Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 1
Skemmta sér án vímuefna Vinavika og forvarnasamstarf vest- lenskra ungmenna | Minn staður 12 Fasteignir | Þau gefa tóninn í Garðabæ  Heimilin vellrík eða buguð af skuldum Íþróttir | Formaðurinn glímukóngur Íslands Helgi þrefaldur meistari í badminton FJÓRÐI dagurinn í röð sem daglegt líf fólks til bæja og sveita fór mikið úr skorðum vegna þrálátra sinuelda rann upp í gær, þurr og kaldur. Sina og gróður var víða skrauf- þurr á Suður- og Vesturlandi og voru slökkvilið og lögregla í miklum önnum vegna elda víða. Fyrir utan stórbrunann á Mýrum lá við alvarlegum óhöppum á Kjalarnesi þegar mik- ill sinueldur kviknaði við Esjuberg. Gífurlegur reykur steig upp og lagði yfir nálæg býli með þeim afleiðingum að fólk á tveim bæjum þurfti að yfirgefa heimili sín. Stöðva þurfti umferð á Vesturlandsveginum meðan á slökkvistarfi stóð. Ógnarlangur hali kyrrstæðra bíla, með tilheyrandi töfum, beið á Vesturlandsvegi eftir því að umferð yrði hleypt á. Slökkviliðið var einnig sent út í talsverðan sinueld í Elliðaárdal og viðbúnaður var við Dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði. Á Mýrum er enn brunavakt. Morgunblaðið/RAX Þóra Kristjánsdóttir á Sætúni og frændinn Sigfús Magnússon í kófinu. Látlausir stórbrunar fjórða daginn í röð Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STÓR svæði við Esjuberg á Kjalarnesi urðu eldi að bráð í enn einum sinubrunanum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu var kallað út og tókst að slökkva eldinn síðdegis. Gríðarlegt reykjarkóf lagði af eldinum og voru fjögur hross af bænum Sætúni í nokkurri hættu af þeim sökum. Brugðið var á það ráð að reka þau á næsta bæ á meðan verið var að slökkva. Fólk á tveim bæjum, Sætúni og Enni var beðið um að yfirgefa hús sín meðan slökkvistarf stóð yfir. „Reykurinn var mestur yfir Enni og Sætúni,“ sagði Þóra Kristjánsdóttir á Sætúni. „Reykurinn varð fljótlega mjög mikill og ég sá ekki húsin á Enni fyrir reyk þótt það séu ekki nema 100 metrar þangað yfir. Þetta var alveg gífurlega mik- ið. Við fórum afleggjarann yfir að Hvammi þar sem reyk- urinn var mun minni, en undir lokin magnaðist reykurinn þar.“ Til að hjálpa Þóru að koma hrossunum burt úr reykn- um kom frændi hennar og gekk þeim nokkuð vel, miðað við aðstæður, að koma hrossunum fjórum á skárri stað. Svo mikið var reykjarkófið á tímabili yfir Sætúni að Þóra þurfti að flýja inn í nálægan bíl til að ná andanum og tvennt á bænum hugðist leita sér hjálpar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun. „Ég var alveg að kafna. Reykurinn var gríð- armikill en datt niður á milli. En á tímabili varð mér ekki um sel og hélt að eldurinn kæmi yfir veginn í húsin hjá okkur og þetta myndi allt fara í eldinum. Meira að segja inni í hús- unum er öskulag.“ Hrossin á Sætúni voru nokkuð hrædd þegar verið var að bjarga þeim yfir að Hvammi, bæði við hina miklu bílaumferð og svo reykinn. Þau voru sett í gerði á Hvammi en síðan rek- in heim í Sætún í gærkvöldi þegar allt var um garð gengið. „Var alveg að kafna“ Bangkok. AFP, AP. | Þingkosningar fóru fram í Taílandi í gær og fyrstu kjör- tölur bentu til þess að kjósendurnir væru klofnir í afstöðunni til Thaksins Shinawatra forsætisráðherra sem hefur átt mjög undir högg að sækja. Kjörtölurnar bentu til þess að flokkur Thaksins hefði sótt í sig veðr- ið í norðurhéruðunum þar sem stuðn- ingurinn við hann hefur verið mestur. Í suðurhéruðunum og Bangkok, þar sem óánægjan með Thaksin er mest, voru hins vegar þeir sem skil- uðu auðu í kosningunum fleiri en kjós- endur stjórnarflokksins í mörgum kjördæmum. Í nokkrum þeirra var munurinn mikill. Sniðgengu kosningarnar Þrír helstu stjórnarandstöðuflokk- ar landsins sniðgengu kosningarnar og hvöttu kjósendur til að skila auðu eða merkja við sérstakan reit á kjör- seðlinum til að sýna að þeir sætu hjá. Thaksin hafði lofað að segja af sér fengi flokkur hans minna en helming greiddra atkvæða. Talið var mjög ólíklegt að flokkurinn fengi svo lítið fylgi, vegna mikils stuðnings við hann í norðurhéruðunum. Stjórnarandstaðan vonar hins veg- ar að sú ákvörðun hennar að snið- ganga kosningarnar verði til þess að ekki verði hægt að úthluta öllum þingsætunum. Það gæti síðan orðið til þess að ekki yrði hægt að kalla nýtt þing saman og mynda nýja stjórn. Flokkur Thaksins býður fram án mótframboðs í 278 af 400 kjördæm- um. Samkvæmt kosningalögunum þurfa frambjóðendur flokksins að fá minnst 20% atkvæðanna til að ná kjöri og mjög ólíklegt þykir að flokk- urinn fái svo mikið fylgi þar sem stuðningurinn við hann er minnstur. Líklegt er því að efna þurfi til tíma- frekra aukakosninga áður en þingið velur forsætisráðherra. Margir skiluðu auðu Útlit fyrir stjórnarkreppu eftir mjög tvísýnar þingkosningar í Taílandi FALLEGIR vegfarendur eru líkleg- astir til að trufla ökumenn við akst- urinn og verða til þess að þeir lendi í bílslysum, ef marka má könnun í Bretlandi. Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph sögðu 36% öku- manna, sem tóku þátt í könnuninni, að kynþokkafullir vegfarendur væru líklegastir til að trufla þá við aksturinn. Aðeins 20% nefndu far- símann, 11% bílinn fyrir framan og 2% sögðu að vegamerki hefðu trufl- að þá. Könnunin fór fram á vefsetri breskra bílasala. Kynþokkinn hættulegur Fasteignir og Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 92. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is  Löng töf | 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.