Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 25 MINNINGAR ✝ Knútur KristjánGunnarsson fæddist í Neskaup- stað 11. nóvember 1930. Hann lést í Lundi í Svíþjóð 17. júní 2005. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Sæmunds- son klæðskeri, f. 5. júlí 1901, d. 10. okt. 1971, og Rósa Krist- jánsdóttir húsmóð- ir, f. 23. mars 1904, d. 13. febrúar 1983. Þau áttu lengst af heima í Reykjavík en Rósa bjó síð- ustu æviár sín á Akranesi. Systkini Knúts eru Ragnar bú- settur á Akranesi og Erna búsett í Kópavogi. Knútur kvæntist 31. desember 1952 Kristínu Marinós- dóttur, f. 7. maí 1934. Knútur og Kristín eignuðust níu börn. Þau eru: 1) Elsa, f. 1953, d. 1954, 2) Ragnar Már, f. 1955, 3) Gunnar Örn, f. 1956, 4) Elsa Björk, f. 1958, 5) Rósa, f. 1959, 6) Sigríður, f. 1960, 7) Kristín Ólöf, f. 1963, 8) Knútur Kristján, f. 1963, og 9) Marinó, f. 1966. Útför Knúts verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Fyrsta minning mín um Knút var í Neskaupstað þar sem foreldrar okkar höfðu heimili og ráku sauma- stofu í húsi Jóns Sveinssonar út- gerðarmanns sem hét í Bár. Það var haust og var ég dúðaður og látinn út, ég vappaði í kringum húsið og baka til voru hænur sem ég hafði afskaplega gaman af að horfa á og svo kom hann í barnavagni og var látinn sofa sunnan við húsið og ég átti að fylgjast með honum og gera viðvart þegar hann vaknaði, þá komu þær hlaupandi út mamma eða Rúna frænka. 1932 yfirgáfum við þennan indæla stað Neskaupstað í Norðfirði, til Reykjavíkur var ferð- inni heitið og bjuggum við á Lauga- vegi 83 og þar man ég eftir uppi- standi þegar Knútur, tveggja ára, hvarf út í buskann, seinna um dag- inn fannst hann niðri á Lækjartorgi þar sem sendisveinn hjá Silla og Valda þekkti drenginn og lét vita. 1933 seinnipart sumars flytjum við í Stykkishólm þar sem faðir okkar rak saumastofu Kaupfélagsins í Stykkishólmi. Í Stykkishólmi áttum við margar góðar stundir í stórum hóp skyldmenna og vina. Í afmæl- unum hjá Braga vini okkar var mik- ið sungið og séra Sigurður Ó. Lár- usson kenndi okkur að syngja raddað og frú Ingigerður, hún hafði svo gaman af því að fá Knút til að syngja einan, hann hafði mjög skæra sópranrödd sem hún hafði mikið dálæti á og ég og Bragi urð- um mjög afbrýðisamir því Ingigerð- ur sagði orðrétt „hann er svo lítill og sætur og verið þið góðir við hann“. En þegar við Bragi hermd- um eftir Ingigerði þá varð Knútur svo fjúkandi vondur að við Bragi urðum að taka til fótanna og forða okkur. Í Valgrímshúsi þar sem við áttum heima var lítið hesthús og sunnan við hesthúsið voru tveir hænsnakof- ar með stuttu millibili, í kofanum sem var nær var nýr hænsnastofn, svokallaðir hvítir ítalir, og var það okkar hlutverk að gæta þeirra, han- inn okkar var rígmontinn, háfættur og reigði sig allan til og frá en í kof- anum sem var fjær voru Möngu- bæjar-hænsnin og voru þær af öðru kyni og haninn þar var afar skraut- legur og þéttvaxinn og með allt öðruvísi kamb. Fyrsta embættis- verk okkar Knúts var að fylgjast með hönunum og þegar þeir lentu í slagsmálum þá reyndum við að skvetta á þá vatni til að stöðva slagsmálin, annað embættisverk sem fylgdi þessum hænsnum var að fara vor og haust út í Landey að sækja skeljasand, við lærðum snemma á sjávarföllin því Landeyj- arsundið var okkar aðal-leikvöllur, þar voru fjörupollar af öllum stærð- um og á hverri fjöru fullir af sjáv- arlífi, seiðum, marflóm og allskonar kvikindum en í skeljasandsferðum var Sigvaldi Pétursson frá Ökrum alltaf með okkur. Í Landeyjarsundi byrjaði karl faðir okkar að veiða grásleppu og rauðmaga og vorum við stundum notaðir sem ræðarar í þessum sjóferðum og lögðum við netin úti við Skiphólma, þar lærðum við að skera okkur kræklingsklasa. Á hverju sumri var farið á Hraun- flatir við Selvallavatn og veiddur sil- ungur og þá fékk Knútur veiðibakt- eríuna sem fylgdi honum alla ævi. Þessum sælustundum lauk snögg- lega og fluttum við suður til Reykja- víkur. Vorið 1942 var búist við því að þýski herinn myndi ráðast á Reykjavík og voru því börn og allir sem ekki áttu brýnt erindi fluttir frá Reykjavík og fórum við því til Vopnafjarðar þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti skyldmenna móður okkar. Um haustið þegar við kom- um að austan fluttum við í sum- arbústað við Elliðaár og áttum við þar góðar stundir og veiddum við Knútur þar silung. Haustið eftir fluttum við að Sunnuhvoli við Há- teigsveg og þaðan að Háteigsvegi 28 þar sem skyldmenni okkar að vestan voru nýbúin að byggja. Þeg- ar Knútur hafði aldur til fór hann í iðnnám og lærði húsgagnabólstrun hjá Ásgrími P. Lúðvíkssyni sem reyndist honum bæði vinur og fé- lagi, vann hann hjá Ásgrími þangað hann flutti á Akranes þar sem hann tók við rekstri Bólstrunar Guðrún- ar. Á Akranesi fékk hann útrás fyrir dugnað sinn og áræði, stofnaði eigið fyrirtæki og rak húsgagnaverslun og bólstrun, byggði 2 hús, jafnframt því sem börnunum fjölgaði jafnt og stöðugt þar til þau urðu alls átta talsins. Kristín Marinósdóttir eig- inkona hans stóð eins og bjarg við hlið hans í blíðu og stríðu. Á þessum árum byggði Knútur veiðihús við Vesturhópsvatn og þar dvöldu þau hjónin öll sumur við veiðiskap og þangað var gaman að koma. Við Knútur vorum samrýndir frá fyrsta degi og til lokadægurs, þar bar aldrei neinn skugga á. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíkan bróður og vin og verið samvistum við í 75 ár. Það var mikil gæfa og fyrir það ber að þakka. Ragnar Gunnarsson. KNÚTUR KRISTJÁN GUNNARSSON var Svavar Eiríksson. Á samri stundu urðum við perluvinir. Þarna varð til vinahópur sem átti sitt fasta borð niðri á Mat og kaffi á daginn og í Alþýðuhúsinu um helg- ar. Námsástundun var ekki aðall okkar, en lífsgátan var leyst hvenær sem hana bar á góma. Svavar hafði einstaka gleðiríka útgeislun. Glað- værð hans og brosmildi hreif. Þótt við sem þyngri vorum í skapi kæm- um guggnir og niðurdregnir til leiks tók það hann aðeins örskamma stund að fá okkur til að hlæja og gleðjast. Hann gat verið kerskinn en hann stríddi sjaldan á annarra kostnað. Trauðla fannst betri félagi þegar á reyndi. Ævinlega var Svav- ar innsti koppur í búri. Einu sinni bað hann mig að gera sér greiða. Ég átti að líta eftir vin- konu hans í jólafríi. Þetta sýndi hví- lík fádæma flón við vorum þegar konur voru annars vegar. Auðvitað fór það allt í handaskolum. Eftir að menntaskólaárunum lauk fórum við hvor í sína áttina. Sam- skiptin urðu stopul en vináttan og hlýjan breyttist ekki. Síðast hittumst við á hlaðinu í Reykholti liðið sumar, þá kom bekk- urinn saman. Við heilsuðumst og kvöddumst af miklum innileik og ég lofaði honum því að láta loksins verða af því að heimsækja hann næsta sumar. Sú heimsókn verður nú með öðrum hætti en ég hafði ætl- að. Ég þakka Svavari vináttu og ógleymanleg, gleðirík ár fyrir norð- an, sem hann átti stóran hlut í að móta. Við Þórunn sendum Birnu, börn- um þeirra sem og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Þröstur Ólafsson. Svavar Eiríksson vinur okkar er látinn eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 24. mars síðastliðinn. Sorg og söknuður fylla hug okkar. Enn eitt skarð höggvið í hóp skóla- syskina sem útskrifuðust frá MA 1960. Á skólaárunum hófst sú vinátta sem æ síðan hefur eflst og dafnað milli fjölskyldna okkar. Svo segir í Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Við minnumst Svavars sem ein- staks vinar um hálfrar aldar skeið, sem kunni þá list að rækta vinátt- una. Hann lét sér annt um vini sína, fylgdist með þeim og gaf sér ávallt tíma til að blanda geði við þá. Hann var blessunarlega laus við það tíma- leysi sem hrjáir margan manninn í dag. Minningarnar hrannast upp og margs er að minnast og margt ber að þakka. Svavar var góðum gáfum gæddur, víðlesinn og margfróður og kunni skil á ótrúlegustu hlutum enda fátt óviðkomandi. Ættfræðin var eitt af áhugamál- um hans. Hann naut sín vel í góðra vina hópi, ljúfur og skemmtilegur. Minnumst við margra ógleyman- legra samverustunda. Oft var glatt á hjalla í eldhús- króknum þegar fjölskyldurnar lögðu sig fram við að leysa lífsgátuna hvort heldur var í Stóragerði eða Beykilundi. Í einkalífinu með Birnu Sigur- björnsdóttur sér við hlið var Svavar lánsamur maður. Börn þeirra fjögur hafa öll stofn- að eigin fjölskyldur sem nú eiga um sárt að binda. Börn og barnabörn voru Svavari afar kær og bar hann mikla um- hyggju fyrir velferð þeirra. Að leiðarlokum þökkum við og fjölskyldur okkar Svavari vináttu og tryggð öll þessi ár. Hvíl í friði kæri vinur. Blessuð sé minning hans. Við vottum elsku Birnu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Guðmundur og María. Elsku Ingvi afi. Komið er að kveðjustund. Við kveðjum þig með þakklæti fyrir allar góðu minningarnar sem þú skilur eftir þig, minningar sem munu lifa með okkur alla ævi. Þrátt fyrir að hafa vitað að hverju stefndi í veik- indum þínum vorum við alls ekki undirbúin þegar kallið kom. En í dag huggum við okkur við að hugsa um það hversu vel hún Fía amma okkar tekur á móti þér, nú ert þú kominn aftur í hennar faðm elsku afi. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Með þessum orðum minnumst við þín. Hvíl þú í friði elsku afi. Sveinn, Soffía og Hildur. Okkur langar með örfáum orðum að minnast þín, elsku Ingvi afi, nú þegar þú hefur sofnað í hinsta sinn. Um þessar mundir, þegar hug- urinn reikar til baka, spretta fram góðar minningar sem allar eiga það sameiginlegt að endurspegla það hversu lánsöm við vorum að fá að INGVI ELÍAS VALDIMARSSON ✝ Ingvi ElíasValdimarsson fæddist í Reykjavík 18. júlí 1921. Hann lést á Landakots- spítala 20. mars síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Háteigskirkju 29. mars. eiga þig að elsku afi. Betri afa var varla hægt að hugsa sér, þú sem alltaf varst svo umhyggjusamur og hlúðir vel að öllu og öllum í kringum þig. Ingvi afi, þú varst mikill listamaður og náttúruunnandi af Guðs náð. Strax sem börn minnumst við þess hversu ljúft það var að leika í garðinum hjá þér, þar sem í minningunni virðist allaf hafa verið sólskin og hlýja, og fylgjast með hvernig þú ræktaðir upp heilu meistaraverkin í formi litskrúðugra blómabeða, trjárunna og matjurta- garða. Þér var mikið í mun að upp- fræða okkur börnin um hollustuna sem í grænkálinu þínu og gulrót- unum úr garðinum var falin, „allt er vænt sem vel er grænt“ má segja að þú hafir snemma gert að einkunn- arorðum þínum. Þú varst hæfileika- ríkur maður á fleiri sviðum og varst iðinn við að smíða hitt og þetta í bíl- skúrnum þegar færi gafst. Það var okkur snemma ljóst að þarna væri meistari að verki. Minnist ég þess, Ása Björk, elst minna systkina, þegar ég var fimm ára, einu sinni sem oftar að heimsækja þig afi, í skúrinn og þú lagðir fyrir mig gát- una: „Hver er sá veggur víður og hár, veglega skreyttur röndum, gulur, rauður, grænn og blár, gerð- ur af meistarahöndum?“ Fannst mér engu líkara en þarna hlytir þú að vera vísa til einhverra þinna verka svo mikið álit hafði ég þá þeg- ar á handbragði þínu, þú hafðir nefnilega sannkallaðar meistara- hendur. Núna síðustu árin kynnt- umst við enn einni hlið manngæsku þinnar þegar þú hjúkraðir ömmu Fíu af mikilli alúð og hlýju í veik- indum hennar og þar til leiðir ykkar skildi við fráfall hennar sumarið 2004. Elsku Ingvi afi, nú hafið þið fund- ið hvort annað á ný og við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur um alla eilífð. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku Ingvi afi. Þín barnabörn, Ása Björk, Egill, Jón Heiðar og Óskar. Í dag kveð ég hinstu kveðju Ingva Elías Valdimarsson, afa minn og nafna. Ótal minningar koma upp í hugann en afa minnist ég fyrst og fremst fyrir yfirvegað fas, góð- mennsku og þá unun sem hann hafði af náttúru landsins. Eitt sinn gáfu þau amma og afi mér heilræði en það hljóðaði svo: „Láttu sólina aldrei setjast á reiði þína Ingvi minn.“ Þarna voru þau að ráðleggja litlum dreng inn í framtíðina. Þetta er nokkuð sem ég gleymi seint, orð- in lýsa hugarfari þeirra og viðhorfi til lífsins. Afa minn kveð ég með þessum orðum og hlýja mér við minningar um góðan mann. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson.) Hvíl í friði. Ingvi Arnar Sigurjónsson. Í dag er til moldar borinn fyrr- verandi tengdafaðir minn Ingvi Elías Valdimarsson og vil ég þakka honum samfylgdina með þessu ljóði. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Guð geymi þig. Valgerður Vilbergsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.