Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 20 83 03 /2 00 6 49.240*kr. Verð frá: Netverð í tvíbýli á Hótel Burlington. 29.900 kr. Verð á flugsæti: Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. Páskaferð 13.- 16. apríl Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. * Aðeins 2 klst. flug í beinu leiguflugi með Loftleiðum Icelandic. Ekta kráarstemmning, freyðandi Guinnes og frábærar verslanir. Gisting á hinu nýja og glæsilega hóteli, Morrisson, Hótel Brooks eða Burlington. Beint leiguflug Dublin Örfásæti lausBókaðu strax! SÝNINGUNUM Matur 2006 og Ferðatorg 2006 lauk í Fífunni og Smáranum í Kópavogi í gær. Líf og fjör var á svæðinu og um 28.000 gestir heimsóttu sýningarnar um helgina. Sýningin Matur var nú haldin í áttunda skipti og voru sýnendur fyrst og fremst fyrirtæki í eða tengd matvælaframleiðslu. Öll ferðamála- samtök landsins, átta talsins, stóðu að Ferða- torginu en þar gátu gestir kynnt sér fjöl- breytta ferðamöguleika og afþreyingu sem í boði er hér á landi. Þar var lögð áhersla á tengingu matarmenningar og ferðamennsku og þá sérstöðu sem einstakir landshlutar bjóða upp á í matargerð. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins litu inn í gær voru kjötiðn- aðarmenn í óða önn að bjóða upp afurðir helg- arinnar og rann allur ágóði uppboðsins til krabbameinssjúkra barna. Fjöldi fólks fylgd- ist með og bitust gestir um kræsingarnar sem í boði voru. Á meðan voru tilkynnt úrslit í svo- kallaðri ostrukeppni, en þar áttu þátttak- endur að opna 30 ostrur á sem bestan hátt á sem stystum tíma. Gissur Guðmundsson, for- seti klúbbs matreiðslumeistara, var fljótastur að opna sínar ostrur en þó náði Bjarki Hilm- arsson, varaforseti klúbbsins, að stela sigr- inum af honum með vönduðum vinnubrögð- um. Álfukeppni matreiðslumeistara orðin föst í sessi Á miðju sýningarsvæðinu myndaðist sann- kölluð markaðsstemmning á eyfirsku mark- aðstorgi, en þar sameinuðu matvælaframleið- endur við Eyjafjörð krafta sína í einum stórum sýningarbás. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert á sýningunni og var Ólína Frey- steinsdóttir, sem sá um básinn, ánægð með hvernig til tókst. Í vali um athyglisverðustu básana hlutu Baco-Ísberg verðlaun í flokki stórra sýningarbása og Maður lifandi í flokki þeirra minni en sá norðlenski fékk sérstaka viðurkenningu. „Það er búið að vera brjálað að gera og bás- inn hefur fengið ofsalega góð viðbrögð. Við ákváðum fljótt að hafa þetta svona markaðstorgsstemmningu,“ sagði Ólína. „Stærstu fyrirtækin eru í kjötframleiðslu, Norðlenska og Kjarnafæði, og það hefði ein- hvern tímann þótt saga til næsta bæjar að þau ynnu saman. Þetta er bara spurning um samvinnu vs. samkeppni og þetta hefur geng- ið vel hjá okkur.“ Um helgina fór í fyrsta skipti í heiminum fram álfukeppni matreiðslumeistara en hún var haldin á vegum Klúbbs matreiðslumeist- ara á Íslandi og Suður-afrísks klúbbs. Ástralir fóru með sigur af hólmi en Brasilíumenn höfnuðu í öðru sæti og Eistar í því þriðja. Að sögn Hjartar Þórs Frímannssonar, upplýs- ingafulltrúa keppninnar, tókst mjög vel til og segir hann keppnina orðna fasta í sessi. Ferðalangar í eigin landi Meðal ótal margra annarra skemmtilegra dagskrárliða um helgina var Orkueldhús barnanna, þar sem börnum gafst kostur á að útbúa heilsusnakk og keppni um uppvaskara ársins, þar sem hin tvítuga Erna Aðalheiður Karlsdóttir, frá Nordica hóteli, bar sigur úr býtum. Þá fór fram Íslandsmót kaffibarþjóna og varð Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir hlut- skörpust þar. Marta Sif Ólafsdóttir sigraði hins vegar í mjólkurlist. Á Ferðatorginu voru fjölbreyttar uppá- komur og skemmtiatriði og á tíu mínútna fresti voru dregnir út vinningar í svokölluðum Landsleik sem gestum bauðst að taka þátt í. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sem sá um leik- inn, og Hildur Jónsdóttir, frá Ferðamála- samtökum höfuðborgarsvæðisins, sögðu Ís- lendinga vera að vakna til vitundar um að þeir væru ferðamenn í eigin landi og þyrftu ekki endilega að fara til útlanda til þess að ferðast. Á sýningunni væri lögð áhersla á að fólk kynnti sér þá möguleika sem í boði væru og nýtti sér upplýsingamiðstöðvar um land allt við skipulagningu ferðalaga. Þær sögðu Ís- lendinga þurfa að kynnast landinu sínu betur og þannig yrði það líka boðlegra erlendum ferðamönnum. Í Landsleiknum þurftu gestir að svara spurningum um landið sitt og má ætla að gestir hafi farið fróðari heim. Ferðatorg 2006 og Matur 2006 Ostrukeppni, lands- leikur og orkueldhús meðal dagskrárliða Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Það var girnilegt uppboðið sem haldið var til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Morgunblaðið/ÞÖK Ólína Freysteinsdóttir, sem sá um eyfirskt markaðstorg, var ánægð með helgina. Morgunblaðið/ÞÖK Hér standa Hildur Jónsdóttir og Guðrún Birna Brynjarsdóttir við teikniblokk þar sem börn teiknuðu Reykjavík eins og þau vilja hafa hana og vildu þau meðal annars blóm og bókabúð. Með þeim er kankvís álfur en áhugasamir geta til dæmis komist í álfabyggðir í Hafnarfirði. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur falið Náttúru- fræðistofnun Íslands að gera úttekt á þeim gróður- og dýralífsskaða sem sinubruninn mikli á Mýrum hefur valdið. Hún telur þó ekki nauðsyn á að banna sinubrennur alfarið og bendir á að lög frá 1992 um sinu- brennur og meðferð elds á víðavangi séu mjög ströng hvað þetta varð- ar. Náttúrufarslegt tjón á Mýrum verði hins vegar að rannsaka gaum- gæfilega. „Umhverfisráðuneytið hefur verið í sambandi við Náttúrufræðistofnun um það hvernig þessari vinnu verði háttað þegar unnt verður að komast að brunasvæðunum. Nú þegar hafa sérfræðingar NÍ farið á svæðið og í framhaldinu verður ákveðið nánar hvernig fylgst verði með því. Mér finnst líklegt að menn muni vilja verja næstu árum í að fylgjast með þróuninni því það er algerlega víst að lífríkið hefur breyst eftir atburð sem þennan. Það er bráðnauðsynlegt að taka svæðið út því um er að ræða geysi- lega mikið tjón á villtum gróðri, fyrir utan annað tjón, s.s. eignatjón á girð- ingum og fleira. En út frá umhverf- issjónarmiðum er um að ræða gríð- arlega mikinn skaða.“ Varðandi algert bann við sinu- brennum tekur Sigríður Anna fram að gildandi lög frá 1992 séu mjög ströng og ekki sé nauðsyn á að herða þau frekar. „Það er óheimilt að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum nema með leyfi sýslumanns. Þá eru ákvæði þess efnis að aldrei megi brenna sinu ef það hefur í för með sér almanna- hættu eða gæti valdið tjóni, t.d. á náttúruminjum, fuglalífi, trjágróðri o.fl. En mér finnst mjög eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér í kjölfar viðburða af þessu tagi. Einnig finnst mér eðlilegt að við förum yfir málið með brunamálastjóra og kannað verði álit slökkviliðanna í landinu á þessari lagasetningu. En ég tel að fyrst og fremst þurfi almenningur að vera meðvitaður um þá hættu sem stafar af meðferð elds úti í nátt- úrunni. Við þær aðstæður sem hafa verið undanfarið má ekkert út af bera.“ Náttúrufræði- stofnun falin úttekt á brunasvæðunum Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra. SÉRFRÆÐINGAR á Nátt- úrufræðistofnun Íslands telja erfitt að spá hverjar verði afleiðingar sinubrunans á Mýrum en reikna þó með talsverðum gróðurbreyt- ingum og að ýmsar tegundir fugla muni eiga erfiðara með að finna sér hreiðurstæði í vor. Á heimasíðu Náttúrufræðistofn- unar segir að líklegt sé að smá- dýralíf skaðist, einkum þar sem hitinn hefur verið mestur og brun- inn hefur eytt sverðinum. Nátt- úrufræðistofnun kortlagði gróður á Mýrum á árunum 1996–1997 og á gróðurkorti má sjá að landið sem hefur brunnið er eitt mesta samfellda votlendi í byggð á Ís- landi. Þó um sé að ræða votlendi eru þúfurnar mjög þurrar og þar sem landið er lítið beitt er elds- matur óvenju mikill. Talið er að tjónið sem Mýraeld- arnir hafa valdið spanni a.m.k. yf- ir u m 100 ferkílómetra svæði en umfangsmestu sinubrunar sem raktir eru í annálum urðu í Úlf- hildarbrennu á 16. öld. Þá á brunnu a.m.k. 24 ferkílómetrar lands í Biskupstungum í Árnes- sýslu og má því ljóst vera að Mýraeldar eiga sér vart nokkra hliðstæðu. Gróður- breytingar og erfiðleikar hjá fuglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.