Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 23 UMRÆÐAN VIÐ ERUM hópur sem höfum hist og verið að velta fyrir okkur stöðu okkar í lífinu og lífsviðhorfi. Núver- andi verkefni okkar er sjálfstyrking og markmiðasetning. Út frá þessu verkefni var okkur falið að koma með hugmyndir varðandi varnarliðs- svæðið á Miðnesheiði og hvernig við myndum vilja sjá það eftir brott- hvarf hersins. Varnarsvæðið er gríðarlega stórt og fjölbreytt svæði og því komu margar hugmyndir fram. Sú hug- mynd sem oftast var nefnd var að breyta svæðinu í háskólasvæði sem myndi mæta öllum þeim þörfum sem þar til gerðar stofnanir krefjast, s.s. afþreyingu margskonar, mat- vöruverslanir, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, sjúkrahús, íþrótta- svæði og svo mætti lengi telja. Með þessari hugmynd sáum við margar nýjar námsleiðir sem fólk hefur áður þurft að sækja á erlenda grundu, en gæti nú byrjað á og klára jafnvel hér heima. Þetta myndi setja háskólann okkar í röð fremstu háskóla á Norð- urlöndum. Við sáum læknanámið t.d. sem krefst þess að framhaldsnám sé oft sótt erlendis, svo og allt nám varðandi flugvirkjun og margar fleiri námsleiðir. Á heiðinni er allt til alls varðandi þessar tvær námsleiðir, sjúkrahúsið þar mætti nota sem læknaskóla eða hjúkrunarspítala. Ekki má gleyma að nefna þau störf sem háskólasvæði myndi skapa. Ef um fulla nýtingu á öllu svæðinu yrði að ræða þá vantaði af- greiðslu og þjónustufólk, ræsti- tækna, bilstjóra, verktaka, leikskóla- kennara, ófaglært fólk, matráða, skrifstofufólk, framkvæmdastjóra, forstjóra, fjármálastjóra, lækna, hjúkrunarfólk, kennara, lektora, dósenta, prófessora og svona mætti halda áfram. Næst á eftir þessari hugmynd var að setja á laggirnar alhliða uppbygg- ingarsvæði fyrir fólk sem vill koma undir sig fótunum að nýju eða sem hefur ekki haft tök á því áður. Þar má nefna meðferðarstofnun fyrir fólk með vímuefnavanda eða geð- raskanir og heimilislausa. Það má ímynda sér þarna hjálparstofnun, stað þar sem fólk vill fá hjálp en hef- ur einhverra hluta vegna ekki fengið hana; td. fyrir aldraða, langveika, og hreyfihamlaða. Svo sáum við fyrir okkur á svæð- inu nokkurs konar ögunarbúðir fyrir börn og unglinga með hegðunarerf- iðleika, sem færu í betrunavist til að ná betri stjórn á hegðun sinni. Alla aðstöðuna á heiðinni, stóru sund- laugina, íþróttahúsin, keilusalinn og fleira væri hægt að nota til jákvæðr- ar uppbyggingar gagnvart lífs- viðhorfi þessara einstaklinga sem væru á öllum aldri. Sú hugmynd sem einnig hlaut góð- an hljómgrunn var að flytja land- helgisgæsluna á völlinn. Einnig vildu sumir gera svæðið að útlenskum ferðamannabæ með alþjóðaáhrifum þar sem þær mörgu þjóðir sem nú búa á Íslandi gætu opnað mat- sölustaði ofl. Þá gæti verið þarna frí- verslunarsvæði. Við sáum einnig sérstakan íslensk- an her þarna á svæðinu fyrir at- vinnulausa einstaklinga hér á landi. Nú gæti innanlandsflugið loksins flutt á Suðurnesin. Það mætti einnig nýta flugskýlin í aðstöðu fyrir flug- virkja til að sinna vélum allstaðar að úr heiminum. Varnarsvæðið á Miðnesheiði gefur okkur Íslendingum endalausa mögu- leika til að skapa ótal tækifæri í framtíðinni. Allt sem þarf er hug- rekki og þor. ÁSTRÍÐUR JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR. F.h. áhugahóps um framtíð Miðnesheiðar. Tækifærin á Miðnesheiði Frá Ástríði Jónu Guðmundsdóttur: Fréttir í tölvupósti FÁTT er ergilegra en að hlýða á langar ræður, þar sem ræðumað- urinn endurtekur það, sem hann vill segja, en bætir engu við það efnislega. Þreytir aðeins áheyr- endur. Vel á þess vegna við vísan, sem ég setti saman um þetta efni nýlega: Víst eru orðin vörn og björg, – vandlega ef grundum. Eru þau samt allt of mörg, er við notum stundum. En nóg um ræðulengd, sem litlu skilar. Ríkisútvarpið flytur fregnir af dánardægrum og jarðarförum flesta daga. Á þetta hlusta margir, ekki síst eldri borgarar. „Og aldrei hætt- ir dauðans stjarna að skína“, eins og skáldið frá Fagraskógi segir í einu ljóða sinna. Aðstandendur látinna birta að sjálfsögðu tilkynningar um dán- ardægur og útfarir. En þarna er í raun misjafnlega að verki staðið, ef svo má að orði komast. Stundum birtist heil nafnaruna undir tilkynn- ingum þessum. Þar er ekki látið nægja að nefna nöfn barna og nán- ustu ættingja hinna gengnu, heldur er þarna allt að því tæmd skrá ætt- ingja. Eitt sinn taldi ég 25 nöfn undir einni dánartilkynningu. Er ekki þarna nokkuð um of gert? Sem betur fer eru ýmsir það hóf- samir í þessum efnum að þeir setja undir tilkynninguna um lát og síðar útför: Börnin, foreldrar eða systkini hins látna. Vera má, að allur nafna- skarinn njóti þess að heyra sín getið í sambandi við lát ástvinar, en frem- ur er það þá hégómlegt. En svo er annað. Fjölmiðlar mundu missa mikið, ef fólk gerðist hófsamara í nafnbirtingum í sam- bandi við dánarfregnir og jarð- ararir. Þessi grein eða bréf hreyfir við máli, sem fáir leiða sjálfsagt hugann að, en sem mér hefur legið talsvert á hjarta um skeið. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Of mörg orð Frá Auðuni Braga Sveinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.