Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 31

Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli 40 síðna blaðauki um vinnuvélar fylgir Morgunblaðinu á morgun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar heldur ámiðvikudag málþing um þátttöku fólksí þeirri þjónustu sem í boði er í mið-stöðinni. Óskar Dýrmundur Ólafsson er framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar: „Við höldum málþingið til að kalla fram um- ræðu um þjónustuna, sem Þjónustumiðstöð Vesturbæjar ætlar að setja í félagslegt sam- hengi: þ.e. að viðskiptavinum okkar er boðið upp á að verða virkari þátttakendur í þjónust- unni, og er það í samræmi við stefnumörkun borgarinnar á þessu sviði. Einnig viljum við grípa til aðgerða gegn félagslegri einangrun, sem við höfum orðið vör við að er að aukast í þjóðfélaginu, efna til vitundarvakningar og kalla á umræðu þar sem þjónustu borgarinnar sleppir. Þetta þýðir að við þurfum að skilgreina enn betur hvað við stöndum fyrir, og hverju Þjónustumiðstöð Vesturbæjar er í raun að óska eftir í samstarfi sínu við íbúa Vesturbæjarins.“ Jafnframt er málþingið lokapunktur í átaki miðstöðvarinnar „Fyrir hvert annað“ sem stað- ið hefur yfir undanfarinn mánuð: „Við kynntum átakið með blaðamannafundi þar sem við fjöll- uðum um ýmislegt sem hefur verið unnið og er á döfinni hjá þjónustumiðstöðinni. Átakið hefur ýmsa snertifleti; augljóslega vörpum við fram ósk um samvinnu við íbúana, en erum líka að skoða okkar eigin vinnubrögð, ræðum við sam- starfsaðila okkar og finnum leiðir til að sinna viðskiptavinum þjónustumiðstöðvarinnar enn betur.“ Margt góðra ræðumanna verður á mál- þinginu: „Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, opnar málþingið. Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, mun ræða almennt um þá þró- un sem er í gangi í borginni, og hlutverk borg- arbúa í þjónustusamfélaginu, hvernig virkja má afl samfélagsins enn frekar. Berglind Magn- úsdóttir öldrunarsálfræðingur ræðir sér- staklega þær breytingar sem orðið hafa í um- hverfi aldraðra, sem gera aðrar kröfur nú en áður og vilja margir taka meiri þátt í samfélag- inu en verið hefur. Loks mun Sigurveig Sigurð- ardóttir félagsráðgjafi ræða um viðhorf til þjón- ustunnar, og kynnir niðurstöður könnunar sem gerð var.“ Eftir hlé er umræðan frá sjónarhóli notenda þjónustunnar: „Erla Bjarnadóttir, sem fer fyrir notendaráði Aflagranda, vinnur við ýmis verk- efni á vegum miðstöðvarinnar, og greinir frá þeim. Þá mun Freyja Haraldsdóttir flytja er- indið „Tveggja heima sýn“ en hún er í þeirri stöðu að vera bæði fötluð og starfsmaður á leik- skóla, og þekkir því bæði sjónarhorn þess sem veitir þjónustuna og þiggur hana,“ segir Óskar sem sjálfur mun verða með innlegg og meðal annars fjalla um ábendingar sem komið hafa úr rýnihópum sem hafa verið starfandi. Í lok erinda verða pallborðsumræður, og munu þar taka þátt, auk ræðumanna, Þór Hall- dórsson frá Félagi eldri borgara og Sigursteinn Másson frá Öryrkjabandalaginu. Málþingið fer fram á Aflagranda 40, 5. apríl, og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Málþing | Rætt um stefnu og framtíðarstarfsemi Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar  Óskar Dýrmundur Ólafsson fæddist í Reykjavík 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1987, BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og fram- haldsmenntun í op- inberri stjórnsýslu 2002 hjá Endur- menntun HÍ. Óskar hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1990 sem borðs- tennisþjálfari. Hann vann við ungmennastarf í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli og starfrækti verslunina Týnda hlekkinn. Árið 1997 varð hann frístundaráðgjafi og síðar forstöðumað- ur hjá félagsmiðstöðinni Miðbergi, og frá 2005 framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar. Sambýliskona Óskars er Hervör Alma Árnadóttir félagsráðgjafi og eiga þau þrjú börn. Virkari þátttaka og minni einangrunÍslandsmótið. Norður ♠ÁK83 ♥1062 S/NS ♦D952 ♣98 Vestur Austur ♠DG92 ♠1074 ♥84 ♥95 ♦G104 ♦Á87 ♣KD76 ♣Á10432 Suður ♠65 ♥ÁKDG73 ♦K63 ♣G5 Furðu margir unnu fjögur hjörtu í þessu spili frá fyrstu umferð Ís- landsmótsins. Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass AV eiga greinilega tvo slagi á lauf og ættu síðan að fá aðra tvo á tígul í fyllingu tímans. Hvað fór úrskeiðis í vörninni? Sumir völdu að spila út tíg- ulgosa með slæmum árangri. En útspil í spaða er heldur ekki hættulaust ef sagnhafi er í stuði. Sér lesandinn vinningsvon eftir spaðadrottningu út? Hún er til og byggist á því að trompa út spaðann og senda vörn- ina inn á lauf. En þá verður að taka strax tvo efstu í spaða og stinga spaða hátt. Aftrompa vörn- ina í tveimur umferðum og trompa síðasta spaðann. Spila loks laufi. Vörnin getur tekið tvo slagi á lauf, en neyðist svo til að hreyfa tígulinn. Og þá reynir á hittni sagnhafa. Sennilega er besta vörnin sú að vestur taki síðari laufslaginn og skipti yfir í tíg- ultíu, en ef sagnhafi er á skot- skónum getur hann unnið spilið. Eina vörnin sem virkilega dug- ar er að taka fyrst tvo slagi á lauf og spila síðan spaða eða trompi. Þá verður sagnhafi sjálfur að verka tígulinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 c5 5. 0–0 Ba6 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. d5 0–0 9. Rc3 Dc7 10. De2 Hc8 11. b3 Bb4 12. Re4 Rxe4 13. Dxe4 f5 14. Dh4 Bc3 15. Bf4 Dd8 16. Bg5 Bf6 17. dxe6 dxe6 18. Had1 Df8 19. Hfe1 He8 Róbert Harðarson (2.369) komst næstlengst íslensku keppendanna á Glitnismótinu, hraðskákmóti sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur til minningar um hæstaréttarlögmanninn Harald Blöndal. Í 32 manna úrslitum voru 10 íslenskir skákmenn enn á meðal þátttakenda en þegar þeim fækkaði um helming voru eingöngu Róbert og Hannes Hlífar Stefánsson eftir. Róbert datt út í 16 manna úr- slitum á meðan Hannesi gekk allt í haginn þar til að hann laut í lægra haldi gegn norska undrabarninu Magnus Carlsen í úrslitaeinvíginu. Róberti voru mislagðar hendur á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk degi áður en Glitnismótið hófst en í þessari stöðu með hvítu sýndi hann á sér klærnar gegn Sverri Erni Björnssyni (2.108). 20. Hxe6! Hxe6 21. Bxf5 Bc8 22. Dxh7+ Kf7 23. Bxf6 Hxf6 24. Rg5+ Ke7 25. Bxc8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Ég spyr því: Hvenær verða beðin hreinsuð? Korteri fyrir kosningar? Svar óskast. Í ljósi þess að yfirvöld í borginni virðast hafa afskaplega lítinn áhuga á hreinsunarstarfi er svolítið hlálegt að sjá auglýsingar frá Reykjavík- urborg sem ætlað er að hvetja borg- arbúa til að ganga vel um borgina. Ekki er þó vanþörf á slíkri áminn- ingu. En vita borgaryfirvöld ekki að eftir því sem umhverfið er snyrti- legra, því betri verður umgengnin? Ég legg til að borgin spari sér eina auglýsingu en noti peninginn frekar til þess að hreinsa draslið við göngu- stíginn. Hraustur borgarstarfs- maður myndi ljúka verkinu á hálfum degi. Rúnar Pálmason, íbúi á Leifsgötu. Enn er draslið á sínum stað 16. MARS birtist í Morgunblaðinu lesendabréf frá Magnúsi Loga þar sem hann kvartaði undan drasli við göngustíginn sem liggur frá Hall- grímskirkju niður að Barónsstíg en beðin hafa verið yfirfull af drasli í all- an vetur. Um einum mánuði áður hafði ég raunar sent borginni skriflega ábend- ingu um sama efni og ég var eiginlega að vona að einhver í borgarkerfinu myndi reka augun í lesendabréfið og taka loks við sér. En það var öðru nær. Ekkert hefur verið gert og því er draslið enn á sínum stað. Bíllyklar í óskilum BÍLLYKLAR merktir Helga fund- ust á bílastæði við Rauðarárstíg fyr- ir framan Hótel Lind í vikunni. Upp- lýsingar í afgreiðslunni á Hótel Lind. Lyklakippa týndist á Laugavegi LYKLAKIPPA með 4 lyklum týnd- ist sl. fimmtudag á Laugaveginum. Skilvís finnandi skili kippunni til Karls Bergmanns á Laugavegi 55. Fundarlaun. Suðið æft út NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu smágein undir nafninu „Suðið æft út“ og var vísað í tækni, sem manni skilst að sé ný af nálinni. Sú er nú ekki raunin því að fyrir tæpum 30 árum fann maður að nafni Jack Vernon í Bandaríkjunum þessa tækni upp og fékk ég svona tæki fyr- ir 26 árum og notaði þetta í 5 ár, eða svo lengi sem tækin entust. Þetta æfir ekki út suðið, sem svo er kallað, þó að um margar tóntegundir sé að ræða. Þetta breytir aðeins at- hyglinni svo að maður hlustar ekki bara á sinn eigin hávaða, heldur hlustar maður einnig á hávaðann, sem tækið gefur frá sér. Þetta tæki hefur hlotið nafnið Masker, eða gríma og á einkar vel við í bardaganum við Tinnitus, en það er samnefnari yfir allan hávaða í eyrum. Ég mundi mæla með að Heyrn- artækni eða aðrir sérfræðingar fengju afnot af þessari tækni, sem hvílir hugann og veitir svo sann- arlega ekki af. Jakob Hólm. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.