Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ELDAR blossuðu upp á ný á Mýrum síðdegis á laugardag eftir að þeir höfðu verið slökktir þá um morg- uninn eftir tveggja sólarhringa bar- áttu fjölda fólks. Svæðið verður nú vaktað rækilega þar til vissa hefur fengist fyrir því að eldurinn sé alveg kulnaður. Talið er að yfir 100 ferkílómetra svæði hafi orðið eldinum að bráð. Landhelgisgæslan og Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins tóku loftmyndir af svæðinu á laugardag til þess að meta það nákvæmlega hversu stórt svæði fór undir eld. Að sögn lögreglu hafa verið skip- aðir vakthópar sem munu hafa það verkefni að fylgjast með svæðinu næstu daga. Að sögn Ólafs Egilssonar, bónda á Hundastapa, munu menn ekki yf- irgefa svæðið á næstunni fyrr en fer að rigna en spáð er slyddu og rign- ingu næstu tvo daga. Ólafur sagði að víða væri glóð í mosa sem sæist ekki berum augum. Því væri nauðsynlegt að hafa auga með svæðinu. Vegurinn rennbleyttur Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðs- stjóri í Borgarnesi, sagði eldinn hafa blossað aftur upp við bæinn Ánastaði eftir að glóð hafði borist frá vestara brunasvæðinu. „Menn héldu nú að þeim hefði tekist að komast fyrir eld- inn en hann lifir lengi í mó og þegar fór að kula á laugardag varð af litlum neista mikið bál eins og oft vill verða. Það brann töluvert mikið svæði en okkur tókst að hindra framrás elds- ins við Miklaholt. Þar var eldurinn stöðvaður við læk með því að kveikja í hinum megin lækjarins þannig að það brann á móti. Þannig var tryggt að eldurinn færi ekki upp að Snæ- fellsnesveginum. Hættan var sú að eldurinn færi yfir Akraveginn, frá Hrafnkelsstöðum að Hundastapa.“ „Því var vegurinn rennbleyttur allan daginn og sömuleiðis öxlin ofan við veginn. Það gerði gæfumunninn og því barst eldurinn ekki niður fyrir veg því annars hefði hann getað farið yfir Álftá. Hún er á ís núna svo að það hefði getað feykst glóð yfir hana og þá hefði allur Álftaneshreppurinn brunnið. Ég hefði ekki boðið í það. Til þess að ganga til bols og höfuðs á helvítinu náðum við okkur í jarðýtu og flettum sverðinum í sundur og stöðvuðum eldinn milli Hrafnkels- staða og Ánastaða.“ Í alla fyrrinótt og í gær var síðan unnið að því að drepa í glæðum víða og fékkst aðstoð frá liðsmönnum SVFÍ og fleirum. Vakt átti að vera á svæðunum í nótt og í dag, mánudag, verður framhaldið metið. „Það á víst að þykkna upp og rigna. Við erum því alsælir með það.“ Haugsugur bænda hafa sem kunnugt er gert gríðarlegt gagn en um tíma var erfitt að beita þeim vegna frosts í stútum. „Þetta hefði farið mjög á annan veg ef bændurnir hefðu ekki komið til. Þetta eru kjarkaðir og áræðnir menn sem kunna með þessi tæki að fara. En vatnið fraus á stútunum, bæði þegar var verið að sjúga á sig og hleypa úr. Það var 10 stiga frost á laugardags- kvöldið og þá voru stútarnir hitaðir með gaskútum. Þetta var erfitt en menn eru ekki þekktir fyrir að gef- ast upp hér á Mýrunum.“ Eldar slökktir enn á ný á Mýrum eftir að þeir blossuðu aftur upp á laugardag „Ekki þekktir fyrir að gefast upp hér á Mýrunum“ Morgunblaðið/RAX Sviðin jörðin á Mýrum stingur í augun. Eldurinn var gífurlegur þegar mest var en var sigraður með samstilltu átaki mikils fjölda liðs leikra og lærðra. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SLÖKKVISTARF á Mýrunum var allt annað en auðvelt. Eldarnir loguðu á mjög stóru svæði og á nokkrum stöðum á sama tíma. Menn notuðu ýmsar aðferðir og tæki við að slökkva eldana: haugsugur, slökkvibíla, þyrlu, handverkfæri og meira að segja var jarðýta notuð við slökkvistarfið. Slökkvibílarnir eru stórir og þungir og því var ekki hægt að keyra þá út fyrir vegina. Þeir komu því að bestum notum við að varna því að eldurinn kæmist yfir á ný svæði. Haugsugurn- ar reyndust hins vegar mjög vel við að slökkva elda sem loguðu innar á svæðinu. Þá reyndist þyrlan vel við að slökkva á svæðum sem haugsugurnar komust ekki á og eins var greinilegt að þyrlan er mjög afkastamikið slökkvitæki. Ennfremur gengu tugir manna með skóflur og önnur hand- verkfæri og slökktu elda og glóð sem víða logaði. Mjög erfitt er að keyra á traktorum um sjálfar mýrarnar, en um helgina fóru bændur á traktorum um svæði sem fullyrða má að aldrei hafi verið ekið um áður. Menn fóru jafnvel um svæði sem gamlir menn myndu hafa talið óráð að reyna að fara um á hest- um. Ástæðan fyrir því að þetta gekk var sú að jörð er óvenjulega þurr og frost í jörðu. En stundum lögðu menn meira á tækin en hægt var og festu dráttarvélarnar í mýrunum. Á tímabili á föstudag voru nánast allar haugsugur úr leik eftir að trakt- orarnir höfðu fest sig í mýrunum. Á staðnum var hins vegar öflug grafa á tvöföldum dekkjum og gröfumaður- inn, sem hefur mikla reynslu af því að vinna á Mýrunum, náði að losa allar dráttarvélarnar. Mjög kalt var í veðri og olli það bændum vissum erfiðleikum því að frjósa vildi í stútunum á haugsugun- um. Og bændur þurftu að glíma við fleiri vandamál, eins og sprungin dekk, bilaðar glussaslöngur og um tíma vantaði olíu á traktorana. Menn gáfu sér vart tíma til að borða, því ef gert var hlé á slökkvistarfi var hætt við að öll sú mikla fyrirhöfn sem menn voru búnir að leggja á sig yrði unnin fyrir gýg. Þá var lítið um svefn hjá mörgum. Unnið var fram yfir fjögur aðfara- nótt laugardags og fram að miðnætti á laugardagskvöld. Þeir sem ekki tóku beinan þátt í slökkvistarfi höfðu í nógu að snúast við að hafa til mat, svara símtölum frá áhyggjufullum ættingjum og fleira. Eldar gusu upp á ný á laugardag Oftar en einu sinni gaus upp eldur á svæði sem menn töldu sig vera búnir að bjarga. Ástæðan er sú að glóð leynist víða í gróðrinum. Vindurinn náði síðan að blása í glæðurnar. Þetta gerðist t.d. eftir hádegið á laugardag þegar gríðarlegir eldar kviknuðu í Ánastaðaflóanum. Eldurinn náði sér á strik á mjög skömmum tíma þrátt fyrir að bændur á Mýrunum væru við eftirlitsstörf á þessu svæði er eldsins varð vart. Aftur þurfti því að kalla út mikið lið frá nærliggjandi sveitum og af höfuðborgarsvæðinu til að berjast við eldana. Tók um átta klukkutíma að slökkva þá elda. Í fyrrinótt var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með vakt á Mýrunum. Ljóst má vera að bændur og slökkviliðsmenn unnu þrekvirki við að slökkva eldana. Þó að eldurinn hafi farið um gríðarlega stórt svæði hefði hann hæglega getað farið enn víðar. Ekki er t.d. hægt að útiloka að hann hefði getað náð yfir í Álftaneshrepp, sem er næsti hreppur sunnan við Hraunhrepp og er álíka stór og Hraunhreppurinn. Fólk víða að kom að slökkvistarfinu, úr Borgarfjarðar- héraði, af höfuðborgarsvæðinu, Döl- um og víðar. Eins og fram hefur kom- ið er það svæði sem hefur brunnið stærra en allt höfuðborgarsvæðið. Hægt er að taka annan mælikvarða. Á bænum Hundastapa, þar sem rekið er nokkuð stórt kúabú, eru um 50 hektara tún, sem sumum þykir tals- vert stórt. Svæði sem brann er talið ekki undir 10.000 hekturum. Þeir sem börðust við eldana á Mýrum gáfu sér vart tíma til að sofa eða borða Erfið barátta við eldanaEftir Egil Ólafssonegol@mbl.is ALLT að tveggja km löng bílaröð myndaðist í teppu á Vesturlands- veginum síðdegis í gær þegar stór- bruni varð í sinu við bæinn Esju- berg. Veginum var lokað kl. 16:22 og hann opnaður aftur kl. 18. Í brunanum urðu á milli 10-20 hektarar eldinum að bráð og var mikið slökkvilið sent á vettvang. Slökkvilið var kallað út í hvern sinubrunann á fætur öðrum í gær og fimmtánda sinuútkallið kom á tí- unda tímanum í gærkvöldi, á Víð- istaðatúni í Hafnarfirði. Langflest útköllin voru minniháttar að sögn varðstjóra. Útlit er fyrir að skrælþurr og eld- fimur gróðurinn fái vökvun næstu daga því spáð er úrkomu fram í vik- una. Morgunblaðið/RAX Bílaröðin var allt að 2 km á Vesturlandsvegi þegar slökkvistarf við Esju- berg fór fram síðdegis í gær. Máttu sumir bíða í yfir klukkutíma. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óhemjumikið álag hefur verið á slökkviliðsmönnum við að sinna sinuútköllum sem teljast orðið í tugum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Löng töf vegna sinubruna Löng röð bíla myndaðist vegna lokunar Vesturlandsvegarins meðan barist var við eldinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.