Morgunblaðið - 18.03.2006, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 57
DAGBÓK
Einbýlishús í Seljahverfi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 250 fm einbýlis-
húsi í Seljahverfi, gjarnan á einni hæð.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
heldur dansleik í Glæsibæ í kvöld kl. 21.30.
Hljómsveitir undir stjórn Garðars Olgeirssonar og Sveins
Sigurjónssonar, auk Vindbelgjanna, leika fyrir dansi.
Mætum öll og tökum með okkur gesti. F.H.U.R
Allir í dansskóna
Harmonikuball í Glæsibæ
Til sölu
nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir
í grónu hverfi 2ja, 4ra og 5 herbergja
• Tveggja herbergja 80 m²
• Fjögurra herbergja 135 m²
• Fimm herbergja 143 m²
Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og
fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum.
Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum.
Stofurnar eru 30-40 m².
Á gólfum eru flísar og gott eikarparket.
Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni.
Stutt í golfvöll.
Hrauntún ehf. byggir
Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari,
í símum 896 1606 og 557 7060.
Dæmi um 2ja herbergja íbúð
Ávegum Endurmenntunar Háskóla Ís-lands verður dagana 20.–27. mars hald-ið námskeið um utanríkisstefnu Banda-ríkjanna eins og hún birtist í alþjóða-
stjórnmálum samtímans. Yfirskrift námskeiðsins
er „Land hinna frjálsu?“ og kennarar eru Karen
Merrill, dósent í sagnfræði frá Williams College í
Massachusetts, Martha Umphrey, dósent í lög-
fræði, réttarheimspeki og samfélagsvitund við
Amherst College, og Magnús Þorkell Bernharðs-
son, sagnfræðiprófessor við Williams College.
„Við munum fjalla um sögu innanríkis- og utan-
ríkismála í Bandaríkjunum og beina sjónum okk-
ar sérstaklega að þeirri miklu spennu sem greina
má á báðum sviðum, útþenslustefnunni sem ein-
kennir þjóðina og teygði sig í fyrstu yfir álfuna en
síðar út á svið alþjóðlegra viðskipta og stjórnmála,
og sterka þörf og kröfu þjóðarinnar um öryggi,“
segir Karen Merrill. „Þá munum við líta á hin
miklu áhrif uppbyggingar stjórnlaga landsins á
þróun sögu Bandaríkjanna og þá ekki hvað síst
hvernig stjórnarskráin hefur mótað skilning sam-
félagsins á hugtökum á borð við einkalíf og jafn-
rétti.“
Í fræðastörfum sínum og skrifum hefur Karen
Merrill sérstaklega beint sjónum sínum að vest-
urhluta Bandaríkjanna og þeirri íhaldsstefnu sem
einkennir stjórnmál á því svæði. Bók hennar um
þjóðnýtingu ónýttra jarðeigna í Vestur-Banda-
ríkjunum á 19. og 20. öld, „Public Lands and
Political Meaning“, hlaut verðlaun Western
History Association-sögufélagsins árið 2004 og
bók hennar um olíukreppu Bandaríkjanna á 8.
áratugnum kemur út síðar á þessu ári.
Martha Umphrey hefur rannsakað áhrif laga-
kerfisins á bandaríska menningu og sér í lagi
hvernig réttarfar og dómstólar hafa mótað fram-
vindu margskonar deilumála. Í starfi sínu hefur
hún beint sjónum sínum að þróun refsiábyrgðar
og breytingum í viðhorfi bandarísku þjóðarinnar.
„Það leikur enginn vafi á að Bandaríkin eru fyr-
irferðamikil á alþjóðavettvangi og eins og margir
Bandaríkjamenn eru meðvitaðir um veit fólk í
öðrum löndum mun meira um okkur kanana en
við vitum um önnur lönd og þjóðir,“ segir Karen.
„Engu að síður, til að skilja hvers vegna Banda-
ríkin haga sínum málum eins og þau gera, er mik-
ilvægt að skoða hlutina í víðu samhengi og skilja
hvernig margt það sem unnið er í dag á sér djúpar
rætur í sögunni. Með námskeiðinu viljum við
Martha, með aðstoð Magnúsar, gefa þessa víðu
sýn og varpa ljósi á mikilvæg atriði í sögu Banda-
ríkjanna sem oft falla í skuggann í almennri um-
ræðu og fréttaskýringum fjölmiðlanna.“
Skráning í námskeiðin og nánari upplýsingar er
að finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ:
www.endurmenntun.is.
Námskeið | Utanríkisstefna Bandaríkjanna, sögulegir og samfélagslegir áhrifavaldar
Stefna Bandaríkjanna grannskoðuð
Karen Merrill er fædd
1963. Hún lauk BA-
gráðu frá Oberlin
College 1986 og dokt-
orsgráðu í sagnfræði
frá Michigan-háskóla í
Ann Arbor árið 1995.
Hún starfar nú sem for-
seti rannsókn-
armiðstöðvar umhverf-
isfræða og er
aðstoðarprófessor í
sagnfræði við Williams College í Massachus-
etts. Karen er gift Mörthu M. Umphrey
lagaprófessor, f. 1963. Eiga þær börnin Theo
og Dashiell.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
90 ÁRA afmæli. Á morgun, 19.mars, verður níræður Gunn-
laugur Björnsson frá Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu. Hann tekur á móti vinum
og ættingjum á afmælisdaginn á milli
kl. 15 og 18 á heimili sínu að Fjólu-
hvammi 4 í Hafnarfirði.
70 ÁRA afmæli. Mánudaginn 21.mars nk. verður sjötug Jó-
hanna D. Magnúsdóttir, Höfn í Horna-
firði.
Í tilefni þess vill hún heilsa upp á vini
og vandamenn í dag, laugardaginn 18.
mars, í húsi Eddu-miðlunar, Suður-
landsbraut 12 í Reykjavík, 7. hæð, kl.
16–20.
ÉG HEF lesið á undanförnum mán-
uðum nokkrar greinar eftir vís-
indasagnfræðinga þar sem þeir
gera kröfur til þess að kristin
kirkja breyti kenningum sínum eft-
ir niðurstöðum vísinda frá hinum og
þessum tímum. Ég vil gera eina at-
hugasemd við þennan málflutning
vísindasagnfræðinganna.
Ég lærði sem barn að Kóp-
ernikus hefði fyrir 500 árum breytt
skoðunum manna á stöðu sólar og
jarðar. Það er svokölluð sól-
miðjukenning sem segir að plán-
eturnar snúist í kringum sólu. Í
stað þess að kirkjan er talin hafa
álitið að sólin og pláneturnar hafi
snúist krigum jörðina. Samkvæmt
minni einföldu athugun er ekkert
menningarkerfi um allan heim sem
hefur tileinkað sér sólmiðjukenn-
inguna í daglegu máli. Almanak Há-
skóla Íslands talar ennþá, eftir 500
ár, um sólaruppkomu og sólarlag.
Mér fyndist að vísindamenn ættu
að byrja á því að breyta þessu orða-
lagi í jarðarlag og jarðaruppkomu
sem væri kórrétt eftir 500 ára gam-
alli kenningu Kópernikusar. Og þá
myndi sólarlag heita jarðarupp-
koma í almanakinu og sólarupp-
koma myndi eiga að heita jarðarlag
í almanakinu.
Fyrr en vísindamennirnir þora að
breyta þessu í sjálfri tímatalsfræði
Háskóla Íslands hafa þeir ekki rétt
til þess að gagnrýna kristna kirkju
fyrir að halda fast við sinn boðskap.
Eins og menn geta skilið þá virðast
vísindamennirnir vera 500 árum á
eftir tímanum að þessu leyti.
Sr. Kolbeinn Þorleifsson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
85 ÁRA afmæli. Á morgun, 19.mars, verður áttatíu og fimm
ára Sigríður Sumarliðadóttir, Litlu-
Grund, áður Aflagranda 40. Af því til-
efni býður hún ættingjum og vinum að
gleðjast með sér í húsi Ferðafélags Ís-
lands, Mörkinni 6, á afmælisdaginn kl.
15–17. Gjafir vinsamlegast afþakkaðar
en bent á Hjálparstarf kirkjunnar eða
Kristniboðssambandið.
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. c4 Rb6 4. d4 d6 5.
f4 dxe5 6. fxe5 Rc6 7. Rf3 Bg4 8. Be3
Bxf3 9. gxf3 e6 10. c5 Rd5 11. Bf2 Be7
12. Db3 Bh4 13. Dxb7 Bxf2+ 14. Kxf2
Dh4+ 15. Kg2 Re3+ 16. Kg1
Staðan kom upp í annarri deild í
seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga
sem fram fór fyrir skömmu í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Sigurður
Sverrisson (1940) hafði svart gegn
Austfirðingnum unga Bjarna Jens
Kristinssyni (1675). 16... Rd1! sann-
arlega skemmtilegur leikur sem hefur í
för með sér að hvítur er óverjandi mát.
Hann reyndi að að verjast með því að
leika 17. Dxc6+ en gafst upp eftir
17…Kd8 18. Kg2 Dg5+ þar sem hann
verður mát eftir 19. Kh3 Rf2#. Fyrsti
blökkumaðurinn til að verða stórmeist-
ari í skák, Bandaríkjamaðurinn Maur-
ice Ashley (2465), heldur erindi í dag
sem fjallar m.a. um skáklíf í Harlem í
New York. Nánari upplýsingar um er-
indið er að finna á www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Á MORGUN, sunnudag, heldur
Graduale Nobili tónleika í Reyk-
holtskirkju. Efnisskráin er helguð
Guðsmóðurinni og eru bæði ís-
lensk og erlend Maríuverk á dag-
skrá. Meðal verka sem sungin
verða eru Ave Maria, Salve Reg-
ina, Alma Redemptoris Mater,
Magnificat, Salutatio Maria, Mar-
íuljóð, Haustvísur til Maríu og Ég
vil lofa eina þá.
Graduale Nobili er skipaður 24
stúlkum á aldrinum 17 til 25 ára,
völdum úr hópi söngvara Grad-
ualekórs Langholtskirkju. Stjórn-
andi kórsins er Jón Stefánsson
sem stýrt hefur kórnum frá stofn-
un árið 2000.
Tónleikarnir í Reykholtskirkju á
sunnudag hefjast kl. 16.
Graduale Nobili
í Reykholtskirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Graduale Nobili ásamt stjórnanda,
Jóni Stefánssyni.