Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 23
ERLENT
Quito. AP. | Leiðtogi frumbyggja í
Ekvador hefur hafnað ákalli frá Al-
fredo Palacio, forseta landsins, um
að þeir hætti mótmælaðgerðum sín-
um vegna fyrirhugaðs fríverslunar-
samnings við Bandaríkin. Mótmælin
hafa staðið síðan á mánudag en
frumbyggjum hefur tekist að lama
samgöngur í landinu með aðgerðum
sínum og hafa ennfremur hótað því
að steypa ríkisstjórn Palacios af stóli
ef forsetinn skrifar undir samning-
inn við Bandaríkjamenn.
„Við munum halda áfram aðgerð-
um okkar og magna mótmælin til
muna,“ sagði Luis Macas, leiðtogi
samtaka frumbyggja í Ekvador, sem
þykja halla sér mjög til vinstri í
stjórnmálum. Heldur virtist þó hafa
dregið úr mótmælunum í gær, að því
er AP-fréttastofan greindi frá. Mót-
mælendur hafa lamað samgöngur
með því að koma fyrir brennandi
hjólbörðum á götum Quito, hlaða
grjótveggi og koma trjábolum þar
fyrir. Frumbyggjar vilja að stjórn-
völd hætti við fríverslunarsamning-
inn en þeir óttast að hann muni
skaða efnahag þeirra og menningu,
að aðeins hinir efnameiri muni hagn-
ast á honum.
Palacio forseti, sem var áður vara-
forseti og tók við völdum í fyrra þeg-
ar þingið rak Lucio Gutierrez forseta
úr embætti eftir að hann lagði
hæstarétt landsins niður, sagði hins
vegar í sjónvarpsávarpi á miðviku-
dag að mótmælin ættu sér það mark-
mið helst að skapa glundroða og
steypa stjórn hans. Hvatti hann
landa sína til að sýna samstöðu og
verja lýðræðið í landinu.
Neita að hætta
mótmælum
Frumbyggjar í Ekvador óánægðir með
fríverslunarsamning við Bandaríkin
AP
Frumbyggjakona tekur þátt í mótmælum í Quito á fimmtudag.
París. AFP. | Míkhaíl Shaakashvili,
forseti Georgíu, hvatti í gær Evrópu-
sambandið til þess að styðja við bak-
ið á stjórnarand-
stöðunni í
Hvíta-Rússlandi
en hann segir for-
setakosningar,
sem fara fram í
landinu á morgun
„skólabókardæmi
um hvernig hag-
ræða má kosn-
ingaúrslitum“.
Shaakashvili
benti á að fylgismenn Alexanders
Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rúss-
lands, stýri öllum kjörstjórnum í
landinu og að Lúkasjenkó hafi lagt
bann við því að eftirlitsmenn fylgist
með sjálfri talningu atkvæðanna.
Þessar „forsetakosningar“ geti því
aldrei staðið undir nafni.
Í fyrradag greindi yfirmaður ör-
yggislögreglunnar, KGB, í Hvíta-
Rússlandi frá því að þátttaka í mót-
mælaaðgerðum á morgun yrði skil-
greind sem hryðjuverk. Saakashvili
sagði hinsvegar í gær að boðaðar
mótmælaaðgerðir í Hvíta-Rússlandi,
og viðbrögð Evrópu við þeim, væru
prófsteinn á það hversu staðráðnar
Evrópuþjóðir væru í því að losna við
einræðisstjórnir í álfunni. Hvatti
hann ESB til að herða á efnahags-
legum og pólitískum þvingunarað-
gerðum sínum gagnvart stjórnvöld-
um í Hvíta-Rússlandi.
ESB auki
þrýsting á
yfirvöld í
H-Rússlandi
Míkhaíl
Saakashvili
Dili á Austur-Tímor. AP. | Yfirvöld í her
Austur-Tímor hafa rekið þriðjung
liðsmanna hersins í kjölfar þess að
hermennirnir fóru í verkfall til að
mótmæla slæmum aðbúnaði.
„Þeir hafa formlega verið reknir,“
sagði Taur Matan Ruak yfirhers-
höfðingi um þá næstum 600 hermenn
sem undanfarinn mánuð hafa verið í
verkfalli og krafist hafa þess, að
stjórnvöld á Austur-Tímor bregðist
við umkvörtunum þeirra.
Alls eru um 1.400 liðsmenn í her
Austur-Tímor og því ræðir hér um
meira en einn þriðja hermanna
landsins. Hernum var komið á fót
eftir að íbúar Austur-Tímor sam-
þykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið
1999 að segja skilið við Indónesíu og
stofna sjálfstætt ríki.
Flestir verkfallsmanna voru áður í
hópi skæruliða, sem börðust í 25 ár
gegn Indónesíuher. Þeir segja fram-
gangsreglur í hernum ósanngjarnar
og ennfremur, að yfirmenn hygli
gjarnan vinum sínum og vanda-
mönnum.
Reka þriðj-
ung herafla
A-Tímor
♦♦♦