Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLANDSBANKI hafði umsjón með og sölutryggði, ásamt HBOS, tvöfalda fjárfestingu Duke Street Capital (DSC) og Food Investment Group á tveimur fyrirtækjum, þeim Buckingham Foods og Thomas Food Group (TGF). Við kaupin eignaðist Íslandsbanki minnihlutaeign í sam- stæðunni sem myndaðist við fjárfest- inguna. Það var Skuldsett fjármögnun innan Fjárfestinga- og alþjóðasviðs Íslandsbanka sem sá um verkefnið af hálfu Íslandsbanka, en kaupin voru í ört vaxandi hluta matvælamarkaðar- ins sem kalla mætti „keypt og snætt“ („Food to Go“). Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækin sem keypt voru framleiði bæði hágæðamatvöru, en reyndar fyrir mismunandi hópa við- skiptavina. Buckingham Foods er einn stærsti framleiðandi samloka í neytendapakkningum í Bretlandi og framleiðir um 1,1 milljón samloka í hverri viku. TGF framleiðir bökur af ýmsu tagi og segir í tilkynningunni að fyrir- tækið sé þekkt á markaðnum fyrir þá tækni sem það beitir við að baka bök- ur sínar ófylltar og að með öflugri vöruþróun hafi fyrirtækinu tekist að njóta góðs afraksturs af mikilli eft- irspurn og vaxandi framleiðslu. Bill Hazeldean, forstjóri DSC, verður stjórnarformaður í báðum fé- lögum. Nigel Hunter mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri Buck- ingham Foods, en TFG verður áfram undir stjórn Cameron Brown. Stjórnarteymið hefur einnig fjárfest persónulega í hinu sameiginlega fyr- irtæki og munu stjórnendur þess þannig eiga talsverða minnihluta- hagsmuni af framgangi félagsins. Íslandsbanki fjár- magnar í Bretlandi TÍMARITIÐ Forbes hefur birt nýj- an lista yfir ríkustu menn heims og þar lendir Björgólfur Thor Björgólfsson í 350. sæti ásamt sex öðrum. Að mati Forbes eru eignir Björgólfs Thors metnar á 2,2 millj- arða dala, jafnvirði um 152 millj- arða íslenskra króna. Greint var frá þessu á fréttavef Morgunblaðs- ins í gærkvöldi. Á síðasta ári var Björgólfur í 488. sæti á lista Forbes og eignir hans voru metnar á 1,4 millarða dala, um 83 milljarða króna. Í kynningu Forbes er hann sagði eini milljarðamæringu Íslands. Alls bættust 102 milljarðamær- ingar, metnir í Bandaríkjadölum, við á lista blaðsins og eru þeir nú 793 talsins. Samanlagðar eignir þeirra námu 2,6 billjónum dala, jafnvirði 180 billjónum króna og jukust um 18% milli ára. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er ríkasti maður heims 12. árið í röð. Auðæfi hans hafa aukist milli ára og eru metin á 50 milljarða dala. Bandaríski kaupsýslumað- urinn Warren Buffett, stjórn- arformaður Berkshire Hathaway Inc., er áfram í 2. sæti en eignir hans minnkuðu um 2 milljónir dala og eru metnar á 42 millarða dala. Þrír duttu af listanum yfir 10 ríkustu menn heims. Það eru Þjóð- verjinn Karl Albrecht, Lawrence Ellison, stjórnarformaður Oracle, og S. Robson Walton, stjórn- arformaður Wal-Mart. Björgólfur Thor talinn 350. ríkasti maður í heimi Björgólfur Thor Björgólfsson Fjárfestingar íslenskra fyr-irtækja í Danmörku hafaverið mikið umtalaðar ídönskum fjölmiðlum undanfarnar vikur og mánuði. Svo mikið að Danir eru farnir að tala um „íslensku innrásina“. Til að varpa ljósi á íslenskar fjárfestingar, þá Ís- lendinga sem fjárfesta og á hvaða grunni velgengni íslenska hagkerf- isins er byggð, stóð „Børsen Ex- ecutive Club“ fyrir ráðstefnu í Tív- olí í gær undir yfirskriftinni „Íslenska innrásin“. Íslendingar viðskiptalífsins eru þar með komnir í hóp heimsfrægra manna eins og Bono, Colin Powell og Steve Forbes sem tala fyrir klúbbinn á þessu misseri. Töluverður áhugi ríkti fyrir ráð- stefnunni, sérstaklega vegna þeirr- ar gengislækkunar sem átti sér stað á miðvikudag í kjölfar skýrslu verð- bréfafyrirtækisins Merrill Lynch. Skýrslan hefur í dönskum fjöl- miðlum verið túlkuð sem hörð gagn- rýni á íslenskt hagkerfi og enn eitt merki þess að útrás íslenskra banka og fyrirtækja sé byggð á mjög veik- um grunni. Af umfjöllun í dönskum fjölmiðlum um íslenskar fjárfest- ingar undanfarið má draga þá ályktun að Dönum virðist ekki standa á sama um svo umfangs- miklar fjárfestingar frá litla eyrík- inu Íslandi. Íslenskir bankar stuðlað að aukinni samkeppni Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, tók undir með dönskum fjölmiðlum og sagði að nú væru spennandi tímar í viðskiptalífinu á Íslandi. Það væri hins vegar hvorki rétt að Íslendingar ætluðu að sigra Evrópu, né að hagkerfið væri í þann mund að brotlenda. Íslendingar vildu einfaldlega stunda viðskipti í Evrópu. Bjarni kvaðst ekki vera viss um að „innrás“ væri rétta orðið yfir aukin umsvif Íslendinga: „En ef um innrás er að ræða er það örugg- lega vinalegasta innrás sögunnar, sem þar að auki gagnast flestum. Innkoma íslenskra banka í Dan- mörku hefur til dæmis aukið sam- keppni á dönskum bankamarkaði,“ sagði Bjarni. Hann útskýrði jafn- framt hvað hefði gert það að verk- um í sínum huga að íslensk fyr- irtæki væru nú að sækja í auknum mæli á erlenda markaði. Í fyrsta lagi hefðu fjármagnsmarkaðir verið gefnir frjálsir sem hefði virkjað frumkvæði í íslensku viðskiptalífi. Annar mikilvægur vendipunktur hafi átt sér stað þegar ríkisbank- arnir hafi verið einkavæddir. Þá hafi vextir verið lágir og það hafi skapað mörg tækifæri í hagkerfinu. Ekkert nýtt í skýrslu Merrill Bjarni gagnrýndi skýrslu Merrill Lynch fyrir að meta áhættu ís- lenskra banka með samanburði á umfangi þeirra og umfangi íslenska ríkisins. „Íslenskir bankar vaxa hraðast allra í heiminum í dag. Það er óviðeigandi að gera áhættumat þeirra tortryggilegt með því að benda á að umsvif þeirra séu orðin meiri en umsvif íslenska ríkisins. Þetta þarf að setja í samhengi við það hve stór hluti af starfsemi bankanna á sér stað utan Íslands í dag,“ sagði Bjarni. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, tók undir gagn- rýni á skýrslu Merrill Lynch. Hann sagði að engar nýjar upplýsingar kæmu fram í skýrslunni, eingöngu ný túlkun á gömlum gögnum. Það hafi verið vitað í marga mánuði að íslenska hagkerfið glímdi helst við tvö lúxusvandamál: verðbólgu og viðskiptahalla, auk þess sem búist hafi verið við lækkun krónunnar um nokkurt skeið. Þrátt fyrir þessi vandamál væri íslenska hagkerfið byggt á sterkum grunni og vöxtur þess væri hvorki kraftaverk né sjónarspil. Það væri byggt á mikilli vinnu, frumkvæði, einkavæðingu og auknu frelsi í viðskiptum. Kaupin á Magasin gott tækifæri Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, fóru yfir fjár- festingar sinna fyrirtækja. Allir bentu þeir á að engar töfraformúlur lægju að baki velgengni fyrirtækj- anna, heldur mikil vinna og það að greina tækifæri. Jón Ásgeir sagði að kaupin á Magasin du Nord hafi til að mynda verið prýðistækifæri. Stjórnun fyr- irtækisins hafi verið í molum, þar hafi verið fjórir forstjórar á fimm árum. Þeir hafi komið inn í nóv- ember 2004, einfaldað reksturinn og nú þegar fengið 85% til baka af fjár- festingunni. Að öllu jöfnu geri þeir kröfu um 20% arðsemi eiginfjár. FL Group breytti tapi í hagnað Hannes Smárason tók í svipaðan streng og benti á að FL Group hafi keypt tvö dönsk lággjaldaflugfélög sem bæði voru að tapa, Sterling og Maersk. Með sameiningu fyrirtækj- anna hafi FL Group náð að snúa tapi í hagnað, með samlegð- aráhrifum, lækkun kostnaðar, nýj- um samningum og endurbættu flug- leiðakerfi. Hann sagði að í viðskiptum sem þessum væri mik- ilvægt að vera óhræddur við að taka ákvarðanir sem varða breytingar og endurskipulagningu fyrirtækja. Lykilatriði væri að útiloka allar til- finningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir, og tók sem dæmi um þetta fyrirhugaða sölu FL Group á Icelandair. Hannes kom lítið eitt inn á veik- ingu krónunnar og skýrslu Merrill Lynch. Hann sagði að þótt veiking krónunnar kæmi sér ekki vel fyrir marga, væri FL Group líklega einn fárra aðila sem hefði hagnast á ný- afstaðinni veikingu krónunnar. Ágúst Guðmundsson sannfærði áhorfendur um að engir töfrar lægju að baki íslensku velgengninni og að vöxtur Bakkavarar Group byggðist á góðum stuðningi frá bönkum og hluthöfum en félagið hefur leiðandi markaðshlutdeild á mörgum sviðum ferskrar matvöru í Bretlandi. Það má velta því fyrir sér hvort íslensku ræðumönnunum í Børsen Executive Club hafi í gær tekist að sannfæra dönsku þátttakendurna um að íslenskar fjárfestingar væru ekki byggðar á sandi. Hins vegar þarf ekki að velta því fyrir sér hvort Íslendingar muni áfram fjárfesta í Danmörku: „Við erum að skoða þrjú verkefni í Danmörku núna,“ lýsti Jón Ásgeir yfir og Hannes Smárason tók allan vafa af um næstu skref FL Group: „Við munum halda áfram að fjár- festa hér hvort sem ykkur líkar bet- ur eða verr.“ Halda áfram að fjárfesta í Danmörku „Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, lærir dönsku en þurfum við að fara að læra ís- lensku?“ spyrja Danir og vísa þar með í aukin um- svif Íslendinga í Dan- mörku. Þessi spurning kom meðal annars upp á ráðstefnu Børsen Ex- ecutive Club um „ís- lensku innrásina“ í Kaupmannahöfn í gær. Ragna Sara Jónsdóttir fylgdist með. Ljósmynd/Magnus Möller Svöruðu Dönum Að loknum erindum sínum svöruðu þeir Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason, Ágúst Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þórð- ur Friðjónsson fjölmörgum spurningum frá gestum ráðstefnunnar í Glersalnum í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. rsj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.