Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 11

Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR Kl. 9.00-12.00 Fundir faghópa • Afþreyingarfyrirtæki Markaðsstarf, menntun í afþreyingar- ferðaþjónustu • Bílaleigur Starfsskilyrði bílaleiga í Evrópu • Ferðaskrifstofur Markaðsstarf og sýningarhald • Flugfélög Breytt skipan flugmála • Gististaðir Hótelrekstur í Danmörku, hagtölur, tekjustýring o.fl. • Hópbifreiðafyrirtæki Skipulagsmál og öryggismál • Veitingastaðir Starfsleyfaumhverfi í ESB löndum, mat- vælaverð o.fl. Fjöldi fyrirlesara, innlendra sem erlendra tala á fundum þessum. Kl. 13.00 - 15.15 Setning, Jón Karl Ólafsson, formaður SAF. Ávarp, Sturla Böðvarson, samgönguráð- herra. Hvað selur Ísland? Sköpunarkrafturinn í íslenskri ferða- þjónustu • Hermann Haraldsson, framkv.stjóri OMD Nordic, Danmörku • Pétur Óskarsson, framkv.stjóri VIATOR • Pallborðsumræður. Þátttakendur: Friðrik Pálsson, framkv.stjóri Oddhóls ferða- þjónustu Halla Tómasdóttir, framkv.stjóri Viðskiptaráðs Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og stjórnar- form. Ferðamálaseturs. Svanhildur Konráðsdóttir, framkv.stjóri Höfuðborgarstofu. Umræðum stýrir Einar Sigurðsson, IMG Kaffi Kl. 15.45 • Almenn aðalfundarstörf. Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf félagsmanna. Þann 7. apríl verður MARKAÐSTORG SAF haldið á Hótel Loftleiðum þar sem fyrirtækin kynna vörur sínar og þjón- ustu fyrir starfsfólki ferðaskrifstofanna. Yfir hádegisverði flytur Gunnar Ekland, svæðisstjóri Icelandair í Ameríku, erindi um markaðssetningu Icelandair í Amer- íku. Ennfremur verða afhent frum- kvöðlaverðlaun Icelandair í fyrsta skipti. Nánari upplýsingar eru á vef SAF www.saf.is. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF Samtök ferðaþjónustunnar - SAF - eru málsvari og sameiginlegur vettvangur íslenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði ferða- þjónustu. Aðild að SAF er heimil öllum sem telja sig til ferðaþjón- ustufyrirtækja. AÐALFUNDUR SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Hótel Loftleiðum 6. apríl 2006 Samtök ferðaþjónustunnar, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, sími 511 8000 www.saf.is Dagskrá: Frost, napur vindur og ísrekeinkenndu upphaf stang-veiðivertíðarinnar á laug-ardag en engu að síður veiddist furðu vel víða. Þegar blaða- maður fylgdist með veiðimönnum kasta fyrir sjóbirtinginn á nokkrum veiðisvæðum í Skaftafellssýslum, áttu þeir sums staðar í mestu vand- ræðum með að fá þokkalegt rek á lín- ur sökum íssins sem barst fram með straumnum. „Það eru sífelldar tökur, en tómt ístak!“ kallaði Ragnar Johnsen, leigutaki Vatnamótanna í Skaftá, upp á bakkann til félaganna, sem höfðu fylgst með honum ösla út fyrir skar- irnar og bregða nokkrum sinnum við því sem hann vonaðist til að væri fisk- ur. Þrátt fyrir vandræðin með ísinn náðu Ragnar og félagar hans þremur fiskum á laugardag og í gærmorgun bættu þeir um betur, í álíka að- stæðum, og lönduðu fimmtán, ágætis birtingum. Þorvaldur K. Þor- steinsson setti í flesta og naut þar sérþyngdrar túpu og steinsökkvandi enda á flugulínunni, en Ragnar sagði að í þessum kuldum lægi fiskurinn þétt við botninn. Sigtryggur Bald- ursson tónlistarmaður setti einnig í nokkra á appelsínugulan nobbler. Ragnar sagði þá félagana hafa misst annað eins af fiski. „Þetta er Tungulækur!“ Vestan við Skaftá, í Tungulæk, var Þórarinn Kristinsson, eigandi lækj- arins, við veiðar ásamt Kristni, syni sínum, og nokkrum félögum sem allir þekkja lækinn vel. Tungulækur er hlýrri en mörg svæðanna í kring og var enginn ís á honum en lækurinn kraumaði hins vegar af fiski. Þegar veiðimenn tóku sér hlé frá veiðinni um hádegi höfðu þeir landað um 45 fiskum og þegar veiði lauk um kvöld- ið var aflinn orðinn 107 sjóbirtingar. „Þetta er nú einu sinni Tungulækur,“ sagði Þórarinn þegar blaðamaður bað hann að segja sér töluna aftur. Stór hluti veiðinnar var afar vænn fiskur, átta til ellefu pund, og mikið af feitum og silfruðum geldfiski á milli, fiski um fjögur pund. Klassískar sjó- birtingsflugur eins og Black Ghost og Flæðarmús reyndust vel en Þórarinn beitti hins vegar rauðri og gulri flugu, en það sagði hann sína kjörliti í læknum. Fiskunum hugnuðust lit- irnir greinilega vel því þeir voru sí- fellt í flugunni. Um miðjan dag brá Þórarinn sér síðan út fyrir Opið með kaststöngina, út í skilin í Skaftá, og þar tóku fimm birtingar Toby- spúninn í beit, tveir þeirra voru um tíu pund og var sleppt aftur út í strauminn. Á sama tíma liðu ekki margar mínútur á milli viðureign- anna hjá hinum veiðimönnunum. Þetta veiðisvæði er engu öðru líkt. Skammt þar fyrir norðan, við Geir- landsá, var árnefnd Stangaveiði- félags Keflavíkur önnum kafin við að leggja lokahönd á endurbætur á veiðihúsinu sem brann í fyrra. Geir- landsá er býsna köld og gjöfulasti veiðistaður árinnar, Ármótin, þar sem Stjórn kemur út í, var ísi lagður og svo til ómögulegt að veiða hann fyrri hluta dags. Undir kvöld fóru veiðimenn þó á staðinn, veiddu djúpt milli skaranna og náðu um tug fiska á land. Stærsti birtingurinn var um átta pund. 86 cm hrygna í Tungufljóti Í Tungufljóti í Skaftártungum höfðu veiðimenn einnig brotið sér leið gegnum ísskarir og vaðið út í straum- inn til að kasta, og þegar blaðamann bar þar að garði um miðjan dag, voru veiðimenn að tínast í hús, klakabrynj- aðir, en búnir að veiða yfir 20 birt- inga. Þar með talinn sá stærsti sem fréttist af um helgina, 86 cm hrygna sem Þorbjörn Helgi Þórðarson veiddi. Fiskarnir voru á bilinu 65 til 86 cm og var öllum sleppt aftur. Mik- ið ísrek var á Tungufljóti og vatnið ekki nema um ein gráða en tök- ustundirnar komu þegar sól braust milli skýja; þá tóku fiskarnir stórar túpur á steinsökkvandi línum. Flestir veiddust við Flögubakka en nokkrir einnig við Syðri-Hólma. Aðalsteinn Jóhannsson hóf veiðar einn við Minnivallalæk, í átta stiga frosti klukkan tíu á laugardags- morgun. Um sex punda fiskur tók á Húsabreiðu í fyrsta kasti og síðan dró Aðalsteinn tíu fiska á klukkutíma úr Stöðvarhyl. Sá stærsti var um tíu pund og enginn undir fjórum. Alls fengust 19 fiskar í Minnivallalæk í opnuninni, allir á Húsabreiðu og í Stöðvarhyl. Birtingurinn sýndi sig ekki á sjó- birtingssvæðunum í Ytri-Rangá, að- eins einhverjir niðurgöngulaxar. Opnunin var með hefðbundnu sniði í Varmá, þar sem sömu fjölskyldur hafa veitt í rúm 30 ár. Menn voru mættir í bítið í norðangarra og afli dagsins var um 30 fiskar, mestallt birtingur, tvö til fjögur pund, en einn- ig veiddust vænar bleikjur. Að þessu sinni fór minna fyrir regnbogasilungi í opnuninni en á síðustu árum. Morgunblaðið/Golli Þorleifur Gunnlaugsson með stóra bleikju sem hann veiddi á nobbler fyrir neðan Stöðvarhyl í Varmá. 107 sjóbirtingar úr Tungulæk Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is STANGVEIÐI Umræðan Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.