Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.03.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 568 6625 ALTERNATORAR FYRIR BÍLA frá aðra leið Reykjavík Oslo Kr. 8.000 www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. frá aðra leið Reykjavík Bergen Kr. 9.500 „MÉR finnst þetta mjög gaman, ég bjóst ekki við þessu þegar ég sat þarna og beið eftir að nafnið mitt yrði lesið upp. Svo þegar búið var að lesa upp annað sætið sagði systir mín við mig að hún héldi að ég væri búin að vinna þetta,“ segir Tanja Rós Ívarsdóttir, nemandi í tíunda bekk Ölduselsskóla, en hún bar sigur úr býtum í stærð- fræðikeppni grunnskólanna í Breiðholti, sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti stóð fyrir á dögunum. Yfir 200 nemendur tóku þátt í keppninni og urðu nemendur í Ölduselsskóla afar sigursælir í henni. Nemendur skólans tóku annað og fimmta sætið meðal níundubekkinga og annað og þriðja sætið meðal áttundubekk- inga. Voru þeir þannig með þriðj- ung af fimmtán efstu sætunum í keppninni. Stærðfræðin krefjandi í bandarískum skólum Í sjálfu sér er þetta prýðilegur árangur hjá Tönju Rós, en það sem gerir hann afburðagóðan er sú staðreynd að þetta er í þriðja skiptið sem Tanja Rós vinnur keppnina í sínum aldursflokki. Hefur hún því nú unnið keppnina í öll þau skipti sem hún hefur tekið þátt í henni. „Mér hefur alltaf fundist stærðfræði skemmtileg- asta fagið,“ segir Tanja Rós. „Ég bjó í Bandaríkjunum í átta og hálft ár og lærði stærðfræðina mína frá fyrsta bekk í Bandaríkjunum og ég sé að það er mikill munur á því og því sem ég sé í stærðfræði- kennslunni hjá yngri systkinum mínum hérna á Íslandi. Mér sýnist margföldun og fleiri grundvall- aratriði í stærðfræði kennd mun fyrr í Bandaríkjunum og á skemmtilegri hátt, þannig að krökkum þykir gaman að læra það. Það var mikið af leikjum í stærð- fræðinni sem gerði hana að meiri keppni og einhverju til að hlakka alltaf til. Ég fékk mikinn og góðan grunn í Bandaríkjunum. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á raunvís- indum og hreinum og beinum hlut- um. Stærðfræðikeppnin gerir líka stærðfræðina skemmtilega, gerir hana að keppni, einhverju sem þig langar að standa þig vel í. Ég byrj- aði hér í fimmta bekk og þá voru ís- lenskan og Íslendingasögurnar þyngri fyrir mig. Ég gat hins vegar alltaf farið í gegnum stærðfræðina, því tölur eru bara tölur og þar er bara eitt tungumál.“ Tanja Rós er elst fimm systkina, en hún á þrjár systur og einn bróður. Segir hún það yfirleitt ágætt að vera elsta systir og hafa einhverja til að ráða yfir. Hún lætur ekki grunnskólann nægja, heldur leggur hún nú stund á fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Í áttunda bekk tók ég tíundabekkjarensku, en mátti ekki taka samræmt próf fyrr en í níunda bekk,“ segir Tanja Rós, en hún tók fyrstu tvo áfangana í ensku á framhaldsskólastigi í níunda bekk og lauk svo sam- ræmdu prófi með ágætiseinkunn. „Fyrir jól tók ég svo tölvufræðslu og excel-námskeið og nú er ég í fyrsta áfanga í þýsku. Allt í allt held ég að ég sé komin með ellefu einingar, svo ég er búin að spara mér tíma í skólanum og get ein- beitt mér að öðru í framhaldsskól- anum.“ Tanja Rós ætlar að fara í Menntaskólann Hraðbraut eftir sumarið og ljúka þaðan stúdents- prófi af náttúrufræðibraut. „Það er samt ekki af því ég vilji flýta mér, heldur langar mig að fara í skóla þar sem markmiðið er að læra, taka þetta alvarlega og vera með krökkum sem taka námið alvar- lega,“ segir Tanja Rós. „Mér finnst mikilvægt að vera í umhverfi þar sem markmiðið er að læra. Mig langar að verða kennari í stærð- fræði. Ég held að ég myndi vilja fara í háskólann og læra þar stærð- fræði og taka síðan kennsluréttindi til að geta kennt bæði á framhalds- og grunnskólastigi.“ 15 ára Breiðholtsstúlka með fullt hús í stærðfræðikeppni grunnskóla Stefnir á stærðfræðikennslu Morgunblaðið/Sverrir Tanja Rós Ívarsdóttir lengst til hægri ásamt systrum sínum Alexöndru Líf í miðju og Rebekku Lind. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is SÉRFRÆÐIÁLIT öryggisfyrir- tækis um rannsóknaraðferðir lög- reglu verður lagt fyrir Hæstarétt í vor í máli sem snýst um tilraun til manndráps. Öryggisfyrirtækið heit- ir Meton ehf. og er rekið af fyrrver- andi lögreglumönnum. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið gefur út álit af þessu tagi en það er unnið að beiðni Sveins Andra Sveinssonar, verjanda hins dæmda. Forsaga málsins er sú að í júlí árið 2004 var maður handtekinn fyrir lík- amsárás á leigubílstjóra og ákærður fyrir tilraun til manndráps þar sem honum var gefið að sök að hafa skor- ið bílstjórann á háls. Héraðsdómur sýknaði manninn í fyrstu þar sem rannsókn lögreglunnar í Reykjavík þótti „stórlega ábótavant“ en Hæsti- réttur felldi þann dóm úr gildi og var ákærði þá dæmdur til fimm ára fang- elsisvistar af héraðsdómi. Þeim dómi hefur sem áður segir verið áfrýjað til Hæstaréttar. Starfsemi Meton ehf. tekur m.a. til þriggja þátta; forvarna, rannsókna og öryggisráðgjafar. | 4 Álit um rannsóknaraðferðir lögreglu lagt fyrir Hæstarétt ÞAÐ er vor í lofti á Norðurlandi og ungir sem aldnir eru farnir að búa sig undir vorkom- una. Í gær var um tíma 14 stiga hiti á Akureyri. Þessi ungi maður frá Siglufirði brosti til ljósmyndara sem varð á vegi hans í veðurblíðunni. Drengurinn hafði nóg að gera enda með góðar hjól- börur og skóflu. Hann var hins vegar búinn undir breytt veður, klæddur góðum galla. Hlýtt verður í veðri um helgina, en eftir helgi fer að kólna. Vor í lofti á Norðurlandi FÍKNIEFNI fyrir um 10 milljónir króna voru tekin á fimmtudag í stærstu fíkniefnaað- gerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Meira en þrjátíu lögreglumenn voru sendir snemma fimmtudagsmorguns til að framkvæma húsleitir í samstilltu átaki lög- reglunnar í Kópavogi, Hafnarfirði að fengn- um liðsauka frá sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni í Reykjavík. Farið var í sex húsleitir, þar af fjórar í íbúðir og tvær í iðnaðarhúsnæði. Grunur hafði verið uppi um stórfellt fíkniefnamisferli hjá hópi fólks og var því ráðist í aðgerðirnar. Lögreglan hafði aflað sér dómsúrskurðar vegna fimm húsleita en í þeirri sjöttu leyfði húsráðandi leit hjá sér. Aðgerðirnar stóðu yfir langt fram eftir degi og voru tólf manns á þrítugs- og fertugsaldri handteknir, konur og karlar. Sjö þeirra var sleppt að loknum yf- irheyrslum en fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. mars að kröfu sýslu- mannsins í Hafnarfirði. Þar er um að ræða karlmenn sem allir hafa komið við sögu lög- reglunnar áður. Fundu tvö skotvopn Við leit fann lögreglan 4 kg af kannabis- efnum en götuverðmæti þeirra gæti numið um 8 milljónum króna. Einnig fundust 440 grömm af ætluðu amfetamíni fyrir um tvær milljónir króna. Auk þess voru tvö skotvopn tekin af fólki við húsleitir. Ekki urðu nein átök við þá sem leitað var hjá að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði. Um innri tengsl mál- anna er ekki hægt að upplýsa að svo komnu máli en rannsókn stendur yfir. Lögðu hald á fíkniefni fyrir tíu milljónir STEFNT er að því að hlutafé Exista verði skráð í kauphöll á þessu ári og að slitið verði á krosseignatengslin á milli Kaupþings banka og Exista. Þetta yrði framkvæmt þannig að bank- inn losaði um 19,2% hlut sinn í Exista og yrðu hluthöfum Kaupþings banka greiddar auka- arðgreiðslur í formi hluta í Exista. Kaupþing banki hefur haft frumkvæði að viðræðum við aðra hluthafa í Exista vegna þessa. Jafnframt hefur Kaupþing banki verið að skoða framtíðarskipulag um starfsemi bank- ans og þann möguleika að Kaupþing myndi net sjálfstæðra banka í stað móðurfélags á Íslandi með erlend dótturfélög. banki með sterkt útibúanet í Norður-Evrópu og höfuðstöðvar í Reykjavík. Stærsti hluti tekna bankans verður til utan Íslands og stjórnendur eru ráðnir í þeim löndum þar sem bankinn starfar. Við höfum um tíma verið að horfa á framtíðarskipulag um starfsemi bank- ans og möguleika þess að Kaupþing myndi net sjálfstæðra banka í stað móðurfélags með dótt- urfélög. Á meðal margra möguleika væri að stofna evrópskt fyrirtæki til þess að nýta sér betur getu Kaupþings banka. Það myndi líka svara betur raunverulegum umsvifum bank- ans. Í mínum huga er augljóst að íslensk stjórnvöld verða að vera viðbúin slíkri þróun og skapa umhverfi sem gerir það aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki að halda áfram að vera með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.“ Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Einarsson- ar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á aðal- fundi bankans en hann undrast einnig að ekki skuli þegar vera búið að sameina Kauphöll Ís- lands norrænum kauphöllum. Exista er aðaleigandi Exista B.V., félags sem er stærsti einstaki eigandi KB banka með 21,1% hlut en auk þess á Exista B.V. 43,6% hlut í Símanum. Miðað við síðasta skráða gengi bréfa Kaupþings er hlutur Exista í bankanum nær 124 milljarða króna virði. Ætla má að hlut- ur Kaupþings í Exista sé nálægt 20 milljarða króna virði en hann er hins vegar aðeins færð- ur á 6,9 milljarða í bókum bankans. Sigurður sagði Kaupþing banka ekki vera landsbundinn banka heldur hóp fjármálafyr- irtækja í tíu löndum. „Við erum alþjóðlegur Slitið verði á krosstengslin milli Exista og Kaupþings banka Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.