Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÞRÍR menn hafa verið yfir-
heyrðir vegna mannránsins í
Garði fyrir rúmri viku. Yfir-
heyrslurnar fóru fram hjá lög-
reglunni í Keflavík á föstudag
en ekki liggur fyrir hvort
mennirnir voru yfirheyrðir sem
grunaðir í málinu. Ekki hefur
verið krafist gæsluvarðhalds.
Bíllinn sem mannræningjarnir
voru á er ófundinn samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar.
Þrír menn
yfirheyrðir
JÁRN er mikið í íslensku heyi,
marktækt mest í heyi á riðubæjum
og nálgast ofgnótt og mangan virð-
ist vera nægjanlegt í íslensku heyi
en í öfugu hlutfalli við járn og er því
þéttni mangans marktækt minnst á
riðubæjum. Þetta er meðal niður-
staðna í framhaldsrannsóknum á sjö
snefilefnum í íslensku heyi og
tengslum þess við uppkomu riðu og
aðra sjúkdóma í búfénaði. Dr. Krist-
ín Björg Guðmundsdóttir dýralækn-
ir og dr. Þorkell Jóhannesson, fyrr-
verandi prófessor sem stýrði
rannsókninni, segja í samtali við
Morgunblaðið að rannsóknirnar
staðfesti fyrri rannsóknaráfanga, að
ótvíræð tengsl séu milli mangans í
heyi og riðu, þ.e. að mikið mangan í
heyi feli í sér ákveðna vörn gegn
sé annars vegar, þetta geti vart
verið tilviljun. Af öðrum snefilefn-
um segir Þorkell að þéttni kóbalts í
heyi virðist lítil og gæti kóbalt-
skortur komið fyrir í búpeningi en
þéttni þess sé hin sama á riðubæj-
um og riðulausum. Það sama er að
segja um sink og mólýbden. Þá
kom í ljós við rannsókn þeirra fé-
laga að selenskortur virðist vera
útbreiddur í búpeningi á Íslandi
þótt það verði ekki tengt við riðu
sérstaklega. Þorkell segir hins
vegar brýnt að rannsaka málið
frekar, ekki síst þar sem riða í
sauðfé kosti þjóðfélagið milljónir
króna á ári. Hópurinn hafi fullan
hug á því en hann hafi hins vegar
fengið neitun um styrk hjá Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins eftir
neikvæða umsögn frá fagráði sauð-
fjárræktar. Kostnaður við fram-
haldið er áætlaður 5 milljónir.
vissum sjúkdómum og ofgnótt get-
ur valdið eitrun. Rannsökuð voru
sjö efni: járn, mangan, kopar, mó-
lýbden, selen, kóbalt og sink.
Ákvað hópurinn að tengja niður-
stöður við hugsanleg skortsein-
kenni eða eitrunareinkenni í
plöntum og dýrum og beindust
rannsóknirnar einkum að því hvort
tengja mætti mun á magni snefil-
efna í heyi við uppkomu á riðuveiki
í sauðfé. Af þeim sökum voru bæir
þar sem heysýni voru tekin flokk-
aðir í þrjá flokka: riðulausa bæi á
riðusvæðum, fjárskiptabæi, þ.e.
bæi þar sem riða hafði verið greind
en þeir fengið heilbrigt fé, og riðu-
bæi, þ.e. þar sem riða var á rann-
sóknartímabilinu.
Þorkell Jóhannesson segir að
erfitt sé að komast hjá því að túlka
þessar niðurstöður þannig að járn
og mangan skipti máli þegar riðan
riðu og að ofgnótt járns í íslensku
heyi sem jaðrað geti við eitrun sé
mikil í heyi frá riðubæjum.
Rannsóknir þessar hófust árið
2001 og auk þeirra Kristínar og
Þorkels voru í hópnum Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, Jakob
Kristinsson dósent og Tryggvi Ei-
ríksson fóðurfræðingur. Einnig
störfuðu með hópnum um tíma Jed
Barash, bandarískur læknanemi,
og dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir,
prófessor í Englandi. Hópurinn
starfaði í nánum tengslum við
embætti yfirdýralæknis.
Skortur eða eitrun
Rannsóknarhópurinn gerði út-
tekt á sjö snefilefnum sem eru mik-
ilvæg fyrir starfsemi plantna, dýra
og manna. Þau eru nauðsynleg fyr-
ir starfsemi vítamína og hormóna
og getur skortur á þeim valdið
Samband á milli járn-
magns í heyi og riðu
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
HELGI Jóhannesson sigraði í þremur
greinum á Íslandsmótinu í badminton
sem lauk í gær í TBR-húsinu í Reykjavík.
Helgi sigraði í einliða-, tvíliða- og tvennd-
arleik. Hann er fyrsti badmintonmað-
urinn í 15 ár sem afrekar slíkt en Árni
Þór Hallgrímsson varð þrefaldur meist-
ari árið 1991. Helgi varði titilinn í einliða-
leik og það sama gerði Ragna Ingólfs-
dóttir sem sigraði fjórða árið í röð í
einliðaleik. Ragna varð einnig Íslands-
meistari í tvíliðaleik.
Broddi Kristjánsson varð Íslandsmeist-
ari í tvíliðaleik og eru 26 ár síðan hann
varð fyrst Íslandsmeistari en hann verð-
ur 46 ára á þessu ári. | B1
Morgunblaðið/ÞÖK
Helgi þrefald-
ur meistari
VALIN hafa verið fjölmörg svæði í grónum hverfum Reykjavíkur vegna
áætlana borgaryfirvalda um skipulag lóða fyrir einbýli og sérbýli. Um er að
ræða svæði í grónum hverfum fyrir fast að 300 lóðir sem verða þessu næst
sendar í frekari skipulagsvinnu og samráð við íbúa, að sögn Dags B. Egg-
ertssonar, formanns skipulagsráðs.
Eitt þessara svæða, sem má sjá á meðfylgjandi loftmynd, markast af
Kirkjusandi og Borgartúni og er talið er að þar megi byggja allt að 70 sérbýli
í raðhúsum. „Hugmyndin er sú að þegar þar að kemur renni hluti endur-
gjaldsins fyrir lóðirnar til uppbyggingar á útivistarsvæðum og grænum
svæðum í hverfunum til þess að bæta og fegra umhverfið.
Mér sýnist í fljótu bragði að það ætti að vera svigrúm til þess að verja allt
að milljarði í uppbyggingu á grænum svæðum í hverfunum, sem hluta af
þessu verkefni,“ segir Dagur.
Tæplega 300 lóðir
í grónum hverfum
ELDUR kom upp í Landrover-jeppa á
Hellisheiði um klukkan 14 í gær. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi fundu öku-
maður og farþegi jeppans mikla bens-
ínlykt leggja frá bílnum. Bíllinn var því
stöðvaður og skömmu síðar blossaði
eldur upp úr vélarhúsinu. Ökumaðurinn
og farþegi náðu að komast út úr bíln-
um, sem varð fljótt alelda, og hringja
eftir aðstoð. Slökkvilið kom á vettvang
og slökkti í jeppanum. Ekki liggur fyrir
hver eldsupptök voru en bifreiðin er
ónýt.
Eldur kom upp í
jeppa á Hellisheiði
EINS hreyfils fjögurra sæta flugvél af gerðinni
Cherokee nauðlenti á túni við bæinn Víði við
Þingvallaveg í Mosfellsdal kl. 20.20 í gærkvöldi.
Engan sakaði en auk flugmannsins voru tveir
farþegar í flugvélinni. Voru þeir þó allir fluttir á
slysadeild til skoðunar í gærkvöldi en engin
henni en í lendingunni brotnaði nefhjól vélarinn-
ar. Eftir nauðlendinguna var tilkynnt um óhapp-
ið til Neyðarlínu og voru sjúkrabíll og lögregla
send á staðinn. Einnig komu fulltrúar Rann-
sóknarnefndar flugslysa á vettvang í gærkvöldi
og skoðuðu aðstæður.
meiðsl komu í ljós samkvæmt upplýsingum
vakthafandi læknis.
Vélin var að kom frá Vestmannaeyjum, á leið
til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum Flug-
málastjórnar urðu gangtruflanir í vélinni til þess
að flugmaðurinn sá þann kost vænstan að lenda
Morgunblaðið/Júlíus
Nauðlenti á túni í Mosfellsdal
FARÞEGAÞOTA frá bandaríska flug-
félaginu Max Jeat, á leið frá Lundúnum
til New York, varð að lenda á Keflavík-
urflugvelli í gær vegna sprungu í ytra
byrði framrúðu í flugstjórnarklefa. Vél-
in, sem er af gerðinni Boeng 767-300,
var í háloftunum yfir landinu þegar
óhappið varð og lækkuðu flugmennirnir
flugið og flugu lágt inn til lendingar í
Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli var engin hætta talin á
ferðum og var ekki settur af stað við-
búnaður á vellinum til að taka á móti
vélinni. Um borð voru 116 manns að
áhöfn meðtalinni. Önnur vél frá flug-
félaginu var send til að koma farþegum
áfram til New York. Ekki er vitað um
orsök þess að rúðan sprakk.
Lenti með
sprungna framrúðu