Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 39 UMRÆÐAN A ll ta f ó d ýr ir APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa Gulli betri Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna ENN ER tekist á um legu vegar um sunnanverða Vestfirði. Í minni tíð sem sveitarstjóri Reykhólahrepps var hatrammlega tekist á um legu vegar yfir Gilsfjörð. Það var ekki auðvelt verk að vinna. Þá þurfti að sannfæra marga, skrifa greinargerðir jafnt á íslensku sem er- lendu máli, svara lög- fræðingum sem ráðnir voru til þess að klekkja á okkur heimamönnum og verjast sjálfskip- uðum náttúruvernd- armönnum sem allt vildu vernda nema mannfólkið. Lokaorðið í þeirri rimmu höfðu þeir Davíð Oddsson og Öss- ur Skarphéðinsson, Davíð með því að minna menn á það að efna gefin lof- orð og sjá til þess að fjármagn fengist til framkvæmda og Össur með því að höggva á kæruhnúta umhverfismála en hann sagði að honum fyndist rétt- ast að maðurinn nyti vafans. Þetta er rifjað upp til þess að hvetja þá til dáða sem nú vinna að því að fá leið B sam- þykkta, leiðina sem þverar Djúpa- fjörð og Gufufjörð. Samhliða Gilsfjarðarfram- kvæmdum unnum við sveitarstjórn- armenn í Dölum og Reykhólum, ásamt með fulltrúum Skipulagsstofn- unar og Vegagerðarinnar að svæð- isskipulagi fyrir Dali og Reykhóla- hrepp. Það var þá sameiginleg niðurstaða okkar að leggja til að veg- arstæði framtíðarinnar í Þorskafirði yrði þvert á fjörðinn frá Kinn- arstöðum og síðan í vesturhlíðunum út á Hallsteinsnes yfir Djúpafjörð, þaðan á Grónes yfir Gufufjörð og út á Skálanes. Það rifjaðist upp fyrir mér hve feginn ég var þegar ég gat skrif- að undir skipulagið og taldi að þar með væri þetta í höfn. Enn er deilt og enn og aftur eru það þeir sem ekki vilja að maðurinn njóti vafans sem hamast á móti sjálfsögðum mann- réttindum og fram- förum. Gleði mín þegar ég undirritaði skipulagið helgaðist af því að nú væri séð fyrir því að samgöngur í Gufsu yrðu þolanlegar. Vorið 1995 var kosið til Alþingis, þá voru hálsarnir ófærir og Vegagerðin taldi ófært að moka. Til þess að fólkið sem þá bjó í sveit- inni gæti kosið varð ég að fara við annan mann á vélsleða úr Þorskafirði á bæina í Djúpadal, Brekku, Gufudal, Skálanesi og í Kollafirði að öðrum kosti hefði fólkið ekki notið þeirra mannréttinda að fá að kjósa. Þá vor- um við sem fórum vöruð við því hve illt væri að fara um gilin á Hjallahálsi því nokkru áður hafði bifreið oltið þar niður þegar reynt var að fara um ruðninga yfir hálsinn. Nú svara menn því til að ekki fenni lengur þar vestra, við hin vitum betur og svörum ekki slíkri vitleysu. „Náttúruverndarsinnar“ sem ekki vilja leið B svara mér því til þegar ég er að rökræða við þá um hagkvæmni þess að fara leið B að það sé réttlæt- anlegt út frá náttúrverndarsjón- armiði að leggja veginn um hálsana og að fólkið sem vill búa á Patreks- firði, Bíldudal eða Tálknafirði verði þá á bara að gjalda þess með verri samgöngum. Slíkt er rökleysa. Ég hef hvatt marga til þess, áður en þeir fara upp á Hjallaháls, að fá sér göngu út á nesið, ég hef gengið þarna á hverju sumri síðustu fimm- tán árin og veit hve fagrir og ynd- islegir þessir staðir eru. Þeir eru fáir sem hafa farið að ráði mínu. Ég er því viss um að ávinningur þess að leggja veginn fyrir þá sem una fögru landi mun margfalt vega upp það tjón sem kann að fylgja lagningu hans, það munu svo miklu fleiri njóta eftir en áður. Hagfræðin (Pareto) segir okkur út frá náttúrusjónarmiðinu einu sam- an að leggja beri veginn. Við getum því engan veginn fallist á að hagsmunir fárra séu teknir fram yfir hagsmuni heildarinnar þegar það sem tapast er umdeilanlegt meðal náttúruverndarsinna því ég tel mig og þúsundir annarra sem eiga um ókomna tíð eftir að njóta þess að leið B verði valin, vera ekki síðri nátt- úruverndarsinna en þá sem nú berj- ast gegn framförum í Gufsu í nafni náttúruverndar. Hugleiðingar um legu Vest- fjarðavegar um Gufudalssveit Bjarni Pétur Magnússon fjallar um vegalagningu við sunnanverða Vestfirði ’Við getum því enganveginn fallist á að hags- munir fárra séu teknir fram yfir hagsmuni heild- arinnar þegar það sem tapast er umdeilanlegt meðal náttúruvernd- arsinna …‘ Bjarni Pétur Magnússon Höfundur er fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps. Í GREIN sinni í Morgunblaðinu föstudaginn 10. mars sl. segir stjórnarformaður Spalar, Gísli Gíslason, að ,,það [sé] ákveðin íþrótt að skrifast á við Ellen Ingvadóttur.“ Vera má að stjórn- arformanninum finnist það vera ígildi íþróttar að þurfa að svara spurningum neytanda um þjónustu sem hann selur og er í forsvari fyrir. Ég hygg að flestum öðr- um þyki nú samt eðli- legt að neytendur geti spurt þjónustuveit- endur, þ.e. fyrirtæki í meirihlutaeigu hins opinbera, um málefni er lúta að viðkomandi þjónustu og gjaldtöku fyrir hana. Viðmót stjórnarformannsins í tveimur blaðagreinum og örstuttu viðtali í Morgunblaðinu hefur vakið furðu, ekki bara mína, heldur einn- ig fjölda fólks sem við mig hefur haft samband. Þrátt fyrir almenna breytta stjórnarháttu í fyr- irtækjum og rekstri eru enn til op- inberir starfsmenn sem virðast ekki átta sig á mikilvægi góðra samskipta milli þjónustuveitenda og neytenda. Þeim fækkar ört sem sýna neytendum hroka – en samt eru nokkrir enn við störf. Stjórnarformanninum virðist fyrirmunað að skilja að mál þetta snýst ekki um pallbíl minn heldur furðulegt misræmi í gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum og ein- kennilega þögn um sérsamninga, sem margir virðast vera munnlegir sbr. samning við Húsbílafélagið. Honum virðist fyrirmunað að skilja að 10–11 metra farartæki, t.d. jeppi með hestakerru, ætti að flokkast í gjaldflokk II en ekki gjaldflokk I. Stjórnarformaðurinn segir í grein sinni að gjald sé inn- heimt fyrir kerrur yfir 750 kg að þyngd. Ég hef spurt marga hesta- eigendur og hjólhýsamenn hvaða gjald þeir greiði. Svörin eru öll á einn veg, gjaldflokkur I, enda séu tengitækin dregin af bíl í þeim gjaldflokki. Ástæða er til að árétta að tengitæki, sem eru skráð skv. lögum með sérnúmer, eru oft lengri en 6 m, t.d. hestakerrur og hjólhýsi. Hestakerra af minni gerðinni, fyr- ir einn til tvo hesta, vegur vel yfir 750 kg þegar hún ber hross, hvað þá stærri hesta- kerrur. En, semsagt, stjórnarformaðurinn segir að gjald sé innheimt fyrir tengitæki yfir 750 kg að þyngd. Að sjálfsögðu hlýtur það að vera rétt úr því hann segir að svo sé! Í grein sinni vísar stjórn- arformaðurinn til reglugerðar um skráningu húsbíla en tilefnið var spurning mín um hvort pallbílar með pallhýsi myndu flokkast hjá Speli sem húsbílar, og greiða þá skv. gjaldflokki I, en fara svo aftur í gjaldflokk II að hausti þegar pall- hýsið er tekið af. Hann svarar því að pallbíll breytist ekki í húsbíl við að fá hýsi á pallinn, heldur sé hann ,,einfaldlega pallbíll með farm.“ At- hyglisvert, ekki síst að teknu tilliti til þess að gamlar rútur og flutn- ingabílar eru mjög vinsæl sem hús- bílar og margir þeirra vel yfir lengdarmörkum gjaldflokks I. Dráttarbílar eru mikið á ferðinni á þjóðvegunum og fjölgaði ört eftir að strandsiglingar lögðust af. Þetta eru þungir bílar og mjög langir þegar þeir eru með tengitæki. Dráttarbíllinn er oft styttri en 6 m, þó munar aðeins nokkrum senti- metrum. Falla þessir bílar í gjald- flokk I eða II þegar þeir eru án tengitækis? Ég óska ekki svars stjórnarformannsins, en hef heyrt að bílstjórar þessara dráttarbíla hafi neitað að borga skv. gjald- flokki II, enda sé bíllinn styttri en 6 m. Til gamans má geta að pall- bílar eru eins og Davíð við hlið Golíats í stærðarsamanburði við dráttarbílana. En, eins og stjórn- arformaðurinn bendir á, eru pall- bílar ,,vörubílar“ og fara í gjald- flokk II án tillits til þyngdar og heildarlengdar annarra farartækja svo fremi að dráttartækið sé undir 6m markinu! Kvörtun til umboðsmanns Alþingis Þar sem fullreynt virðist að fá skýr svör frá stjórnarformanni Spalar án útúrsnúninga og per- sónugervingar gjaldtökufyr- irspurna vegna Hvalfjarðarganga sá ég mér ekki annan kost færan í síðustu viku en að leggja fram formlega kvörtun hjá umboðs- manni Alþingis. Málið er nú í skoð- un hjá embættinu og verður spennandi að sjá hvort það sé tækt til formlegrar meðferðar hjá um- boðsmanni. Eftir að mál þetta komst á síður Morgunblaðsins hafa fjölmargir haft samband og tjáð furðu sína á ósanngirni og misræmi í gjaldtöku fyrir ferðir um Hvalfjarðargöng, furðu sína á allskonar sérsamn- ingum utan gjaldskrár við fyr- irtæki, stofnanir og félagasamtök, furðu sína á einkennilegum við- brögðum stjórnarformanns Spalar við einföldum og réttmætum spurningum. Sagt er að erfitt sé að verja vondan málstað og detta mér þessi orð í hug í þessu sambandi. En, meðan beðið er svars umboðs- manns Alþingis um hvort málið, eitt eða fleiri atriði þess, séu tæk til meðferðar, væri gaman að skoða ársreikning Spalar þar sem komið hefur fram hjá stjórnarfor- manninum að um göngin fari um 4.500 bílar á sólarhring. Tekjur vegna umferðar um Hvalfjarð- argöng hljóta að vera sundurlið- aðar eftir gjaldflokkum þar sem stjórnarformaðurinn hefur sagt að um 93% ferða séu í gjaldflokki I. Ársreikningar Spalar hljóta að vera aðgengilegir þar sem félagið er að meirihluta í eigu opinberra aðila. Íþrótt stjórnarformannsins til umboðsmanns Alþingis Ellen Ingvadóttir fjallar um gjaldskrá Spalar ’Málið er nú í skoðun hjáembættinu og verður spennandi að sjá hvort það sé tækt til form- legrar meðferðar hjá umboðsmanni.‘ Ellen Ingvadóttir Höfundur er pallbílseigandi. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar 15. MARS 2006 er feginsdagur í sögu Íslands. Loksins, loksins hillir undir að bandaríski herinn hverfi héðan eftir 55 ára þrásetu. Og um leið afhjúpar þetta her- veldi hvern hug það ber í raun til þessarar fámennu þjóðar. Jafn- framt rætist sú skoðun margra úr röðum okkar herstöðva- andstæðinga að herinn hafi aldr- ei verið hér til að verja okkur, heldur hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra, og sömuleiðis að herinn færi aldrei héðan nema sam- kvæmt eigin ákvörðun Banda- ríkjastjórnar. Það má heita dæmafátt í sam- skiptum þjóða sem hafa haft nána samvinnu um langa hríð, að undirtylla í ráðuneyti skuli með símtali tilkynna brottflutning herafla frá Keflavíkurflugvelli. Ekki formleg, skrifleg tilkynning frá forseta eða utanríkis- ráðherra, heldur símtal frá aðstoðarráðherra! Er hægt að láta bjóða sér annað eins, þegj- andi og hljóðalaust? Og taka mark á því að sama undirtylla skuli segja að Bandaríkin muni standa við varnarsáttmálann? Hvar er nú þjóðarstoltið og allt montið yfir „efnahagsundrinu“ íslenska? Nú er auðvitað komið kjörið tækifæri til að segja upp varn- arsamningnum við Bandaríkin, enda ekki mikið eftir af honum. Og snúa sér annað til að tryggja samvinnu um öryggi á Norður- Atlantshafi. Til þess þarf nefni- lega hvorki orustuflugvélar né herafla, heldur skip og lang- fleygar þyrlur til bjargar. Hætt- an þar stafar ekki af stríðs- átökum, heldur óblíðri náttúru og slysum. Rétt er að minna á, að íslensk stjórnvöld ákváðu að gerast stofnfélagar í Nató með því skil- yrði að hér yrði ekki her á frið- artímum. Kóreustríðið 1951 var síðan notað til að lýsa yfir ófrið- artímum, rétt eins og óttast mætti innrás þaðan. Og einhvern veginn læðist að sá grunur, að hin staðfasta fylgispekt við ólög- lega innrás Bandaríkjanna í Írak hafi ekki hvað síst verið til þess að tryggja fasta áframhaldandi viðveru hersins hér, þótt öllum megi vera ljóst að hún er óþörf. Enda hafa Bandaríkjamenn sjálf- ir komist að þeirri niðurstöðu. Eins og allir vita hefur hern- aðarstefna Bandaríkjanna ger- breyst í forsetatíð Georgs Bush, og sömuleiðis framkvæmd henn- ar. Bandaríkjaher virðir nú engin mannréttindi, heldur mönnum föngnum árum saman án nokk- urrar ákæru, svívirðir þá og pyntar, – með brosi á vör sam- kvæmt ljósmyndum. Viljum við virkilega að sá hinn sami her verndi okkur? Og þá fyrir hverj- um, með leyfi að spyrja? Það er sannarlega kominn tími til að við leitum annað til að tryggja öryggi í okkar heims- hluta. Og þá liggur auðvitað beinast við að hugsa til Norð- urlanda og Evrópusambandsins. Það hefur nefnilega gleymst í allri umræðu um Evrópusam- bandið að þar er hugsað alvar- lega um mannréttindi. Njörður P. Njarðvík Feginsdagur Höfundur er prófessor emeritus og rithöfundur. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.