Morgunblaðið - 03.04.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 19
MENNING
Þorskflök-kinnfiskur-nætursaltað
plokkfiskur-fiskbollur-saltfiskur-lax
Stórkostleg lúða
Ýsa í kryddraspi
Rauðsprettuflök
Breiðafjarðar-ýsa
Fiskréttir-kartöfluréttir-ýsuhakk-rækja
bleikjuflök-túnfiskur-humar-hörpuskel
Fiskbúðin Sjávargallerý
Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 2550
Þar sem metnaðurinn á lögheimili
ÉG HELD þetta sé fimmta sýn-
ingin sem ég sé núna með stuttu
millibili í íslensku leikhúsi þar sem
mikið er sungið. Fyrir svona fimm-
tán, tuttugu árum þá lauk öllum
sýningum hér í bænum með söng,
jafnvel var ekki hægt að enda góða
gamla Sjeikspír öðruvísi og lagið
hljómaði svo áfram undir klappinu
og allir fóru glaðir heim; nú er söng-
urinn gegnumgangandi. Það væri
verðugt viðfangsefni fyrir lokarit-
gerð í listaháskólanum, þessi ást
okkar á söng í leikhúsinu, kannski
eru þarna á kreiki gamlar minn-
ingar frá þeim tíma er fjölskyldan
söng saman upp úr rollubókinni við
orgelið, eða börnin saman í anddyri
skólanna áður en allir marseruðu í
röð upp í stofurnar og svo auðvitað
söngurinn í rútubílunum; minning
um samkennd og sameiginlega
sjálfsmynd sem nú þykir annars
býsna hallærisleg. Kannski líka þörf
fyrir að undirstrika það að við lifum
á glöðum tímum. En hvað það nú
svo sem er sem ræður för þá væri
áreiðanlega gaman að gefa sér tíma
til að velta vöngum yfir því.
Þetta er hins vegar fjórða leik-
mynd sem ég sé eftir Jón Axel og sú
besta. Evrópsk stofa, þó fremur en
íslenskur sumarbústaður; stílhrein
er hún og björt eins og gamanleik
hæfir; lyftir fram leikurum og
sterkum litunum í tískublaðabún-
ingum Elínar Eddu frá lokum sjötta
áratugarins sem eru margir hverjir
eins og fallegir skúlptúrar. En ís-
lenskur vetur gnauðar í hreyfi-
myndum á bakveggjum og þar
spretta líka upp skemmtileg munst-
ur í söngatriðunum. 1961 (endur)
skrifar franska leikskáldið Robert
Thomas verkið og gerist það innan
stéttar og á tímum þar sem konur
eru fjárhagslega háðar karlmönn-
um. Konurnar átta sem lokaðar eru
inni í blindbyl í sumarbústað eru all-
ar háðar einum manni, sem finnst
myrtur í upphafi verks, fléttan ætt-
uð frá Agötu Christie afhjúpar svo
„raunverulegar“ tilfinningar þeirra
til mannsins og hver er morðinginn.
Glæpsamlega gamanleikinn hefur
Sævar Sigurgeirsson aðlagað lipur-
lega og sennilega stytt (?) fyrir
þessa sýningu, og samið söngva í
anda frægrar kvikmyndar eftir
verkinu frá 2002.
Edda Heiðrún Bachmann heldur
áfram að þróa stór og hrein hreyf-
ingarmunstur, uppstilltar myndir
og gefa leikaranum stærð, og enn
auðgar hún íslenskt leikhús með er-
lendum áhrifum og kallar til liðs við
sig látbragðsleikarann Kristján
Ingimarsson. Hann kemur líka fram
sem „afturganga“ húsbóndans í
söngatriðum, sumum feikilega vel
útunnum eins og atriðið, sem telja
má hápunkt sýningarinnar, með
ömmunni, Margréti Guðmunds-
dóttur,- og gott að sjá Margréti loks
aftur á sviði eftir langt hlé. En fág-
aður léttleiki Kristjáns, áreynslu-
leysið og útsmoginn húmor sem
endurómar í sérdeilis góðri út-
færslu tónlistarinnar hjá Samúel J.
Samúelssyni fær mann til að hugsa
að þannig hefði átt að leika allt
verkið. Þótt söngatriðin séu góð og
lýsi samskiptum og tilfinningum
kvennanna við húsbóndann rjúfa
þau líka á ákveðinn hátt framvind-
una án þess að virka sem skýrandi
andstæða og bæta litlu við persón-
ur.
Edda Heiðrún leggur í allri sýn-
ingunni fremur áherslu á grátt
gamanið en glæpinn. Skiljanlegt er
það af því að tími verksins og sýn
höfundar á kvenþjóðina er orðin
fjarlæg og reyndar nokkuð hlægi-
leg. En það veikir glæpafléttuna,
dregur úr uppbyggingu grunsemd-
anna, spennunnar, í fyrri hlutanum
og gerir því afhjúpunina máttlaus-
ari í seinni hlutanum. Að ná jafn-
vægi milli hraða gamanleiks og
nauðsynlegs hægagangs grun-
semda og tortryggni er skapast
þarf milli persóna í verkinu er held-
ur ekki auðvelt.
Þjóðleikhúsið teflir hér fram
miklu kvennavali. Persónurnar
koma samt nokkuð fullmótaðar til
leiks, svosem Lovísa dularfulla
þjónustustúlkan hennar Birnu Haf-
stein, sem er skemmtilega stílfærð,
og eiginkonan Guðný, Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir, sem í upphafi
dregur upp nákvæma mynd af for-
dekraðri yfirstéttarkonu – hvorug
fær tækifæri til að þróa persónu
sína. Sömu sögu er að segja af
Ragnheiði Steindórsdóttur sem er
bráðskemmtileg í djörfu söngatrið-
inu sem Lovísa. Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir sem svo sannarlega áður
hefur sannað ótvíræða hæfileika
sína í gamanleik er einsog utanveltu
hér í hlutverki Elínar eldri dóttur-
innar á heimilinu. María systir hins
myrta sem leikin er af Margréti Vil-
hjálmsdóttur mætir flott og grun-
samleg til leiks en fær svo of lítið til
að moða úr. Nína Dögg Filippus-
dóttir í hlutverki Katrínar, sem er
nokkurs konar Hercule Poirot
verksins, dregur upp farsakennda
ýkta mynd af barni/táning og á sú
lögn stóran þátt í því að gera af-
hjúpunina marklausa. En líka lögn-
in á Ágústu hennar Ólafíu Hrannar
Jónsdóttur, sem á sinn einstæða og
óíslenska hátt getur hlegið að sjálfri
sér og þar með fengið allan salinn til
að hlæja og elska sig. Sá hæfileiki
er notaður í botn í sýningunni og
nokkuð oft sýndist mér á kostnað
framvindu og sambanda persóna.
Það hefði verið skemmtilegra að
ísmeygilega glæpakvendið sem
bregður af og til fyrir í leik hennar
hefði þróast lengra. Ég er viss um
að hlátrunum hefði ekki fækkað við
það.
En sem sagt hér eru margar fal-
legar og skondnar myndir dregnar
upp, skemmtilegir söngvar, liprir
brandarar og góður látbragðsleikur
fyrir þá sem vilja afþreyingu.
Syngjandi glæpakvendi
LEIKLIST
Þjóðleikhús
Eftir Robert Thomas í þýðingu og aðlög-
un Sævars Sigurgeirssonar sem einnig er
höfundur söngva. Leikstjóri: Edda Heið-
rún Bachmann. Leikmynd: Jón Axel
Björnsson. Búningar: Elín Edda Árnadótt-
ir. Umsjón með tónlist: Samúel J. Sam-
úelsson. Lýsing: Hörður Ágústsson. Leik-
endur: Birna Hafstein, Edda Björg
Eyjólfsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs-
dóttir, Kristján Ingimarsson, Margrét
Guðmundsdóttir, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir/Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir og Ragnheiður Steindórs-
dóttir.
Átta konur
María Kristjánsdóttir
Úr leiksýningunni Átta konur sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld.
Í LISTAHÁSKÓLA Íslands verða í
vikunni haldnir svokallaðir Kynja-
dagar. Er dagskrá hátíðarinnar
helguð kynjunum, kynjaímyndum
og femínisma. „Alla hátíðardagana
eru viðburðir í hádeginu, 2–3 í hvert
sinn,“ segir Álfrún G. Guðrúnar-
dóttir, kynningarstjóri hjá Listahá-
skólanum. „Nemendur skólans
verða með viðburði í tengslum við
þema vikunnar, kennarar skólans
halda fyrirlestra og einnig fáum við
til okkar gestafyrirlesara; fræði-
menn, listamenn sem ræða um
kynjamímyndir og fleira.“
Dagskráin er haldin á öllum
þremur stöðunum þar sem skólinn
hefur aðsetur, en kennt er að Sölv-
hólsgötu 13, Laugarnesvegi 91 og
Skipholti 1.
Meðal annars munu nemendur úr
hönnun og arkitektúr halda erindi
um kynjamyndir í auglýsingum,
dansnemendur sýna brot úr verkinu
Hindarleik, nemendur í leiklist flytja
brot úr „Kynjalestinni“ og tónlistar-
uppákoma verður í tónlistardeild.
„Tilefni hátíðarinnar er að nýlega
var sett á laggirnar jafnréttisnefnd
við Listaháskólann sem hefur, meðal
annars, það hlutverk að standa fyrir
öflugri umræðu um jafnréttismál.
Nefndin ákvað að ríða á vaðið á
þennan skemmtilega hátt og nýta
um leið sérstöðu skólans og fjöl-
breytileika námsins. Við höldum há-
tíð sem endurspeglar að umræða um
jafnréttismál á erindi við alla, í öllum
greinum, og að slík umræða getur
verið mjög skemmtileg og skap-
andi.“
Dagskráin í Listaháskóla Íslands
er öllum opin, en nánar má fræðast
um starfsemina á heimasíðu Lista-
háskólans, www.lhi.is.
Kynjadagar í LHÍ
Morgunblaðið/Eggert
Á Kynjadögum LHÍ er meðal ann-
ars reynt að svara spurningunni
„Hver er Sylvía Nótt?“
Dagskrá Kynjadaga Listaháskóla Íslands:
Mánudagur 3. apríl
Sölvhólsgata 13
12.15 Nemendur dansbrautar flytja brot úr Hindarleik
Laugarnesvegur 91
12.15 Nemendur á leiklistardeild flytja brot úr Kynjalestinni
12.30 Gísli Hrafn Atlason: „Hvað er femínismi?“
Þriðjudagur 4. apríl
Skipholt 1
12.00 Gísli Hrafn Atlason.
12.10 Nemendur úr hönnunar- og arkitektúrdeild „Einu sinni var“. „Levi’s
auglýsingaherferð“
12.30 Sigríður Pétursdóttir: „Karlmennskur í íslenskum kvikmyndum“
Miðvikudagur 5. apríl
Laugarnesvegur 91
12.15 Harpa Björnsdóttir: „Guerilla Girls“
12.30 Nemendur úr tónlistardeild: „George Sand leikur Chopin“
Sölvhólsgata 13
12.45 Gísli Hrafn Atlason.
Fimmtudagur 6. apríl
Skipholt 1
12.15 Guðmundur Oddur Magnússon: „Íslenskar kynjaímyndir“
Laugarnesvegur 91
12.30 Oddný Sturludóttir: „Hárgreiðsla og hugsjónir“
Föstudagur 7. apríl
Laugarnesvegur 91
12.15 Gaukur Úlfarsson: „Hver er Sylvía Nótt?“
12.35 Nemendur úr hönnunar- og arkitektúrdeild: „Sexí súkkulaði – tengsl
súkkulaðis og kynlífs“, „Diezel: Greining á herferðum“.
Sölvhólsgata 13
13.00 Björn Ingi Hilmarsson: „Jafnrétti: Spurning um hugarfar?“