Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Guðrún SigríðurSteingrímsdótt- ir fæddist í Kaup- mannahöfn 25. febr. 1920. Hún lést 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík, f. 18. júní 1890, d. 21. janúar 1975, og Lára Mar- grét Árnadóttir, f. 13. október 1892, d. 19. júlí 1973. Systk- ini hennar eru a) Sigríður Ólöf Ellingsen, f. 17. maí 1922, d. 22. júlí 2004, maður hennar var Othar Ellingsen, kaupmaður í Reykja- vík, f. 27. maí 1908, d. 18. febr. 2000; b) Þóra Steingrímsdóttir, f. 13. mars 1924, maður hennar var Sigurður Þorgrímsson hafnsögu- maður, f. 11. júní 1921, d. 28. apríl 2001; c) Jón Steingrímsson verk- fræðingur, f. 20. mars 1928, kona hans er Sigríður Löve bókasafns- fræðingur, f. 10. febr. 1929; og d) Arndís Steingríms- dóttir píanókennari, f. 24. sept. 1933. Guðrún giftist 11. ágúst 1951 Klem- ensi Tryggvasyni hagfræðingi og síð- ar hagstofustjóra, f. 10. september 1914, d. 5. júlí 1997. Þau voru barnlaus. Að loknu stúdentsprófi 1938 starfaði Guðrún í Útvegsbanka Ís- lands í Reykjavík og á Ísafirði, en eftir að hún giftist sinnti hún hús- móðurstörfum í Laufási við Lauf- ásveg. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðrún Sigríður Steingrímsdótt- ir, alltaf kölluð Gúgú, föðursystir okkar er látin. Frá því um miðja síð- ustu öld bjó hún í Laufási við Lauf- ásveg en síðustu árin bjó hún á dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Gúgú var einstök kona; hún var hlý, glaðvær og myndarleg. Á seinni hluta ævinnar átti hún við liðagigt að stríða en aldrei heyrði maður hana kvarta. Í kringum Gúgú var alltaf mikið líf. Hún hafði gott skap og hlýtt viðmót sem laðaði okkur að henni. Á uppvaxtarárum okkar heim- sóttum við Gúgú og Klemens oft og var alltaf gaman að koma í Laufás, hvort sem var í afmæli, á jólum eða bara í venjulega heimsókn. Þar hitt- umst við systkinabörnin hennar Gúgúar og oft hittum við systkina- börn Klemensar en systkinabörnin þeirra beggja voru alltaf velkomin í Laufás. Tengdamóðir Gúgúar, frú Anna, bjó í sama húsi og litum við krakkarnir mjög upp til frú Önnu og bárum ótakmarkaða virðingu fyrir skrautmununum í litla herberginu uppi á efri hæðinni. Amma okkar og afi, Lára og Steingrímur, bjuggu nokkrum húsum utar á Laufásveg- inum og áttum við því oft leið á Laufásveginn. Mikið var alltaf gott þegar við höfðum verið niðri í bæ 17. júní að koma inn í hlýjuna í Laufási og þiggja þar veitingar. Tala nú ekki um eftir skrúðgöngu niður í bæ á sumardaginn fyrsta! Þá var nú oft ansi kalt í bænum. Við systurnar eigum margar eftir- minnilegar og skemmtilegar minn- ingar bæði úr Laufási og af Lauf- ásvegi 73. Var oft glatt á hjalla þegar Lára amma spilaði og söng og krakkarnir hlupu syngjandi í hala- rófu um gangana á Laufásvegi 73. Þá var gaman að lifa og vera barn! Alltaf eru okkur minnisstæð ein jól, þegar við systurnar fengum sína dúkkuna hvor í jólagjöf frá Gúgú. Sú sem opnaði sinn pakka fyrst gladd- ist mjög yfir gjöfinni þar til hún sá að hin systirin hafði fengið eilítið stærri dúkku. Fór sú fyrrnefnda þá til Gúgúar og vildi skila gjöfinni. Var oft hent gaman að þessu litla atviki síðar en minni dúkkan var svo þegar tíminn leið sú sem dugði betur. Í Laufási var oft tekið í spil hér á ár- um áður en Gúgú var mikill bridge- spilari en hafði samt þolinmæði til að spila ýmislegt annað við okkur krakkana. Bridge-borðið var eitt af fáum húsgögnum sem hún tók með sér á Grund þegar hún flutti úr Laufási. Hún spilaði bridge fram yf- ir áttræðisaldur og var alla tíð mikil spilakona og spiluðu þau Klemens oft bridge við Láru ömmu og Stein- grím afa á meðan þeim entist heilsa til. Á góðum stundum í Laufási hitt- ust systkinin öll ásamt börnum. Far- ið var í leiki eins og t.d. að leika nýj- ustu jólabókina. Leikurinn fólst í því að börnin léku bókartitil og full- orðna fólkið giskaði á heitið. Ekki voru þá sjónvarpsauglýsingar til að kynna nöfn bókanna en einhvern veginn skiluðu þau sér samt til yngri kynslóðarinnar sem skemmti sér vel í þessu hlutverki. Gúgú var dugleg húsmóðir á með- an henni entist kraftur og hjá henni var alltaf nóg að gera og mikill gestagangur. Þeir voru margir sem löðuðust að þeim hjónum enda stór fjölskylda í kringum þau Klemens. Á miðjum aldri varð þess sjúkdóms vart sem hún bar alla tíð síðan og skerti lífsgæði hennar töluvert síð- ustu árin Síðustu árin bjó Gúgú á Grund. Var það henni mikil ánægja þegar systkinabörnin hennar og Klemensar svo og aðrir ættingjar og vinir heimsóttu hana þar. Það verð- ur erfitt að fylla tómarúmið sem óneitanlega hefur myndast við brottför hennar, en allar góðu minn- ingarnar um elsku föðursystur okk- ar munu lifa með okkur alla tíð og við erum þakklátar fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja hana. Blessuð sé minning hennar. Þóra og Vigdís. Ég ákvað að setjast niður og skrifa minningarorð um eina af mikilvægustu persónunum í mínu lífi. Konu sem var í senn vinkona mín og félagi, jafnframt því að taka þátt í að ala mig upp og ráða mér heilt. Ömmusystir mín og nafna Guðrún Sigríður Steingrímsdóttir var mér þetta allt og meira til. Hún var oftast kölluð Gúgú og yfirleitt voru þau nefnd í sömu andrá hjónin, Gúgú og Klemens. Minningarnar flæða og það rifjast upp stórir og smáir atburðir. Fyrsta sjálfstæða heimsóknin þegar ég kom ein með strætó úr Mosfellsbæ og endaði í Laufási v. Laufásveg. Löng samtöl um allt milli himins og jarðar. Gaml- ar minningar, sögur úr fjölskyld- unni. Það sem efst var á baugi hverju sinni og ekki síst tíska og föt. Þessi klassakona hafði skoðanir á því öllu og það mátti treysta því, að hún sagði manni nákvæmlega hvað henni fannst. Á síðari árum þegar talað var um föt og tísku, heyrði maður oft, að þetta gæti nú ekki ver- ið í tísku. Að þetta væru ljótustu skór sem hún hefði séð. Eða að hún spurði: Geturðu gengið í þessu? Eru þetta buxur? Síðustu 10 árin hefur hún dvalið á Elliheimilinu Grund. Þangað fóru þau þegar heilsufarið versnaði. Klemens féll frá eftir tæpt ár. Heilsufarinu hennar frænku minnar hrakaði hægt og bítandi, en viljinn til að vera sjálfbjarga var óbugaður. Hún þjáðist áratugum saman af liðagikt og var verulega hreyfihömluð af þeim sökum. Það var því ótrúlegt hvað það hindraði lítið það sem hún ætlaði sér að koma í framkvæmd. Verkjum og veikind- um tók hún af undraverðu æðruleysi og léttri lund. Óborganlegri kímni- gáfunni hélt hún til hinstu stundar og átti létt með að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni. Líka á þeim svið- um sem aðrir sáu alvöruna eina. Ég mun sakna þess að eiga ekki lengur erindi á Grund með harðfisk og lakkrís í létt spjall og ljúfar stundir. Ég er lánsöm að hafa átt hana að sem frænku, vinkonu og fyrirmynd. Ég kveð hana nú, með söknuð og gleði í hjarta, því nú er hún komin á betri stað til allra þeirra sem á und- an eru farnir og hún saknaði svo mikið. Guðrún Sigríður Magnúsdóttir. Við fráfall Gúgúar móðursystur okkar leitar hugurinn til æskuár- anna. Laufás hjá Gúgú og Klemensi var fastur liður í tilverunni. Í Laufás vorum við alltaf velkomin, helst ekki of snemma á morgnana nema á bolludaginn, þá tók Klemens úr lás áður en hann fór í vinnuna. Það var talað við okkur eins og fullorðið fólk og okkur fannst að tekið væri mark á skoðunum okkar. Svo var Gúgú líka stúdent og hvatti okkur krakk- ana til að læra. Hún hélt til haga hnyttnum tilsvörum okkar barnanna og einu sinni þegar hún var búin að klæða sig upp á fyrir ball, spurði hún Björgu hvernig henni fyndist kjóllinn. Björg á að hafa svarað því til að ekki vissi hún hvernig full- orðnum fyndist hann en börnum þætti hann ljótur. Þetta rifjaði hún oft upp og eins þegar Lára flutti að heiman og til hennar með sængur- fötin í tösku og sagði „Koddinn er undir“. Kyrrð, menning, saga og glað- værð Gúgúar einkenndu heimils- braginn í Laufási. Þar var líka stór- fjölskyldan í Laufási sem við feng- um að vera hluti af og við fengum að fara á sýningar á barnaleikritum í Þjóðleikhúsinu með Valgerði systur Klemensar. Við fengum að fara með þeim í bíó kl. 9 og í bíltúra í Volkswageninum. Þegar við hugsum um Gúgu koma líka upp í hugann búðaferðir, dönsku blöðin, móðins- blöð, snittið á kjólunum, saumaskap- ur og spilaklúbbar. Gúgu var uppá- halds frænkan, alltaf flott, alltaf kát og skemmtileg og hennar er sárt saknað. Lára María og Björg. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag segir í kvæði Tómasar Guð- mundssonar. Ferðalag Guðrúnar eða Gúgúar eins og við kölluðum hana alltaf varði í 86 ár. Hún lést í svefni 25. mars á þann hátt sem hún hefði helst óskað sér. Þegar áratuga löng og gefandi vinátta er þökkuð verða flest orð fá- tækleg. Ungum að árum finnst manni allt svo sjálfsagt en þegar ár- in líða og lífsreynslan eykst sér mað- ur svo vel hvílík forréttindi það eru að fá að alst upp með eins ágætu fólki og hjónunum í Laufási. Gúgú var húsmóðir í Laufási í nærri fimm- tíu ár, kona Klemensar frænda. Hún var tengd okkur sterkum fjölskyldu- böndum alla tíð. Gúgú tók stúdentspróf 18 ára gömul. Hún var vel gefin, margfróð, sjálfstæð í skoðunum, skemmtileg og naut sín vel með fólki. Hún var létt í lund og hláturmild og kyn- slóðabil var ekki til hjá henni. Hún var nett og kvik á fæti meðan hún hafði góða heilsu, alltaf vel til höfð, með vel lagt hár og við munum þá tíð þegar hún sveif um í fínum pils- um og á háum hælum. Hún vann í Útvegsbankanum sem ung kona, en hætti að vinna þegar hún giftist Klemensi, eins og þá var kvenna sið- ur. Laufás var samkomustaður stór- fjölskyldunnar. Flestar helgar var komið þar við ýmist í mat, kaffi eða gistingu. Þetta voru góðir dagar. Gúgú var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur systkinabörnunum enda hafði hún vel til þess unnið. Þau hjón voru barnlaus en sérlega barngóð og allt- af tími til að sinna okkur vel. Hún var góð saumakona, ýmist saumaði eða prjónaði með okkur á dúkkurn- ar og átti mikið af erlendum móðins- blöðum sem spennandi var að kom- ast í. Veislurnar hennar voru skemmtilegar, ungir sem gamlir tóku þátt í alls kyns leikjum og síðar spilum en þarna fengu margir fjöl- skyldumeðlimir spilabakteríuna sem loðir svo fast við mörg okkar enn. Það var um árabil hluti af okkar jólahaldi að hafa Gúgú og Klemens hjá okkur um áramót. Við þrjár kyn- slóðir söknuðum Gúgúar mikið þeg- ar hún treysti sér ekki lengur til að vera með okkur á þessum tímamót- um. Samband mömmu okkar og Gúgú- ar hefur alla tíð verið mjög náið. Um árabil töluðu þær saman í síma á hverjum degi og eftir að mamma lét af störfum tók Gúgú að sér að vekja hana með símhringingu á morgnana. Báðar orðnar gamlar og ekki eins stálminnugar og áður. Sagan segir að Gúgú hafi haft miðapinna við sím- ann. Á kvöldin dró hún upp miðann eins og flagg og dró hann svo aftur niður á morgnana þegar hún var bú- in að hringja í mömmu. Einfalt kerfi og gott. Gúgú bjó á Grund síðustu árin. Okkur mömmu þótti sérlega huggu- legt að skreppa til hennar, fá okkur sherryglas og rifja upp ýmislegt gamalt og gott. Gúgú var minnug á gamla tíma og fór létt með að rifja upp atburði og þá gjarnan á léttan og skemmtilegan hátt. Það var ekki hennar máti að kvarta þótt hún lifði svo lengi í veikum líkama og sagði hún gjarnan þegar spurt var um líð- an hennar. „Ég finn hvergi til þegar ég er lögst upp í rúm.“ Alltaf var notalegt og gefandi að setjast við rúmstokkinn og segja tíðindi og fór maður ávallt bættari af hennar fundi. Komið er að kveðjustund. Nú er hún farin og frjáls og þarf ekki leng- ur að sitja við hótelgluggann og bíða. Við þökkum Gúgú fyrir alla þá hlýju, umhyggjusemi og elsku sem hún sýndi okkur alla tíð. Eftirlifandi systkinum hennar og börnum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ína og Anna Ívarsdætur. Mér er ljúft að minnast heiður- skonunnar, vinkonu og skólasystur Guðrúnar Steingrímsdóttur, ætíð kölluð Gúgú í kunningjahóp, sem látin er eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar hófust er við sett- umst í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík. Báðar bjuggum við syðst á Laufásveginum og urðu samferða- göngur okkar þá jafnan fjórar á dag, í sex ár, því þá var enn farið heim í hádegisverð. Við vorum svo saman í A-bekk M.R. þangað til stúdents- prófi var lokið. Þess má geta til gamans að þessi bekkur var fyrsti stóri kvennabekkurinn í skólanum, nítján stúlkur og sex strákar. Við Gúgú lásum svo saman undir stúd- entspróf, oftast heima hjá Gúgú, þar sem húsnæði var þar stórt og ró yfir öllu. Guðrún var mjög góð náms- kona, sérlega hæfileika hafði hún í stærðfræði, hefði sennilega frekar átt heima í stærðfræðideild en mála- deild. Ég minnist með þakklátum huga heimilis Gúgúar. Faðir hennar var Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri, einstakur ljúflingsmaður og hans góða kona, Lára Árnadóttir. Var heimilið alveg sérstaklega yndislegt, við yngri kynslóðin alltaf velkomin, en systkini Gúgúar voru fjögur svo oft var margt um mann- inn, en virtust aldrei of margir. Lára móðir Gúgúar hafði einstakt lag á að skapa sérlega hlýtt og frjálslegt andrúmsloft á heimilinu. Sjálf var Lára mikill dugnaðarforkur og at- hafnakona. Hún hnýtti teppi á stof- urnar í sérstökum vefstól og svo seinna meir kom hún sér upp prjónavél og prjónaði mikið á fjöl- skylduna og jafnvel á mig. Eitt sinn dáðist ég að rauðri peysu sem hún hafði handprjónað á Gúgú. Það skipti engum togum, hún prjónaði bara aðra á mig. Lára hafði í sér mikið listamannseðli, var mjög mús- íkölsk, spilaði mikið á píanó og var óspör á að spila fyrir okkur vinkon- ur Gúgú. Einnig kenndi hún okkur að spila bridge og svo mætti lengi telja. Mér hlýnar ávallt um hjarta- ræturnar er ég hugsa um þetta ein- staka heimili þar sem ég var heima- gangur. Öll voru líka systkini Gúgúar yndislegt fólk, en þau eru nú þrjú á lífi, Þóra, Jón og Arndís, en næstelsta systirin Sigríður Ellings- en er látin. Mér eru enn í fersku minni æsku- árin og margs að minnast. Ekki síst mjög skemmtileg ferðalög með skólafélögum, ýmist gengið á fjöll eða farið á skíði ef nægur var snjór. Eitt slíkt ferðalag verður ávallt minnisstætt. Það var farið upp að Laxfossi í Norðurárdal, þar sem Dúa frænka og skólasystir réð ríkj- um. Á göngu við ána, rétt ofan við fossinn Laxfoss, komum við Gúgú auga á bát, ákváðum að róa út á ána sem virtist lygn, en önnur varð raunin. Straumþungi árinnar tók brátt völdin í sínar hendur, bátinn rak í átt að fossinum svo við sáum okkur þann kost vænstan að kasta okkur útbyrðis, en báturinn hélt áfram niður fossinn. Eftir stóðu tvær húðblautar og skelfdar stúlkur. Seinna voru svo útileguferðir vin- sælar. Einn af okkar uppáhaldsstöð- um var í Næfurholtslandi undir Heklu og var það ekki síst vegna dásamlegra kynna við Næfurholts- bændur, systkinin Ófeig, Geir og Jónu. Hestar voru fengnir að láni og víða farið á sólbjörtum sumardög- um, t.d. í Skarfanes og svo auðvitað á ball á Ægissíðu, allt á hestum. Og auðvitað var gengið á Heklu. Eitt sumar dvaldi Gúgú ásamt mér á Grímsstöðum á Mýrum en þar bjó föðurbróðir minn Tómas Hall- grímsson, Var þetta skemmtilegt sumar. Gengum við til almennra heyverka eins og heyskapur var þá. Um helgar var svo farið á hestbak og sprett úr spori, farið hingað og þangað og var oft glatt á hjalla. Guðrún var svo skemmtileg kona, hafði gott skopskyn, bráðgreind, ákaflega vinmörg og þótti öllum vænt um hana og fannst mikið til hennar koma, er kynntust henni. Skömmu eftir stúdentspróf fór Guð- rún að vinna í Útvegsbankanum og vann þar þangað til hún gekk í hjónaband árið 1951 er hún giftist Klemensi Tryggvasyni hagstofu- stjóra. Stofnuðu þau þá heimili í Laufási við Laufásveg og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Var gott að sækja þau góðu hjón heim í Lauf- ás, því þar fór saman gamalt sjarm- erandi hús og smekklegt og hlýtt andrúmsloft á þessu fallega heimili. Nutum við Hans mikillar gestrisni hjá Klemensi og Gúgú árum saman, þá oft helst í fríum að sumarlagi, þar sem við þá bjuggum í áravís erlend- is. Einu sinni höfðum við þá ánægju að taka á móti þeim hjónum á okkar heimili í sendiráði Íslands í Ósló. Var gaman að geta þá endurgoldið þeim svolítið af þeirra miklu gest- risni við okkur. Ég læt nú hér staðar numið þótt minningabrunnurinn sé engan veg- inn tæmdur. Þessi minningabrot verða því aðeins sem högg á vatni. Ég vil svo að endingu votta systkin- unum þremur, Þóru, Arndísi og Jóni, mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning Guðrúnar Steingríms- dóttur. Ástríður H. Andersen. GUÐRÚN SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.