Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 51
húsráðenda ríkti, menning sam- félagsins og vandamál líðandi stund- ar voru rædd. Ég sé hana Hebbu fyrir mér, létta á fæti, bera fram veitingar og miðla af glaðværð sinni. Þegar söngglaða gesti bar að garði, sem algengt var, var Hebba fljót að finna rétta tóninn. Margir munu því minnast þessarar einstöku konu, sem aldrei lét bugast þrátt fyrir ým- is áföll á lífsleiðinni. Sá sem hér stýrir penna minnist margra ógleymanlegra vinafunda á Varma- læk. Á vegamótum þegar leiðir skilur óskum við samferðamönnum vel- farnaðar á nýjum leiðum. Þótt vorið sé í nánd vil ég ljúka þessum kveðju- orðum með haustvísu eftir eigin- mann hennar, Svein á Varmalæk: Laufbörð fjalla lituð grá, liljan vallar kalin. Blóm sér halla bölum á, bjarkir falla í valinn. Vina- og þakkarkveðjur til fjöl- skyldunnar á Varmalæk frá Vind- heimaheimilinu. Sigmundur Magnússon. Ég minnist Herdísar Björnsdótt- ur, hennar Hebbu, sem konu sem geislaði af visku og gæsku. Hún var staðföst og sveigjanleg, ákveðin og blíð, glaðvær og geislandi, Hebba var nánast fósturmóðir mín á tíma- bili á unglingsárum. Vináttu átti ég mikla á Varmalæk hjá tvíburunum Siggu og Gísla og sótti hana óspart. Alltaf var ég velkomin. Ég man Hebbu í búðinni, Hebbu í eldhúsinu, Hebbu kallandi á okkur krakkana að koma að drekka eða borða og við komum og sátum við stóra eldhúsborðið á Varmalæk. Jói stundum heima segjandi brandara, óskiljanlegt að geta verið svo glað- vær í svona erfiðum líkama. Allir eitthvað svo glaðir á Varmalæk og ég sótti þangað í þessa gleði, í þenn- an góða félagsskap og hlýju og það var Hebba sem hélt utan um þetta allt. Nú er Hebba farin til Sveins síns sem líka dó úr krabbameini. Allt sem ég hefði viljað segja við Hebbu sem fullorðinn einstaklingur kemst ekki til hennar, en af veikum mætti og í auðmýkt þakka ég fyrir að hafa fengið að deila lífi mínu með fjöl- skyldunni á Varmalæk í æsku. Það er vart hægt að minnast Hebbu án þess að minnast á Svein. Þau ráku verslun í Lýtingsstaðahreppi sem örugglega gaf ekki mikið af sér en þau áttu sinn þátt í að aldrei var skortur á nauðsynjum á nokkru heimili í hreppnum. Og það var ekki gengið hart eftir að rukka það sem skrifað var. Hebba og Sveinn voru samstiga hjón og maður gat vart hugsað sér Varmalæk án þeirra beggja. En fyrst yfirgaf Sveinn svið- ið og Hebba stóð keik eftir í mörg ár og hélt utan um sína stórfjölskyldu af ást og hlýju. Nú er Hebba farin. Guð blessi minningu hennar, hún er ein af þeim sem ekki fór mikið fyrir en skilur eftir sig stóra arfleifð og góðar minningar. Ég votta fjölskyldu hennar og ást- vinum samúð og hluttekningu. Sólborg Alda Pétursdóttir. Herdís Björnsdóttir á Varmalæk var ein þeirra samferðamanna, sem eftir er að þakka, – einu sinni enn. Hvað það var sérstaklega er kannski farið að mást út eftir ára- tug, einn eða nokkra, kannski helst að hún var til, var á þessum stað í hjarta sveitarinnar, þangað sem margir sóttu, flestir í dagsins önn, einhverjir einmana, fáeinir sem fannst heimurinn hafa brugðist sér. Hún auðgaði samfélag sitt. Hún gaf sér tíma í önn sinni. Rík eru þau samfélög sem eiga konur – menn – eins og Hebbu innan sinna marka. Leitað skal til skáldsins Hannesar Péturssonar sem orti Kvöldljóð: Eitthvað er það sem innstu hnúta bindur og leysir þá aftur létt eins og vindur sem strýkur um þak á þessum fjallakofa án þess nokkur heyri – meðan allir sofa eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar Innilegar samúðarkveðjur til Varmalækjarsystkina og fjölskyldna þeirra. Ingi Heiðmar Jónsson. Til þín elsku langamma: Bæn frá okkur amma mín, englar himins heyra hún er flutt af þökk til þín þangað sem að sólin skín og söngvagleði ómar hverju eyra. Guð vor áfram gæti þín, gleðji þig með rósum, þar sem allt er orðið nýtt, endurvakið vorið hlýtt og veröldin í himinbornum ljósum. (Sigurður Hansen.) Elsku langamma. Það eru nú ekki nema svona þrír mánuðir síðan við vorum að leika okkur saman í elt- ingaleik og fótbolta. Svo allt í einu varðstu svo mikið veik og lást bara í rúminu. En núna ertu orðin frísk aftur og ert uppi í skýjunum hjá afa í Djúpadal og við vitum að hann passar þig þar og þið kíkið annað slagið á okkur niður úr skýjunum. Elsku langamma, við söknum þín svo mikið en við vitum líka að þú ert aftur farin að syngja, spila fótbolta og fara í eltingaleik, bara á öðrum stað. Saknaðarkveðjur. Þín Skarphéðinn Rúnar og Herdís Eir. Hetja varst’ til hinstu stundar heilbrigð lundin aldrei brást. Vinamörg því við þig funda vildu allir, glöggt það sást. Minningarnar margar, góðar mikils nutum, bjarminn skín. Bænir okkar heitar hljóðar með hjartans þökk við minnumst þín. (María Helgadóttir.) Sigurður og María. Það er komið að leiðarlokum með Hebbu frænku á Varmalæk. Hebba spilaði stórt hlutverk í lífi okkar systkinanna á Ökrum. Sambandið milli heimilanna var sterkt því pabbi okkar og hún voru mjög náin systk- ini og þau og mamma perluvinir. Hebba kallaði hann Brósa, það gerði enginn annar. Það var þeirra tungu- mál. Hebba ólst upp á Stóru-Ökrum. Hún gekk í farskóla, fór um tíma í gagnfræðaskóla á Króknum og í Löngumýrarskóla veturinn 1948– 1949. Hún giftist Sveini Jóhannssyni árið 1950 og þau fluttu í Varmalæk 1954. Börnin þeirra: Lovísa, Björn, Jóhann Pétur, Sigríður, Gísli og Ólafur Stefán urðu hluti af tilveru okkar. Sveinn kvaddi árið 1987 og Jói árið 1994, langt fyrir aldur fram. Hebba og Svenni hófu hefðbundinn blandaðan búskap á Varmalæk 1954, en hrossunum fjölgaði er árin liðu og einkenndu búskapinn. Börnin tóku þátt í öllum verkum og leystu hana af þegar mikið lá við. Varmalækjarheimilið var ólíkt öllu sem við þekktum. Það var eiginlega eins og umferðarmiðstöð. Þangað lá leið margra. Tengdamóðir Hebbu rak Verslunina Varmalæk frá 1954 til 1961 en þá tók Hebba við og rak búðina til ársins 1998. Þar fékkst allt milli himins og jarðar. Föt, mat- ur og olíur og alltaf opnað, hvernig sem stóð á spori eða tíma. Miðað við takmarkaða sjón Hebbu síðustu ára- tugina var þetta ótrúlegt afrek. Oft fylltu ferðalangar eldhúsið á Varma- læk og þá var tekið lagið og Hebba stjórnaði söngnum af lífsins lyst og kunni öll lög og texta. Hún átti 14 barnabörn og þrjú barnabarnabörn sem hún var stolt af. Þau nutu þess að vera farin að syngja með henni síðustu árin. Það var einstakt að sjá hana við eldhúsborðið syngjandi með ungum gestum og barnabörn- unum án þess að það fipaði nokkurn. Guð blessi minningu hennar. Systkinin frá Stóru-Ökrum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 51 MINNINGAR FRÉTTIR LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn stóð fyrir tónleikum í Grafarvogs- kirkju 10. nóvember sl. til styrktar Barna- og unglingageðdeild LHS. Á tónleikunum söfnuðust 1.433.574 krónur. Eftirtaldir listamenn komu fram á tónleikunum og gáfu vinnu sína: Bergþór Pálsson, Egill Ólafsson, Felix Bergsson, Helgi Björnsson, Hörður Torfason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Jósep Snæ- björnsson (Jónsi), Jónas Þórir, KK og Ellen Kristjánsdóttir, Óskar Pétursson, Ragnar Bjarnason, Ragnheiður Gröndal, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Þór- unn Lárusdóttir og Lögreglukórinn. Auk þess veittu ýmis fyrirtæki verkefninu lið með beinum fjár- stuðningi, ókeypis þjónustu eða verulegum afslætti af þjónustu sinni. Þessi fyrirtæki eru: Intrum- Justitia, Íslandsbanki, VISA, Lit- róf-Hagprent, Morgunblaðið, Olíu- félag Íslands (Esso), Olíuverslun Ís- lands (Olís) og Ríkisútvarpið. Á myndinni afhendir Guðmundur Helgi Gunnarsson, formaður Lions- klúbbsins, Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni afrakstur styrktartón- leikanna en auk þeirra á myndinni eru félagar úr Lionsklúbbnum Fjörgyn og Linda Kristmunds- dóttir, deildarstjóri göngudeildar BUGL. Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkir BUGL ÞRIÐJUDAGINN 7. mars sl. um klukkan 13.39 varð umferðaróhapp á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar í Garðabæ, en umferð þar er stjórnað með um- ferðarljósum. Lentu þar saman fólksbifreið af gerðinni Skoda Octavia, ljósbrún að lit, sem ekið var Reykjanesbraut til suðurs, og Nissan Primera, dökkblá fólksbifreið, sem ekið var austur Vífilsstaðaveg. Ágreiningur er uppi um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu, beðnir um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði í síma 525 3300. Lýst eftir vitnum STJÓRN VR samþykkti ályktun á fundi sínum hinn 8. mars, á alþjóð- legum baráttudegi kvenna, þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér af alefli gegn kynbundn- um launamun með virkum stjórn- valdsaðgerðum. „Kynbundinn launamunur er óþolandi mannrétt- indabrot sem aldrei á að líðast. Rík- isstjórninni er skylt að tryggja að mannréttindi séu virt samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar.“ Gegn kynbundn- um launamun NEYTENDASAMTÖKIN lýsa yfir stuðningi við áskorun Lands- sambands kúabænda og Svínarækt- arfélags Íslands um að stjórnvöld felli niður tolla á innfluttum kjarn- fóðurblöndum. Þessi tvö félög benda á að fákeppni ríki hér á landi í sölu á kjarnfóðri en nú eru aðeins tvö fyrirtæki sem flytja inn hráefni og framleiða kjarnfóðurblöndur. Á hráefnið er lagður tollur sem nem- ur 80 aurum á hvert kíló en ef flutt- ar eru inn tilbúnar kjarnfóð- urblöndur er tollurinn 7,80 krónur á hvert kíló. „Ljóst er að ef tollur á innfluttar kjarnfóðurblöndur verður felldur niður eða í það minnsta lækkaður til samræmis við tolla á hráefni í kjarnfóðurblöndur, geta bændur tekið sig saman og flutt sjálfir inn tilbúnar kjarnfóðurblöndur. Með því myndi þeim tveim fyrirtækjum sem nú framleiða kjarnfóð- urblöndur vera veitt verulegt að- hald. Neytendasamtökin taka undir þessi sjónarmið Landssambands kúabænda og Svínaræktarfélags Ís- lands. Mikil umræða hefur að und- anförnu verið um hátt matvælaverð hér á landi. Með því að verða við þessu gætu stjórnvöld stigið skref til að lækka matvælaverð frá því sem nú er,“ segir í ályktun frá Neytendasamtökunum. Styðja afnám fóðurtolls RÁÐSTEFNAN Skógar í þágu lýð- heilsu á Íslandi verður haldin á morgun, laugardaginn 11. mars, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13. Ráð- stefnan er á vegum Rann- sóknastöðvar skógræktar á Mó- gilsá, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur og er haldin í tengslum við fulltrúa- fund skógræktarfélaganna. Ráð- stefnan er öllum opin og er að- gangur ókeypis. Ráðstefnustjórar eru Þuríður Yngvadóttir í stjórn Skógrækt- arfélags Íslands og Aðalsteinn Sig- urgeirsson, varaformaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna. Nánari upplýsingar má finna á www.skogur.is. Skógar í þágu lýðheilsu FORSVARSMENN jólatréssölu Landakots afhentu nýlega Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hluta af ágóða jólatréssölu síðasta árs, eða 375.000 krónur. Jólatréssala Landakots hefur verið starfrækt í rúman áratug og um árabil hefur hluti ágóðans runnið til styrktar SKB. Þórir Kr. Þórisson og Baldur Freyr Gústafsson frá jólatréssölu Landakots afhentu Rósu Guðbjarts- dóttur, framkvæmdastjóra SKB, styrkinn. Veittu SKB 375 þúsund kr. styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.