Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Nýjar gallbuxur og -pils Mánudagur 03.04. Grænmetislasagne m/pestó Þriðjudagur 04.04. Afrískur pottréttur m/steiktum bönunum Miðvikudagur 05.04. Engiferpottur & kartöflubakstur Fimmtudagur 06.04. Hummus, buff & bakað grænmeti. Föstudagur 07.04. Burritos m/chillisósu & guacamole. Helgin 8.-9.03. Linsubaunabollur & cashewkarrý Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins og dekra við þig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg á frábærum kjörum. Gisting á hinu glæsilega Hotel Avenida Palace við Gran Via götuna, ein besta staðsetningin í hjarta Barcelona, við þekkt- ustu verslunargötuna. Glæsilegt fjögurra stjörnu „superior“ hótel með frábærum aðbúnaði og þjónustu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Lúxushelgi í Barcelona 20. apríl frá kr. 49.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr.49.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Avenida Palace ****+ með morgunverði, 20. apríl. Netverð á mann. Hotel Avenida Palace ****+ Frábær nýjung... Vertu velkomin til okkar að fræðast um þessa frábæru nýjung í kavíar línunni milli kl. 13-17: Í dag, mánudag og á morgun þriðjudaginn 4. apríl Bjóðum 10% staðgreiðslu- afslátt og kaupauka. SKIN CAVIAR LUXE BODY EMULSION Laugavegi 80 • Sími 561 1330 tískuvöruverslun Laugavegi 82 Síðustu dagar 4 verð á öllum fatnaði 500, 1000, 1500 og 2000 Stígvél 4.900 DOKTORSVÖRN við læknadeild Háskóla Íslands fer fram föstudag- inn 7. apríl. Þá ver Jón Hallsteinn Hallsson sameindalíffræðingur doktorsritgerð sína „Virkni, varð- veisla og breytingar á Mitf umrit- unarþættinum“ (á ensku „Function, conservation and modifications of the Mitf transcription factor“). Andmælendur eru dr. Colin God- ing, vísindamaður við Marie Curie Research Institute í Bretlandi, og dr. Sigurður Ingvarsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður tilraunastöðvar Há- skóla Íslands í meinafræði að Keldum. Dr. Stefán B. Sig- urðsson, forseti læknadeildar, stjórnar athöfn- inni sem fer fram í hátíðasal, Að- albyggingu og hefst klukkan 14. Doktorsverkefni Jóns Hallsteins fólst í greiningu á byggingu, starfsemi og varðveislu Mitf gensins. Stjórnpróteinið Mitf er nauðsynlegt fyrir þroskun nokk- urra frumutegunda í mús, þar með talið mastfrumna, beinátsfrumna og litfrumna í húð og augum. Stökkbreytingar í geninu hafa áhrif á þessar frumutegundir en í mis- miklum mæli. Í verkefni Jóns Hall- steins var nokkrum stökkbreyting- anna í músum lýst, auk þess sem útbúnar voru nýjar stökkbreyt- ingar í geninu með aðferðum erfða- tækninnar. Doktorsvörn í erfðafræði frá lækna- deild HÍ HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir að særa blygðunarsemi konu með því að taka hreyfimyndir af henni inni á kvenna- salerni veitingahúss í Kópavogi. Staðfesti Hæstiréttur með þessu dóm Héraðsdóms Reykjaness. Hæstiréttur taldi ekki hægt að staðhæfa að verknaður mannsins teldist lostugt athæfi, svo sem áskil- ið sé í 209. grein almennra hegning- arlaga um brot gegn blygðunarsemi. Lostugt athæfi í skilningi 209. gr. al- mennra hegningarlaga sé athöfn af kynferðislegum toga og sem stjórn- ist af kynhneigð manna en gangi skemmra en samræði og önnur kyn- ferðismök. Ákærði hafi borið því við að athæfi hans hafi ekki verið af kynferðislegum rótum sprottið og að hann hafi eingöngu verið að „fífl- ast“. Dómurinn taldi að ákærði yrði í sakarmati að njóta vafans í málinu um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaði hans. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Jón Auðunn Jónsson hrl. og sækj- andi Kolbrún Sævarsdóttir saksókn- ari frá ríkissaksóknara. Sýknaður eftir myndatöku á kvennasalerni HALDINN verður stofnfundur samtakanna Hollvinir Grensás- deildar næstkomandi miðvikudag, í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík kl. 20. Það eru bæði núverandi og fyrr- verandi sjúklingar deildarinnar, aðstandendur og vinir þeirra og starfsfólk tengt deildinni fyrr og nú sem standa að samtökunum. Tilgangur þeirra er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingar- starfsemi þá sem fram fer á Grens- ásdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. „Margir þarfnast endurhæfingar eftir að hafa lent í sjúkdómum eða slysum. Þar hefur Grenásdeild verið í fararbroddi frá því að deild- in tók til starfa 1973. Fjárskortur hefur þó löngum hamlað starfsem- inni og legurúmum hefur ekki fjölgað í áranna rás þó að íbúum landsins hafi fjölgað um 40% og meðalaldur hækkað, sem allt hefur leitt til enn meiri hlutfallslegrar þarfar fyrir endurhæfingu,“ segir í kynningu á stofnfundi samtakanna. Erfið aðstaða og bið Bent er á að að því slepptu að sundlaug var bætt við á níunda áratug, hefur önnur sjúkra- og iðjuþjálfunaraðstaða ekki verið aukin. „Fara því saman mikil og vax- andi þrengsli og erfið aðstaða bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Sárast er þó að fjöldi fólks verð- ur að bíða mánuðum saman, oft við miklar kvalir og skerðingu líkam- legrar getu vegna þess að það kemst ekki í endurhæfingu, en geta í bæklunarskurðaðgerðum, þar með talin liðaskipti, Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, sem einn- ig þarf að auka, er nú meiri en af- kastagetu Grensásdeildar nemur.“ Stofna samtök hollvina Grensásdeildar TÁPMIKLIR voru þeir og útsjón- arsamir, iðnnemarnir sem sýndu listir sínar á Íslandsmóti iðnnema – „Gerðu betur,“ sem fram fór í Kringlunni fyrir helgina með pompi og prakt í tilefni af degi iðn- og starfsmenntunar. Á Íslandsmótinu öttu kappi nem- ar í hinum hefðbundnu og fjöl- breyttu iðngreinum og mátti þar sjá málmsmiði framtíðarinnar setja saman grill, dúkleggjara skera út mynd á gólfi Kringlunnar, hár- snyrtinema klippa og greiða og nema í rafvirkjun tengja flókin lagnaverkefni. Þá sýndu mál- aranemar stílmálningu en tré- smíðanemar settu saman hand- hæga gripi á meðan snyrtifræðinemar snyrtu, förðuðu og lökkuðu. Einnig sýndu nemar í múrverki listir sínar í flísalögn og síðast en ekki síst settu pípulagn- ingamenn framtíðarinnar saman mikil rörlistaverk. Alls voru skráð- ir til leiks 72 keppendur frá 11 skól- um. Nokkrir iðn- og starfsmennta- skólar kynntu einnig námsframboð sitt á básum í Kringlunni, en um fjölbreytt námsframboð er að ræða í iðngreinum landsins. Það eru Iðn- mennt og Mennt sem stóðu fyrir kynningardeginum og Íslands- mótinu, en markmið mótsins er að auka sýnileika iðn- og starfsmennt- unar, bæta ímynd greinanna, kynna þær fyrir almenningi – ekki síst ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Pípað, græjað og snyrt í Kringlunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.