Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Framtalsaðstoð
Annast framtalsaðstoð
fyrir einstaklinga
með og án reksturs.
Annast einnig
frestbeiðnir.
Pantið tímanlega
í síma 511 2828 eða með
tölvupósti bergur@vortex.is
Skattaþjónustan ehf.
Bergur Guðnason hdl.
Suðurveri v/Stigahlíð
Að púsla
saman raun-
veruleikanum
á morgun
Draumaland
Andra Snæs Magnasonar
er sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð.
VEIÐIHEIMILDIR íslenskra
skipa á úthafskarfa minnka um
17% frá síðasta ári, samkvæmt
reglugerð sem sjávarútvegsráð-
herra hefur gefið út. Heimilt er að
veiða samtals 28.610 lestir af út-
hafskarfa á þessu ári og skiptist
þetta magn á tvö svæði. Heimilt er
að veiða 23.406 lestir á deilisvæði
sem að hluta liggur innan lögsög-
unnar en sá karfi er veiddur á
fyrri helmingi ársins, en 5.204 á
deilisvæði sem liggur alfarið utan
lögsögunnar en sá karfi er veiddur
á seinni helmingi ársins.
Á ársfundi Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar
(NEAFC), sem fram fór í London
í nóvember sl., náðist samkomulag
um stjórnunarráðstafanir varðandi
úthafskarfa. Öll aðildarríki
NEAFC að Rússum undanskildum
hafa samþykkt ráðstafanirnar.
Fram kemur í fréttatilkynningu
ráðuneytisins að þótt Íslendingar
hafi viljað minnka kvótann meira
en samkomulag varð um felur það
í sér að komið er lengra til móts
við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknar-
áðsins (ICES) en verið hefur und-
anfarin ár. Viðmiðunarheildarafla-
mark NEAFC var lækkað úr
75.200 lestum í 62.416. Þetta er
lækkun sem nemur 17% og munu
aðildarríkin draga úr sínum veið-
um sem því nemur.
Í ráðgjöf ICES felst að haga
eigi stjórn veiðanna með þeim
hætti að tekið sé tillit til þess að
um tvö aðskilin veiðisvæði sé að
ræða, annað innan og við lögsögu-
mörk Íslands og hitt sunnar og
vestar (oft kallað „neðri karfi“ og
„efri karfi“). Eins og undanfarin
ár lagði ICES til að veiðum verði
stjórnað þannig að ekki væri
hætta á að karfi yrði ofveiddur á
öðru hvoru veiðisvæðinu.
Þar sem stjórn veiða Íslendinga
hefur undanfarin ár tekið tillit til
þess að um tvö aðskilin veiðisvæði
er að ræða er ekki þörf á breyt-
ingu varðandi fyrirkomulag veiða
íslenskra skipa.
Kvóti úthafskarfa
minnkar um 17%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíu tonna hal Úthafskarfakvótinn dregst saman í ár.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið
út nýja reglugerð um vigtun og
skráningu sjávarafla. Meðal nýjunga
er að heimilt verður að vigta þorsk,
ýsu og ufsa eftir slægingu, þótt fiski
hafi verið landað óslægðum.
Í reglugerðinni eru margvísleg
nýmæli sem miða fyrst og fremst að
því að fella vigtunina betur að
vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnu-
greininni. Markmiðið er að lækka
kostnað og auka öryggi við skrán-
ingu og vigtun, segir í fréttatilkynn-
ingu ráðuneytisins.
Helstu nýmælin snúa að auknum
sveigjanleika í vigtunaraðferðum og
heimilt verður að vigta þorsk, ýsu og
ufsa eftir slægingu, þótt fiski hafi
verið landað óslægðum.
Reglugerðin tekur gildi 1. sept-
ember 2006. Samhliða gildistöku
reglugerðarinnar verður slæging-
arstuðlum breytt úr 16% í 12% fyrir
þorsk og ýsu, en 13% fyrir ufsa.
Vinna við reglugerðina hefur
staðið yfir á þriðja ár og samráð ver-
ið haft við helstu hagsmunaaðila, að
því er fram kemur.
Heimilt að vigta
eftir slægingu
HEILDARAFLI íslenskra skipa í ný-
liðnum febrúarmánuði var tæpum
10% minni en í sama mánuði 2005,
samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofu Íslands. Aflinn var alls 214.251
tonn samanborið við 300.969 tonn í
febrúar í fyrra. Það sem af er árinu
hefur aflinn dregist saman um 18%
frá sama tímabili í fyrra, sé hann
metinn á föstu verðlagi.
Það er slök útkoma loðnuvertíðar
sem veldur þessum samdrætti milli
ára og mánaða. Í febrúarmánuði í ár
lönduðu íslensk skip tæpum 160 þús-
und tonnum af loðnu en í fyrra ríf-
lega 246 þúsund tonnum. Á fyrstu
tveimur mánuðum ársins hafa því
borist rúm 168.000 tonn af loðnu
samanborið við rúmlega 449.000
tonn í fyrra.
Botnfiskaflinn var 49.200 tonn í
febrúar en var 50.900 í fyrra. Þorsk-
aflinn var 25.900 tonn en ýsuaflinn
tæp 8.800 tonn en afli ýsu dróst sam-
an um 1.200 tonn. Það sem af er
árinu nam afli botnfisks 79.800 tonn-
um sem er 3.900 tonna minnkun.
Ýsuaflinn er 1.200
tonnum minni
VEIÐAR Grænlendinga á náhval
og mjaldurhval eru að mati vís-
indanefndar NAMMCO ekki sjálf-
bærar, og telur nefndin að óbreytt-
ar veiðar muni koma niður á
stofnstærð þessara tegunda. Þetta
er ein þeirrar ályktunar sem
NAMMCO, Norður-Atlantshafs-
sjávarspendýraráðið, sendi frá sér
að loknum 15. ársfundi ráðsins sem
haldinn var hér á landi í vikunni.
Ráðið lýsti einnig yfir áhyggjum
sínum yfir ástandi rostungastofns-
ins á Vestur-Grænlandi, en frum-
rannsóknir á stofninum gefa til
kynna að veiðarnar séu ekki sjálf-
bærar. NAMMCO hrósaði hins veg-
ar Grænlendingum fyrir að hafa
tekið upp kvótakerfi í viðleitni til
að ná stjórn á veiðum á náhval og
mjaldurhval, en hvetur þá jafn-
framt til að draga enn frekar úr
veiðunum.
Ráðið hyggst halda áfram rann-
sóknum sínum á áhrif sjávarspen-
dýra á vistkerfi hafsins og vinna
frekar að þróun fjölstofna-
veiðiráðgjöf. Þá er stefnt að því að
koma á laggirnar nefnd um nýt-
ingu selstofna á Norður-Atlants-
hafinu.
Á ársfundinum voru Kate Sand-
erson frá Færeyjum endurkjörin
sem formaður ráðsins til tveggja
ára og Halvard P. Johansen frá
Noregi sem varaformaður.
Morgunblaðið/RAX
Náhvalur Grænlenskur veiðimaður á náhvalsveiðum við Thule.
Lýsa yfir áhyggjum af
hvalveiðum Grænlendinga