Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 15 ERLENT H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR www.nowfoods.is New York. AP. | Rannsókn á áhrifum fyrirbæna á hjartasjúklinga bendir til þess að heilsa þeirra hafi ekki batnað eftir að ókunnugt fólk bað fyrir þeim. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að á meðal þeirra sjúklinga, sem vissu að beðið var fyrir þeim, voru ýmsir fylgikvillar hjartasjúkdóma ívið al- gengari en á meðal þeirra sem vissu aðeins að hugsanlega yrði beðið fyrir þeim. Rannsóknarmennirnir sögð- ust ekki vita hvernig á þessu stæði. Nokkrir vísindamenn sögðust vera undrandi á því að ráðist skyldi í slíka rannsókn þar sem vísindunum væri „ekki ætlað að rannsaka hið yf- irnáttúrulega“. Rannsóknin kostaði 2,4 milljónir dollara, sem samsvarar um 170 milljónum króna. Sérfræðingar sögðu þetta viðamestu rannsókn til þessa á áhrifum fyrirbæna á sjúk- linga. Vísindamennirnir sem rannsök- uðu mátt bænarinnar lögðu áherslu á að rannsóknin svaraði því ekki hvort Guð væri til eða svaraði fyr- irbænum. Rannsóknin náði til 1.800 sjúk- linga á sex sjúkrahúsum í Banda- ríkjunum. Templeton-stofnunin, sem hefur styrkt ýmsar vísinda- rannsóknir sem tengjast trúar- brögðum, fjármagnaði rannsóknina ásamt einu sjúkrahúsanna. Nið- urstöðurnar verða birtar í næsta tölublaði tímaritsins American Heart Journal sem kemur út á þriðjudag. Fyrirbænir höfðu ekki áhrif á sjúklingana Prag. AFP. | Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín í Mið-Evrópu um helgina vegna vatnavaxta, flestir þeirra í norður- og suðaust- urhluta Tékklands. Áin Morava flæddi yfir úthverfi tékknesku borgarinnar Olomouc eftir að flóðgarðar brustu í gær. Alls var um 4.500 manns sagt að fara frá heimilum sínum í borginni vegna flóð- anna. Þá þurftu íbúar bæjarins Hrensko í norð- anverðu Tékklandi að flýja heimili sín vegna mikilla vatnavaxta í Saxelfi. Búist var við að flóðið næði hámarki í gær. Yfirborð árinnar var þá um fjórum sinnum hærra en venjulega. Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í borg- inni Melnik í miðju landsins þar sem búist var við að yfirborð Saxelfar héldi áfram að hækka. Hugsanlega verða um 2.000 borgarbúar fluttir á brott. Í höfuðborginni Prag höfðu flóð ekki valdið usla en varnargarðar hafa verið reistir þar á bökkum Moldár. Mikil flóð urðu í ágúst 2002 í Saxelfi þar sem áin rennur gegnum Tékkland. Að minnsta kosti sextán manns létu lífið og mikið af gróð- urlendi og mannvirkjum eyðilagðist. Borgarstjóri Búdapest, höfuðborgar Ung- verjalands, hvatti stjórn landsins til að lýsa yfir neyðarástandi í þeim hluta borgarinnar sem er í mestri hættu vegna vatnavaxta í Dóná. Reuters Íbúi þýska bæjarins Meissen, nálægt borginni Dresden, fylgist með flóði í Saxelfi í miðbænum. Þúsundir manna flýja heimili sín í Mið-Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.