Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, starfsbróðir hennar í Bret- landi, fóru í óvænta heimsókn til Bagdad í gær til að freista þess að flýta myndun þjóðstjórnar í Írak eftir nær fjögurra mánaða samningaþref flokka sjíta, súnní-araba og Kúrda. Rice gaf til kynna að þolinmæði bandarískra ráðamanna væri á þrot- um. „Við ætlum að hvetja Íraka til að ljúka samningaviðræðunum. Öllum ætti að vera ljóst að það er kominn tími til að viðræðurnar leiði til þjóð- stjórnar,“ sagði Rice á leiðinni til Íraks. „Ég geri ráð fyrir því að sú staðreynd að við förum þangað til að ræða við leiðtoga Íraks sé merki um hversu mikla áherslu við leggjum á þörfina á þjóðstjórn í Írak.“ Ráðgert hafði verið að utanríkis- ráðherrarnir yrðu fluttir með þyrlu frá alþjóðaflugvellinum í Bagdad inn á Græna svæðið svokallaða þar sem helstu stjórnsýslubyggingar Íraks eru. Vegna úrhellis var ákveðið að flytja ráðherrana með bílum og ströng öryggisgæsla var á veginum frá flugvellinum, einum af hættuleg- ustu vegum heims, vegna hættunnar á sprengjuárás uppreisnarmanna. Utanríkisráðherrarnir ræddu fyrst við Jalal Talabani, forseta Íraks, og síðan Ibrahim Jaafari for- sætisráðherra og Aziz al-Hakim, einn af áhrifamestu leiðtogum sjíta. Jaafari afskiptur? Blaðamenn, sem ferðuðust með ráðherrunum, höfðu á orði að Rice hefði ekki verið eins hlý í viðmóti við Jaafari forsætisráðherra og við aðra leiðtoga Íraks. Fregnir hermdu í vik- unni sem leið að bandaríski sendi- herrann í Bagdad hefði sagt leiðtog- um sjíta að stjórn Bandaríkjanna vildi ekki lengur að Jaafari gegndi embættinu, en bandarískir embætt- ismenn neituðu þessum fréttum. Rice ræddi aðeins í 45 mínútur við Jaafari en átti nær tveggja stunda hádegis- verðarfund með Hakim og Adel Ab- del Mahdi, varaforseta Íraks og hugsanlegu forsætisráðherraefni sjíta. Bandalag sjö stjórnmálaflokka sjíta tilnefndi Jaafari í embætti for- sætisráðherra eftir kosningarnar í janúar þegar bandalagið fékk tæpan helming þingsætanna. Flokkar súnní-araba og Kúrda höfnuðu til- nefningunni og hafa hótað að taka ekki þátt í myndun stjórnar nema Ja- afari dragi sig í hlé. Er hann einkum gagnrýndur fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í baráttunni við upp- reisnarmenn og sakaður um að hafa lagt svo mikla áherslu á að gæta hagsmuna sjíta að hann sé ekki rétti maðurinn til að fara fyrir þjóðstjórn nú þegar landið er talið ramba á barmi borgarastyrjaldar. Leiðtogar sjíta farnir að efast um Jaafari Óánægjunnar með Jaafari er nú einnig farið að gæta í bandalagi hans. Leiðtogar fjögurra af sjö flokkum bandalagsins hafa látið í ljósi efa- semdir um að hann sé rétti maðurinn í embætti forsætisráðherra. Hermt er að þeir hafi gefið honum nokkurra daga frest til að sýna að hann geti myndað þjóðstjórn, ella missi hann stuðning þeirra. Rice og Straw sögðu að þau hefðu ekki í hyggju að blanda sér í valda- baráttuna í Bagdad. Rice hafði tvisvar áður ferðast til Bagdad frá því að hún varð utanrík- isráðherra Bandaríkjanna í janúar á liðnu ári. Þetta er í þriðja skipti sem Straw ferðast til Íraks á árinu. Utanríkisráðherrarnir fóru til Bagdad eftir tveggja daga heimsókn Rice til Bretlands. Rice viðurkenndi á föstudag að Bandaríkjastjórn hefðu orðið á „þús- undir“ mistaka í Írak en sagði daginn eftir að hún hefði aðeins sagt þetta í „óeiginlegri merkingu“. Reyndu að flýta myndun þjóðstjórnar í Bagdad Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands fóru í óvænta ferð til Íraks Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræða við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, á skrifstofu hans í Bagdad í gærmorgun. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UM 80.000 manns söfnuðust saman á Péturstorginu í Róm í gærkvöldi til að hlýða á Benedikt XVI páfa fara með bænir klukkan 19.37 að íslenskum tíma, þegar nákvæmlega eitt ár var liðið frá því að Jóhannes Páll II páfi lést. Hluti mannfjöldans sést hér við Péturskirkjuna. Hundruð þúsunda manna sóttu einnig útimessur í Póllandi á sama tíma og héldu á kertum til að minnast Jóhannesar Páls. Efnt var til minning- arathafna, hljómleika og ýmissa sýninga víða í Evrópu og Ameríku um helgina í tilefni af dánarafmælinu. Nokkrar þúsundir Pólverja, þeirra á meðal forseti og forsætisráðherra landsins, tóku þátt í samkomu þar sem beðið var fyrir því að Jóhannes Páll II yrði tekinn í tölu blessaðra, sem er fyrsta skrefið í áttina að því að hann verði tekinn í dýrlingatölu. Reuters Tugir þúsunda á Péturstorginu á dánarafmæli páfa BANDARÍSKA dagblaðið Wash- ington Post hafði í gær eftir banda- rískum leyniþjónustumönnum og sérfræðingum í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi að þeir teldu að stjórnvöld í Íran myndu svara hugsanlegri árás á kjarnorkumann- virki þeirra með því að skipa útsend- urum leyniþjónustu Írans og Hizbol- lah-hreyfingunni í Líbanon að fremja hryðjuverk víða um heim. Sérfræðingarnir spáðu því að Ír- anar myndu standa fyrir árásum á Bandaríkjamenn í Írak þar sem ír- anska leyniþjónustan er nú þegar með marga menn. Að sögn Wash- ington Post telja sérfræðingarnir að útsendarar írönsku leyniþjónust- unnar myndu einnig skipuleggja árásir á óbreytta borgara í Banda- ríkjunum, Evrópu og víðar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur sagt að hann hyggist reyna að leysa deiluna um kjarn- orkuáætlun Írans með friðsamlegum hætti en bætt við að öll úrræði komi til greina til að afstýra því að Íranar eignist kjarnavopn. Heimildarmenn Washington Post sögðu þó að áhugi bandarískra emb- ættismanna á starfsemi leyniþjón- ustu klerkastjórnarinnar í Íran benti ekki til þess að árás á Íran væri yf- irvofandi eða líkleg. Hugsanleg árás rædd í London Breska dagblaðið The Daily Tele- graph sagði í gær að breska stjórnin hygðist halda leynilegan fund með yfirmönnum hersins í dag til að ræða afleiðingar hugsanlegrar árásar á Ír- an. Blaðið hafði eftir heimildarmönn- um sínum að loftárásir á kjarnorku- mannvirki í Íran yrðu „óhjákvæmilegar“ ef þarlend stjórn- völd yrðu ekki við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó í síðasta mánuði að árás á Íran væri „óhugsandi“. Óttast hryðju- verk verði ráðist á Íran Gautaborg. Morgunblaðið. | Nem- endur Ytterby-skólans í Sví- þjóð sem niðurlægja aðra með kynþáttafordómum eiga á hættu að falla í samfélagsfræði. Að sögn skólastjórans, Anne- Charlotte Brandberg, hafa komið upp vandamál í skól- anum vegna slíkra fordóma og því er gripið til þessara að- gerða. Ákvörðunin hefur vakið at- hygli og einnig gagnrýni menntamálayfirvalda fyrir að vera nokkurs konar skoð- anakúgun. Lögfræðingur fræðsluskrifstofu segir að skoðanafrelsi ríki í landinu og framkoma eigi ekki að gilda sem hluti af einkunn. Ytterby-skólinn er fyrir nemendur í 7.–10. bekk og er í Kungälv, nágrannasveit- arfélagi Gautaborgar. Fulltrú- ar allra stjórnmálaflokka í bæj- arstjórn hafa lýst stuðningi við ákvörðun skólastjórans. Skólastjórinn segir ákvörð- unina snúast um að kenna nem- endum leikreglur lýðræðisins en hún sé ekki neins konar skoðanakúgun. Að hennar mati hafa allir rétt á að hafa eigin skoðun. Hins vegar á skólinn ekki að umbera kynþátta- fordóma og tjáningu þeirra í skólanum þótt margir for- eldrar taki of laust á slíku. Fordómar þýða fall í samfélags- fræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.