Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 36
SÝNING á verki Joseph Kosuths Auðþekkjanleg ólíkindi var opnuð á Kjarvals- stöðum í gærdag en það er sérstaklega ofið, risastórt teppi sem þekur allan vest- ursal safnsins og býður áhorfandanum að ganga um hugarheim H.C. Andersens en ganga má á teppinu. Ævintýrið um nýju fötin keisarans er ofið í teppið auk þess sem Kosuth notar tilvitnanir frá samtímamanni Andersens og helsta gagn- rýnanda hans, Søren Kierkegaard, til að brúa hugmyndaheim þeirra tveggja. Morgunblaðið/ÞÖK Fjöldi fólks mætti á Kjarvalsstaði til að berja augum sérstætt risateppi með ævintýrinu um Nýju föt keisarans. Listamaðurinn Joseph Kosuth skýrir hér verk sitt fyrir Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands. Sýning á Kjarvalsstöðum 36 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ F R U M S Ý N I N G StærSta kvikmyndahúS landSinS FRELSI AÐ EILÍFU ! Basic Instinct 2 kl. 5:40 - 8 og 10:20 B.i. 16 ára V for Vendetta kl. 5:20 - 8 og 10:40 B.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 B.i. 16 ára The World´s Fastest Indian kl. 5:30 Syriana kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 og 8 The New World kl. 10 B.i. 12 ára eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee- A.B. Blaðið Allt áhugavert, hefst í huganum Allt áhugavert, hefst í huganum Framhaldsmyndin sem allir hafa beðið spenntir eftir, er komin. Sjáið Sharon Stone í banastuði eins og hún var í fyrri myndinni. Framhaldsmyndin sem allir hafa beðið spenntir eftir, er komin. Sjáið Sharon Stone í banastuði eins og hún var í fyrri myndinni. FRUMSÝND SAMTÍMIS UM ALLAN HEIM Ó G N A R E Ð L I FRUMSÝND SAMTÍMIS UM ALLAN HEIM Ó G N A R E Ð L I F R U M S Ý N I N G Hagatorgi • S. 530 1919 www.haskolabio.is eeeee Dóri Dna / Dv Frá höfundi „Traffc“ BORGARÍSJAKAR eru tilkomumikil sjón en kuldaleg, sama má segja um Sharon Stone. Hún er stæðileg sem fyrr, aldurinn og lýtalæknar hafa farið mildum höndum um konuna, en af henni stafar jökulkulda. Hann er aðeins einn mýmargra brotalama Ógnareðlis 2, framhalds- myndarinnar sem tekið hefur á annan áratug að koma á koppinn. Óþægileg nærvera leikkon- unnar bætir ekki upp vel þekktan hæfi- leikaskortinn. Tálkvendið og metsöluhöfund- urinn Catherine Tramell á vissulega ekki að vera umvafin hlýju og notalegheitum en Stone fer langt yfir strikið. Sögusviðið er að þessu sinni köld og fráhrind- andi Lundúnaborg, í stað gömlu góðu kennileit- anna sem gera hana að einni glæsilegustu heimsborginni, dvelur kvikmyndagerðarfólkið við nýtískulegri borgarhluta og byggingar; stál og gler og kaldir litatónar þjóna vel smekklausri sögunni. Í upphafsatriðinu kemst Tramell enn og aftur í kast við lögin er hún verður mannsbani. Er að fróa sér undir stýri á hartnær tvö hundruð kíló- metra hraða. Slík athöfn hlýtur að enda með lúðrablæstri og söng: Á augnabliki fullnægj- unnar tekst Tramell á loft, í bókstaflegri merk- ingu, og endar á árbotni Thames. Sportbíllinn virðist búinn undir slíkar flugferðir því ekki sést skráma á skáldkonunni en ferðafélagi hennar er ekki jafnheppinn og Tramell er ákærð fyrir morð, við réttarhöldin er m.a. leitað álitsgerðar sálfræðingsins Glass (Morrissey), sem verður næsti leiksoppur skáldkonunnar og jafn- ástæðulaust að rekja framhaldið nánar og að gera sér ferð til að sjá það í bíó. Það má mikið vera ef Ógnareðli 2 kemst ekki á blöð sögunnar sem ein versta mynd allra tíma, það eitt er afsakanlegt tilefni til að berja hana augum. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Stone, mótleikari hennar, David Morrissey, er ekki hótinu skárri og getur nagað á sér negl- urnar að hafa tekið hörmulega illa skrifað hlut- verk sálfræðingsins sem fús og glaður lætur Tramell táldraga sig uns hann situr pikkfastur í netinu. Morrissey er sjálfsagt ekki vondur leik- ari, hann geldur, líkt og Rampling og Thewlis, fyrir afspyrnu vont handrit og nöturlega leik- stjórn. Það er eitt af furðum leiklistarsögunnar hvernig hin hæfileikaríka Rampling hefur drabbast niður á tjaldinu og Thewlis virðist vera að leika Graham Sounnes á hliðarlínunni. Að öllu samanlögðu, engin ástæða að fagna öðru en endinum. Ó, ó, óeðli í London KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Aðalleikarar: Shar- on Stone, David Morrissey, Charlotte Rampling, David Thewlis. 115 mín. Þýskaland/Spánn/ England. 2006. Ógnareðli 2 (Basic Instinct) 2  „Það má mikið vera ef Ógnareðli 2 kemst ekki á blöð sögunnar sem ein versta mynd allra tíma, það eitt er afsakanlegt tilefni til að berja hana augum,“ segir m.a. í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson TEKIÐ er að hausta á Suð- urskautslandinu þegar Jerry (Walker), leið- sögumaður á lítilli rann- sóknarstöð, fær það verk- efni að fara með vísindamanninn Davis (Greenwood), nokkrar dag- leiðir út á auðnina. Tilefnið að hafa uppi á nýföllnum loftsteini og ferðast þeir fé- lagar á sleða, dregnum af átta stórum og stæltum sleðahundum. Jerry er jafn- framt þjálfari þeirra, um- sjónarmaður og vinur. Tvímenningarnir hafa ekki fyrr haft uppi á stein- inum en boð berast frá stöð- inni að þeir snúi sem skjót- ast til baka, ofviðri er í uppsiglingu. Þeim tekst að ná til bækistöðvanna í tæka tíð og samstundis er rokið í loftið en ekkert pláss er fyr- ir hundahjörðina og verða þeir strandaglópar. Þegar heim til Bandaríkj- anna er komið getur Jerry ekki á heilum sér tekið, finnst hann hafa brugðist vinum sínum illilega og ger- ir margar en árangurs- lausar tilraunir til að hrinda af stað björgunarleiðangri eftir þeim. Það tekst ekki fyrr en að hálfu ári liðnu. Að einhverju leyti styðst myndin við atburði sem áttu sér stað um miðja síðustu öld í búðum japanskra Suð- urpólfara. Það skiptir ekki máli að öðru leyti en því að þeir sanna hve sleðahundar eru sterk og vitur dýr og vel búin til að takast á við ótrú- legar þolraunir. Eight Below er tekin í ægifögru vetrarríki, að vísu á norðurhveli jarðar, en það truflar engan (nema þá helst mörgæsaaðdáendur). Á hinn bóginn eru stúdíótökur og brellur ekki jafn trúverð- ugar og svipaða sögu er að segja um leikarana sem fá einkum vondar línur og standast ekki samanburðinn við notalega frammistöðu ferfætlingana sem eignast í manni hvert bein. Þegar Disney er í fjöl- skyldustellingum er við hæfi að gefa heilasellunum frí, landfræðilegar staðreyndir, veðurfræði og aðrir slíkir smámunir eru algjört auka- atriði í þeim ævintýraheimi. Engan skal undra þó það sé sumar og sól á Suðurpólnum þegar þar ríkir, samkvæmt hnattstöðu, bleksvört vetr- arnóttin,. Til hvers að ergja sig yfir því og ýmsum öðr- um smámunum? Eight Be- low er hönnuð fyrir fjöl- skylduna, ekki síst yngstu meðlimina og er bless- unarlega laus við allt sem heitir ofbeldi, sem gerist harla fátítt, jafnvel í fjöl- skyldumyndum. Á hinn bóg- inn útskýrir hún, á sinn ein- falda hátt, þau sterku og bætandi bönd sem myndast á milli mannsins og besta vinar hans. Rakkar í raunum KIVKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Frank Marshall. Aðal- leikarar: Paul Walker, Bruce Greenwood, Jason Biggs, Moon Bloodgood, August Schellen- berger. 120 mín. Bandaríkin 2006. Eight Below  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.