Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum.
Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir,
notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða
lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil
hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á
umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
við vöðva- og
liðverkjum
Voltaren
Emulgel
SENDI BUSH BRÉF
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra hefur sent George W. Bush
Bandaríkjaforseta bréf þar sem
hann óskar eftir svörum um hvernig
bandarísk stjórnvöld ætli að standa
við samning um varnir Íslands nú
þegar kalla á orrustuþotur og þyrlu-
sveit frá landinu í haust.
Stór fíkniefnarassía
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
gerði upptæk fíkniefni, kannabisefni
og amfetamín, fyrir um 10 milljónir
króna í stærstu fíkniefnaaðgerð
sinni, það sem af er árinu, á fimmtu-
dag. Fleiri en þrjátíu lögreglumenn
voru sendir snemma fimmtudags-
morguns til að framkvæma sex hús-
leitir í samstilltu átaki. Tólf manns
voru handteknir.
Exista skráð í kauphöll
Stefnt er að því að skrá hlutafé
Exista í kauphöll á þessu ári og slitið
á krosseignatengslin á milli fyr-
irtækisins og KB banka. Bankinn
mun losa um 19,2% hlut sinn í Exista
og verða hluthöfum greiddar auka-
arðgreiðslur í formi hluta í Exista.
Exista er aðaleigandi Exista B.V. fé-
lags sem er stærsti einstaki eigandi
KB banka með 21,1% hlut.
Færri flóttamenn
Umsóknum um pólitískt hæli í
auðgum ríkjum hefur fækkað mjög á
síðustu tveim áratugum og mest síð-
ust fimm ár, að sögn Flótta-
mannahjálpar SÞ. Er orsökin talin
vera auknar hömlur á hælisveitingar
eftir hryðjuverkin 2001 en einnig
hafi tekist að stöðva að mestu átök á
mörgum svæðum, þ. á m. Balkan-
skaga og í Afganistan.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Íslenskt mál 40
Fréttaskýring 8 Bréf 43
Úr verinu 14 Minningar 44/49
Viðskipti 18 Kirkjustarf 50
Erlent 22/23 Messur 50/51
Minn staður 26 Fermingar 51
Akureyri 27 Myndasögur 56
Suðurnes 27 Dagbók 56/59
Árborg 28 Víkverji 56
Daglegt líf 27/28 Velvakandi 57
Menning30/31, 57/61 Staður&stund 58/59
Daglegt líf 32/37 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Úr vesturheimi 38 Staksteinar 67
Umræðan 39/43 Veður 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
JÓHANNES Jónsson, stofnandi
Bónuss, og börn hans, Jón Ásgeir
og Kristín, ætla á næstu fimm árum
að gefa Barnaspítala Hringsins 300
milljónir króna. Þetta er ein
stærsta gjöf sem spítalinn hefur
fengið. Jóhannes hefur á liðnum
áratug styrkt starfsemi Barna-
spítalans með tuga milljóna styrkj-
um. Gjöfin verður m.a. notuð til að
hefjast handa við að auka há-
gæsluþjónustu á Barnaspítala
Hringsins, ráða starfsfólk og þjálfa
það.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra sagðist fagna því að ein-
staklingar tækju svo vel á fram-
faramálum sem efling hágæslu
væri. Hún sagði að þjónustan yrði
efld þar sem mesta álagsþörfin
væri svo að hægt væri að veita öfl-
uga hágæsluþjónustu og sagðist
ennfremur vera viss um að gjöf
þessi rynni í góðar hendur.
Anna Ólafía Sigurðardóttir,
sviðsstjóri hjúkrunar á barnasviði,
sagði að undanfarna mánuði hefði
sá möguleiki verið kannaður að efla
hágæsluþjónustu innan barnaspít-
alans en hann sinnti sífellt fleiri al-
varlega veikum einstaklingum. Það
hefði verið í skoðun að þessi þjón-
usta yrði styrkt og efld og hún
bætti við að öflug hágæsluþjónusta
yki enn öryggi veikustu ein-
staklinganna.
Ásgeir Haraldsson, sviðsstjóri
lækninga á barnasviði, benti á að
með gjöfinni nú væri hægt að hefja
skipulagningu á enn betri hágæslu,
þar sem fjölmörg börn á barnaspít-
alanum væru á milli gjörgæslu- og
legudeilda vegna alvarlegra sjúk-
dóma, sýkinga og annarra kvilla.
Jóhannes Jónsson og börn hans styrkja Barnaspítala Hringsins
Gefa 300 milljónir til að efla hágæslu
Morgunblaðið/Kristinn
Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á barnasviði, Ásgeir Haraldsson, sviðsstjóri lækninga á barna-
sviði, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, ásamt starfsmönnum spítalans, kynna peningagjöfina til spítalans.
FULLTRÚAR stéttarfélaga á Suð-
urnesjum, sem eiga félagsmenn að
störfum hjá Varnarliðinu, voru kall-
aðir hverjir í sínu lagi á samráðsfundi
hjá Varnarliðinu í gær. Þar var m.a.
gerð grein fyrir fyrirhuguðum breyt-
ingum hjá Varnarliðinu og rætt um
framtíð íslenskra starfsmanna þess.
Alls eiga 120 félagar í Verslunar-
mannafélagi Suðurnesja (VS) á hættu
að missa störf sín við brotthvarf varn-
arliðsins. Að sögn Guðbrands Einars-
sonar, formanns VS, er það stærsti
hópurinn í sama stéttarfélagi sem nú
óttast um störf sín. Í næst stærsta
stéttarfélaginu, Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur, eru 99 hjá
varnarliðinu.
„Það er töluvert stór biti fyrir okk-
ur að missa vinnu fyrir alla þessa fé-
lagsmenn,“ sagði Guðbrandur. „At-
vinnumál á svæðinu hafa verið í
ágætum farvegi undanfarna mánuði,
en það breytist með fjölgun á atvinnu-
leysisskrá sem
búast má við. Það
verður að grípa til
aðgerða eigi að
koma í veg fyrir
stórslys.“
Guðbrandur
kvaðst ekki sjá
annað en að af
uppsögnunum
yrði. Af orðum
forsætisráðherra
mætti ráða að enn væri ekki ljóst með
hvaða hætti Bandaríkjamenn ætluðu
að standa við varnarsamninginn. Þeg-
ar það lægi fyrir kæmi í ljós hvort ein-
hverjir Íslendingar yrðu endurráðnir.
„Einhver hluti starfsmanna, sem
hefur tengst alþjóðaflugvellinum, fær
væntanlega vinnu hjá ríkinu sem nýj-
um rekstraraðila flugvallarins,“ sagði
Guðbrandur. „En það er aðeins lítill
hluti af heildarmannaflanum sem
tengist þeirri starfsemi beint.“
Guðbrandur Einarsson, formaður VS
Stór biti að missa
vinnu fyrir alla
þessa starfsmenn
Guðbrandur
Einarsson
FRAM kom á blaðamannafundi með
Scott McClellan, talsmanni George
W. Bush Bandaríkjaforseta, í Hvíta
húsinu í gær að stjórnvöld í Wash-
ington legðu áherslu á gott samstarf
við Íslendinga um öryggismál þótt
varnarliðið fari á brott á árinu.
Fréttamaður RÚV var á fundinum
og spurði McClellan hvort það væri í
samræmi við anda góðrar samvinnu
að taka slíka einhliða ákvörðun.
„Bandaríkin verða eftir sem áður
skuldbundin til að verja Ísland og við
ætlum að standa við skuldbindingar
okkar sem hafa verið í gildi í rúma
hálfa öld í tengslum við varnarsátt-
málann og NATO-samninginn frá
1951. Þú ert að tala um fasta viðveru
herliðs á Íslandi. Forsetinn féllst á
tillögur varnarmálaráðherra um að
leggja af fasta viðveru mannmargs
herliðs á Íslandi. Við skýrðum rík-
isstjórn Íslands frá þessu í vikunni
að þetta skref yrði tekið í lok sept-
ember. Eftir það yrði ekkert fast
bandarískt herlið á Íslandi.
Við erum eftir sem áður skuld-
bundin til að verja Ísland og hlökk-
um til viðræðna við íslensku ríkis-
stjórnina um bestu leiðirnar til að
nútímavæða varnarsamstarfið. Við
hyggjumst líka efla samstarfið við
Íslendinga gegn nýjum ógnum á
borð við hryðjuverk, mansal og al-
þjóðlega glæpastarfsemi,“ sagði
Scott McClellan.
Vilja efla samstarf
gegn „nýjum ógnum“
TEKJUR vegna veru varnarliðsins
hafa snarminnkað á undanförnum
árum samkvæmt tölum sem Seðla-
banki Íslands hefur tekið saman um
tekjur af veru varnarliðsins hér á
landi á tímabilinu 1990 – 2005. Árið
1990 voru tekjurnar um 9,1 milljarð-
ur og voru það 7,0% af útflutnings-
tekjum og 2,5% af vergri landsfram-
leiðslu. Voru þær tekjur stöðugar
mestan hluta tíunda áratugarins en
tóku að hækka í lok hans og náðu há-
marki árið 2003 þegar þær voru um
11,9 milljarðar króna og nam það
3,8% af útflutningstekjum og 1,5% af
vergri landsframleiðslu. Síðan þá
hafa tekjurnar hríðminnkað og
höfðu þær aldrei verið minni árið
2005 þegar þær voru um 8,2 millj-
arðar króna og nam það 2,3% af út-
flutningstekjum og 0,8% af vergri
landsframleiðslu.
Heildartekjur á tímabilinu nema
um 161 milljarði króna og er launa-
kostnaður um 47 milljarðar en verk-
takakostnaður um 58 milljarðar.
Tekjur af varnarlið-
inu hafa minnkað