Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 33 DAGLEGT LÍF Í MARS Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Okkur leiddist einn daginnog fengum þá hugmyndað skreppa til Gummabróður og skoða gisti- húsið hans. Ég fann tilboðsferð fyrir okkur á netinu og nokkrum dögum seinna vorum við farnar í helgarferð til hans,“ segir Svan- hvít Guðmundsdóttir. Hún fór ásamt þremur systrum sínum til Englands í febrúar síðastliðnum til að heimsækja Guðmund Ólafsson, bróður þeirra, sem rekur eitt glæsilegasta gistihús þar í landi eða „bed and breakfast“. „Gistihúsið heitir The Old Rail- way Station og er í gamalli lest- arstöð. Guðmundur keypti það ásamt konu sinni Katie Ólafsson í október árið 2004 en það var opn- að fyrst árið 1996. Forsagan er að þau bjuggu í Chichester, sem er þarna rétt hjá, og á fertugsafmæli Katie bauð hann henni á gisti- húsið. Þau urðu ástfangin af staðn- um og þegar hann kom á sölu ákváðu þau að skella sér í kaupin, en hvorugt þeirra hafði komið ná- lægt slíkum rekstri áður.“ Eldhús í miðasölunni Gistihúsið er í gamla stöðv- arhúsinu og á járnbrautartein- unum fyrir utan standa þrír lest- arvagnar sem eru nú herbergi. „Stöðvarhúsið var byggt árið 1894 en hafði verið í eyði í 40 ár þegar það var gert upp og opnað sem gistihús 1996. Lestarvagnarnir eru frá sama tímabili og Titanic og eins og vagnarnir sem voru í Aust- urlandahraðlestinni. Það eru að- eins til fimmtán slíkir vagnar í heiminum,“ segir Svanhvít. Hún segir að vagnarnir og stöðin hafi verið mjög illa farin en allt hafi verið gert vandlega upp og fengið að halda glæsileika sínum og kar- akter. „Setustofan er þar sem bið- stofan var, herbergi þar sem karlaklósettið var og eldhúsið þar sem miðasalan var, miðalúgurnar eru þar meira að segja ennþá.“ Svanhvít segir reksturinn ganga mjög vel hjá þeim enda hafi þetta gistiheimili fengið mikla umfjöllun og fjölda viðurkenninga, sú nýj- asta er Cesar-verðlaunin frá The Good Hotel Guide 2005, svo hefur það líka unnið bæði Hotel of the year og Bed/Breakfast of the Year frá The English Tourist Board nokkrum sinnum. „Gistihúsið er í West Sussex, sem er við suðurströnd Englands. Það er stutt frá London, en virðist vera í órafjarlægð sökum þess hversu strjálbýlt það er og það hefur enn þessa kyrrlátu sveita- fegurð gamla Englands. Það er alltaf gaman að sjá hvað borin er mikil virðing fyrir öllu gömlu og því vel við haldið á Englandi.“ Svandís segir margt hafa verið að skoða í nágrenni gistihússins. „Þrátt fyrir annir í rekstrinum gaf Guðmundur sér góðan tíma með systrum sínum, keyrði okkur um og fór með okkur í siglingu til Portsmouth og í skoðunarferðir til Arundel og Chichester. Petworth, sem er næsta þorp við gistihúsið, er mjög fallegt og þar er mjög mikið af antikbúðum sem gaman er að skoða. Ef fólk er á ferðinni þarna mæli ég með að fara út að borða á veitingastaðnum Exsurgo í Midhurst en það er um tíu kílómetra frá The Old Railway Station. Og að setjast inn á ekta breskt kaffihús og fá sér Cream Tea að hætti Sussexbúa er nauð- synlegt og alveg einstök upplifun.“ Svandís segir að þeim systrunum finnist bróðir sinn sniðugur að hafa drifið sig í gistihúsakaup. „Ef maður lætur ekki draumana ræt- ast þegar tækifærin gefast þá verður ekkert af þeim. Það þyrftu fleiri að hafa kjark til að svissa svona yfir. Við systkinin erum níu og núna stefnum við öll að því að fara saman og gista hjá honum, en skipuleggja það með meiri fyr- irvara í það skiptið.“ Hún segir systkinin vera mjög samrýnd og ferðast oft saman. „Þegar eitt- hvert okkar á sextugsafmæli bjóð- um við afmælisbarninu í ferð út. Við erum búin að fara í tvær slík- ar ferðir og förum svo í eina í ár,“ segir Svanhvít að lokum.  FERÐALÖG | Svanhvít Guðmundsdóttir fór með systrum sínum til Englands Gistihús í gamalli lestarstöð Gistihúsið The Old Railway Station er í gamalli lestarstöð og nokkur her- bergi eru í gömlum járnbrautavögnum sem sjást til vinstri á myndinni. Systkinin Guðmundur, Dagbjört, Ingigerður, Jóna og Svanhvít við höfnina í Portsmouth þangað sem þau fóru í siglingu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Heimasíða The Old Railway Station er: www.old-station.co.uk HÓTELINU Radisson SAS 1919 í Reykjavík hefur verið boðin þátt- taka í alþjóðlegu samstarfsneti lúxusaðila í ferðaþjónustu, sem nefnist Virtuoso Hotel & Resort og snýst um að upplýsa alla helstu og mikilvægustu ferðasala og umboðsskrifstofur heims um vönduðustu hótelin og það sem þau hafa upp á að bjóða. Í frétta- tilkynningu frá Radisson SAS 1919 kemur fram að hótelið er fyrsta hótelið í Radisson SAS keðjunni sem hlýtur þennan heið- ur. Virtuoso er samstarfsnet rúm- lega 7.000 sérfræðinga á sviði ferðaþjónustu um allan heim og veitir helstu umboðsaðilum lúx- usferðalaga og ferðaskrifstofum heims upplýsingar um markaðs- setningu, sölu, tæknilegan stuðn- ing og framboð og þjónustu í hæsta gæðaflokki.  HÓTEL | Radisson SAS 1919 Boðin þátt- taka í alþjóð- legu neti lúxusaðila Radisson SAS 1919 er fyrsta Radisson SAS-hótelið sem boðin er þátttaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.