Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING THE NORDIC ART SCHOOL IN KARLEBY, FINLAND is an intermediate level art school in Scandinavia.The school offers a two-year education in art. The main subjects are drawing, painting, and art theory. Tuition is also given in video, sculpture, graphic art and installation.The tuition is handled by a director of education and a head teacher. The school is known for its unique guest teaching programme, with 30 guest teachers per year, from Scandinavia and other European countries. The teaching languages are Swedish and English. Application by the end of May. Application form, brochure and information from: The Nordic Art School - Nordiska Konstskolan Borgmästaregatan 32, FIN-67100 Karleby, Finland Phone: +358 (0)6 836 2120, fax: +358 (0)6 831 7421 e-mail:info@nordiskakonstskolan.org www.nordiska konstskolan.org RÓBERT, Clara og Jóhannes, ein magnaðasta þrenning tónlistarsög- unnar lifnar við í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 17, en ekki kl. 16 eins og áður var auglýst, í dagskrá í tali og tónum, sem tónlistarkonurnar Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari og Hulda Björk Garðarsdóttir hafa sett saman. Auður segir dagskrána óvenju- lega, en upphaflega hafi þær bara ætlað að flytja tónlist eftir Clöru Schumann, Róbert Schumann og Jó- hannes Brahms. „Við fórum að lesa okkur til um ævi þeirra, en þau lifðu öll mjög dramatísku lífi. Clara er miðpunkturinn á tónleikunum. Hún átti ótrúlega erfiða ævi. Hún var kona Róberts, og eignaðist með hon- um átta börn – sjö þeirra lifðu. Sjálf var hún píanósnillingur – en þurfti líka að sjá um manninn sinn, sem var orðinn veikur. Hún var í rauninni nú- tímakona á þeim tíma. Kvenrétt- indakonur ættu að heiðra hana með því að mæta á tónleikana. Hún lifði í karlaheimi, og ekki má gleyma því að hún samdi sjálf tónlist – sem var óvenjulegt í þá daga. Hún var algjör ofurkona.“ Sálufélagar frá æsku Það voru dagbækur Clöru og sendibréf hennar og Róberts, sem kveiktu í Auði, Steinunni Birnu og Huldu Björk. „Við urðum alveg heill- aðar af þessari lesningu. Clara segir frá fyrsta kossinum þeirra Róberts, þegar hún var sextán ára, og þá varð ekki aftur snúið. Róbert Schumann kom fyrst í spilatíma til pabba Clöru, þegar hún var ellefu ára. Ég myndi segja að þau hafi alla tíð verið sálu- félagar og saga þeirra er mjög falleg. Þau hefja samband sem sálufélagar – en það þróast yfir í takmarkalausa ást. Bréfin á milli þeirra eru ótrúlega falleg. Þegar hún er á aldrinum 18– 20 ára skrifar hún honum rómantísk bréf og er mjög þroskuð og eiginlega gömul sál. Maður hálfskammast sín fyrir það hvað allt er órómantískt í dag. Í hraða nútímans gleymist þetta. Bréfin þeirra segja manni líka margt um innihald tónlistar þeirra. Það er mjög sérstakt að geta lesið um það sem þau voru að gera á heim- ilinu og hugsa á sama tíma og þau voru að ljúka við tiltekin verk. Þetta gefur manni svo miklu, miklu meira. Það var merking í hverri nótu, og engin yfirborðsmennska. Þessu lang- aði okkur að koma til skila.“ Tónlistarkonurnar ákváðu að sendibréfin og dagbækurnar fengju sitt hlutverk á tónleikunum, til að dýpka kynnin af tónskáldunum, og Arnar Jónsson leikari var fenginn til að lesa á móti Huldu Björk. „Við urð- um innblásnar af þessu, en það var ekki hægt að láta Huldu lesa fyrir Róbert. Við vorum svo heppnar að fá í hendur ritgerð sem Anna M. Magn- úsdóttir hafði skrifað um þríeykið og notum sem handrit á tónleikunum.“ Töluverðar heimildir eru til um þetta efni, bréf Clöru frá árunum áð- ur en þau Róbert giftust eru ein og sér tvö þykk bindi í enskri útgáfu, svo af nógu var að taka. „Það var erf- itt að fara í gegnum þetta en mjög gaman. Þetta er efni í gamaldags rómantíska Hollywood-mynd.“ Brahms varð sálufélagi beggja En svo kom að því að Jóhannes Brahms „hringdi dyrabjöllunni í Hollywood-handritinu“, eins og Auð- ur orðar það – og það gerðist árið 1853. „Þá var Brahms ungt tónskáld. Róbert Schumann heillaðist af hon- um. Brahms varð þeim strax kær fjölskylduvinur – og besti vinur á all- an hátt. Brahms hjálpaði Clöru óskaplega mikið í veikindum Schu- manns. Hún mátti ekki heimsækja manninn sinn í tvö ár meðan hann var á geðsjúkrahúsi. Þá var hún nýbúin að eignast sitt áttunda barn.“ Ekki er víst að Jóhannes Brahms hafi passað fyrir Clöru – það hefur varla þótt karlmannsverk í þá daga, og að líkindum hafur Clara haft stúlku í vist til að gæta barnanna. Hjálp hans var henni þó mikilvæg. „Hann var henni líka andlegur sálu- félagi, eins og maðurinn hennar og vinur í raun. Þegar hún gat ekki lengur talað við Róbert vegna geð- veiki hans – átti hún Brahms að sem trúnaðarvin. Meðan Róbert var á sjúkrahúsinu, spilaði hún á tón- leikum til að framfleyta fjölskyldunni og þá þurfti hún stuðning. Þann stuðning sótti hún til Brahms, sem hvatti hana og lét hana hafa verk til að spila.“ Sönglög eftir Clöru Auður segir að verk Clöru sem þær flytji á tónleikunum heyrist ekki oft á tónleikum. Þær leika Rómönsur ópus 22 fyrir fiðlu og píanó eftir Clöru Schumann, en líka tvö sönglög eftir Clöru, sem Auður efast um að hafi verið flutt hérlendis áður. Karl- arnir tveir eiga líka hvor sín tvö sönglögin á dagskránni, auk þess leika þær Sónötu í a-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Schumann og Sonaten- satz – sónötuþátt eftir Brahms. „Tónlistin tengist textanum sem þau Arnar og Hulda Björk lesa á milli verka,“ segir Auður. „Við endum á Sónötunni sem Schumann samdi þegar sjúkdómurinn var að byrja að gera vart við sig.“ Það var erfitt til að byrja með, að sögn Auðar, að trúa sögu þessa fólks – svo dramatísk er hún. „En þetta eru dagbækur og sendibréf – og maður veit að svona var þetta. Dram- að í kringum þau er svo mikið og öll eru þau svo heil í tónlistarsköpun sinni.“ Hann þurfti frið til að semja Jóhannes Brahms og Róbert Schumann eru meðal stærstu nafnanna í tónlistarsögunni. Stór og mikilvægur hlutur Clöru hefur verið að koma æ skýrar í ljós eftir því sem hennar ferill hefur verið rannsak- aður á síðari árum. „Það er ómögu- legt að segja hvort Clara hefði getað orðið stórt og merkilegt tónskáld – hún fékk einfaldlega ekki nógu mörg tækifæri til að semja. Það tíðkaðist ekki, auk þess sem hún hafði ekki tíma, með sjö börn og geðsjúkan eig- inmann. Eftir að hann dó varð hún að einbeita sér að því að spila á tón- leikum til að framfleyta fjölskyld- unni, og þá hætti hún alveg að semja. Og á meðan hann lifði, þá mátti hún til dæmis ekki æfa sig meðan hann var að semja – því hann krafðist þess að hafa frið. Hún hafði þó heilmikil áhrif. Brahms bar verkin sín undir hana mjög oft, vildi hennar álit. Það hefur Schumann örugglega gert líka. Hún spilaði verk þeirra beggja og kom þeim þannig á framfæri. Hún aðstoð- aði þá báða við þeirra tónsmíðar og sagði sína skoðun. En tónlistarsagan var auðvitað skrifuð af karl- mönnum,“ segir Auður og hlær. Tónlist | Það sem sendibréfin segja um Brahms, Clöru og Róbert Schumann – tónleikar í Salnum í dag Djúpstæð vinátta þriggja tónsnillinga Morgunblaðið/Ómar Arnar Jónsson, Auður Hafsteinsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á æfingu. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Clara skrifar Róbert: Kæri Róbert. Ég sá þig, aðeins nokkrum skrefum frá mér, og ég gat ekki yfirgefið vagninnn til að kasta mér í fang þér … Þegar ég sá þig nálgast fannst mér eins og myndi líða yfir mig af kvölum; allt varð svart, og þegar þú fjar- lægðist og ég sá þig ekki lengur, brast hjarta mitt og tárin streymdu niður svo ég gat ekki leynt þeim. Tilfinningin var ólýsanleg. Róbert skrifar Clöru: Ég hef slíka ólýsanlega þörf fyrir að sjá þig, þrýsta þér að hjarta mínu. Ég sé þig alstaðar, þú gengur um gólfin fram og til baka með mér, þú liggur í örmum mínum og ekkert af þessu, ekk- ert, er raunveruleikinn. Ég er veikur. Og hversu lengi mun þetta vara? Clara – dagbókarbrot: Dag einn árið 1854 sá ég hóp manna streyma niður götuna í áttina að húsi okkar. Róbert var studdur af tveimur mönnum, hann var með grænu slána sína vafða utan um sig og var holdvot- ur. Hann hafði kastað sér í Rín- arfljót … einmitt eins og hann hafði dreymt fyrir tuttugu árum. Clara og Róbert ÞEGAR tónskáldið og sprelligosinn Erik Satie var kominn á efri ár klæddi hann sig eitt sinn í tjullpils og tók nokkur ballettspor fyrir framan vini sína. Þetta kom upp í huga minn er Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Davids Charles Abells, flutti Pelleas og Melisande, svítu eftir sam- landa Saties, Gabriel Fauré. Vissulega er tónlistin fíngerð og lágstillt, en engu að síður var túlkunin svo dauf að mað- ur spurði sjálfan sig af hverju verið væri að flytja verkið yfirleitt. Það var álíka tilgangslaust og þegar roskinn karlmaður klæðir sig í tjullpils og dansar ballett. Satie var auðvitað að gera að gamni sínu, en hver var afsök- un hljómsveitarstjórans? Þekktasti þátturinn úr svítunni var sá þriðji, hið draumkennda Sicilenne, sem er fullt af tilfinningum þótt þær séu fæstar á yfirborðinu. Ekki var að heyra það á leik hljómsveitarinnar; þvert á móti vantaði bara að sápuaug- lýsing væri sýnd á tjaldi fyrir ofan sviðið. Sem betur fer kom annað hljóð í strokkinn er píanóleikarinn Stephen Hough steig á sviðið og spilaði píanó- konsert nr. 4 eftir Saint-Saëns. Sjálf músíkin fór að vísu ægilega í taug- arnar á sumum tónleikagestum sem ég ræddi við í hléinu á eftir, en ég var ekki sammála. Tónlistin kom stöðugt á óvart og laglínurnar voru skemmti- lega hráar og hressilegar, þótt þær hafi ekki rist sérlega djúpt. Og svo var flutningurinn svo glæsilegur að það var ekki annað hægt en að hafa gaman af. Hough er einstakur píanó- leikari með magnaðan áslátt, í senn gríðarlega öflugan en líka unaðslega mjúkan. Fingraspil var skýrt og jafnt og ógnarhraðir hljómar svo fyr- irhafnarlausir að maður saup hveljur hvað eftir annað. Talsvert síðri var þriðja sinfónían eftir bandaríska tónskáldið Aaron Copland, sem var lokaatriði dag- skrárinnar. Þetta mun hafa verið frumflutningur verksins hérlendis, þrátt fyrir að það hafi verið samið í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Segja má að kjarninn í sinfóníunni, lúðrablásturinn Fanfare for the Com- mon Man, sé eitt helsta sameining- artákn bandarísku þjóðarinnar. Hann heyrist í annarri hverri amerískri stríðsmynd og líka í ótal vestrum, auk þess sem hann hefur verið stældur út í það óendanlega. Málmblásararnir eru því afar áberandi í verkinu og til allrar óhamingju olli leikur þeirra vonbrigðum á tónleikunum. Nú er ég ekki að segja að hver einasti málm- blásari hafi spilað illa; öðru nær, en stundum þarf ekki nema eina óhreina rödd til að skemma heildarsvipinn. Og það gerðist of oft. Strengjaleik- ararnir áttu líka sín slæmu augnablik; margt í öðrum þættinum var áber- andi bjagað og ýmislegt var ekki heldur viðunandi víða annars staðar. Hins vegar var hávaðinn á tíðum ógn- arlegur, en þar sem hann virkaði að- allega eins og verið væri að breiða yf- ir misfellurnar í flutningnum var hann síst meira spennandi en hver annar tannlæknabor. Jafnvel þegar hljómsveitarstjórinn hoppaði hátt í loft í síðasta hljómnum var það ekk- ert flott; það var aðeins aumk- unarvert. Bara karl í tjullpilsi að dansa ballett. Hver var tilgangurinn? TÓNLIST Háskólabíó Tónsmíðar eftir Copland, Fauré og Saint- Saëns. Einleikari: Stephen Hough; hljóm- sveitarstjóri: David Charles Abell. Fimmtudagur 16. mars. Sinfóníutónleikar Jónas Sen AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.