Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 8

Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 8
8 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki eru allir á eittsáttir um kosti nef-skatta, en gera má ráð fyrir auknum um- ræðum í þjóðfélaginu um þessa tegund skattheimtu vegna þeirrar tillögu í frumvarpi menntamála- ráðherra um Ríkisútvarpið að teknir verði upp nef- skattar í stað afnotagjalds- ins. Nefskatturinn verði sér- stakt gjald, 13.500 kr., sem lagt verður á skattskylda einstaklinga og lögaðila og innheimtur frá og með 1. janúar 2008. Ekki virðist ágreiningur innan stjórnarmeirihlutans um að þessi breyting verði gerð ef marka má nefndarálit meirihluta mennta- málanefndar Alþingis sem kom fram fyrir síðustu helgi. Þar eru engar athugasemdir gerðar við þá tillögu að nefskattur leysi afnota- gjaldið af hólmi þegar hlutafélag verður stofnað um rekstur RÚV. Meðal þeirra sem hafa efasemd- ir um nefskatt er ríkisskattstjóri en í umsögn hans um frumvarpið um Ríkisútvarpið hf. segir að frá skattalegu sjónarmiði hafi nef- skattur á einstaklinga fáa kosti en marga galla. „Kostur nefskatts er helstur sá að álagning hans er ein- föld og auðvelt er að fylgjast með skattgreiðslu. Helsti ókostur nef- skatts er að hann tekur ekki tillit til greiðslugetu og er íþyngjandi fyrir tekjulága, þ.e. að þeir greiða hærra hlutfall tekna sinna í skattinn en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Af þessum ástæðum er sjaldgæft að nefskattur sé lagður á, a.m.k. af stærðargráðu sem veruleg getur talist.“ Í umsögn ríkisskattstjóra er bent á að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir því að hinir tekjulægstu séu undanþegnir nefskattinum. Sömu- leiðis séu þeir sem komnir séu yfir tiltekinn aldur, þ.e. 70 ára, undan- þegnir skattinum. Síðan segir: „Frítekjumörkum fyrir fast krónu- gjald fylgja ákveðin vandamál vegna þeirra sem eru sitt hvorum megin næst mörkunum, sem vakið getur spurningu um jafnræði. Sama á við þegar litið er til mis- munandi skattlagningar hjóna eft- ir því hvort annað eða bæði eru of- an markanna. Þá eru skattfrelsismörk skv. frumvarpinu með þeim annmarka að eingöngu er miðað við almennar tekjur, þ.e. launatekjur o.þ.h. en ekki fjár- magnstekjur. Allstór hópur manna hefur miklar tekjur af eignum en lágar launatekjur og yrði sam- kvæmt þessu undanþeginn gjald- inu.“ Þá segir í umsögninni að engin rök séu færð fyrir 70 ára aldurs- mörkunum. Bent er á að tekjulágir aldraðir séu þegar undanþegnir skattinum vegna lágra tekna. Ald- ursmörkin leiddu því til þess að tekjuháir aldraðir yrðu undan- þegnir skattinum á sama tíma og þeir sem væru yngri og tekjulægri bæru skattinn. Í umsögninni er einnig gert að umtalsefni að tekjuskatturinn leggist ekki einasta á einstaklinga heldur líka á lögaðila. „Skattar á fyrirtæki, sem ekki eru tengdir hagnaði þeirra hafa verið á und- anhaldi en hér er snúið af þeirri braut.“ Talsmaður neytenda hefur lýst því að hann geri ekki athugasemd- ir við að tekinn verði upp nefskatt- ur í stað afnotagjalds enda verði tryggt að með því móti sé ekki rýrður hagur neytenda og einkum tekjulægri fjölskyldna og fjöl- skyldna með ungt fólk á skólaaldri. Í frumvarpinu er þessi breyting m.a. rökstudd með því að þessi leið hafi í för með sér sparnað þar sem sérstakur kostnaður við innheimtu afnotagjalds fellur niður. Þá fylgi sá annmarki núverandi fyrirkomu- lagi að þeir sem gerast áskrifendur að einkarekinni sjónvarpsstöð og kaupa sér sjónvarpstæki verði sjálfkrafa greiðendur afnotagjalda til RÚV þar sem greiðsla afnota- gjaldsins er bundin við eign á við- tæki. Þá leiði þessi breyting til þess að kostnaður tekjulægstu einstak- linga við að njóta útvarps í al- mannaþágu fellur niður. Nefskatturinn mun lúta sömu lögmálum og sérstakt gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Verða tekjulausir einstaklingar og tekju- lágir sem ekki greiða gjald í Fram- kvæmdasjóð aldraðra undanþegn- ir nefskattinum. Fjármálaráðu- neytið hefur metið það svo að miðað við 13.500 kr. gjald á ári og 1,5% fjölgun greiðenda milli ára megi reikna með að um það bil 183.000 aðilar greiddu gjaldið og að það skilaði um 2.470 milljónum kr. nettó. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við H.Í, fjallar um nefskatta á vísindavef háskólans. „Nefskatt- ar hafa ýmsa kosti, einkum að inn- heimta þeirra er einföld og að þeir draga til dæmis ekki úr hvata til vinnu með sama hætti og tekju- skattar,“ segir Gylfi. „Helsti galli nefskatta er augljóslega að þeir leggjast þyngst á þá sem hafa lág- ar tekjur, þeir geta þurft að greiða hátt hlutfall af tekjum sínum þegar allir greiða sömu krónutölu.“ Fréttaskýring |Nefskattar og RÚV Einfaldir en íþyngjandi tekjulágum Ríkisskattstjóri dregur í efa að heppilegt sé að afla RÚV tekna með nefskatti Nefskattur leggst jafnt á alla greiðendur. Algengir fyrr á öldum en að mestu horfnir í dag  Í umsögn ríkisskattstjóra seg- ir að nefskattar hafi verið al- gengir fyrr á öldum en þeir séu að mestu horfnir í dag. Rifjað er upp að stjórn Thatcher í Eng- landi hafi lögleitt nefskatt til að fjármagna starfsemi sveitarfé- laga. Milljónir neituðu að borga hann og mótmæli náðu hámarki með óeirðum á Trafalgar Square í mars 1990. Andstaða innan Íhaldsflokksins leiddi m.a. til þess að Thatcher sagði af sér. Eftir Ómar Friðriksson og Örnu Schram NAUÐSYNLEGT er að skoða lands- lagsheildir, vistkerfið og samhengið í náttúrunni en ekki að einblína á bletti því blettafriðun blekkir okkur, segir Guðmundur Páll Ólafsson nátt- úrufræðingur í samtali við Morg- unblaðið. Guðmundur Páll var meðal ræðumanna á málþinginu Stefnumót við Hjörleif sjötugan sem haldið var nýlega til heiðurs Hjörleifi Guttorms- syni sem varð sjötugur á liðnu hausti. Þar kynnti Guðmundur Páll m.a. hugmyndir sínar um víðtæka hálend- isþjóðgarða. Að málþinginu stóðu ell- efu samtök og félög sem starfa að náttúruvernd og útivist. Hjörleifur flutti ávarp í lok málþingsins og sagði hann m.a. að umhverfis- og auðlinda- vernd yrðu stærsta alþjóðlega við- fangsefni aldarinnar samhliða barátt- unni fyrir friði. „Íslendingar hafa ávallt verið treg- ir að vernda,“ segir Guðmundur Páll ennfremur. „Þeir óttast friðanir og það að vernda og lagabókstafurinn er á þann veg. Þetta á bæði við um nátt- úru og menningarminjar, einkum heildir. Sláandi dæmi um andvaraleysið er til dæmis þorpið í Flatey á Breiðafirði sem núorðið er heildstæðasta bygg- ingararfleifð frá 19. öld og byrjun 20. og það nýtur engrar verndar þrátt fyrir að húseigendur í gamla Flateyj- arþorpi hafi þrásinnis beðið um slíkt sl. 30 ár. Svipað gildir um náttúru Ís- lands, sem er öðruvísi menningar- arfur. Stunduð er eins konar bletta- friðun eða frímerkjafriðun og hún hefur afar takmarkað gildi. Þetta mun breytast svolítið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en ef á heild- ina er litið er verndun íslenskrar náttúru bæði ómarkviss og metn- aðarlítil og þetta stafar fyrst og fremst af þekkingarleysi en líka skaðlegri ofuráherslu á orkufram- leiðslu.“ Breytir ímyndinni út á við Guðmundur Páll segir að Íslands- garðar séu byggðir á hugmyndum Sigurðar Þórarinssonar um þjóð- vanga þar sem fjölþætt starfsemi fari fram og nýting þurfi jafnvel ekki að breytast verulega nema hvað varðar framkvæmdir sem skaða vistkerfin. „Samt myndi sýn okkar á landið gjör- breytast. Hún myndi einnig breyta sjálfsímynd okkar og samhygð svo og ímynd landsins út á við til góðs. Ég hef gert tillögu um tvo megingarða. Miðgarður nær frá Reykjanestá norður á Melrakkasléttu og Langa- nesfonti og um fjallageim Trölla- skaga. Í Miðgarði eru allir meg- injöklar landsins og svo til allt gosbeltið en einnig mikilvæg vistkerfi eins og Arnarvatnsheiði og heiðar fyrir austan. Hinn garðurinn er Ás- garður sem nær yfir Vestfirði frá Hornstrandafriðlandi en síðan mest um hásléttu og fjöll Vestfjarðakjálka en líka Látrabjarg og Breiðafjörð. Við það eitt að setja svona hug- myndir á blað „stækkar“ Ísland og verður að miklu voldugri heild en áð- ur. Blettafriðunin blekkir okkur og við náum engu samhengi. Hér þarf nýja hugsun og skilning svo og nýja nálgun hjá löggjafanum og fram- kvæmdavaldinu – en ekki síður hjá sveitarstjórnum, landeigendum og al- menningi yfirleitt. Þetta er hags- munamál allrar þjóðarinnar og eitt- hvað sem gæti sameinað þjóðina á ný.“ Auk þess sem Guðmundur Páll brá upp sýn á hálendisþjóðvang ræddu nokkrir aðrir fyrirlesarar myndir af óbyggðum Íslands í nútíð og framtíð og fjallað var um alþjóðlegt samstarf og náttúruvernd á norðurslóðum. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverf- isstofnunar, fjallaði um þjóðgarða og verndarsvæði, Andri Snær Magna- son ræddi um náttúruna andspænis raunverleikanum, Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, talaði um líf- fræðilega fjölbreytni og heim- skautasvæðin, Árný Erla Svein- björnsdóttir skýrði frá rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli og Sigmar A. Steingrímsson frá Haf- rannsóknastofnun ræddi kór- allasvæði við Ísland og friðun þeirra. Tækfæri til að fræða og ræða Hjörleifur Guttormsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði í fyrstu verið hikandi að boða til málstofu sem þessarar og tengja hana nafni sínu. Hann hefði hins veg- ar ekki getað annað en glaðst við þeg- ar hann skynjaði hversu mikill floti náttúruverndarfólks stæði á bak við málstofuna og hún væri kærkomið tækifæri til að fræða og ræða þessi mál. Samþykkt var á Alþingi árið 1997 þingsályktunartillaga Hjörleifs um verndun hálendisins og þar gerði hann ráð fyrir ákveðnum mann- virkjabeltum á milli jökla, m.a. vegna vegagerðar. Í ávarpi sínu sagði Hjörleifur að náttúruvernd væri ekki sérfræði heldur tilfinning og skilningur á framvindu í umhverfinu. Hann sagði að félagslegt og pólitískt áralag í bar- áttunni fyrir náttúruvernd skipti miklu og samstarfsmenn sínir á þessu sviði á Austurlandi hefðu átt rætur í öllum stjórnmálaflokkum. Hann kvaðst hafa á tilfinningunni að þátttaka sín í stjórnmálum hafi ekki truflað störf ópólitískra almanna- samtaka sem hann hefði lagt lið, nátt- úruverndarsamtaka eða Ferðafélags Íslands. Ráðlagði hann nátt- úruverndarfólki að forðast ekki stjórnmálabaráttuna heldur ýta á flokkana og gera þá kröfu að þeir tali skýrt í þessum efnum sem öðrum. Vill heildarverndun en ekki blettafriðun Nokkrar ljósmyndir úr stóru safni Hjörleifs Guttormssonar voru sýndar á málstofunni. Hér ræðir Hjörleifur við Odd Sigurðsson jarðfræðing sem einnig er kunnur fyrir myndir sínar. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Morgunblaðið/jt NÝTT farsímafyrirtæki, Sko, hefur tekið til starfa en það býður einfaldari verðskrá og lægra verð á far- símaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Við- skiptavinir Sko greiða t.a.m. ekkert mánaðargjald og aðeins er eitt mínútuverð fyrir símtöl innanlands, hvort sem hringt er í viðskiptavini Sko eða annarra símafyrirtækja. Gerður hefur verið samningur við Og Vodafone um aðgang að farsímakerfi fyrirtækisins og nýtist því dreifikerfi þess innanlands og erlendis. Sko nýtir auk þess dreifikerfi Símans á völdum svæðum innanlands en með þessum hætti er tryggð farsímaþjónusta á við önnur símafyrirtæki. Liv Berþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sko, segir spennandi tíma framundan fyrir farsímanotendur en lággjalda-símafyrirtæki hafa stóreflt samkeppni í Evrópu með því að leggja áherslu á einfaldleika og betri kjör til handa við- skiptavinum. Lággjalda-farsímafyrirtækið Sko tekur til starfa Leggur áherslu á ein- faldleika og betri kjör Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sko, er hér með Völu Matthíasdóttur, sem var fyrsti viðskiptavinurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.