Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Washington. AFP. | Ein valdamesta
nefndin í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings samþykkti í gær með miklum
mun að koma í veg fyrir, að fyrirtæki
í Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um, Dubai Ports World, fengi að
annast rekstur sex hafna í Banda-
ríkjunum. Er samþykktin bein ögr-
un við George W. Bush forseta, sem
hefur hótað að beita neitunarvaldi til
að tryggja, að Dubai Ports fái samn-
inginn.
Arabíska fyrirtækið tilkynnti síð-
an í gærkvöldi að það hefði ákveðið
að „fyrirtæki í Bandaríkjunum“ tæki
við rekstri hafnanna og sagði ástæð-
una þá að það vildi viðhalda góðum
tengslum milli Sameinuðu arabísku
furstadæmanna og Bandaríkjanna.
Virtist þar með sem hoggið hefði
verið á hnútinn og að mál þetta, sem
valdið hefur skjálfta í bandarískum
stjórnmálum, væri til lykta leitt.
Þingnefndin, sem hefur eftirlit
með útgjöldum alríkisstjórnarinnar,
hafði áður samþykkt með 62 atkvæð-
um gegn 2 að koma í veg fyrir samn-
inginn og voru þingmenn beggja
flokka, demókratar og repúblikanar,
sammála um, að hann gengi gegn ör-
yggishagsmunum Bandaríkjanna.
Dubai Ports var áður búið að
semja um að taka við rekstri hafn-
anna sex af breska fyrirtækinu P&O
og var samningurinn milli þeirra
metinn á 6,9 milljarða dollara, 476
milljarða ísl. króna.
Með annað augað
á kosningum í haust
Mikil andstaða er við samninginn
við Dubai Ports í fulltrúadeildinni en
meiri vafi leikur á um öldungadeild-
ina. Þar hefur Bill Frist, leiðtogi
meirihluta repúblikana í deildinni,
beitt sér gegn tillögu frá demókröt-
um en í henni segir, að ekkert fyr-
irtæki, sem sé að einhverju leyti í
eigu ríkisstjórnar, sem viðurkennt
hafi talibanastjórnina í Afganistan,
megi eiga, leigja, reka eða fara með
eignir í bandarískum höfnum. Segj-
ast demókratar munu hamra á þessu
máli linnulaust í öldungadeildinni
enda vita þeir að mikill meirihluti
kjósenda er andvígur samningnum
við Dubai Ports og það verður kosið
um mörg þingsæti í haust.
Andstaða margra þingmanna
repúblikana við samninginn er bein
ögrun við Bush en þeir óttast, að
þetta mál geti orðið þeim skeinuhætt
í kosningunum í haust. Bush ítrekaði
hins vegar stuðning sinn við Dubai
Ports á miðvikudag og hét því þá að
beita neitunarvaldi ef með þyrfti.
Samningi við Dubai
Ports hafnað í nefnd
Niðurstaðan bein ögrun við Bush for-
seta sem hótar að beita neitunarvaldi
Washington. AFP. | Vísindamenn
Geimrannsóknastofnunar Banda-
ríkjanna, NASA, biðu í gær með
kvíðablandinni eftirvæntingu eftir
því að geimfarið Mars Reconnaiss-
ance Orbiter (MRO) steypti sér í átt
að Mars til að komast á braut um
rauðu reikistjörnuna.
Geimfarið er hlaðið fokdýrum
rannsóknartækjum og á að ræsa eld-
flaugahreyfla sína laust fyrir klukk-
an hálf tíu í kvöld til að hægja ferð-
ina þannig að geimfarið geti komist
á braut um Mars. Gert er ráð fyrir
því að hreyflarnir verði í gangi í um
það bil 27 mínútur og að hraði geim-
farsins minnki um 20%, verði um
14.000 kílómetrar á klukkustund.
„Við erum full af kvíða og áhyggj-
um nú þegar þessi áfangi nálgast.
Geimfarið er með háþróuðustu tæki
sem send hafa verið til annarrar
reikistjörnu,“ sagði Jim Graf leið-
angursstjóri. „Á sama tíma erum við
vongóð, geimfarið er mjög gott og
hópurinn sem annast þetta verkefni
er afburðagóður og vel þjálfaður.“
Hættulegur áfangi
Graf bætti við að þessi áfangi væri
mjög hættulegur vegna þess að
vandasamt væri að hægja ferðina og
koma geimfarinu á rétta braut um
Mars eftir sjö mánaða ferð frá jörð-
inni. „Allt bendir til þess að þetta
eigi að heppnast en Mars hefur
kennt okkur að vera aldrei of sjálfs-
örugg. Tvö af fjórum síðustu braut-
arförum NASA lifðu ekki af loka-
áfanga aðflugsins. Mars er óútreikn-
anleg reikistjarna.“
Vegna fjarlægðarinnar líða um
tólf mínútur áður en gögnin frá
MRO berast til jarðar og geimfarið
þarf að bíða í tólf mínútur til við-
bótar eftir fyrirmælum frá stjórn-
stöð á jörðu. Þess vegna þarf að not-
ast við sjálfstýringu þegar hægt er á
ferð geimfarsins.
!
" #
# $ %!"$&
'
!
(
) * +
+ +
(
,
!
!" #$"$ ! %&'% &"'()!&!" !&
-../.0"10".2304,!0"4
!
!"$ !4
%5667&
$'
'
%8995&
7
*
7P< 9E%'+
P< 3 M+; P
! <++ ?
?
3)@
$N
726EJ &K
95P7<EJ &K
97 E#'$+Q
5P54E$F
! " # $ % &'
(
&
$
)$
$
* + &
0
! 1
4*
' !
:
,!! -
2 )
(
2- 13! 3 !
2-
3.!(2-( !) -.
-(2 ( !
!
!
, * 899; 8997 899< 899= 8996 8959
, ",,-
4!-
. /,- /,0
'! 1
( ) /,0
$-.!
) /,1 / ,
4
(
!
( /,0 5
) /,0 ) /,1 ) 23!4 5) 6 ) $6 5 $ ( 5 5) )$ ' ' )
7 $
) ' 8 ) $ &89 ( !"$
Q
A
R&
F
M#'$
$N
. ",,-
( ",,0Reynt að koma
geimfari NASA
á braut um Mars
Meira á mbl.is / ítarefni
’Tvö af fjórum síðustubrautarförum NASA
lifðu ekki af lokaáfanga
aðflugsins. Mars er
óútreiknanleg reiki-
stjarna.‘
Washington, Bagdad. AFP. | Koma
verður á samstjórn helstu fylking-
anna í Írak sem fyrst, annars er
hætta á, að borgarastríð brjótist út
í landinu. Kom þetta fram hjá Don-
ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, í gær.
Rumsfeld sagði á fundi með
einni nefnd öldungadeildarinnar í
gær, að ekki væri hægt að kalla
átökin milli sjíta og súnníta borg-
arastríð en spennan milli þeirra
væri mikil. Þjóðleg einingarstjórn
væri ein helsta forsendan fyrir því,
að unnt reyndist að lægja öldurnar
en ef upp úr syði, yrðu írösku ör-
yggissveitirnar að skerast í leikinn
að því marki, sem þær væru færar
um það.
Yirvöld í Írak sögðust í gær
vera að kanna brottnám 33 starfs-
manna öryggisfyrirtækis í Bagdad
en þeir voru fluttir brott af mönn-
um í búningi íraskra stjórnarher-
manna.
Starfsmönnunum, sem allir eru
íraskir, var rænt í fyrradag í höf-
uðstöðvum Al-Rawafed-öryggisfyr-
irtækisins. Komu þangað menn á
10 hvítum jeppum og eftir að þeir
höfðu leitað í húsinu í 45 mínútur,
tóku þeir vopn og síma af starfs-
mönnunum og höfðu þá á brott
með sér.
Rasheed Flaih hershöfðingi og
yfirmaður sérsveita írösku lögregl-
unnar sagði í gær, að frá innanrík-
isráðuneytinu hefði ekki komið
nein skipun um þessar aðgerðir og
furðaði hann sig á, að hægt hefði
verið að ræna vopnuðum örygg-
isvörðum án þess að skoti væri
hleypt af. Sagt er, að flestir starfs-
menn öryggisfyrirtækisins hafi áð-
ur þjónað í her Saddam Husseins,
fyrrverandi forseta.
Bandaríska dagblaðið The
Washington Post sagði í gær, að
stærsti flokkur sjíta, Æðsta ráð ísl-
ömsku byltingarinnar í Írak eða
SCIRI, hefði skipað starfsmönnum
á líkhúsum og sjúkrahúsum að
gefa ekki upp réttar tölur um
látna í átökunum eftir árásina á
Gullnu moskuna í Samarra. Íraks-
stjórn sagði 28. febrúar sl., að þá
hefðu 379 látið lífið í átökum milli
trúarhópanna en Washington Post
hafði heimildir fyrir því, að talan
væri nær 1.300.
Rumsfeld telur
hættu á borgara-
stríði í Írak
LÖGREGLUMENN kanna rústir kirkju eftir að þak
hennar hrundi í stormi í úthverfi Kampala, höfuðborgar
Úganda, í fyrrakvöld. Að minnsta kosti 28 manns létu líf-
ið og nær hundrað særðust.
Lögreglan sagði í gær að rannsókn væri hafin á slys-
inu. Talsmaður hennar sagði að illa hefði verið staðið að
smíði kirkjunnar og hún hefði ekki verið með neina burð-
arstólpa.
Um þúsund manns voru í kirkjunni þegar þakið
hrundi.
Reuters
Nær 30 fórust er þak kirkju hrundi
Mont-de-Marsan. AFP. | 45 ára
gamall franskur faðir var í gær
dæmdur í átta ára fangelsi fyrir
að lauma lyfi í vatnsflöskur
keppinauta barna sinna í tennis.
Frakkinn Christophe Fauviau,
fyrrverandi þyrluflugkennari í
franska hernum, var dæmdur
sekur um að hafa laumað öflugu
róandi lyfi, sem getur valdið
sleni, í vatnsflöskur keppinauta
sonar síns og dóttur á árunum
2000 til 2003.
Einn keppinautanna, 25 ára
gamall kennari, sofnaði við stýrið
í bíl sínum og fórst í árekstri eft-
ir að Fauviau byrlaði honum slíkt
lyf. Kennarinn átti að leika á
móti syni Fauviau á tennismóti en
varð að hætta keppni vegna lyfs-
ins.
Sonurinn, sem er nú fimmtán
ára og þykir mjög efnilegur í
tennis, sagði í viðtali við Le Par-
isien að það hefði aldrei hvarflað
að sér að faðirinn hefði gert
þetta.
Dæmdur fyrir að
byrla keppinaut-
um barna sinna lyf