Morgunblaðið - 03.04.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.04.2006, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 „VIÐ SÁUM breskan bækling sem var kveikjan að hugmyndinni,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, en hún hefur ásamt Önnu Kristrúnu Gunnarsdóttur sjúkraþjálfara gert mynddisk og bækling um hreyfingu fyrir parkinson-sjúklinga. „Við heill- uðumst af þessum bæklingi, þetta er ítarlegt fræðsluefni um hreyfingu og æfingar fyrir þennan hóp. Okkur fannst að við yrðum að gera þetta á íslensku,“ heldur hún áfram. „Við söfnuðum að okkur efni héðan og þaðan,“ segir Anna Kristrún. „Við byggðum efnið á breska bækl- ingnum, svo notuðum við efni frá Bretlandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Við töluðum líka við fagfólk hér.“ Þær kynntu sér í upp- hafi hvaða efni á þessum nótum var til hér og komust að því að það var takmarkað. „Markmiðið með útgáfu efnisins, fyrir utan að vera bara fræðandi efni fyrir sjúklingahópinn, er að fagaðilar geti stuðst við þetta þegar þeir eru að leiðbeina parkinson-sjúklingum með æfingar og þjálfun,“ segir Anna Kristrún. Sveiflukenndur sjúkdómur Efnið sem er á diskinum er þess eðlis að allir sem greindir eru með parkinson geta stuðst við það. Á disk- inum er æfingunum skipt eftir erf- iðleikastigum og þeir sem greindir eru með parkinson geta gert æfing- arnar heima. „Þetta er þannig upp byggt að einstaklingurinn getur al- gjörlega fylgt þessu sjálfur,“ segir Þórhildur og Anna Kristrún skýtur því inn að þessi hreyfing eigi ekki að koma í staðinn fyrir aðra reglu- bundna þjálfun, heldur vera viðbót. „Það er pæling á bak við hverja ein- ustu æfingu,“ segir hún. Parkinson-sjúkdómurinn er sveiflukenndur og sjúklingarnir eru mjög háðir lyfjatöku sem getur háð þeim við ýmsar athafnir daglegs lífs. „Þess vegna er ekkert auðvelt fyrir fólk að koma sér alltaf í þjálfun á ein- hverjum ákveðnum tíma úti í bæ. Þá er það þannig að í stað þess að fólk kannski hreyfi sig ekki neitt hefur það þarna möguleika á að gera æfing- arnar heima,“ segir Anna Kristrún og Þórhildur tekur við: „Segjum að fólk taki lyfið kl. 10 og hámarksvirkni þess er kannski klukkutíma síðar, þá finnur fólkið að það getur hreyft sig og hefur tök á að gera það heima,“ og Anna Kristrún bætir við að þó að lyfjameðferð sé aðalatriði í meðferð parkinson-sjúklinga vilji þær meina að hreyfing sé ekki síður mikilvæg. Samvinna við Parkinson-samtökin Anna Kristrún og Þórhildur hafa unnið verkefnið frá grunni og þar með gerðu þær viðskiptaáætlun sem þær lögðu fyrir styrktaraðila og í henni var plan um dreifingu á bækl- ingnum og diskinum. „Við höfum ver- ið í samvinnu við Parkinson-samtökin í sambandi við dreifinguna og vinn- una við efnið,“ segir Þórhildur. „Við ætlum að senda eintak á allar lækna- stofur, öll bókasöfn, allar heilsu- gæslustöðvar og allar starfsstöðvar sjúkraþjálfara. Markmið okkar er að fræðsluefnið verði aðgengilegt fyrir alla.“ „Við viljum gjarnan að diskurinn og bæklingurinn komist í hendur sjúklinganna strax við greiningu,“ segir Anna Kristrún. Knýjandi þörf Anna Kristrún og Þórhildur kynnt- ust í gegnum starf sitt sem sjúkra- þjálfarar á Landspítalanum. „Okkur langaði að búa til góða fræðslu,“ segir Þórhildur. „Við sáum það í gegnum starfið okkar á Landspítalanum að þetta vantaði,“ bætir Anna Kristrún við. „Já, við fundum þörfina, hún var knýjandi,“ skýtur Þórhildur inn í. Eftir að hafa sett sig í samband við Parkinson-samtökin vissu þær að grundvöllur var fyrir því að setja verkefnið í gang. „Við settum þetta þá allt niður fyrir okkur, gerðum kostnaðar- og framkvæmdaáætl- unina og eftir það fór boltinn að rúlla,“ segir Þórhildur. „Við sáum þá líka hvort þetta væri of stór biti fyrir okkur að kyngja,“ segir Anna Krist- rún og hlær. „Við fórum á fund með Parkinson-samtökunum og höfðum þá áætlunina í höndunum. Þeir gripu þetta strax af því að ekkert í þessa veruna var til hérna.“ Á hverju ári greinast um fjörutíu manns með parkinson á Íslandi. Bæklingurinn er í vinnslu eins og er og diskurinn einnig. Á diskinum er að finna leiðbeiningar um hreyfingu, fræðslu og hagnýt ráð. Von er á efn- inu úr framleiðslu innan skamms.  HREYFING | Gefa út mynddisk og bækling fyrir parkinson-sjúklinga Pæling á bak við hverja einustu æfingu Morgunblaðið/ÞÖK Anna Kristrún Gunnarsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir eru kraftmiklar ungar konur og réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þær ákváðu að búa til bækling og disk með fræðsluefni fyrir parkinson-sjúklinga. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is NEMENDUR undir átján ára aldri í sænskum skólum verða að sætta sig við að foreldrarnir frétti af því um leið ef viðkom- andi skrópar í skólanum. Ákvörðun stjórnvalda er liður í að skapa rólegra skóla- umhverfi, að því er fram kem- ur í Svenska Dagbladet. Mark- miðið er einnig að koma í veg fyrir að foreldrar fái allt of seint tilkynningu um langvar- andi fjarvistir nemanda. Til- lögur stjórnvalda ganga einnig út á að skólar setji sér reglur en um það sé samráð á milli kenn- ara, nemenda og foreldra. Þeim nemendum sem flosna upp úr námi strax í grunnskóla hefur fjölgað um helming á einum ára- tug í Svíþjóð. Nú er um að ræða 1.500 nem- endur á ári sem ekki ljúka grunnskólanum. Hringt ef unglingarnir skrópa  MENNTUN LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ sem aðeins er ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára var nýlega opnuð í Vi- borg í Danmörku og búist er við að fyrir árslok verði stöðvarnar orðnar 25 í Dan- mörku, að því er greint er frá á fréttavef Berlingske Tid- ende. Íþróttafræðingurinn Mort- en Zacho er einn af þeim sem standa að stofnun stöðvanna sem heita SHOKK og hann telur að slíkar stöðvar geti hentað vel fyrir þau börn sem ekki hreyfa sig að öðru leyti og jafnvel eru orðin of þung. Þar keppi þau aðeins við sjálf sig en ekki önnur börn. Aðstandendur SHOKK telja að markaður sé fyrir allt að fimmtíu svona stöðvar í Dan- mörku. Morgunblaðið/Golli Búist er við að fyrir árslok 2006 verði stöðvarnar orðnar 25 um alla Danmörku. Líkams- ræktar- stöð fyrir börn  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.