfinn á braut. Minningin um feimnislegt bros, einlægni hans og hógværð og um leið gleði og bjartsýni, er okkur efst í huga nú þegar sorgin knýr að dyrum. Margt hefur tengt fjölskyld- urnar saman. Samverustundir á Þverá, Möðruvöllum, Dæli og víðar. Páskarnir sem við áttum saman í dýrðlegu veðri og fögru umhverfi Skíðadalsins, gengum á skíðum dag eftir dag og bjuggum til ísbjörn úr snjó í fullri stærð. Göngur á Þverá og réttir. Jólaföndur á Möðruvöllum ásamt mörgum öðrum góðum stund- um. Allt þetta eru dýrmætar perlur í sjóði minninganna sem við erum þakklát fyrir að eiga. Við kveðjum Tómas Ými með sár- um söknuði og innilegu þakklæti fyr- ir samfylgdina sem lauk svo skyndi- lega. Guð geymi góðan dreng um alla eilífð. Elsku Ásdís, Lena, Óskar og Hanna, Íris, Eyþór, Björg, Kristín og Gunnar, þið öll sem áttuð og þekktuð Tómas, Guð styrki ykkur og gefi að sorgin víki með tímanum og góðu minningarnar fylli hug ykkar í staðinn. Valdís, Vignir og fjölskylda. Elsku Tómas. Ég trúi því varla enn að þú sért dáinn, þú þessi hressi ungi skemmti- legi strákur sem allt lífið áttir fram- undan. Þegar ég hugsa til baka um allar góðu minningarnar sem ég á um þig kemur þó bros á vör. Við vorum búin að bralla margt saman þegar við vorum lítil, þú kall- aðir mig alltaf Aggara og söngst það einhvern veginn svo skemmtilega þegar þú kallaðir á mig. Margar ferðir vorum við búin að fara út á Álfhól að skoða hann allt um kring og útbúa ýmiss konar álfagildrur. Mikið var líka brasað í garðinum í Dæli, klifrað í trjánum, lækurinn stíflaður og vaðið á tánum, þetta gerðum við nú bara þegar enginn sá til. Eitt skipti man ég alltaf svo vel, það var þegar þú fékkst einu sinni að gista á Göngustöðum hjá okkur, þú gast ekkert sofið fyrir hrotum en fyndnast fannst okkur þegar við vöknuðum um morguninn og þú ætl- aðir að fá þér djús, þá voru svo margar fiskiflugur í könnunni þinni. Ég og Gunnar bróðir fengum líka alltaf að gista hjá ömmu og afa í Dæli þegar það var þorrablót í sveit- inni og þá var oft kátt á hjalla hjá okkur og sváfum ég, þú og Gunnar í einni kös í stofunni hjá ömmu og afa. Alltaf varstu brosandi og svo hlýleg- ur þegar við hittum þig, ég sakna þín. Ég vil biðja Guð um að hjálpa okk- ur og styrkja fjölskyldu, ættingja og vini sem syrgja Tómas og einnig að halda í allar þær góðu og skemmti- legu minningar sem hann skildi eftir hér hjá okkur. Þín Erla Rebekka. Þegar mér bárust þær hræðilegu fréttir að Tómas væri dáinn þá vökn- uðu upp margar spurningar í koll- inum á mér. Af hverju ert þú tekinn frá okkur svona snemma? Af hverju er svona góður drengur tekinn frá okkur? Já, það máttir þú eiga að þú varst góður drengur og ekki bara góður heldur líka mjög hraustur og traustur. Þegar maður þurfti að leita til þín til að gera eitthvað svaraðir þú alltaf játandi. Ég man fyrst eftir þér pínulitlum þegar ég var að fara með foreldrum mínum yfir í Skíða- dal og sá þig alltaf í dráttarvélinni með pabba þínum. Matartíminn á Húsabakka var líka eftirminnilegur. Oft nægði þér að fá þér bara stappaðar kartöflur og tómatsósu. Ég man líka vel þegar ég þjálfaði þig í fótboltanum á Tungunum, það var gott að eiga traustan og sterkan varnarmann eins og þig. Manstu þegar þið unnuð Eyjafjarðarmótið 16 ára og yngri, mér finnst eins og það hafi gerst í gær. Þegar þú skor- aðir sigurmarkið á móti Dalvík í næst síðasta leiknum og svo gott sem tryggðir okkur sigur á mótinu. Það var ekki auðvelt fyrir jafnaldra þína að eiga við þig því þú varst svo sterkur að þegar þú settir öxlina í þá, þá skutust þeir langt frá þér. Það þurfti ekki jafnaldra til, því ég man þegar ég var að spila á móti þér og sá þig koma askvaðandi á móti mér þá hugsaði ég svo mikið að taka á móti þér með öxlinni að ég gleymdi því að ég var með boltann. Einnig man ég eftir þegar við vorum að gera við fjallgirðinguna á Másstöð- um. Það voru nú kannski ekki beint uppáhaldsstundirnar okkar, sér- staklega ekki ef girðingin var mikið skemmd. Að lokum man ég eftir þegar ég hélt upp á 25 ára afmælið mitt og þurfti burðardýr til þess að halda á veitingunum; hver annar en þú bauðst til að aðstoða mig. Kæri vinur og frændi, ég kveð þig með miklum söknuði og vona að þér líði vel á nýjum stað. Elsku Ásdís, Lene, Óskar, Jó- hanna, Íris, Eyþór, Gunnar, Kristín, Björg og aðrir ástvinir, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um, ég votta ykkur öllum innilega samúð mína. Karl Ingi. Elsku Tómas, ég veit ekki hvernig stendur á að ég þarf að gera þetta svona ungur en ég trúi því eftir þennan hræðilega atburð að lífið okkar sé fyrirfram ákveðið og guð- irnir sæki sér þá bestu strax því þeirra bíður meira og ábyrgðarfyllra hlutverk fyrir ofan. Fyrir rúmum sjö árum kynntumst við í skólanum og urðum strax góðir vinir, reyndar hef ég aldrei eignast eins góðan vin og þig, hvorki fyrr né síðar, og því finnst mér leitt að kveðja þig strax, en á þessum sjö frábæru árum sem við þekktumst var ýmislegt brallað og ótrúlegt magn frábærra minninga um frá- bæran vin fyllir mig núna þessa dag- ana. Ég gleymi seint öllu því sem við gerðum við bláa Poloinn, þegar við hoppuðum á honum, runnum á hlið á tveimur hjólum, drógum hann á eftir okkur um hólinn heima eftir að hafa horft á kraftakeppnir í sjónarpinu. Eins þegar ég keypti útvarpið í hann og hátalarana sem við pældum mikið í hvernig ættu nú að komast fyrir og þrátt fyrir ýmsar og misgáfulegar tillögur okkur félaganna enduðum við nú á því að fá aðra í verkið. Tvítugsafmælið okkar sem við héldum á Möðruvöllum gleymist seint veit ég, allt brasið á okkur fyrir það, mjólkurkúturinn með kranan- um, lömbin, grillið, sleðinn sem pabbi þinn sótti okkur á, bekkirnir, borðin, 1000 lítra kæliboxið okkar, græjurnar og fleira og fleira. Eða manstu eftir Doritos-kassan- um sem við fengum einu sinni og borðuðum hann allan í einu yfir sjón- varpinu og drukkum órúlegt magn af diet pepsi með? Eða þegar við þvoðum gamla húsið í Dunhaga frá gólfi og upp í loft, þá sórum við að gera þetta ekki aftur í þessu lífi. Fyrstu golfferðina fórum við sam- an sumarið fyrir 10. bekk og ég held að þeir sem sáu þær aðfarir sem þar fóru fram gleymi þeim seint, að minnsta kosti er stutt síðan við rifj- uðum upp þá ferð og hlógum heil ósköp að enda sennilega einsdæmi í golfsögunni. Það var með golfið eins og margt annað sem við byrjuðum á vinirnir, ég gafst upp strax því ég fæddist ekki góður og nennti ekki að æfa mig en þú með þína festu og ákveðni hélst áfram. Elsku Tómas, þakka þér fyrir þessi ár sem þú gafst mér með þér, þeim mun ég aldrei gleyma og mikið hlakka ég til að hitta þig aftur elsku vinur. Þinn vinur Hjalti Steinþórsson. Á svona stundum finnst manni orð mega sín lítils. Maður á erfitt með að skilja að stundum skuli hlutirnir vera svo ósanngjarnir og þú kæri Tómas sem áttir alla framtíðina fyrir þér skulir hafa hvatt okkur í hinsta sinn. Síðustu daga hafa rifjast upp fyrir mér fjöldamargar góðar minningar um þig. Ósjálfrátt leitar hugur minn aftur til þeirra góðu stunda sem við áttum saman sem litlir pollar á heimavistinni á Húsabakka. Það var ansi margt sem við brölluðum á þeim tíma og þú varst ótrúlega hug- myndaríkur og varst alltaf að finna upp á einhverju nýju og skemmti- legu að gera. Eftir skemmtilegan dag þurftirðu svo að fara inn til Helgu og mæla blóðsykurinn og fá þér ristað brauð. Ég var vanur að fara með þér þangað og okkur fannst báðum gott að koma þar inn og ef Siggi var heima þá var hann vanalega fljótur að koma okkur til að hlæja enda var oftast stutt í grínið hjá þér. Við áttum það líka til að liggja andvaka á kvöldin vegna þess að ágætur herbergisfélagi okkar tók stundum upp á því að hrjóta þessi heljarins ósköp. Þá vorum við vanir að spjalla um allt milli himins og jarðar þar til á endanum að við sofn- uðum og þú varst þá oftast fyrri til. Í þetta skiptið sofnaðirðu þó allt of snemma þeim svefni sem þú verður ekki aftur af vakinn. Því er sárt að kyngja en þeir deyja jú ungir sem guðirnir elska og við því fær maður lítið gert. Ef ég man rétt þá var hvorugur okkar orðinn læs né skrifandi þegar við hittumst fyrst og í gegnum árin hefur þú verið svo sjálfsagður hluti af tilverunni. Maður getur þó ekki annað en verið þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fyrir mig voru það sannkölluð forréttindi. Það var gott að hafa þig nálægt svo ró- legur og traustur sem þú varst. Minninguna um þig mun ég ávallt geyma. Fjölskyldu og öðrum aðstandend- um Tómasar votta ég mína innileg- ustu samúð í sorg og miklum missi. Guð blessi minningu um góðan dreng. Björn Snær Atlason. Ég gleymi því seint þegar ég sá hann Tómas Ými í fyrsta sinn, það var á Ytri-Vík í partíi rétt fyrir jólin 2001, síðan þá höfum við Tómas ver- ið mjög góðir vinir. Þessi ár sem ég þekkti hann hafa safnast í minning- arbankann minn ótal margar góðar minningar sem munu ylja mér um hjartarætur alla mína ævi. Að hann Tómas minn sé fallinn frá er ég eng- an veginn að skilja og við vinirnir og fjölskylda Tómasar sitjum eftir og skiljum ekki alveg af hverju hann mátti ekki vera lengur hjá okkur. Ég trúi að honum hafi verið ætlað eitt- hvað mjög mikilvægt annars staðar og veit að hann mun vaka yfir okkur og passa okkur. Í janúar 2005 bauðst mér að leigja íbúð með Tómasi, Ás- dísi unnustu hans og vinkonu okkar henni Eydísi sem ég þáði og sé alls ekki eftir því. Við bjuggum saman þarna í íbúðinni þangað til í lok maí 05 og voru þessir mánuðir mér mjög mikils virði. Það var nú margt bras- að í Bjarkarstígnum þar sem við bjuggum. Og man ég sérstaklega eftir þegar við vorum mjög mörg þar og grilluðum og höfðum gaman. Þá stóð Tómas galvaskur við grillið og grillaði ofan í liðið. En elsku Tómas minn, fallega brosinu þínu mun ég aldrei gleyma og húmornum sem alltaf var til staðar hjá þér. Það eru auðvitað ótal minningar sem hægt er að telja upp hérna en þær mun ég geyma í hjarta mínu og skemmta mér við að rifja upp við og við. Ég mun sakna þín óendanlega mikið og vil þakka þér kærlega fyrir þær stundir sem við höfum átt saman, elsku Tómas minn. Það rökkvar um hjartarætur raunamædd falla okkar tár. Sálin í brjósti okkar grætur þú ert horfin um ókomin ár Þung í sinni oss sorgin sveipuð í slörið svart og um götur & torgin glittir hvergi í bjart Um síðir mun þó skína sólin í huga oss á ný. Bæn ber þér kveðju mína þú brosir enn, í gegnum ský. (Ágústína Gunnarsdóttir.) Elsku Ásdís Hanna, Lene, Óskar, Íris, Eyþór, ættingjar og vinir Tóm- asar, ykkur vil ég votta mína dýpstu samúð guð veri með ykkur. Þín vinkona, Guðlaug Sigríður (Gulla). Manni finnst þetta einhvern veg- inn ekki rétt, ungur drengur í blóma lífsins sem neyðist til að kveðja svo snöggt. Maður heldur enn í vonina að þú bankir upp á með bros á vör. Samt vitum við að vonin rætist ekki. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Þín Elfa Berglind og Magnús. Nafnið Tómas Ýmir hefur okkur alltaf þótt sérlega fallegt. Þó er það þannig að það er persónan sem ber nafnið sem skapar fegurð þess og gildi í huga okkar. Það tókst Tómasi líka vel að gera, enda ljúfur og góður strákur á ferð. Við áttum samleið í Húsabakka- TÓMAS ÝMIR ÓSKARSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.