Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*Miðað við gengistryggðan bílasamning.Vextir háðir breytingum á Libor
Kletthálsi 11
Sími 590 5760
bilathing@bilathing.is
Laugavegi 174
Sími 590 5040
www.bilathing.is
Númer eitt í notuðum bílum
LÁTLAUSIR SINUELDAR
Enn einn sinubruninn braust út í
gær þegar stór svæði við Esjuberg á
Kjalarnesi brunnu. Gríðarlegt
reykjarkóf lagði af eldinum og þurfti
að stöðva umferð á Vesturlandsveg-
inum á meðan slökkvistarf fór fram.
Gærdagurinn var fjórði dagurinn í
röð þar sem sinueldar kviknuðu og
var slökkvilið og lögregla víða í mikl-
um önnum vegna elda. Á Mýrum er
enn brunavakt ef eldar kynnu að
blossa þar upp að nýju.
Samband riðu og járns í heyi
Rannsókn á snefilefnum í íslensku
heyi og tengslum þess við uppkomu
riðu og aðra sjúkdóma hefur leitt í
ljós að samband er á milli járnmagns
í heyi og riðu. Járn er marktækt
mest í heyi á bæjum þar sem riða
hefur komið upp. Staðfesta þessar
rannsóknir fyrri rannsóknaráfanga,
að ótvíræð tengsl séu á milli mang-
ans í heyi og riðu, þar sem mikið
mangan feli í sér vörn gegn riðu en
að ofgnótt járns í heyi sem jaðrað
geti við eitrun sé mikil í heyi frá
riðubæjum.
Rice og Straw í Bagdad
Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og Jack
Straw, starfsbróðir hennar í Bret-
landi, fóru í óvænta heimsókn til
Bagdad í gær til að freista þess að
flýta myndun þjóðstjórnar í Írak.
Rice gaf til kynna að þolinmæði
bandarískra ráðamanna væri á þrot-
um eftir nær fjögurra mánaða samn-
ingaþref flokka sjíta, súnní-araba og
Kúrda.
Dánarafmælis páfa minnst
Um 80.000 manns söfnuðust sam-
an á Péturstorginu í Róm í gær-
kvöldi til að hlýða á Benedikt XVI
páfa fara með bænir klukkan 19.37
að ísl. tíma, þegar nákvæmlega eitt
ár var liðið frá því að Jóhannes Páll
II páfi lést. Hundruð þúsunda
manna sóttu einnig útimessur í Pól-
landi til að minnast hans.
Taílenska þjóðin klofin
Þingkosningar fóru fram í Taí-
landi í gær og fyrstu kjörtölur bentu
til þess að kjósendurnir væru klofnir
í afstöðunni til Thaksins Shinawatra
forsætisráðherra. Flokkur Thaksins
virtist hafa sótt í sig veðrið í norður-
héruðunum. Í suðurhéruðunum og
Bangkok voru hins vegar þeir sem
skiluðu auðu í kosningunum fleiri en
kjósendur stjórnarflokksins.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 25/27
Vesturland 12 Dagbók 30/33
Viðskipti 13 Myndasögur 30
Erlent 14/15 Staður og stund 32
Daglegt líf 16/18 Leikhús 33
Menning 19,33 Bíó 34/37
Forystugrein 20 Ljósvakar 38
Umræðan 22/23 Veður 39
Bréf 23 Staksteinar 39
* * *
„MIÐBORG Reykjavíkur hefur lengi
skort svigrúm til vaxtar. Á sama tíma
og úthverfin hafa vaxið hefur miðjan í
borginni staðið í stað,“ að því er fram
kom í máli Péturs Ármannssonar
arkitekts á borgaraþingi sem virk
íbúasamtök í Reykjavík stóðu að í
Ráðhúsinu á laugardag. Yfirskrift
þingsins var Blessuð sértu, borgin
mín en á því var meðal annars rætt
um íbúalýðræði, umferðarmál, sjálf-
bæra þróun, skipulagsmál, almenn-
ingssamgöngur og sjálfsmynd Reyk-
víkinga.
Í erindi sínu sagði Pétur að brýnt
væri skoða hugmyndir um miðbæ
Reykjavíkur í nýju ljósi og end-
urmeta samband hans við aðra hluta
borgarinnar. „Til að svo megi verða
þarf að nýta miklu stærra svæði en
hingað til hefur verið gert. Áður en
tekin er ákvörðun um útfærslu
byggðar í Vatnsmýrinni er nauðsyn-
legt að horfa á borgina í heild sinni,
skoða virkni hennar og innbyrðis
tengsl ólíkra hluta,“ sagði Pétur.
Vandamálin sem hinu óbyggða svæði
í Vatnsmýrinni væri ætlað að leysa
kynnu að leynast utan þeirra marka
sem þar væru en ekki innan. Ef
markmiðið með uppbyggingu í
Vatnsmýri væri að efla gamla miðbæ-
inn þyrfti að byrja á að huga að teng-
ingu við Kvosina og Laugaveginn.
Smáralindin miðja
höfuðborgarsvæðisins?
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmaður flutti erindi á þinginu
sem nefndist Reykjavík í öðru ljósi.
Ræddi hann meðal annars um fyrir-
hugaða Sundabraut og sagði nokkuð
ljóst að yrði „farin svokölluð innri leið
verður svæðið í kringum Smáralind-
ina miðja höfuðborgarsvæðisins, en
verði ytri leiðin farin verði miðjan
nánast áfram þar sem hún er nú“.
„Hvers vegna ekki að sviðsetja þessa
möguleika og leyfa íbúum höfuðborg-
arsvæðisins að velja?“ spurði Hrafn.
Það kynni að vera ágætt að miðja höf-
uðborgarsvæðisins flyttist í Smára-
lind en það ætti þá að gera vegna þess
að menn vildu það, en ekki óvart.
Þá sagði Hrafn frá lauslegri rann-
sókn sem hann og aðstoðarmenn
hans hefðu gert þegar unnið var að
mynd Hrafns, Reykjavík í öðru ljósi.
Þeir hefðu farið víða og spurt fólk
hvort því þætti gott að búa þar sem
þar byggi. Flestir hefðu verið ánægð-
ir með búsetustað sinn, en þegar fólk
var spurt hvort það vildi búa annars
staðar í borginni, hefði verið ráðandi í
svörum fólks að það óskaði þess að
búa nær miðborginni. Spurt hvers
vegna það gerði það ekki hefðu marg-
ir nefnt að það væri dýrara.
560 bílar á hverja 1.000 íbúa
Þorvaldur Gylfason hagfræðingur
fjallaði um borgarhagfræði á þinginu.
Þar kom meðal annars fram að
Reykjavík væri eiginlega dreifbýlasta
höfuðborg heimsins. „Flugvöllurinn í
Vatnsmýrinni tekur einn sjöunda
part af flatarmáli Reykjavíkur innan
Elliðaáa,“ sagði Þorvaldur. Um væri
að ræða dýrmætasta hluta borgar-
landsins sem gæti hýst tugi þúsunda
íbúa og vinnandi fólks og gert
Reykjavík að gönguborg. Slíkt myndi
spara ógrynni fjár. Aksturskostnaður
sem lagður væri á borgarbúa að
óþörfu væri gríðarlegur. Þá væri ekki
bara átt við rekstrarkostnað ónauð-
synlegra bíla heldur einnig stofn-
kostnað. „Við eigum um 560 bíla á
hverja 1.000 íbúa í okkar litla sam-
félagi,“ sagði Þorvaldur og benti á að
Dönum dygðu 360 bílar á 1.000 íbúa.
Borgaraþing íbúasamtaka í Reykjavík um málefni borgarinnar
Miðborgina skort svigrúm til vaxtar
Morgunblaðið/ÞÖK
Hildur Helga Sigurðardóttir heilsar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfull-
trúa. Við hlið Hildar eru Þorvaldur Gylfason og Gauti Kristmannsson.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
EINS OG greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag er von á fjórtán
laga plötu með 35 ára gömlum upp-
tökum frá fjórum upprunalegra
meðlima Stuðmanna á næstu dög-
um. Heldur frjálslega var farið með
staðreyndir í þeirri frétt í tilefni af 1.
apríl og verður hulunni nú svipt af
sannleikanum.
Platan góða frá Frummönnum,
eins og þeir kalla sig nú, er á leiðinni
í búðir á næstu dögum, svo mikið er
víst, en upptökurnar eru hins vegar
frá því í janúar síðastliðnum.
„Sannleikurinn er sá að þegar Örn
Andrésson, fyrsti rótarinn okkar og
umboðsmaður, varð fimmtugur fyrir
fimm árum lagði hann ríka áherslu á
að fá gamla kvartettinn saman aftur,
en þá höfðum við ekki spilað saman
síðan 1970,“ segir Jakob Frímann
Magnússon. „Þegar kvartettinn var
að gera sig kláran til að fara upp á
svið að nýju þá heyrði ég söng þess-
ara þriggja, Gylfa Kristinssonar,
Ragnars Daníelsen og Valgeirs Guð-
jónssonar, og það var svo fallegur
hljómur að ég hét sjálfum mér því,
og við Örn, að við yrðum einhvern
veginn að koma þessu á band.“
Hittust fjórmenningarnir á laun í
heilt ár og sömdu saman fjórtán lög.
Til þess að gera plötuna af fullri al-
vöru fóru þeir til Los Angeles í
Bandaríkjunum, í gamla hljóðverið
hjá Beach Boys með upptökustjóra
þeirrar fornfrægu hljómsveitar.
„Við fönguðum eiginlega andann
sem hafði varðveist þarna óskertur í
öll þessi ár,“ segir Jakob en þeir
stóðu ekki einir að upptökunum því
þeir fengu með sér einvala lið.
Hittust á laun í
ár og sömdu lög
SALASKÓLI sigraði í úrslitum Skólahreysti 2006 sem
fram fóru í Laugardalshöll í gær, með 59 stig. Hlíðaskóli
hafnaði í öðru sæti með 55,5 stig og Lindaskóli í því
þriðja með 55 stig. Hver skóli sendi tvo stráka og tvær
stelpur úr 9. og 10. bekk til keppni. Strákarnir kepptu í
upphífingum, dýfum og hraðaþraut en stelpurnar í arm-
beygjum, fitnessgreip og hraðaþraut. Krakkarnir skiptu
greinunum á milli sín svo allir þátttakendur skoruðu stig
fyrir sín lið.
Um 800 manns mættu á úrslitin og kveðst Andrés Guð-
mundsson, sem skipulagði keppnina, afskaplega ánægð-
ur með hana.
„Ég er rosalega ánægður með krakkana. Það var ekk-
ert gefið eftir og gaman að sjá hvað þau eru góð í þessu.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Hraustir unglingar sem gefa ekkert eftir
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, hóf opinbera heimsókn sína
til Írlands í gærdag en heimsóknin
stendur til 6. apríl og er í boði for-
seta neðri deildar írska þingsins.
Með þingforseta í för eru eigin-
maður hennar, Kristinn Björnsson,
og þingmennirnir Rannveig Guð-
mundsdóttir, Guðlaugur Þór Þórð-
arson og Þórunn Sveinbjarnardótt-
ir, ásamt skrifstofustjóra Alþingis
og forstöðumanni alþjóðasviðs.
Sendinefndin heimsækir kjör-
dæmi írska þingforsetans og hittir
þar m.a. borgarfulltrúa. Í Dyflinni
á sendinefndin fundi með forsetum
beggja deilda írska þingsins, þing-
mönnum í Evrópunefnd og forystu-
mönnum stjórnmálaflokka á Ír-
landi. Þá mun sendinefndin ræða
við forseta Írlands, varaforsætis-
ráðherra sem jafnframt er heil-
brigðisráðherra og aðstoðarutan-
ríkisráðherra sem fer með
Evrópumál.
Forseti
Alþingis í op-
inberri heim-
sókn í Írlandi