Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 37
DAGLEGT LÍF Í MARS
VÖRUKARFAN hækkaði um rúm
13% að meðaltali í lágvöruverðs-
verslunum milli verðkannana verð-
lagseftirlits ASÍ í október í fyrra og
nú í mars. Í öðrum stórmörkuðum
hefur karfan hækkað um 8,7% og í
klukkubúðunum er hækkunin 2,4%
að meðaltali.
Gerður er samanburður á verði al-
mennrar neyslukörfu sem inniheld-
ur m.a. mjólkurvörur, ost, brauð-
meti, ávexti, grænmeti,
drykkjarvörur, kaffi og þvottaefni.
Matar- og drykkjarliðurinn í vísi-
tölu neysluverðs hefur hækkað sam-
fellt síðan í júní í fyrra eftir mikla
lækkun á fyrri hluta ársins 2005 og
er nú mjög svipaður og í upphafi árs
2005 áður en verðstríð á mat-
vörumarkaði skall á, að sögn ASÍ.
Á heimasíðu ASÍ segir, að hækk-
anir undanfarinna mánaða megi m.a.
rekja til hækkana á verði hjá inn-
lendum birgjum, sem margir hækk-
uðu heildsöluverð nú í upphafi árs,
og nýs umbúðagjalds sem lagt var á
um áramót. Auk þess séu neytendur
nú sjálfir að einhverju leyti að greiða
fyrir miklar lækkanir á vöruverði í
verðstríðinu á síðasta ári sem reynd-
ist mörgum kaupmönnum dýrkeypt.
Matvöruverð hækkar í verslunum
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Ásdís
Gerður var samanburður á verði körfu sem inniheldur m.a. mjólkurvörur, ost, brauðmeti, ávexti og grænmeti.
RAFMAGNSKOSTNAÐUR hefur
hækkað um 16–23% á síðustu þremur
árum í stærstu þéttbýliskjörnum
landsins þar sem yfir 80% íbúa lands-
ins búa. Á síðustu þremur árum hafa
raforkusalar hins vegar nálgast hver
annan í verðlagi á kostnað stærstu
þéttbýliskjarnanna því munur á
hæsta og lægsta raforkuverði fyrir
þremur árum nam 45%, en verðmun-
urinn nemur nú aðeins 5%.
Þetta eru m.a. niðurstöður könn-
unar, sem Neytendasamtökin gerðu í
tíu sveitarfélögum.
Í ljós kom að lægsta orkuverðið er
á suðvesturhorninu þar sem Hita-
veita Suðurnesja og Orkuveita
Reykjavíkur þjóna. Greinilegt er að
viðskiptavinir Norðurorku hafa orðið
verst úti á þessu tímabili því þeir
voru með annað lægsta verðið í sams
konar könnun sem gerð var fyrir
þremur árum en búa nú við hæsta
verðið. Verðhækkunin nemur 21%.
Viðskiptavinir Orkuveitu Vestfjarða
hafa orðið fyrir 10% verðhækkun og
eru með næsthæsta verðið.
Raforkuverð hefur á hinn bóginn
lækkað í nokkrum minni þéttbýlis-
kjörnum á landsbyggðinni á tíma-
bilinu. Til að mynda hefur orðið 11%
lækkun hjá Rarik og íbúar Árborgar
nutu kjarabótar þegar Hitaveita Suð-
urnesja tók yfir Selfossveitur.
„Það verður athyglisvert að fylgj-
ast með hvort markaðsvæðing á raf-
orku muni á endanum skila sér til
neytenda. Enn hefur hún bara skilað
verðhækkunum til stærsta hluta
þjóðarinnar. Auk þess hafa margir
framleiðendur kvartað undan hærra
raforkuverði. Bakarameistarar hafa
bent á að verð á rafmagni hefur
hækkað um 50% frá því að orkuverð
til þeirra fór á frjálsan markað í árs-
byrjun 2005. Samtök iðnaðarins hafa
sent frá sér ályktun þar sem þeir
harma verðhækkanir og kalla eftir
virkri samkeppni á raforkumark-
aðnum. Þannig er það budda neyt-
andans sem fær skellinn því hækkun
hjá framleiðendum skilar sér í hærra
vöruverði á íslenskri framleiðslu. Á
næstu mánuðum mun fyrst reyna á
hvort heimilin njóti einhverrar sam-
keppni, en því miður hafa þessar
breytingar ekki enn skilað sér til ís-
lenskra neytenda,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
NEYTENDUR | Neytendasamtökin kanna verð á rafmagni
Viðskiptavinir Norðurorku
borga nú mest
Fréttir á SMS
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is
Spillum ekki framtíðinni
Þú berð ábyrgð á þinni starfsemi
og hvaða áhrif hún hefur á umhverfið.
Efnamóttakan býður fyrirtækjum upp
á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna.
Þú kemur eða við sækjum.
Efnamóttakan í Gufunesi er opin
virka daga frá 7.30 – 16.15.
Er spilling í þínu
fyrirtæki?
Dæmi um greinar:
Bílgreinar
Prenti›na›ur
Efnalaugar
Verktakar
Matsölusta›ir
Ljósmyndastofur
Meindýraeyðar
Rannsóknarstofur
M
IX
A
•
fí
t
•
5
1
0
0
2