Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 53

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 53 FRÉTTIR KB banki hefur gefið Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 200 eintök af kennslu- forritinu Stærðfræðisnillingarnir – Tívolítölur. Um er að ræða nýjan tölvuleik á geisladiski þar sem Lúlli ljón og fleiri teiknimynda- persónur leiða börn frá 5 ára aldri í gegnum grundvallarþætti stærð- fræðinnar. Umhyggja mun dreifa diskunum til barna sem tengjast félaginu og geta nýtt sér þessa leið til náms og dægrastyttingar í senn. Á myndinni má sjá Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs KB banka, af- henda Rögnu K. Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, gjöfina. Með á myndinni eru Valdís Guð- laugsdóttir frá markaðsdeild KB banka og Ágúst Hrafnkelsson, for- maður Umhyggju. Gaf Umhyggju kennsluforrit fyrir börn FORMENN og starfandi formenn allra þingflokka á Alþingi hafa sam- eiginlega sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af fréttaumfjöllun um utan- ferðir alþingismanna. „Alþjóðlegt samstarf er hluti af starfi alþingismanna. Gert er ráð fyrir slíku samstarfi í þingsköpum Alþingis og til þess er veitt fé á fjár- lögum. Fari þingmaður á fundi er- lendis ber honum að tilkynna um fjarvist sína til skrifstofu Alþingis og liggur fjarvistaskrá frammi á hverj- um þingfundi. Fjarvistaskráning hefur ekki áhrif á launagreiðslur til þingmanna. Ef fjarvist vegna funda erlendis er á vegum Alþingis og nær yfir fimm þingfundadaga eða lengur get- ur alþingismaður tekið inn vara- mann en haldið óskertum launum á meðan. Varamaður situr skemmst tvær vikur á Alþingi. Þegar þing- menn taka þátt skemmri fundum, eða fundum sem eru ekki á vegum þingsins, skrá þeir sig hins vegar með fjarvist eins og gildir um fjar- vistir þingmanna vegna fundahalda í kjördæmi eða annars staðar hér á landi.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guð- laugur Þór Þórðarson, starf. for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar- innar, Magnús Stefánsson, starf. formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, Magnús Þór Hafsteinsson, formaður þing- flokks Frjálslynda flokksins. Yfirlýsing frá formönnum þingflokka Fjarvist hefur ekki áhrif á launagreiðslur Í DAG kl. 14–17.30 verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica á vegum Fuglaverndarfélags Íslands, Hætta- hópsins, Náttúruvaktarinnar og Náttúruverndarsamtaka Íslands, um atvinnu og umhverfi, undir heit- inu Orkulindin Ísland: Náttúra, mannauður og hugvit. Í frétta- tilkynningu segir að náttúruvernd- arsamtökum sé gjarnan legið á hálsi fyrir að berjast á móti stóriðjustefnu en benda ekki á aðrar leiðir í at- vinnumálum – þessi ráðstefna sé lið- ur í að gera einmitt það. „Við teljum að hægt sé að byggja hagvöxt og velsæld á Íslandi án þess að valda óafturkræfum spjöllum á náttúru Íslands, og teljum jafnframt að Íslendingar eigi mikla möguleika á sviði vísinda og tækni í þekkingar-, afþreyingar- og hátækniiðnaði, auk ferðaþjónustu og menntunar, með áherslu á nýsköpun á öllum sviðum. Ekki má heldur gleyma úrvinnslu gæðahráefnis í sjávarútvegi og land- búnaði. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt hversu miklir möguleikar eru á þessum sviðum en því miður virðast stjórnvöld ætla að setja þeim óyfirstíganlegar skorður með ein- stefnu sinni og áherslum á þunga- iðnað,“ segir í fréttatilkynningu. Guðmundur Páll Ólafsson, rithöf- undur og líffræðingur, flytur setn- ingarávarp, en fyrirlesarar eru úr ýmsum áttum. Í lok ráðstefnunnar verða umræður í pallborði þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða þessi mál. Ráðstefna náttúruverndarsamtaka Orkulindirnar eru náttúra, mannauður og hugvit AÐALFUNDUR AFS verður hald- inn á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 13 í húsnæði Félags bókagerðarmanna á Hverfisgötu 21. Eftir aðalfundinn, kl. 14.30, munu samtökin efla til málþings sem ber yfirskriftina „Forskot til framtíðar“, þar sem ætlunin er að fjalla um gildi AFS- dvalar fyrir ungt fólk og hvernig það nýtist bæði í námi og starfi að hafa fengið þá reynslu að hafa stundað nám og búið hjá erlendri fjölskyldu í heilt ár. Forseti alþjóðasamtaka AFS, Tachi Casal, verður gestur mál- þingsins og mun hann m.a. kynna niðurstöður rannsóknar sem al- þjóðasamtök AFS létu gera til að kanna áhrif skiptinemadvalar á ungt fólk. Aðrir framsögumenn á málþinginu eru: Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla. Ræða gildi AFS á aðalfundi Rangt föðurnafn Í FRÉTT í blaðinu í gær um fund framhaldsskólanema um styttingu náms til stúdentsprófs var farið rangt með föðurnafn Odds Þorra Viðarssonar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tripp Trapp Í FRÉTT um dóm Héraðsdóms Reykjaness um sölu á eftirlíkingu á vinsælli tegund barnastóla í Morg- unblaðinu í gær var sagt að stóllinn héti Trip Trap. Rétt heiti stólsins er Tripp Trapp. LEIÐRÉTT FJALLGÖNGUKEPPNI skáta verð- ur um helgina, 10.–12. mars. Ung- menni víða að taka þátt í Dróttskáta (Ds.) göngunni, þrjátíu klukku- stunda fjallgöngukeppnik, sem fer fram á Hellisheiði og nærliggjandi svæðum. „Hreysti, dáð og lúnir fæt- ur“ eru kjörorð Ds. göngunnar. Keppendur leysa ýmsar þrautir samhliða fjallgöngunni. Áætlað er að 40–50 skátar taki þátt í keppn- inni í ár. Auk þess koma eldri skátar og björgunarsveitarfólk að skipu- lagningu keppninnar. Mæting er í skíðaskála Víkings kl. 19.00 í dag, föstudag. Keppnin hefst á á morgun, laugardag, kl. 7.00 og stendur til kl. 14.00 á sunnu- dag. Fjallgöngukeppni skáta SKÁKMÓT fer fram í Egilshöll, Fossaleyni 1, í Grafarvogi, í dag, föstudaginn 10. mars. Þetta er fyrsta grunnskólamót Miðgarðs í skák og er ætlunin að gera skóla- skákmótið að árvissum atburði. Þátttakendur eru frá 7 skólum úr Grafarvogi og Kjalarnesi. Hver sveit er skipuð 8 einstaklingum auk 1–2 varamanna. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, set- ur mótið kl. 10. Farandbikar verður í verðlaun auk eignabikars fyrir þann skóla sem vinnur hvert ár og verðlaunapeningar fyrir liðsmenn þriggja efstu sveitanna (gull, silfur og brons). Grunnskólamót Miðgarðs í skák MENNTASKÓLINN í Kópavogi verður með kynningu á öllum námsbrautum skólans á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 12–16. Skólinn er móðurskóli í hótel- og veitinganámi, ferðagreinum og leiðsögunámi, ásamt því að vera einn stærsti menntaskóli á landinu. Margt verður gert til að lífga upp á daginn. Smurbrauðsjómfrúin Marentza mun sýna smurbrauðs- listir, væntanlegir leiðsögumenn bjóða upp á stutta skoðunarferð um Kópavog, framreiðslu- og mat- reiðslunemar sýna húsakynni og námsleiðir og bóknámsdeildir bjóða upp á kynningar á náms- greinum. Nemendafélag skólans mun taka þátt í kynningu á leik og starfi í skólanum, segir í frétta- tilkynningu. Kynning á námsbrautum MK WALDORFSKÓLINN Sólstafir verður öllum opinn á morgun, laug- ardaginn 11. mars, kl. 13–15. Kennarar og starfsfólk skólans verða til staðar til þess að sýna skólann og svara spurningum um starf hans og framtíðarsýn. Skólinn er til húsa í Hraunbergi 12 í Breið- holti. Opinn dagur í Waldorfskólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.