Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 37 DAGLEGT LÍF Í MARS VÖRUKARFAN hækkaði um rúm 13% að meðaltali í lágvöruverðs- verslunum milli verðkannana verð- lagseftirlits ASÍ í október í fyrra og nú í mars. Í öðrum stórmörkuðum hefur karfan hækkað um 8,7% og í klukkubúðunum er hækkunin 2,4% að meðaltali. Gerður er samanburður á verði al- mennrar neyslukörfu sem inniheld- ur m.a. mjólkurvörur, ost, brauð- meti, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur, kaffi og þvottaefni. Matar- og drykkjarliðurinn í vísi- tölu neysluverðs hefur hækkað sam- fellt síðan í júní í fyrra eftir mikla lækkun á fyrri hluta ársins 2005 og er nú mjög svipaður og í upphafi árs 2005 áður en verðstríð á mat- vörumarkaði skall á, að sögn ASÍ. Á heimasíðu ASÍ segir, að hækk- anir undanfarinna mánaða megi m.a. rekja til hækkana á verði hjá inn- lendum birgjum, sem margir hækk- uðu heildsöluverð nú í upphafi árs, og nýs umbúðagjalds sem lagt var á um áramót. Auk þess séu neytendur nú sjálfir að einhverju leyti að greiða fyrir miklar lækkanir á vöruverði í verðstríðinu á síðasta ári sem reynd- ist mörgum kaupmönnum dýrkeypt. Matvöruverð hækkar í verslunum  NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís Gerður var samanburður á verði körfu sem inniheldur m.a. mjólkurvörur, ost, brauðmeti, ávexti og grænmeti. RAFMAGNSKOSTNAÐUR hefur hækkað um 16–23% á síðustu þremur árum í stærstu þéttbýliskjörnum landsins þar sem yfir 80% íbúa lands- ins búa. Á síðustu þremur árum hafa raforkusalar hins vegar nálgast hver annan í verðlagi á kostnað stærstu þéttbýliskjarnanna því munur á hæsta og lægsta raforkuverði fyrir þremur árum nam 45%, en verðmun- urinn nemur nú aðeins 5%. Þetta eru m.a. niðurstöður könn- unar, sem Neytendasamtökin gerðu í tíu sveitarfélögum. Í ljós kom að lægsta orkuverðið er á suðvesturhorninu þar sem Hita- veita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur þjóna. Greinilegt er að viðskiptavinir Norðurorku hafa orðið verst úti á þessu tímabili því þeir voru með annað lægsta verðið í sams konar könnun sem gerð var fyrir þremur árum en búa nú við hæsta verðið. Verðhækkunin nemur 21%. Viðskiptavinir Orkuveitu Vestfjarða hafa orðið fyrir 10% verðhækkun og eru með næsthæsta verðið. Raforkuverð hefur á hinn bóginn lækkað í nokkrum minni þéttbýlis- kjörnum á landsbyggðinni á tíma- bilinu. Til að mynda hefur orðið 11% lækkun hjá Rarik og íbúar Árborgar nutu kjarabótar þegar Hitaveita Suð- urnesja tók yfir Selfossveitur. „Það verður athyglisvert að fylgj- ast með hvort markaðsvæðing á raf- orku muni á endanum skila sér til neytenda. Enn hefur hún bara skilað verðhækkunum til stærsta hluta þjóðarinnar. Auk þess hafa margir framleiðendur kvartað undan hærra raforkuverði. Bakarameistarar hafa bent á að verð á rafmagni hefur hækkað um 50% frá því að orkuverð til þeirra fór á frjálsan markað í árs- byrjun 2005. Samtök iðnaðarins hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma verðhækkanir og kalla eftir virkri samkeppni á raforkumark- aðnum. Þannig er það budda neyt- andans sem fær skellinn því hækkun hjá framleiðendum skilar sér í hærra vöruverði á íslenskri framleiðslu. Á næstu mánuðum mun fyrst reyna á hvort heimilin njóti einhverrar sam- keppni, en því miður hafa þessar breytingar ekki enn skilað sér til ís- lenskra neytenda,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna.  NEYTENDUR | Neytendasamtökin kanna verð á rafmagni Viðskiptavinir Norðurorku borga nú mest Fréttir á SMS Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Spillum ekki framtíðinni Þú berð ábyrgð á þinni starfsemi og hvaða áhrif hún hefur á umhverfið. Efnamóttakan býður fyrirtækjum upp á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna. Þú kemur eða við sækjum. Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15. Er spilling í þínu fyrirtæki? Dæmi um greinar: Bílgreinar Prenti›na›ur Efnalaugar Verktakar Matsölusta›ir Ljósmyndastofur Meindýraeyðar Rannsóknarstofur M IX A • fí t • 5 1 0 0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.