Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 31

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 31 UMRÆÐAN Á HEIMASÍÐU sinni lýsir Lands- virkjun hlutverki sínu þannig: „Hlut- verk Landsvirkjunar er að framleiða og afhenda raforku sem uppfyllir þarfir viðskiptavina sinna á sem hag- kvæmastan hátt.“ Þessi lýsing hlut- verks kemur upp í hug- ann við lestur ársreikn- ings fyrirtækisins fyrir árið 2005, en þar kem- ur fram að Lands- virkjun hafi gert samn- inga „…um álverð til þess að verja sölu- tekjur …“, síðan segir: „… er gangvirði þeirra neikvætt um 5,3 millj- arða króna (5.300.000.000 krónur) í árslok 2005 en und- irliggjandi fjárhæðir nema sem svar- ar til 23 milljarða króna.“ Ekki verð- ur ráðið annað af þessum upp- lýsingum en að Landsvirkjun hafi kastað sér út í kaupmennsku með vöru sem ekki er búið að framleiða og það framleiðir ekki. Selt óframleitt ál og lofað afhendingu á tilteknum stað og á tilteknum degi einhvern tíma í framtíðinni. Til að klára dæmið og standa við gerða samninga þarf Landsvirkjun þess vegna að kaupa ál á skyndimarkaði. Þetta geta verið ábatasöm viðskipti takist að selja dýrt og kaupa ódýrt. En mistök geta orðið ákaflega dýr. Í þessu tilfelli er greinilegt að Landsvirkjun hefur selt ódýrt og þarf að kaupa dýrt. Töl- urnar í ársskýrslunni benda til þess að söluverð á áli sé um 30% lægra í krónum reiknað en kaupverðið. Tap Landsvirkjunar af þessum samningi samsvarar nú þegar öllum þeim ávinningi sem fyrirtækið hugðist hafa af virkjunarframkvæmdum þeim sem kenndar eru við Norð- lingaöldu. Hér er um að ræða um 10% af eigin fé fyrirtækisins. Enn- fremur kemur fram í ársreikningn- um að Landsvirkjun stundi svokölluð markaðsviðskipti í ábataskyni. Ekki verður annað ráðið af athugasemd- inni en að um hreina spákaup- mennsku sé að ræða. Það er rétt að spyrja forstjóra fyr- irtækisins og stjórnarformann: Telj- ið þið svona kaup- mennsku með ál eða annan varning falla undir það hlutverk Landsvirkjunar að framleiða og afhenda raforku … á sem hag- kvæmastan hátt? Fellur spákaupmennska (markaðsviðskipti) und- ir hlutverk Landsvirkj- unar? Hversu umfangs- mikil teljið þið að þessi viðskipti eigi að vera (t.d. samanborið við eig- ið fé fyrirtækisins)? Hvaða markmiðum er þessum samn- ingum ætlað að ná? Var sú stefna fyrri stjórnar fyrirtækisins að tengja raforkuverð við álverð röng að ykkar mati? Ef svo er, hvaða stefnu er fylgt í þeim stóriðjusamningum sem nú eru nýyfirstaðnir eða standa fyrir dyrum? Er samið um fast verð á orkunni eða breytilegt? Ef samið er um álverðstengt verð á orkunni, er þá hugmyndin að halda áfram að selja ál framvirkt? Hvaða verklags- reglur gilda, innan fyrirtækisins, um samninga um álverð? Telur Landsvirkjun sig hafa þekk- ingu á álmarkaðnum umfram aðra þátttakendur á þeim markaði? Ef ekki, hvernig ætlar fyrirtækið sér að hafa hagnað af framvirkum samn- ingum? Ennfremur: Hversu langt fram í tímann er búið að festa álverð með framvirkum samningum? Hefur Landsvirkjun einhvern ávinning af óvenjuháu álverði nú eða var búið að „tryggja“ fyrirtækinu miklu lægra álverð í títtnefndum álverðssamn- ingum? Hvaða áhrif hefði segjum 10% hækkun álverðs á tekjur fyr- irtækisins nú og eftir 1 ár og eftir 5 ár? Í ljósi þess að Landsvirkjun hefur tapað 5,3 milljörðum á framvirkum samningum verður ekki hjá því kom- ist að beina þeirri spurningu til iðn- aðarráðherra, borgarstjóra Reykja- víkur og bæjarstjóra Akureyrar hvort forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins njóti enn trausts þeirra. Ennfremur: Telur iðnaðar- ráðherra rétt að fyrirtæki sem nýtur ríkisábyrgðar á lánum noti þann fjár- hagslega bakhjarl til að stunda af- leiðuviðskipti og jafnvel spákaup- mennsku? Liggur fyrir að eigendur Landsvirkjunar hafi heimilað fyr- irtækinu að stunda slík viðskipti? Ef svo er, eru heimildir fyrirtækisins til að stunda slík viðskipti takmörkuð að einhverju leyti? Nokkur hópur hagfræðinga, und- irritaður þar með talinn, hefur haft uppi efasemdir um áætlanagerð Landsvirkjunar. Ársreikningur fyr- irtækisins fyrir árið 2005 ber með sér að þessar áhyggjur eru ekki ástæðu- lausar, því miður. Ársreikningurinn ber einnig með sér að brýna nauðsyn ber til að afnema ábyrgð ríkis, borg- ar og Akureyrarbæjar af skuldbind- ingum félagsins áður en fleiri stór- slys hljótast af. Skattfé er ekki spilapeningur. Hvað eru 5,3 milljarðar milli vina? Þórólfur Matthíasson skrifar um Landsvirkjun ’Í ljósi þess að Lands-virkjun hefur tapað 5,3 milljörðum á framvirkum samningum er spurt hvort forstjóri og stjórn- arformaður fyrirtækisins njóti enn trausts eigenda fyrirtækisins.‘ Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (VHHÍ).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.