Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Mánudaginn 8. maí 2006 verða hlutabréf í MP Fjárfestingarbanka hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar MP Fjár- festingarbanka hf. þar að lútandi. Þar af leið- andi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í MP Fjárfestingarbanka hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofan- greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá MP Fjárfestingarbanka hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu MP Fjárfestingarbanka hf., Skip- holti 50d, Reykjavík. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hluta- bréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafn- framt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hlut- hafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félag- inu að undanskildum sjálfum skráningar- deginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignar- hlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reiknings- stofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í MP Fjárfestingarbanka hf. Skipholti 50d | 105 Reykjavík | sími 540 3200 | www.mp.is Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður út 2.828.000.000 nýja stofnfjárhluti. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, þótt núverandi stofnfjáreigendur eigi forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju stofnfjárhlutum. Útboðstímabilið er 7.–21. apríl 2006 og fellur áskrift í eindaga 28. apríl 2006. Verð hvers stofnfjárhlutar er kr. 1,94084 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 5.488.695.520,-. Heildar- nafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 2.172.000.000,- og verður eftir hækkunina kr. 5.000.000.000,- að því gefnu að allt seljist. Nafnverð nýrra stofnfjárbréfa er kr. 2.828.000.000,-. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og má nálgast útboðslýsingu ásamt viðauka sem gerður hefur verið við hana í tilefni þessa útboðs og önnur gögn sem útboðinu tengjast á heimasíðu sparisjóðsins, www.spron.is, og í útibúum hans. Sparisjóðsstjórn Stofnfjárútboð SPRON H im in n o g h a f / SÍ A HAGNAÐUR samstæðu Milestone ehf. á árinu 2005 nam tæpum 14 milljörðum króna eftir skatta. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207%, sem er í samræmi við væntingar hluthafa fé- lagsins, að því er fram kemur í til- kynningu frá Milestone. Eiginfjár- hlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5% og samstæðunnar ríflega 28%. Eigið fé móðurfélagsins var í upp- hafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni og Sjóvá-Almenn- um tryggingum, sem Milestone á 66,6% hlut í. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone hlutabréf í Dags- brún hf. og ræður samstæðan nú yfir 15,2% hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group, og mun Milestone sam- kvæmt samningnum framselja eign- arhluti sína í Glitni að nafnverði 2.150 milljónir króna, að meðtöldum framvirkum samningum til Þáttar eignarhaldsfélags, dótturfélags Milestone. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eign- arhluti Milestone í Þætti lækka í 80%. Arðsemi eigin fjár Milestone 207% LANDSBANKI Íslands hefur til- kynnt Fjármálaeftirlitinu ákvörð- un bankans um stofnun útibús í Amsterdam í Hollandi. Í tilkynningu frá Landsbank- anum segir að ákvörðun bankans sé tekin í ljósi aukinna umsvifa bankans í lánveitingum og annarri fjármálaþjónustu í Evrópu und- anfarin ár. Starfsemi útibúsins muni einnig falla vel að starfsemi Kepler Equities sem er á sama stað. Útibúið mun heyra undir Fyr- irtækjasvið Landsbankans. Robert Verwoerd og Sebastian T.W. Stoetzer munu stýra útibúinu en þeir hafa undanfarin sex ár starf- að við útibú Halifax Bank of Scot- land í Amsterdam. Fyrirhugað er að útibúið sinni lánaverkefnum Landsbankans í Hollandi og Belgíu. Fyrst og fremst verði um að ræða þátttöku Landsbankans í sambankalánum ásamt innlánastarfsemi á heild- sölumarkaði og fyrirtækjalánum. Síðar megi gera ráð fyrir að sett verði á fót fyrirtækjaráðgjöf í úti- búinu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Amsterdam Enn bæta íslensku bankarnir við sig starfsstöðvum í Evrópu og nú hefur Landsbankinn ákveðið að opna útibú í Amsterdam í Hollandi. Landsbankinn stofnar útibú í Amsterdam ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Sam- herji á Akureyri skilaði 3,1 milljarðs króna hagnaði á síðasta ári, sem er 200 milljónum króna betri afkoma en árið 2004. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 21,3 milljörðum króna og juk- ust um ríflega 27% frá árinu áður. Aukningin stafar að stærstum hluta af áhrifum dótturfélaga sem nú eru að fullu inni í rekstrartekjum ársins 2005 auk sölu fastafjármuna. Rekstargjöld ársins voru 17,4 milljarðar og hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 3,9 milljarðar. Afskriftir voru 1,4 milljarðar króna og voru fjár- magnsliðir jákvæðir um 1.227 millj- ónir. Heildareignir samstæðunnar í árslok 2005 voru bókfærðar á 28,7 milljarða króna. Skuldir og skuld- bindingar námu rúmum 21 milljarði. Í árslok var eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar 25% en var áður 43% og stafar lækkunin af samruna við Fjárfestingafélagið Fylki ehf., en við samrunann lækkar eigið fé Sam- herja um 6.885 milljónir króna. „Þrátt fyrir að úthlutaður loðnu- kvóti á síðustu vetrarvertíð hafi ver- ið mun minni en væntingar stóðu til og vertíðin staðið stutt, eru horfur fyrir árið 2006 þokkalegar. Skýrist það annars vegar af góðu verði fyrir afurðir á helstu mörkuðum félagsins og hins vegar að gengi íslensku krónunnar er að færast nær því gildi sem telja má viðunandi fyrir starfsumhverfi íslenskra útflutn- ingsgreina,“ segir í tilkynningu Samherja til Kauphallar Íslands. Þriggja milljarða hagnaður Samherja ● VAXTAHÆKKUN Seðlabankans og hugsanlega einnig fremur jákvæð umfjöllun um hana á forsíðu fjár- málablaðsins Financial Times, virð- ist hafa haft jákvæð áhrif á trygg- ingaálag á fimm ára skuldabréf íslensku viðskiptabankanna (CDS) á eftirmarkaði í Evrópu á föstudag. Breytingin varð þó ívið meiri á trygg- ingaálagi Glitnis en hinna bank- anna. Í lok föstudags var tryggingaálagið á fimm ára skuldabréf Glitnis 0,53% en það var 0,57% deginum áður. Álagið lækkaði úr 0,80% á skulda- bréf Kaupþings banka í 0,79% en það var hins vegar óbreytt á skulda- bréf Landsbankans, 0,75%. Tryggingaálagið á eftirmarkaði lækkar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergiðFréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.