Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 24

Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 24
24 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svavar Eiríks-son fæddist á Akureyri 12. febr- úar 1939. Hann lést eftir skammvinn veikindi á heimili sínu að kvöldi 24. mars síðastliðins. Faðir hans var Ei- ríkur Vigfús Guð- mundsson, kjötiðn- aðarmaður á Akur- eyri, f. 12. janúar 1908, d. 27. maí 1983. Föðurforeldr- ar voru Guðmund- ur Jónasson, bóndi á Hróastöðum og Ferjubakka í Öxarfjarðar- hreppi í N-Þingeyjarsýslu, f. 1. september 1865, d. 6. júní 1918, og k.h. Sigmunda Katrín Jóns- dóttir, húsfreyja, f. 4. júní 1880, d. 26. maí 1950. Móðir Svavars var Anna Sigurveig Sveinsdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. 7. mars 1909, d. 17. október 2003. Móð- urforeldrar voru Sveinn Árna- son, bóndi og hreppstjóri á Ey- vindará í Eiðaþinghá í S-Múl., f. 20. mars 1866, d. 14. febrúar skólastjóri Sjúkraflutningaskól- ans, f. 21. nóvember 1967, gift Ögmundi H. Knútssyni fram- kvæmdastjóra, f. 1962, búsett á Akureyri. Börn þeirra eru Almar og Agnes. 3) Anna Margrét, f. 29. október 1970, framreiðslumaður og húðfræðingur, gift Örvari Þór Jónssyni lækni, f. 1972. Börn þeirra eru Jón Ívar, Tristan Orri og Aníta. Fyrir átti Anna Mar- grét Svavar Magnússon. Þau eru búsett í Ameríku. 4) Sveinn, land- mælingamaður, f. 5. apríl 1975, í sambúð með Sigyn Sigvarðar- dóttur, snyrtifræðingi, f. 1975, búsett á Akureyri. Börn þeirra eru Einar Dofri og Helena Mist. Svavar ólst upp á Akureyri og varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1960. Eftir stúd- entspróf nam hann m.a. ensku og bókmenntir við háskólann í Ed- inborg og viðskiptafræði við Há- skóla Íslands. Vorið 1966 hóf hann skrifstofustörf hjá Prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri þar sem hann starfaði óslitið til 1992. Síðustu ár starfsævinnar var hann skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri uns hann lét af störfum sumarið 2003. Útför Svavars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1924, og k.h. Guðný Einarsdóttir, hús- freyja, f. 2. septem- ber 1877, d. 5. febr- úar 1924. Systkini Svavars eru Sveinn, f. 23. október 1936, d. 12. febrúar 1956, Svanur, f. 26. maí 1943, Börkur, f. 19. maí 1944, og Karen, f. 27. desember 1950. Eiginkona Svav- ars er Birna Sigur- björnsdóttir, hjúkr- unarfræðingur frá Akranesi, f. 13. september 1942. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Jónsson skipstjóri, f. 26. ágúst 1907, d. 1. febrúar 1987, og Margrét Ber- entsdóttir húsfreyja, f. 27. des- ember 1902, d. 1. febrúar 1956. Börn Svavars og Birnu eru: 1) Berglind, f. 2. desember 1964, lögmaður á Húsavík, gift Frið- finni Hermannssyni fram- kvæmdastjóra, f. 1963. Börn þeirra eru Freyr, Ari og Sólveig Birna. 2) Hildigunnur, lektor og Elsku pabbi, nú ertu fallinn frá, langt um aldur fram. Þó svo að ég hafi verið í sambandi við þig á hverjum degi frá því að þú greindist með krabbamein í byrjun desember 2005 og ég vissi að hverju stefndi, þá stend ég mig oft að því að trúa ekki að þú sért dáinn. Það er ekki fyrr en ég horfi á myndina af þér í stofunni, umvafinn kertum og blómum, sem raunveruleikinn blasir við. Krabbameinið lék þig illa en aldrei kvartaðir þú. Nú er þjáning- unum lokið og eigum við að vera þakklát fyrir það. Það er svo margs að minnast úr okkar sambandi. Mér eru þó efst í huga stuttu, tíðu heimsóknirnar frá þér sem mér þótti svo vænt um. Þú hringdir iðulega dyrabjöllunni með eigin „takti“ þannig að við vissum ávallt að þú varst mættur til að at- huga hvernig fjölskyldan hefði það. Þú stoppaðir stutt, fékkst þér einn kaffibolla, spjallaðir örlítið og varst svo farinn. Stundum fannst mér þér liggja heldur mikið á en það gerði ekkert til því þú komst alltaf aftur. Ég á eftir að sakna þessara stunda mikið. Far þú í Guðs friði, elsku pabbi. Þú skilur eftir margar dýrmætar minningar um hæglátan og traustan pabba. Þín dóttir Hildigunnur. Elsku pabbi. Það eru margar minningar sem koma upp í huga mér núna, en mig langar í fáeinum orðum að þakka þér fyrir allt. Það var erfitt ferðalag- ið hingað frá Ameríku föstudaginn 24. mars, vitandi ekki hvort þú hefð- ir farið í þitt langa ferðalag. Mín eina ósk var, að þú myndir bíða eftir okkur til að kveðja þig í hinsta sinn og það gerðir þú. Elsku pabbi, þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú stóðst alltaf eins og klettur á bak við okkur og varst alltaf til staðar. Nú eru kvalir þínar á enda og ég veit að þér líður vel. Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar, sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út . . . Ó, kviku dýr reikið þið hægt, er rökkva tekur að og rjúfið ekki heilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað, vill fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt mun bleikur mosinn engum segja neitt. En þú, sem veist og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógardraum. Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, að ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind – öll, nema þessi eina, hvíta hind. (Davíð Stefánsson.) Ástarkveðja, þín Anna Margrét. Tengdafaðir minn var ekki maður margra orða. Hann féll vel að þeirri ímynd sem íslenskir karlmenn hafa löngum haft; traustur og sterkur eins og klettur þegar á reyndi en flíkaði ekki tilfinningum sínum og talað sjaldan um það sem honum var kærast. Það leyndi sér þó aldrei hversu mikið hann mat velferð sinna nánustu og hversu mikla ánægju það veitti honum að fylgjast með og styðja við ört stækkandi afkomenda- hóp hans og Birnu. Og ánægjulegar minningar koma upp í hugann; Svavar tók því ótrúlega vel þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna á ýmsum tíma sólar- hringsins fyrir 23 árum. Markmiðið var að sannfæra elstu dóttur hans um að hennar rölti eftir æviveginum væri best borgið við hlið mér. Fjöl- skyldur okkar höfðu reyndar þekkst lengi og mæður okkar voru saman í saumaklúbbi. Við Svavar náðum strax vel saman og urðum góðir vin- ir. Þó að ég geti sjálfur blaðrað frá mér allt vit þá leið mér ákaflega vel í návist þessa rólega og hlýja tengda- föður míns. Svavar var margfróður og mikill bókamaður. Hann var góð- ur málamaður og hafði lifandi áhuga á íslenskri tungu. Hann var lífs- nautnamaður í besta skilningi þess orðs og kunni að njóta góðs matar og drykkjar. Það er erfitt að sætta sig við að maður sem fyrir nokkrum mánuðum kenndi sér einskis meins sé nú allur. Svavar var 67 ára þegar hann dó en hafði farið á eftirlaun að eigin ósk fyrir tveimur árum, um sama leyti og Birna. Þau hjónin áttu því tvö yndisleg ár saman þar sem þau gátu notið þess að vera saman og ferðast innanlands sem utan, enda ferðalög þeirra líf og yndi. Á þessari kveðjustund er þó minningin um góðan mann og allar ánægjustundirnar sem við áttum saman sársaukanum yfirsterkari. Svavar átti góða ævi, átti yndislega eiginkonu, samferðarmann og vin í Birnu sinni og hann naut mikils barnaláns. Hann fór auðvitað allt of fljótt frá okkur en nú er það þeirra sem eftir lifa að halda uppi merkinu. Ég kveð þig að sinni, kæri tengdapabbi. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Friðfinnur. Elsku besti afi minn. Það eru engin orð sem geta lýst sorg minni og söknuði. Þú varst allt- af til staðar fyrir mig og ég gat alltaf leitað til þín ef mig vantaði eitthvað. Þú ert fyrirmyndin mín í einu og öllu. Þú kenndir mér allt um blómin, fjöllin, ár og bæi. Það er eins og þú hafir verið hjá mér í gær. Bara ef ég gæti sagt þér einu sinni enn hve mikið ég elska þig. Þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu. Ég elska þig og sakna þín mjög mikið. Hvíl í friði. Þinn elskandi nafni, Svavar. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Takk fyrir að vera alltaf óþrjótandi visku- brunnur og eiga svar við öllum okk- ar spurningum. Við vildum að við hefðum getað átt meiri tíma með þér. Mynd þín og minning lifir í hjarta okkar. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Ástakveðja frá litlu afabörnunum í Ameríku. Jón Ívar, Tristan Orri og Aníta. Svavar mágur minn var fremur fámáll maður, en íhugull, traustur og mjög vel að sér á mjög mörgum sviðum. Stóð fast á sínu enda jafnan búinn að velta hlutunum vel fyrir sér áður en hann tjáði sig um þá. Svavar hafði mjög þægilega nær- veru. Hann var sá sem hægt var að reiða sig fullkomlega á þar sem ná- kvæmni og reglusemi var krafizt. Hann var með öll grundvallaratriði á hreinu og taldi enga sérstaka ástæðu til þess að fara um þau mjög mörgum orðum. Svavar var mikill fjölskyldumaður og augljóst var að börnum, tengda- börnum og barnabörnum þótti gott að vera nærri honum. Þau Birna nutu þess að ferðast og skoða það sem fyrir augu bar. Í ferðum innan- lands sem utan sýndu þau meiri skynsemi en margir og lögðu ekkert ofurkapp á að sjá sem mest á skömmum tíma, heldur nutu þess að láta sér líða vel. Það var aðdáun- arvert hversu vel þau kynntust stöð- unum sem þau dvöldu á. Mágur minn gat vísað mönnum til vegar mörgum árum síðar, ef leið þeirra lá á þær slóðir. Hann þekkti fjölda staða og kunni vel deili á fólki, sem tengdist stöðunum með einum eða öðrum hætti. Svavar var mjög vel lesinn og geymdi svo ótrúlega margt í minni sínu. Þau Svavar og Birna hættu bæði að vinna fyrir skömmu og hugðust sinna áhugamálum sínum. Ævi- kvöldið virtist fagurt og kyrrlátt framundan, ferðalög, lestur góðra bóka, samverustundir með vinum og ættmennum. En þessi tími stóð miklu skemur en menn gátu ímynd- að sér. Í Spánarferð í haust fann Svavar fyrir óþægindum í hálsi. Þau voru þrálát og lengi vel fannst engin skýring á þeim. Skurðaðgerð í des- emberbyrjun leiddi í ljós meinsemd, sem vonazt var til að numin hefði verið á brott. Svo reyndist ekki vera og fyrir aðeins fáeinum dögum var ljóst að ekkert mundi hægt að gera meira. Svavar tók þeim dómi af miklu æðruleysi. Lokakaflinn var stuttur. Minningar um góðan dreng eru margar. Söknuðurinn er sár, ekki sízt hjá þeim sem næstir honum stóðu. Guð blessi þau öll. Haraldur Helgason. Kveðja frá starfsmönnum Vegagerðarinnar Í dag fylgjum við í hinsta sinn góðum vini og vinnufélaga Svavari Eiríkssyni. Svavar Eiríksson hóf störf sem skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri í mars 1993. Hann lét af störfum á miðju sumri 2003 með það í huga að njóta efri áranna í góðum félagsskap Birnu konu sinnar og barna þeirra og barnabarna. Svavar reyndist mér alla tíð vel og ég man þegar hann tilkynnti mér að hann hygðist láta af störfum, ég spurði hvað hann ætlaði að fara að gera, þá var svarið: ég ætla að bara að slappa af og njóta lífsins, ferðast og hafa það gott. Svavar hafði gaman af því að ferðast og naut sín vel í sól og sum- aryl á suðrænum ströndum en slíkar ferðir voru ætíð ofarlega í huga hans. Svavar kom reglulega í heim- sókn á gamla vinnustaðinn, yfirleitt brúnn og sællegur eftir margar heimsóknir í Sundlaug Akureyrar eða nýkominn af sólarströnd og þannig munum við minnast hans. En lífið er hverfult og erfið veik- indi bundu enda á það líf sem þau hjónin stefndu að. Við kveðjum Svavar með hlýhug og þökkum þau góðu kynni sem munu lifa með okk- ur um ókomna tíð. Ég bið góðan Guð að vaka yfir ástvinum Svavars og veita þeim styrk. Fyrir hönd samstarfsmanna Leonard Birgisson. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru þakklætisvottur fyrir vináttu sem þróaðist gegnum þau 24 ár sem við vorum næstu nágrannar í Stóra- gerðinu á Akureyri. Ungt fólk með börn, sem flutti á sama tíma í ný- byggt kverfi, og vann hörðum hönd- um við að skapa sér fastan punkt í tilverunni. Svavar og Birna voru samhent um að skapa gott umhverfi fyrir sig og börnin fjögur. Fyrstu árin var frítímanum varið í að gera garð og hús að sælureit sem gegnum árin varð þeirra umgerð hins daglega lífs. Svo uxu börnin úr grasi og einn dag kom að því að við fjögur urðum ein eftir. Þetta er lífsins gangur. Við áttum svo margan góðan dag saman, nutum þess sem stundin gaf. Sátum og spjölluðum yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi. Fórum saman í ferðalög til annarra landa. Finn- landsferðin er ógleymanleg. Göngu- ferðin um gamla bæinn í Stokkhólmi ljóslifandi. Ekki var síðra, þegar við fórum fjörutíu ár aftur í tímann í Portúgal forðum.Við vorum ná- grannar, vinir og félagar öll þessi ár. Kæra Birna, þið Svavar áttuð ykkar stóru og samheldnu fjöl- skyldu. Þér og börnunum sendum við og dætur okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Við Svavar segjum við: Góða ferð vinur, þú lifir áfram í minningunni. Oft er það eins og við finnum okkar þá nálægist kvöld, að geislar frá góðum kynnum grafast á minningarspjöld. (Höf. ók.) Málfríður og Arnar. Fjögur ár eru stuttur tími í lífi einstaklings. Á vissu aldursskeiði geta þau skilið eftir sig spor í hug- arheimi okkar sem aldrei afmást. Á árunum milli tektar og tvítugs eru við eins og óskrifuð opin bók. Lífið ritar rúnir sínar á þessar síður. Við sem settumst í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1956 komum úr öllum landshornum. Þetta var því ekki einsleitur hópur. Þau okkar sem komu úr meira fá- menni urðu fyrir mestri ágjöf af um- hverfi sem var okkur framandi, án þess að vera fjandsamlegt. Við þurftum að finna okkur hillu á nýj- um stað. Þar sem ég kom ekki í skólann fyrr en eftir réttir var skólastarf hafið og skipað hafði verið í bekkja- raðir. Þórarinn heitinn Björnsson kom með mig í miðri kennslustund og kynnti mig sem nýjan nemanda og mér var vísað í öftustu röð, undir nokkrum hlátrasköllum. Að kennslustund lokinni stóð upp grannur náungi sem spurði mig glottandi með bros á vör hvort ég væri að koma beint úr fjósinu. Þetta SVAVAR EIRÍKSSON Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Barnabörnin. HINSTA KVEÐJA Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.